Vísir - 18.08.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 18.08.1967, Blaðsíða 5
V1SIR. Föstudagur 18. ágúst 1967. 5 *• ' W: li Ml M á við hann. Það er þó mesti kost ur hans sem farartækis að hann þarf engra bryggjumannvirkja við, hann getur svifið af sjó beint á land upp 'og setzt þar, sem auðan blett er að finna. CARL WEILAND. Svo heitir svissneskur verk- fræðingur, sem smíðað hefur stóra svifnökkva, einkum ætl- aða til samgangna á vötnum þar í iandi. Hann hefur og gert teikningar að miklum úthafs- nökkvum, þótt ekki hafi enn orðið Ur smíði þeirra. Engu að síður er fróölegt að athuga nokk uð útreikninga hans og ályktan- ir í því sambandi. „Þykkt loftslagsins eða hæð veröur að vera breytanlegt eft- ir sjólagi, 2,5 m. nægja í sæmi lega lygnu, en £ sjógangi verður hæðin að nema allt að 15 m., eða nokkuð yfir hæstu öldu- falda .Eftir því sem botnflötur nökkvans er meiri. verður lofts lagið stöðugra, og þarf hlutfalls lega ekki jafn mikið loftstreymi til að fleyta honum. Sé miðað við nökkva sem er 100 m. að ummáli — slíkt er alls ekki ó- framkvæmanlegt — þyrfti hann ekki að vega meira en 350.000 smálestir og þyrfti þá ekki nema um 16 hestöfl á hverja smálest til að knýja hann 200 km á klst í 15 m hæð yfir sjávar flöt, en aðeins 2,7 hestöfl í venjulegu veðri og sjólagi ,sam kvæmt útreikningum mínum. — Með öðrum orðum — aðeins 0,7 hestöflum meira en fullkomn ustu hafskip, miðað við smálest og „aöeins“ 60 km hraða. Þama yrði því um stórfelldan rekstrar gróða að ræða. Og ferðin frá Hamborg til New York mundi ekki taka nema hálfan annan sólarhring, þótt reiknað sé með þeim tíma, sem fer 1 að komast af staö, tollskoðun og þess hátt- ar — og talsverðum mótvindi“. EKKI AÐ ÖLLU LEYTI RÆTZT. Þær vonir sem fyrst í stað voru bundnar við svifnökkvann hafa ekki þótt rætast að öllu leyti, og sú gerbreyting, sem álitið var að hann mundi valda í samgöngumálum, hefur látið á sér standa. Aðal annmarkarnir eru taldir þeir, að loftstreymið rótar upp ryki, sé farið yfir land, og auk þess hættir honum við að .skella’ til í sviptibyljum. En aðalatriðiö er kannski þaö, að framleiðendur bíla, skipa og flugvéla hafa ekki ýkjamikinn áhuga á framgangi þessa nýja farartækis, sem í rauninni tekur eitthvað frá öllum hinum farar- tækjunum þrem. Sennilega er það sú andstaða, sem veldur því aö sókn sans er hægari og hljóðara um hann, en búast mætti við. Þetta er svifnökkvinn, setn nú er 1 Vestmannaeyjum. — Myndin tekin í fyrradag, (Ljósm.: R. Lár.) Hvorki bíll, skip né flugvél og þó alK þetta að vissu leyti Á stundum má um það detha hver eigi heiðurinn af einhverri sérstakri uppfmningu. Oft er það líka þannig, að þótt vitað sé hver átt hafi „hugmyndina", þá hefur sá hinn sami ekki, ein- hverra hluta vegna, getað full- komnað hana svo reynd að hún hefði hagnýta þýðingu, én aðrir orðið til þess og þeim svo ver ið tiieinkaður heiðurinn. Þannig er það t.d. um hugmyndma að svifnökkvanum, sem eflaust veröur mjög umrætt farartæki hér á næstunni. Yfirleitt er sú uppfmning, sem gerð þess farar tækis byggist á, eignuð brezkum bátasmið, Christopher Cockerell að nafni, og hefur hann notið margháttaðrar viðurkenningar fyrir, af hálfu landa srnna. Það er þó nokkrum vafa bundið, að honum einum beri heiðurinn, eins og síðar verður vikið að. Engu að síður er það hann sem vafalaust á heiðurinn af hag- nýtingu hugmyndarinnar. Og svo er aldrei loku fyrir það sikotið, að tveim mönnum detti hið sama í hug, þótt eng- lærðir menn, er fundu upp þá hluti, er mestri byltingu hafa valdið á sínu svíði. Ekki er ó- sennilegt að það stafi í og með af því, að sérfræöingarnir verði um of bundnir fræðilegum kennisetningum á kostnað ímyndunaraflsins annars vegar, og raunsærrar athygli hins veg ar. Christopher Cockerell var venjulegur bátasmiður og hafði enga tæknimenntun fram yfir það, þegar hann fór að hugleiða fyrir alvöru þessa nýju gerö farartækja, rösklega fertugur að aldri. Hann starfaði þá við báta smíðastöð 1 Norfolk, Þess skal getið, að talið er með öllu úti- lokað, að hann hafi nokkuð vit að um tilraun finnska verk- fræðingsins. Og Cockerell lét ekki sitja við hugleiðingarnar heldur tók að vinna að smíði svifnökkva í tómstundum sín- um. Það tók hann fimm ár, að koma þeirri smíði svo langt á- leiðis, að séð yrði fyrir hve mikla hagnýta þýöingu þessi uppfinning bátasmiðsins kynni að hafa. Og þá var það. sem hið opinbera kom til skjalanna. Hin tæknilega tilraunastofnun ríkisins lét uppfinninguna til sín taka, og fyrsti svifnökkvinn sem reyndur var — sjö árum eftir að Cockerell tók að vinna að uppfinningu sinni eða í maí mánuði 1959 — var smíðaður hjá Sauders-Roe flugvélaverk- smiðjunum brezku, var smíðað ur þar á vegum þeirrar stofnun ar. Einn af kunnustu reynsluflug mönnum Breta, Peter Lamb, stjórnaði nökkvanum 1 þessari fvrstu opinberu reynsluför. HUGMYNDIN. Sagan um eggið og Kólumbus er kunnari en svo, að hún verði rifjuð upp hér. Hugmyndin, sem gerð svifnökkvans byggist á, virðist líka furðu einföld £ fram kvæmd. Loft er sogað niður um vfðan hólk, sviplíkan reyk- háf, inn i þjöppunarhólf, en þaö an þrýstist það niður um stúta eða raufir, sem komið er fyrir undir brúnum farartækisins allt í kring. Fyrir viðnám undirflat- arins, hvort heldur hann er fast ur eða fljótandi, lyftir „lofthögg ið“ farartækinu, sem siðan er knúið áfram annað hvort meö flugvélaskrúfu eða þotuhreyfli. Ekki þarf svifnökkvinn nema hálft vélarafl, og vart þaö, sem þurfa mundi til að knýja flug- vél af sömu þyngd, en skrið hans er margfalt hraöara en skipa meö margfaldri vélarorku in tengsl séu þar á milli. Við nánari athugun kom i ljós að finnskur verkfræðingur hafði smiðað eins manns svifnökkva og reynt hann, meira aö segja sótt um einkaleyfi og sent teikn ingar til ýmissa stofnana er- lendis, skömmu áður en finnsk- rússneska vetrarstyrjöldin brauzt út. í þeirri styrjöld féll þessi uppfinningamaður, og skömmu síðar varð heimsstyrj- öld, og þar sem ekki varð séö að uppfinning hans hefði beina hemaðarlega þýðingu, féli hún i gleymsku. Það var þá fyrst, er fyrsti brezki svifnökkvinn hafði verið reyndur og myndir af honum og uppfinninga- manni hans birzt i heims- blöðunum, að þeir í Hels- inki mundu eftir mynd, sem birzt hafði í blöðum þar í borg af hinum unga verkfræðingi á svifnökkva sínum mörgum ár- um áður. BREZKI SVIFNÖKKVINN. Þótt undarlegt kunni að virð- ast hafa það oft verið lítt tækni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.