Vísir - 18.08.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 18.08.1967, Blaðsíða 16
H Wm Nýtt frímerki í tilefni 50 ára afmælis Verzlunarráðs Póst- og símamálastjórnin mun gefa út nýtt frímerki í tilefni af 50 ára afmæli Verzlunarráðs fs- lands, en útgáfudagur þess verður 1 september 1967.' Frímerki þetta er blátt að lit og að verðgildi kr. 5.00, teiknað af Gísla B. Björns cyni. Pantanir til afgreiðslu á út- gáfudegi þurfa að berast ásamt greiðslu til póstsins fyrir 1. sept- ember n. k. SfaruBdur ríkisarfi kveður í dag I-Iaraldur krónprins snæddi há- degisverð í Nausti í dag ásamt for- seta fslands, hr. Ásgeiri Ásgeirs- syni, forsætlsráðherra dr. Bjarna Benediktssyni, ambassadorum Is- lands og Noregs og fleirum. Klukk- an 14.15 verður ekið frá Nausti til Keflavikurflugvallar, eftir að forsetinn hefur kvatt ríkisarfann. Verður síðan flogið frá Keflavíkur- flugvelli með Gullfaxa til Osló kl. 15.20. María á Miklatúni í gær. (Ljósm. Vísis JBP) „Stutta tízkan er ekki úr sögunni" segir Maria Guðmundsdóttir, sem stödd er hér heima i sumarfrii María Guðmundsdóttir, sem undanfarin ár hefur verið í hópi frægustu fyrirsætna Parísar- borgar, er stödd hér heima um þessar mundir í sumarfrii. Und- anfarin ár hefur María unnið hvað mest í Þýzkalandi og Frakklandi en nú hefur hún flutt til New York, þar sem hún vinnur sem fyrirsæta hjá stærstu umboðsskrifstofu fyrir fyrirsætur í Ameriku, Ford Model Agency. Við áttum stutt spjall við Maríu og sagði hún okkpr að þetta væri lengsta sumarfrí, sem hún hefði tekið sér siðan hún byrjaði í þessu starfi. Verð- ur hún hér í þrjár vikur að þessu sinni en hingað til hefur hún ekki haft nema tveggja vikna sumarfrí. „Hver er aðalástæðan til að þú fluttir til Ameriku og hvern- ig líkar þér að vinna þar?“ „Ég var satt að segja oröin dálítið þreytt á að ferðast svona mikið, eins og ég gerði meöan ég bjó I París. Ég fæ líka betra kaup í New York, en ekki get ég sagt aö ég kunni eins vel við mig þar og í Evrópu.“ „Hvernig lízt þér á vetrar- tízkuna?" „Ég var ekki viöstödd tizku- sýningarnar í París í sumar, en mér sýnist stutta tízkan ætla að vera vinsæl áfram. Ég er mjög hrifin af síðum kápum ut- an yfir stuttum kjólum, og gæti ég bezt trúað aö það ætti eftir að slá í gegn. Hins vegar finnst mér ökklasíddin, sem Italir virð- ast hvaö hrifnastir af núna alveg hræfSleg." Framhald á bis. 1-0. 6 tölvur í notkun hér á landi - Sú 7. væntanleg um næstu áramót. Stofnun útibús IBM hér á landi eykur skattatekjur islenzka rikisins Grímseyingar vilja fá nýjan djákna 100 ára afmæli Miðgaðarkirkju i Grimsey á sunnudaginn Miðgarðakirkja í Grimsey verður 100 ára gömul á sunnudaginn kem- ur, og mun sr. Benjamin Kristjáns- son prófastur halda ræðu f kirkj- unni og sóknarpresturinn, sr. Pétur Sigurgeirsson á Akureyri messa. — Miðgarðakirkja er með eldri kirkj- um á landinu, en byggt var við hana fyrlr 35 árum. Við höfðum tal af sóknarformann inum, Magnúsi Símonarsyni, og sagði hann okkur a& þeir Grímsey- ingar hefðu því miður engan djákna - ina, Einar Einarsson, sem var djákni í Grímsey um árabil er nú fluttur til Akureyrar. Sr. Pétur Sig- urgeirsson hefur messað í Grímsey fjórum sinnum á ári, en á meðan Einar var þar, messaði hann oft á milli þess sem presturinn kom til eyjarinnar. Sagði Magnús að þeim Grímseyingum þætti mjög miður að hafa engan djákna, og að þeir vonuðust til að fá nýjan djákna, áður en langt um liði. í Miðgarða- kirkju er altaristafla, sem Arn- grímur Gíslason málaði, en hann málaði altaristöflur í margar kirkj- ur á landinu. Er altaristaflan máluð nokkru fyrir aldamótin. Eins og sagt var frá í Vísi í gær hefur amerfska stórfyrirtæk ið IBM sett á stofn útibú sitt hér á landi, en áður hafði Ottó A. Michelsen gegnt umboðsstörf um fyrirtækisins hér á landi. í tilefni af hinu breytta formi fyrirtækisins boðað! Otto A. Michelsen blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá ýmislegu varðandi fyrirtækið. M. a. kom fram, að ör vöxtur er í notkun fullkominna skrif- stofuvéla og rafreikna á ýmsum sviðum hér á landi. Fimmta tölv an (rafreiknlrinn) af svokölluð- um þriðja ættlið er væntanleg um næstu áramót, og eru þá samtals 7 tölvur hér á landi í notku'n, en sú fyrsta kom hing- að til lands árið 1963. Ottó sagði, að hiö breytta form fvrirtækisins myndi einnig leiða til aukinna skatttekna ís- lenzka ríkisins, því aö hér eftir mun leiga fyrir afnot tölva, sem IBM leigir íslenzkum aö- ilum verða greidd útibúinu, og það því telja þessar leigutekjur fram til skatts. Hingaö til hefur leiga þessi verið greidd til IBM í Bandaríkjunum. Leiga þeirra tölva, sem eru i notkun hér á landi er kr. 90.600—180;000 pr. mán. Ottó sagði, aö svo mflsiffl kostnaður væri að hei5a skipw- lagða notkun fulfkomnustu skrtf stofuvéla og rafreikna, að orð- ið hefði að skipta um rekstrar- form fyrirtækisins, til að það væri unnt. Væri sú aðalorsökin að stofnun útibúsins hér á landi, en eins og sagt var frá í Vlsi í gær, hefur Ottó um langt skeið verið einasti umboðsmaður IBM í heiminum, alls staðar annars staðar hefur IBM sett á stofn útibú, þar sem fyrirtækið rek- ur þjónustustarfsemi sína. IBM er viðurkennt um allan heim sem eitt fremsta fyrirtæki sinn ar tegundar í hehninum í dag og rekur starfsemi sína í 104 þjóðlöndum. ^V\AAAAAAAAAAAAAA/W\AA/WWVWV>" Loftleiðir kaupa fimmtu RR 400 vél sína, — fáist nauðsynleg leyfi islenzkra yfirvalda. — Kaupverð um 103 milljónir islenzkra króna. — Vélin verður ekki lengd Loftleiðir lögðu í gær inn um- sókn til viðskiptamálaráðuney tis ins um að mega nota eigin gjald- eyristekjur til kaupa á flugvél af gerðinni RR 400, en félagið á fyrir fjórar slíkar vélar. Þess- ar upplýsingar fékk Vísir í morg un hjá Kristjáni Guðlaugssyni, stjórnarformanni Loftleiða. — Sagði Kristján, að flugvél þessi tæki 160 farþega, kaupverð um 2,3 milljónir dollara eða um 103 milljónir íslenzkra króna. Flug- vél þessi, sem er ekki alveg ný, er keypt til að létta á beim vél- um, sem fyrir eru, að þvi er Kristján sagði. Loftleiöir munu kaupa vélina hjá bandaríska flugfélaginu „Fly ing Tiger“, fáist nauðsynleg leyfi íslenzkra yfirvalda. Eins og fyrr segir tekur þessi vél um 160 farþega, en hmar fjórar fhig vélar Loftleiða af þessari teg- und hafa allar verið lengdar og taka því 189 farþega. Kristján Guðlaugsson sagði, að þessi vél yrði ekki lengd. Einn varamót- or fylgir vélinni, verði af kaup- unum, en slíkir mótorar eru mjög dýrir, kosta um 250—300 þúsund dollara eða um 11—13 milljónir ísl. króna. Við þessi kaup myndu Loftleiöir spara mikið í varahlutakaupum, sagði hann. Kristján sagði, að Loftleiðir hefðu haft DC-6 B vélar sínar á sölulista á almennum markaði, en engin tilboð, sem lítandi væri á, hefðu borizt £ þær, enda hefðu þær fallið nokkuð í verði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.