Vísir - 18.08.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 18.08.1967, Blaðsíða 2
••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••« Handknattleiksmót Islands: FH OG FRAM LHKA TIL ÚRSLITA í KVÖLD • Úrslitin í handknattleiks- • móti íslands, utanhúss, fara 2 fram í kvöld á mölinni við 2 LÆKJARSKÖLANN í Hafnar • firði. Að venju mætast þar FH og Fram í karlaflokki, og Valur-Fram í kvennaflokki. Kvennaleikurinn hefst kl. 20, en kl. 20.30 hefst karla- leikurinn, en á eftir verða verðlaun afhent í Sjálfstæðis- húsinu í Hafnarfirði, á dans- 2 leik, sem eiginkonur hand- 2 knattleiksmanna FH halda. * Axel Einarsson, varaformað- • ur HSÍ mun afhenda verð- * launin. 2 Sigurður Sigurðsson, umsjón- armaður íþróttaþátta sjónvarps- ins, að vinna við filmur, ásamt Karli Jeppesen, sem stjómar útsendingum. •••••••••••••••••••••••••• Unglingameisfara- mót í sundi á ísafirði Á síðasta þingi Sundsambands íslands var samþykkt aö Unglinga- meistaramót islands 1967 í sundi skuli fara fram á ísafirði og hefir iþróttabandalagi ísfirðinga verið falin framkvæmd mótsins. Stjóm Í.B.Í. hefir nú ákveöið að mótið skuli haldið dagana 9. og 10. sept. n.k. Þátttöku ber að tilkynna til íþróttabandalags ísfirðinga, póst- hólf 90, ísafiröi, og skulu þátttöku- tilkynningar hafa borizt eigi síðar en 31. ágúst n. k. Keppnisgreinar: Fyrri dagur: 100 m skriðsund drengja, 100 m bringusund stúlkna, 50 m baksund sveina, 50 m flugsund telpna, 100 m bringusund drengja, 100 m baksund stúlkna, 50 m flugsund sveina, 50 m skriðsund telpna, 4x50 m fjórsund drengja, 4x50 m bringusund telpna. Seinni dagur: 100 m skriðsund stúlkna, 100 m baksund drengja, 50 m skriðsund sveina, 50 m bringusund telpna, 50 m flugsund stúlkna, 50 m bringusund sveina, 50 m baksund telpna, 50 m flugsund drengja, 4x50 m fjórsúnd stúlkna, 4x50 m skriösund sveina. „GULLOLDir EKKILIÐIN HJÁ? Að visu sigrubu ungu mennirnir 5:0 en 4:3 hefbu verið réttlátari úrslit Unglingalið Reykjavíkur vann of stóran sigur í gærkvöldi yfir „gullaldarliðinu" frá Akraftesi, sem þó sýndi að þessi gullöld er langt frá því að vera liðin. Er ekki ólík- legt að ef þessir „gömlu“ menn æfðu reglulega 3svar í viku, mundu 1. deildarliöin eignast harðsnúinn andstæðing. Sigur Reykjavíkur í gær var ó- eðlilega stór, — allt heppnaðist hjá ungu piltunum, ekkert hjá Akumesingum, sem hefðu átt skilið að skora 3 mörk að minnsta kosti. Það var greinilegt að Akraness- ' liðið á vinsældum að fagna. í gær- kvöldi var lítið lakari aðsókn en að leiknum viö Breta, allir vildu sjá aftur þetta góða Akranesslið og fólk varð ekki fyrir vonbrigðum, ^ því liðið lék oft mjög skemmtilega og af tilþrifum. 1 hálfleik var staöan 2:0, bæði mörkin skoruð á sömu mínútunni, en í seinni hálfleik bættust 3 viö í viðbót. Þessi mynd er tekin af Jiirgen May, en hann var nýlega á for- síðum flestra heimsblaðanna, þegar hann flýði frá Austur-Þýzka- Iandi til Vestur-Þýzkalands. May féll í ónáð hjá valdhöfum eystra af pólitiskum ástæðum og notfærði hann sér fyrsta tækifærí til að flýja. — Myndin sýnir hann slíta snúruna á undan keppinaut sínum í 800 metra hlaupi. • r i s/onvarpinu Laugardagscftirmiðdagurinn iþróttadagur í sjónvarpinu hér verður innan skamms mikill eins og víöast hvar annars staö- ar. Þetta fengum við uppgefiö, þegar viö hringdum í gærdag í Sigurö Sigurðsson, íþróttafrétta mann sjónvarpsins. Sigurður sagði að 2. septem- ber hæfist útsending á 2ja tíma íþróttadagskrá. í þessum útsendingum verður lögð tals- verö áherzla á enska knatt- spyrnu, sem löngum hefur verið vinsæl hér á landi, og í íþrótta- þættinum verður oftast 50 mín. þáttur með úrvalsköflum eins leiks ensku knattspyrnimnar heigina áður, valdir af Billy Wright. Nefnast þættir þessir Star Soccer og eru sýndir hjá BBC og eru eins konar fram- hald á hinum vinsælu þáttum Game of the week, sem áður voru sýndir. Auk þessa efnis verður sýnt ýmisiegt, sem ofarlega er á baugi í það og það skiptið. Eins og kunnugt er á að skipta yfir í 6 daga sjónvarp 1. september n. k. Sigurður kvað ekki ólík- legt að þegar mikið væri að gerast í knattspymu mundi íþróttaþátturinn geta staðið lengur en 2 tíma, því í áætlun er að hafa íþróttatímann frá 17 —19, en hlé frá 19—20 að dagskrá kvöldsins hefst. Mun íþróttaþátturinn þvf standa lengur. ef með þarf. »« 9 » o r c o

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.