Vísir - 18.08.1967, Blaðsíða 7
VfSsaEil . Föstudagur 18. ágúst 1967,
7
ínorgun útlönd í morgun útlönd í raorgun 3 útlönd í morgun útlönd
Tito bjartsýnn. segir ArabaleÍðtoga sjá
nauðsyn stjórnmálalegs samkomuSags
Xito forsetí Júgóslavíu, nú
á heimleið á snekkju sinni —
Galeb — frá Alexandriu, eftk'V
að hafa raett við leiðtoga Egypta '
lands, Sýriands og íraks, segir
þá sjá nauðsyn þess að stjórn-
málaleg laust fáist á vandaniál-
mn Austurlanda nær, og hafizt
hafi verið handa um að koma
því til leiðar, en viidi ekki gera
nánari grein fyrir þessu.
Kveðst hann á valdi þeirra
tilfinninga aS áðumefndum við-
ræðum loknum, að ástæða sé til
bjartsýni um batnandi horfur.
— 1 sameiginlegri tilkynningu
hans og Nassers forseta Egypta-
lands segir, að þeir séu sammála
um, að núverandi ástand feli i
sér hættu fyrir friðinn. Þeir
eru sammála um, að skila verði
herteknu svæðunum.
Boðuð imðun
Averos
Frétt um, að Averos fyrrverandi
utanríkisráðherra Grikklands hefði
verið dætndur aC herdÓmstöR tfl 5
ára fangeteísvistar, vakti mikla
furðu, en hannvar tafino hrotlegur
um þau tilskipuntarákvæði hemaðar
legu síjomarinnar, að fteiri en 5
menn meettu «33á ftnappast sam-
an á gðtmn 'fai.
Bn 'þetöja Steceði »ar lútía nú til
A«0ros,,jþEBr senvbanndœfiS boiSð
tiKsajjmniiSOsraianns. VaSffsþaðein-
hvetjör gtaasemfEr og var bann
JrúiEhafRáEfytSrTétt, ea hann kvað
tim kTinnkigiaboO að
E6M mæm hemaðariega st^ómm
Ass&xis í fangeísi, þvJ aðif'gær var
tfffiyimt að forsætíseáðherrann
myndi legg ja til að Evangeíos Aver-
os yrðí ii'áðaönE.
Vflarðttoitdi gngn-
rýni á de Gauile
Giscard d’Estaing, leiðtogi Ó-
háðra rep.ublikana, sem de Gaulle
Frakklandsforseti á mest undir
komiö að halda meiriftluta á þingi,
hefir snúizt gegn honum og gagn-
rýnt hann fyrir þrennt:
1. íhlutun um innanríkismál
Kanada,
2. Að hafa tekið afstöðu með
Aröbum, — og í
3. lagi fyrir að bera ekki efna-
hagslegar ákvarðanir undir
þingið.
Mitterand, leiðtogi stjómarand-
stöðunnar gagnrýndi de Gaulle
mjög á fundi með fréttamönnum
fyir í vikunni.
Kiesinger og Johnson, er þeir ræddu vandamálin fyrr í vikunni.
Alvarlegar horfur í Hong-Kong vegna árób-
urs, hermdarverka, mafvæla- og vatnsskorts
Alvarlega horfir í sambúð Kína
og Hong-Kong vegna sívaxandi
þenslu, sem hófst með áróðri og
ofbeldisaögerðum kínverskra
rauðra varðliða meðal hinna kin-
versku íbýa nýlendunnar, en þeir
era flestir af kínverskum stofni, og
þeirra á meðal tugþúsundir á tug-
þúsundir ofan, sem flúið hafa Kína
á umliönum tíma. Og ef til vill
engu síður eru horfur alvarlegar
vegna matvæla- og vatnsskorts.
Unnin hafa verið skemmdarverk
kveikt í skrifstofum, bifreiðum,
gerðar árásir á landamærastöð o. s.
frv.,. en stjórn Breta í Hong-Kong
hefir ekki sýnt á sér neinn bilbug
og tekið á málum meö festu, gert
húsrannsóknir hjá róttækum sam-
tökum og gert upptæk vopn, sprengi
efni og áróðursplöigg.
Kinverska stjórnin hefir krafizt
þess í orðsendingum, að leyft veröi
að vinna að stuðningi við hugsanir
Mao tse Tung, en slíkum orðsend-
ingum hefur verið hafnaö.
Nú hafa horfur versnaö vegna
þess, aö tekið hefif að mestu fyrir
matvælaflutninga frá Kína til Hong-
Kong, en frá Kína hafa matvæli ný-
lendunnar aðallega komið. Einnig er
vatnsskoftur, — og horfir jafnvel
enn verr með hversu bæta megi úr
honum. Vatnsskömmtun er þegar í
gildi, vegna iangvarandi þurrka í
Hong-Kong og Kína, en búizt hafði
verið við, að þaðan myndi aftur
fást vatn er haustaði. Með skömmt
un á vatni úr vatnsgeymum borg-
arinnar hefir þó allt bjargazt, en
siíkir geymslustaðir eru aðeins hálf-
fullir nú.
Reynt verður ef til vill, að blanda
þróarvatnið sjó, og telja sérfræðing
ar, að þaö muni ekki hafa skaðleg
áhrif.
* SÉRLEGUR SENDI-
MAÐUR U THANTS
U Thant frkvstj. Sameinuðu þjóö-
anna hefir skipað svissneskan mann
Thalmann, sériegan sendimann sinn
í Jerúsalem.
Biafra-stjórn biður U Thant
að láta banna hergagna-
sendingar til samhands-
stjórnar Nigeriu
ingum, gerðum fyrir innanlands-
átökin nú, og bent á að til útflutn-
ings á verulegu magni hergagna
þyrfti útflutningsleyfi, en ekkert
slíkt leyfi hafi verið veitt. Viður-
kennt er að fyrirtæki. sem hafa
fengið slíkar pantanir, hafa sótt
um útflutningsleyfi.
Blökkuunglingar í háskóla-
bænum Syracuse N.Y.,
vinna spellvirki
Stjórn Biafra hefir beðiö U Thant
að gera ráöstafanir til þess að Bret-
ar veiti sambandsstjórninni ekki
hernaðarlegan stuðning.
í Bretlandi er tilkynnt að stjómin
fylgi óbreyttri stefnu um útflutning
vopna, að aðeins smávopnasending-
ar hafi átt sér stað samkvæmt samn
Lögreglan í háskólabænum Syra-
cuse í New York-ríki fékk skyndi-
. lega fyrirniæli um það í fyrradag,
| að öllum leyfum væri frestað,
vegna ókyrrðar meðal blökku-
manna.
Var lögreglulið kvatt á vettvang,
þar sem biökkuunglingar fóru um
aðalgötu borgarinnar og brutu rúð-
ur og frömdu rán í verzlunum. Ekki
telja yfirvöldin, að hér hafi verið
um skipulagðar aðgerðir aö ræða.
1 Houston i Texas lá við upp-
þoti, eftir að eigandi bensínsölu
skaut á blökkupilt og særði hann,
en pilturinn hafði gert tilraun til
ráns í bensínsöiunni. — Tókst að
giröa fyrir óeirðir út af þessu.
í nótt kom til nýrra blökku-
mannauppþota í Syracuse. Borgar-
stjórinn hefur lýst yfir hættuá-
standi í bænum.
> ÁSTRALÍA EYKUR
FRAMLAG TIL VARNA
Ástraiíustjórn áformar að verja
1100 miiljónum ástralskra dollara
til landvarna á næsta fjárhagsári.
og er þaö aukning um 18 af hundr-
aði.
Áformuð er aukning til fræðslu-
mála, sem nemur 35 af hundraði
V
» VERÐUR OLIUBANN AR-
ABARÍKJA FRAMLENGT ?
Á fundi utanríkis- og efnahags-
máiaráöherra 13 Arabaríkja hefir
forseti íraks, Arif, mælt með stuðn-
ingi viö tillöguna um þriggja mán-
aöa útflutningsbann á olíu til landa
sem styð.ja ísrael, til framhalds á nú
verandi útflutningsbanni.
Um þetta mál er ágreiningur
meðal ríkisstjórna olíulandanna ar-
abísku og haldið fram af sumum
ríkisstjómum, að olíubannið skaði
olíulöndin meira en löndin, sem
olíubannið nær tii.
♦ Æ FLEIRI
DEILA Á JOHNSON
Áframhald er á deilum í Banda-
ríkjunum út af auknum sprengjuá-
rásum á Norður-Vietnam.
Romney ríkisstjóri, sem líklegur
er talinn sem forsetaefni republik-
ana segir það mistök, að hafa auk-
ið sprengjuárásimar, og alimargir
öldungadeildarþingmenn, sem til
þessa hafa stutt stefnu stjórnarinn-
ar varandi Vietnam, eru nú sagðir
hikandi.
» HERFLOKKAR FARA
UM GÖTUR LAGOS
Flokkar úr her sambandsstjómar
í Nigeríu fara nú um götur í Lagos,
höfuðborg sambandsríkisins, og er
tilkynnt, að það sé gert til verndar
fólki af Ibostofni og þjóðflokkum
í Miövestur-Nigeríu, en ýmsir af
sömu þjóðflokkum hafa verið
handteknir af öryggisástæöum.
» NLF
ATHAFNASAMT
NLF eða Þjóðfrelsunarhreyf-
ingin svonefnda í Suður-Arabíu
hefir til þessa komið því til leiðar
að stjórnir eða þjóðhöfðingjar i
finnn smáríkjum hafa sagt af sér
eða afsalað sér völdum.
» HAGSTÆÐUR GREIÐSLU-
JÖFNUÐUR HJÁ BRETUM
Hagstæður greiðsiujöfnuður á
Bretlandi nam í júlí 6 milljónum
punda, og er tii samanburðar
tekið fram, aö í júní hafi hann
verið óhagstæður um 45 milljónir
Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóv-
ember að greiðslujöfnuður er hag-
stæður. — Mjög dró úr innflutningi
í júlí, en útflutningur óx.
Frá Fræðsflumálaskrifstofunni
KENNARANÁMSKEIÐ verða haldin fyrir enskukenn-
ara dagana 4.-22, sept. n.k. og fyrir handavinnukenn-
ara 4. —15. sept.
Upplýsingar um námskeiðin veitir Fræðslumálaskrif-
stofan, Borgartúni 7, Rvík. og þangað ber að tilkynna
þátttöku.
FRÆÐSLUMÁLASTJÓRI.