Vísir - 28.08.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 28.08.1967, Blaðsíða 1
535 FLEIRI GESTIR EN LEYFILEGT ER 57. árg. - Matuidagur'28. ágúst 1967. - 193i-tbl. Könnun af hálfu lugreglunnar fór fram um helgina á því, hve mörgum gestum værl hleypt inn á skemmtistaöi i borginni. Með eftlrgrennslan hjá lögreglunni komst blaöiö að raun uni þaö, að á föstudagskvöld höfðu eftirlits- nienn, sem hafa það verkefni að fyigjast með veitingastöðum borg- arinnar, farið á milli veitingastað- Gjaldeyristekjurnar minnka um 1500-2000 millj. rætist ekki ár — segir Sigurður H. Egilsson, frkvstj. LIÚ Vísir átti i morgun stutt sam- tal við Sigurð H. Egilsson, fram kvæmdastjóra LÍÚ og spurðist fyrir um vandamál sjávarútvegs ins. Sigurður sagði, að vissu- lega væri útlitið svart, og lík- lega mundi flotinn stöðvazt, rættist ekki úr sjávaraflanum. Sagði Sigurður, að líkur bentu til, að útflutnirtgstekjur íslend- inga af sjávarafurðum myndu minnka um 1500 —2000 milljón ir á þessu ári, samanboriö vií. útflutningstekjur á sl. ári. Sjáv- araflinn er minni nú en á samr tíma í fyrra, skreiðarmarkaöi: í Nígeríu iokaðir, stórkostleg verðfall á síldarlýsi, síldarmjök og frystum fiskafurðum og þann ig mætti lengi telia. Þá kom fram hjá Sigurði, að sildarlýsi hefur lækkað um 43%, síldarmjöl hefur lækkaó um 27%, en á sl. ári nam heildar verðmætf útflutnings íslendinga \ þessum tveimur framleiðslu örum um 2000 milljónum :róna. Verð frystra fiskafuröa ’.efur lækkað um 20%,. en á sl. ri nam útflutningur þeirra um J"00 milljónum króna. Saltsíld var í fyrra flutt út fyrir um 500 milljónir króna, en nú hefur ekki verið saltað í eina einustu tunnu. (Ath. kom- ið hefur í ljós að saltað hefur verið í um 100 tunnur um borð fiskiskipi norður við Sval- tarða. Athugasemd Vísis). Sig- urður telur þó ólíklegt, að salt- síldin bregðist algjörlega, en verði svo, minnka gjaldeyristekj ur landsmanna eingöngu vegna saltsíldarinnar um 400 — 500 milljónir króna . "• Alvarlegt ástand er einnig í skreiðarútflutningnum. Níger- Framh. á 10. síðu. anna, eins og jafnan um helgar og svipazt um. 1 veitingahúsinu „Glaumbæ“, var margt manna að skemmta sér þetta kvöld og mikill troöningur. Tóku eftirlitsmennirnir sér stöðu við dyrnar, þegar húsinu var lokað kl. 11.30 um kvöldið og töldu þá, sem yfirgáfu húsið eftir það. Höfðu þeir til þess sérstakt áhald, telj- ara, sem er ckki ósvipað skeiö- klukku í útliti. | Samkvæmt því, sem lögreglan tjáði biaðinu, töldu mennirnir 998 gesti út úr húsinu frá kl. 11.30 til rúmlega eitt, þegar síðasti gestur- inn hafði yfirgefið húsið. Leyfilegt hámark gesta í Glaumbæ, eftir því sem blaðið frétti hjá lögreglunni, er 463 gestir. Niöurstaða könnun- arinnar bendir því til þess, að inn í húsið hafi veriö hleypt 535 gest- um meira en leyfilegt var. Slíkar kannanir hafa verið fram- kvæmdar áður og hafi eitthvað fundizt aðfinnsluvcrt í þessum efn- um, hefur gjarnan verið fundiö að því við eigendur húsanna, en það borið misjafnan árangur. Hefur hættan, sem af þessu stafar, horfið í skugga ábatavonarinnar, enda viðurlög ekki hörð. Sektir vegna brota á þessum ákvæðum hafa numið frá 1000 krónum upp í svona 2000 krónur. Langhelle, forseti norska Stórþingsins, bráðkvaddur í nótt | sumarleyfi sínu. Langhelle hefði j orðið sextugur í næsta mánuöi. | I NTB-frétt segir, að með honum hafi Stórþingið misst einn sinna mestu viröingarmanna. Forsetastörf j in hafi leikið honúm í hendi og . það hafi sviðið undan áminningum j hans. „Langhelle var „alhliða ! stjórnmálamaður“, maður, sem treysta mátti að leysa mundi hvert ýmislegra verkefna af hendi með ( ágætum.“ Á hemámstímanum var Lang- helje í fangabúðum í Noregi og Þýzkalandi. Hann átti sæti í ríkis- 1 stjórnum Gerhardsens og Torps 1944—55. j Langhelle var einn af kunnustu forystumönnum á sviði norrænnar samvinnu og hefur m. a. veriö for- seti Norðurlandaráðs. • •••••••■•••••••••••••••■ Þannig leit vörubillinn út f porti Vöku, en þangað hafði hann verlö dreginn eftir áreksturinn í nótt. DIMM VIÐRI0G ÓAÐGÆTNIVELD- WÁREKSTRUM • — Tveir ökumenn stungu af frá árekstrum, ! en fundust aftur Nils Langhelle, forseti norska Stórþingsíns, varð bráðkvaddur f nótt er leið í sumarhúsi sfnu uppi f fjöllum, en þar dvaldist hann í Slattar af skreið sendir til V-Nígeríu Nigeriumarkaðurinn nær algjörlega lokaður Margoft hefur veriö bent á erfiðleikana i skreiðarútflutningi okkar fslendinga hér í Vísi. Við höfðum samband við Braga Eiriksson, hjá Samlagi skreiðar- framleiðenda i morgun, og spurð um hann, hvort einhver breyt- ing hefði oröið á horfunum eink- um varðandi Nígeríumarkaðinn. Bragi sagði, að þar sæti allt vlð sama. Samlag skreiðarfram- leiðenda notaði hvert einasta tækifæri sem byðist til að reyna að koma skreið á markaðinn þar syðra, og nú væru þeir t. d. að afgreiða smásendingu til vestur héraða Nígeríu. Hefði nokkuð verið gert aö þessu undanfarið, en hér væri um mjög lítið magn að ræða. A-héruð Nígeríu eru aftur á móti alveg lokuð vegna borgarastyrjaldarinnar, sem í landinu geisar. Bragi Eiríksson sagði, að ekki væri um aðra markaði að ræða, sem unnt væri að selja skreið- ina á, brygðist Nígeríumarkaður inn, en um það væri ekki unnt að fullyrða á þessu stigi máls- ins. Landið hefði að mestu verið lokað vegna borgarastyrjaldar- innar. V-héruð landsins kaupa nokkuð af skreið af okkur, en eingöngu keilu og smáfisk, en Framhald á bls. 10. 1 rigningunni og dimmviðrinu undanfama daga hafa orðiö nokkrir árekstrar umferöinni, sem flestir hafa orsakazt af ó- aðgætni ökumannanna. Haustið er á næstu grösum og tekið að dimma á kvöldin, en þá er mest hættan á slysum, þegar skyggn- ið er slæmt. Riöur því á mestu, að ökumenn vandi akstur sinn í umferðinni og séu sífellt á varðbergi. Um helgina urðu þrír árekstr- ar, allir meira eða minna fyrir handvömm ökumanna sjálfra. Hörð ákeyrsla varð við enda Miklubrautar við Suðurlands- braut í nótt. 2ja tonna vörubíl var ekið á Ijósastaur á mikilli ferð og hrökk yfirbygging, sem var á pallinum, af bílnum og brotnaði í spón. Dreifðust brot- in á stórt svæði. Miklar skemmdir urðu aðrar á bílnum. Ökumaður vörubílsins var horfinn af staðnum, þegar lög- reglan kom að, en nokkru seinna var hringt í lögregluna og reyndist þaö þá vera öku- maðurinn, sem gaf sig þar fram. Var hann sóttur og viður- kenndi hann að hafa nevtt áfeng is fyrir aksturinn.. Hafði hann misst vald á bifreiðinni vegna hins mikla hraða, sem hann hafði ekið henni á. Hann var yfirheyrður og síðan færður í blóðrannsókn. Önnur ákeyrsla varð 1 gær hjá Sundlaugunum. Var lítilli fólksbifreið af Trabant-gerð ek- ið á giröinguna við gangstétt- ina hjá Sundlaugunum og síð- an brott af staönum, áður en lögreglunni hafði verið tilkynnt um atvikið. Vörður hjá Sundlaugunum gerði lögreglúnni aðvart og þeg ar hún kom á staðinn fann hún lítið stvkki, sem hrokkið haföi úr bifreiðinni við áreksturinn. Hóf hún siöan leit að bílnum Lim allan bæ og hafðist loks uppi á honum hjá Trabantverk- stæðinu í Súðarvogi. Og stuttu síðar • fannst ökumaðurinn, sem kvað sér hafa láðst að til- • kynna lögreglunni atburðinn. % Kvað hann sig vera óöruggan • ökumann og hefði komiö á sig • fát um leiö og hann sá aðra • bifreið koma eftir Sundlauga- • veginum, þegar hann beygði af J Reykjaveginum og inn á Sund- • laugaveginn. í fátinu hefði hann • ekið á girðinguna. J Þriðja ákeyrslan varð í Kópa- • vogi í morgun, þegar piltur, á J leið til vinnu sinnar, ók jeppa- • bifreið á brúarstöpulinn á Foss- • vogsbrúnni. Hentist jeppinn á- J fram yfir brúna og braut stöp- • ulinn við hinn enda brúarinnar • líka. Pilturinn slapp án nokk- J urra meiðsla, en það lá ekki • ljóst fyrir þegar blaðið fór í J prentun, hvag valdið hafði því, • að hann ók á stöpulinn. • •••••••••••••••••••«»•••

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.