Vísir - 05.09.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 05.09.1967, Blaðsíða 2
Sá til vinstri er í St. Louis-liðinu og er Pólvérji, Norbert Pogrzeba | að nafni, en þaö er Costa Rica-leikmaður frá California Clippers, j 1 sem hallar sér upp við hann. BP vann Fiugfélngið 5:0 í gær fór fram knattspyrnukapp- ikur Flugfélags ísiands og Olíu- verzlunar íslands (BP). Leiknum lauk með óvæntum sigri BP 5:0, t.. F.í. hefur mörg undanfarin ár haft bezta firmaliðinu á aö skipa. í háifleik var staðan 0:0 Auglýsið í VÍSE Hefndu BP-menn þarna harma sinna eftir að hafa tapað með 3 I höggum i sveitakeppni í golfi fyr- |ir Flugfélagsmönnum. 1» Þórólfur Beck hefur Iítið verið í fréttum að undanfömu. Hann er þó orðinn fyrirliði hjá bandarísku atvinnuknatt- spyrnuliði, St. Louis Styies, og á dögunum sáu tveir Loft- leiðafiugmenn, þeir Halldór Friðriksson og ÓIi Ólsen, þegar lið hans keppti gegn Baltimore og horfðu þeir á leikinn í sjónvarpi, en hann var leikinn í Baltimore. Halldór kvaðst hafa veriö að horfa á þáttinn STAR SOCCER í NBC-sjónvarpsstóðinni. Liðin voru kynnt, einn leikmaður af öðrum á skerminum og Danny Blanchflower, sá heimsfrægi knattspymumaður kynnti leik- menn, og lýsti leiknum síðan. Lestina í þesari kynningu rak fyrirliöinn, — og hjá St. Louis Styles var það Þörólfur Beck. Halldór kallaði þegar á Óla Ólsen, sem hefur líka áhuga á knattspyrnu og horfðu þeir þama á þennan nær „gleymda" landa sinn leika prýðisleik, þar sem hann hreinlega „bjó til“ eina mark leiksins og sigurmark liðs síns. Blanchflower sagði áhorfend- um mikiö frá Þórólfi og var mjög hrifinn af leikni hans, en kvað hann greinilega of þungan um þessar mundir. Það var greinilegt aö mótherjamir ótt- uðust leikni Þóróifs og sóttu mjög að honum, en Þórólfur reyndist þeim ofjarl. í liði Þórólfs eru menn af mörgum þjóðernum, m.a. Júgó- slavar og Brazilíumenn. Þórólf- ur lék innherja, lá nokkuð aft- arlega og „mataði“ farmlínuna meö frábærum sendingum. Grétar Norðfförð skrifor fró New York: Slagsmál i leik og INTER Stærsti knattspyrnuviðburður 1 Bandaríkjunum á þessu ári,, var lelkur Santos frá Brásilíu og Inter frá Mílanó á Italiu' Leikur þessi fór fram á stærsta íþróttaleikvangi Banda- ríkjanna, Yankee Stadium í New York fyrir nokkrum dögum. Á s.l. ári léku sömu félög á sama'staö. Þann leik sáu liö- lega 41 þúsund L.anns, en það er áhorfendamet í Bandaríkjun- um, á knattspyrnuleik. Á laug- KR til Aberdeen í gær KR-ingar gerðu ekki langt stopp hér í höfuðborginni eftir ferðalagið til Akureyrar, en þaðan komu þeir með stigið, sem þá vantaði til að forðast fallhættuna. Heim komu KR-ingar seint í fyrra j kvöld, en eldsnemma i gærmorgun ] var lagt upp til Glasgow með hinni 1 nýju þotu F.Í., þaöan liggur leiðin tii Aberdeen. Á miðvikudaginn leika KR-ingar við Aberdeen í Evrópukeppni bik- j armeistara og er það fyrri leikur liðanna f fyrstú umferð keppninnar. , Eftir 10 daga munu Aberdeenmenn leika hér í Reykjavík. Víkingur áfram ! í bikarkeppninni Vikingur vann Hauka í gærkvöldi í spennandi leik í bikarkeppninni með 3:2. Haukar höfðu náð for- ystunni á sjálfsmarki, en Víkingar jöfnuðu úr vítaspymu. I hálfleik höfðu Haukar yfir 2:1. í seinni hálfleik skora Haukar sjálfsmark 2:2, en 10 mínútum fyrir leikslok skorar Hafliði Pétursson sigurmark Víkinga, lék á 3 varnarmenn og skoraði með fallegu skoti. Leikurinn var heldur lélegur en Víkingar áttu mun meira f leikn- um og náðu sér allvel upp síðari i hluta leiksins. ardaginn voru þar saman komn- ir 37063 áhorfendur, og það er hkegt að segjá að þeir fengju ■'mislegt fyrir aðgangseyri sinn. Til gamans fyrir íslenzka Pele knattspyrnuáhugamenn, sem finnst að aðgangseyrir sé mik- ill heima, þá kostuðu miðarnir á þennan leik 344,00 ísl kr, 258,00 og þeir ódýrustu 174,00. Bæði liðin léku með sína beztu menn og var hinn frægi Pele með Santos. Str í upphafi leiksins, var sýnilegt aö Inter ætlaði ekki að tapa honum þvf að þeir hófu strax sókn og áttu mun meira í fyrri hálfleik, en honum lauk þó án marks, Á s.l. vann Santos leikinn 4:1. Á 25. mín. meiddist Pele og haltraði hann um völlinn út hálf leikinn, en kom ekki til leiks í seinni hálfleik. Það sem vakti mesta athygli mí.ia í fyrri hálfleik var ieikað- ferð Inter. í upphafi léku þeir 4-2-4 en svo breyttu þeir snögg- lega um leikaðferð, er líklega væri hægt að kalla 5-2-3 virtust þeir ætla ða leggja allt í vöm- ina. V-útherji elti hægri út- herja Santos eins og skuggi, en hægri framvörður kom eftir eins og í 4-2-4, og hægri útherji kom aftur sem framvörður. Þetta kerfi geröi það að verkum að allar sóknarlotur Santos voru stöðvaðar áður en þeir komust á vítateigslínu. Ef Inter þurfti að nota kant ana var næsti maöur kominn þangað og svo koll af kolli. Á áttundu mínútu síðari hálf- leiks tókst Intér aö skora eina mark leiksins mjög fallegt mark. Þegar 12 mínútur voru til leiksloka var dæmd aukaspyma á Inter við vítateigslínu en þar hafði Burguich hægri bakvörð- ur brugðið Silva hægri inn- herja Santos mjög illa, skipti þá engum togum að Silva stóð þegar upp og elti Burguich og náði honum eftir skamma stund og sló hann svo að hann féll flatur á völlinn, en stóð fljót- lega upp og réðist á Silva. Var nú dómarinn kominn í spiliö, en ekkert dugði, upphófust nú als- herjar slagsmál og virtust allir ieikmennirnir taka þátt í þeim nema markverðirnir. Ruddist nú inn á völlinn fjöld- inn allur af æstum áhorfendum og tóku þátt í slagsmálunum, sá ég hvar einn þeirra réðist á dómaranum er hann kom á hend ingskasti úr út hópnum. Sló á- horfandinn dómarann niður en hann stóð fljótlega upp aftur og hóf að elta dólginn, og náði honum eftir nokkra stund, en fékk ekki haldið honum vegna ágangs frá áhorfendum. Dreif nú að um 40 lögreglumenn og forðuðu þá áhorfendur sér, en þeir urðu aö skilja nokkra leik- menn sundur, en þá yfirgáfu leikmenn Inter leikvanginn og mátti sjá að blæddi úr nokkrum Er leikurinn hafði verið stöðv- aður í 25. mínútur komu leik- menn Inter aftur inn á leik- vanginn og tókst að ljúka leikn- um þó oft munaöi mjóu að ailt færi í bál og brand. O þar með lauk þessum.sögu lega leik með sigri Inter (Milan) 1:0.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.