Vísir - 05.09.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 05.09.1967, Blaðsíða 12
12 V í SIR . Þriðjudagur 5. september 1967, <MB MUST MOVE FAST.'. I’LL CARRY VOU 04 MV SHOULPERS !------- QUICK, AKUMpA. WB OTHeRS . MAV HAVE - ' HEARD HIS mrJmrourcfíyJ THIS WAY, TAEZAN... VOUR- < FRIENDS ARE JUST AHEAD/. ANP OIJR 6NEMV IS 3UST BEHIND/ r FROM THERE X CAN ALSO r CUT DOWN VOUR FRIENDS. •■*- Ll. S. f»l. O#.—Al r'.vkti irunaJ ÍIIWT W UrllrJ Hitrrr Syidiiiti. Wc_ „Liggið kyrr“ skipaði frú Mass- ingale. Hann lagðist út af aftur. „Lokið augunum“, bauð hún, og hann hlýddi ósjálfrátt. Svalir og ótrúlega mjúkir fingurgómar henn- ar snertu gagnaugu hans. „Liggur kvöJin hérna ?“ spurði hún. „Ekki beinlínis .. „Kannski hérna?“ Hún strauk honum um enniö. „Nei, eiginlega ekki... hún er mest aftan á hnakkanum...“ „Já, ég skil. Hvað er nú þetta? ‘ Kaldur bakstur ? Blátt jffram það versta og vitlausasta, sem hægt er að grípa til, þegar um er aS ræða höfuðkvöl, sem orsakast af of mik- illi taugaþenslu". Hún þreif kalda baksturinn og grýtti honum frá sér. „Louise — komdu með heitt, þurrt handklæði og því grófara, því betra. Hitaðu vatn og bættu duglega á arineldinn. Hann verður að svitna svo um munar, svo þreytan gufi út úr líkamanum. Og burt með viski ið — það magnar sjúkleika sem þennan um allan helming". Herforinginn gerði nú enn ákveðn ari tilraun til að rísa upp við dogg. „Frú Massingale — ég met góðan vilja yöar“, sagði hann 1 hörkulega, „en það vill svo til, að við höfum lærðan lækni hér í virk- inu, ef á þarf að halda". „Rólegur! Liggið kyrr! Lokið aug unum! Útilokið allar áhyggjur! Ger- ið yður í hugarlund, að þér séuð einhver jurt... kálhaus, til dæmis! Já, einmitt kálhaus!" I mótþróa sínum ákvað herfor- inginn að ímynda sér að hann væri hvítlaukur. Stór og mikill hvítlauk- ur, sem sendi frá sér svo megnan þef, að alla viðstadda sviði i augun. Hann fann, að honum var lyft ei- lítið styrkum höndum og svæfli skotið undir herðarnar, skyrtunni hneppt frá í h'álsinn og um leið tók frú Massingale að núa vöðv- ana aftan á hálsi hans, og það voru ekki nein vettlingatök. Hann kveinkaði sér ósjálfrátt. „Sárt?!! spurði hún. , „Nei", skrökvaði hann. „Hvað ; við víkur þessari fyrirhuguðu | göngu ykkar til Denver, frú Mass- i ingale...“ j „Taugamar eru strengdar eins og | fiðlustrengir. Ekki að veita viðnám, herforingi. Slakið á, leyfið blóð- inu að streyma óhindrað“. „ ... þá álít ég þá ákvörðun, væg ast sagt, mjög óhyggilega .. „ímyndið yður vöðvana aftan á hálsinum eins og sterka og gilda kaðla, herforingi. Undir þessum köðlum liggja svo grannar, mjúkar pípur ... æðamar ...“ „ .. allra veðra von, vegirnir af- leitir um þetta leyti árs, og þetta er löng leið...“ „ ... og enn innra liggur svo taugavefurinn, grannur eins og silki þræðir og einmitt þar liggur kvöl- in. Þegar viðkomandi slakar alger- lega á vöðvunum, streymir blóðið óhindrað um æðarnar og taugarn- ar liggja mjúkar“. ....þig þurfið á mat og farar- tækjum að halda ...“ „En þegar vöðvarnir herpast sam an, þrengist að æðunum og taug- arnar strengjast. Höfuðkvölin er því eins konar viðvörunaróp". „ ... og loks eru það Indíánarn- ir! Reynið að gera yður hugarlund í hvílík vandræöi þetta getur kom- ið mér... í Washington". „Þess vegna verður ag nudda og núa vöövana aftan á hálsinum og herðunum með grófu handklæði til að örva blóðrásina, og ná á brott eiturefnunum, sem safnazt hafa fyrir. Héma er taugamiðstöðin ... einmitt hérna og þar verðum við að strjúka... hægt og mjúkt upp á við, síðan niður á við. Upp, nið- ur .. upp, niður. Það er strax far- ið að slakna á vöðvunum, ég finn þaö svo greinilega. Þarna sjáið þér.. ■“ Herforinginn varp öndinni. Þá það .. bezt að ímynda sér að maö- ur sé kálhaus. „Og þið verðið að fá fylgd. Vopnaða fylgd. Dagblöðin mundu ekki verða lengi að snúast á þá sveifina, að það væri hlægi- legt að nota herinn til að vemda viskílest, en láta konur óverndað- ar.. “ „Gott, nú skuluð þér fá yður blund. Komdu með ábreiöu, Louise. Hann hefur gott af því að sofa dá- litla stund“. „Ég get léð ykkur varaliðssveit- ina til fylgdar. Hún samanstendur meðal annars af lúðrasveitinni. Ætli þaö sé ekki bezt að ég hafi sjálfur forystuna ..“ Frú Massingale lagði hann gæti- lega út af á svæfilinn og Louise lagði ábreiðuna varlega ofan á hann. Andartaki síðar var hann farinn að hrjóta. Louise starði á hann furðu lostin og sneri sér svo að frúnni. „Nú er ég hissa. Hvern- ig í ósköpunum fórstu að þessu?“ „Rejmslan er góður kennari, góða mín. Ég hef fengið minn skerf af henni“. Það var oröið áliðið. Louise tók eftir því ag þreytusvipur haföi færzt á andlit frúarinnar. Allt í einu sagöi hún, óhugsað: „Við höfum hérna gestaherbergi laust. Það má víst ekki bjóða þér að vera í nótt?“ „Þaö er sannarlega vel boðið. Ef ég veld ekki ónæði...“ „Þú veldur ekki minnsta ónæði“. Hún tók í hönd frúarinnar og leiddi hana upp stigann. Hún hafði hlust- aö á samtal föður síns og hennar með. öðm eyranu, en ekki getað gert sér grein fyrir úrslitunum. „Hvernig fór ... Með ferö okkar til Denver, á ég við ...“ „Eins og bezt varð á kosið“. „Hann reyndi ekki að telja þig af henni?“ „Hann var svo þjáður í hnakk- anum, vesalingurinn, að ég held að hann hafi ekki haft þrek til þess. Og svo er hann sannur séntilmað- ur í orösins fyllstu merkingu. Hafi ég skilið hann rétt, þá ætlar hann sjálfur að fylgja okkur með sveit vopnaðra riddara. — Lúðrasveitin verður með í hópnum. Og sjálfur ríður hann í fararbroddi.“ TÍUNDI KAFLI Nú verðum við að fara þess á leit viö þá, sem skýrslu þessa lesa aö þeir athugi meðfylgjandi landsupp- drátt gaumgæfilega. Þótt þar séu í rauninni ekki svo mörg atriöi með tekin — og kannski einmitt þess vegna — veitir hann tiltölu- lega ljósa hugmynd um staðhætti, þar sem þeir atburðir gerðust, er nú skal frá sagt. Vert er aö vekja athygli á því að einungis nokkrir af þeim hópum, sem þarna voru á ferðinni, vissu um ferðir annarra viðkomandi hópa en svo vora líka hinir sem ekki höfðu hugmynd um þær. Af þessu leiddi svo ýmiss konar misskiln- ing, óvænta atburöi og öngþveiti eins og síðar verður frá skýrt. Og til þess að lesendur geti glöggvað sig á einmitt þessu atriði, er rétt að gera því nánari skil í nokkrum orðum. Wallingham-lestin, vissi einungis um sjálfa sig og sínar eigin ferðir. Vegna þeirra blaðafrétta, sem áður er um getið, var hún viðbúin að verja sig sjálf og vernda gegn árásum Indíána, hvítra þorpara, tollara og skatt- heimtusnápa. Var og nægilega fjöl- menn og vel vopnum búin til að Ráðið hifanum með ■' <eoí Með BRAUKMANN hitastilli é hverjum ofni getið þér sjálf ákveð- ið hitastig hvers herbergis — BRAUKMANN sjálfvirkan hitastilli er hægt að setja beint á ofmnn eða hvar sem er á vegg í 2ja m. fjarlægð frá ofni Sparið hitakostnað og aukið vel- líðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hitaveitusvæði SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI 24133 SKIPHOLT 15 ÖNNUMST flLLfl H J Ó LB ARDflÞ J Ö NUSTU, FLJÖTT OG VEL, MEf) NÝTÍZKU TÆKJÖM pr NÆG BÍLÁSTÆÐI OPIÐ ALLA DAGA FRA kl. 7.30-24.00 HJOLBARÐAVIÐGERÐ KBPAVflGS „Við skulum flýta okkur, Akumba, gætu hafa heyrt hana öskra“. þeir „Þessa leið, Tarzan, vinir þínir eru hér rétt fyrir framan“. „Og óvinir okkar rétt á eftir“. „Við verðum að flýta okkur, ég skal bera þig á öxlúniun". „Þá get ég líka skorið bönd- in af vinum þínum". Kársnesbrant l Sími 40093 Walther er fjolhæf L SKRIFSTOFUÁBÉŒJ)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.