Vísir - 16.09.1967, Page 1

Vísir - 16.09.1967, Page 1
57. árg. - Laugardagur 16. september 1967. - 212. tbl. ..............................I Verzlunarráð íslands háifrar aldar á morgun Á morgun, sunnudaginn 17. sept., eru 50 ár liðin frá stofnun Verzlun- arráðs íslands, en 17. september 1917 var það stofnað í húsi KFUM við Amtmannsstíg í Reykjavík. Alls voru 52 stofnendur á stofnfundin- um ,en síðar bættust margir við. 1 dag eru aöilar að Verzlunarráði vel flestir kaupsýslumenn landsins. Á bls. 9 í dag er birt grein, þar sem sagt er frá aðdraganda að stofnun félagsins og síöan getið nokkurra a'burða ‘ sögu þess. Núverandi formaður ráðsins er Kristján G. Gíslason, stórkaupmaöur, en Krist- ján er sonur fyrsta formanns ráös- ins, Garðars Gíslasonar. Verzlunar- ráð minnist þessara tímamóta á | margvíslegan hátt, m. a. meö út- 1 gáfu veglegs afmælisrits. 1 Uyggjast sækja flugvél á Grænlandsjökul Þrir íslendingar hafa nýlega gert samning um kaup á bandarisku Commander-vélinni, sem nauð- lenti á Grænlandsjökli í vor og ætla þeir að reyna að sækja véllna upp á jökuiinn, en fyrir skömmu reyndu nokkrir Bretar að komast að vélinni, meö þeim af- leiðingum að einn lézt og tveir slös uðust. Þorsteinn Jónsson flugmaður mun væntanlega fara með þeim og fljúga vélinni af jöklinum, en hann er nú staddur í Kaupmannahöfn til að semja við dönsk yfirvöld, en þaii hafa sett mjög háar kröfur í sambandi við tryggingu á vélinni og leiðangrinum sem sækir hana, Framh. á bls. 10 Island féll niður í 7. sæt- ið / seinustu umferðunum — 'italska sveitin efst á Evrópumótinu i bridge með 114 stig. — Island með 90 stig Síðasta umferð Evrópumeist- aramótsins í bridge var spiiuð í gærkvöldi og töpuöu íslend- ingar fyrir Norðmönnum 2-6, en í næst síðustu umferðinnl töpuðum þeir fyrir Póllandi 1-7. Höfnuðu íslendingar í 7. sæti, en efstir urðu Italir með 114 stig, aðrir Frakkar með 106 stig og þriðju Englendingár með stig. Fyrri háifleik I'slands og Pól- verja lauk 48-13 og þeim seinni 79-50, sem gaf Pólverjum 7-1, en íslendingar hröpuðu niður í 4. - 5. sæti með Norðmönnum með 88 stig báðir. Engiendingar komust udd fyrir og voru með 89 stig fyrir síöustu umferðina. í 6.-7. sæti voru svo Sviss og Holland með 85 stig. Frakkar voru því tryggðir i öðru sæti, en baráttan um 3. sætið var hörð og skar síðasta umferðin úr um það hvert hinna landanna fjögurra myndi lenda þar. — Fyrri hálfleik ísiands og Noregs lauk 17-45, en loka- niðurstaða varð 56-70, sem gaf Noreg 6-2. Röð efstu landanna var þá, auk ofannefndu: 4. Holland 94, 5. Noregur 94, 6. Sviss, 91 7. ísiand 90. Frammistaða íslenzku sveitar- innar á mótinu var góð, en á tímabili ógnuðu þeir Frökkum og áttu möguleika í annað sæt- ið, þeir byrjuðu frekar ilia, voru i 16. eöa 17. sæti eftir fimm fyrstu umferðirnar, en síðan unnu beir hveria sveitina á eft- ir annarri og komust í þriðja sætið, sem þeir héidu tvær um- ferðir, þá 16. og 17. Úrslit 19. umferðar urðu: Spánn 0, England 8, Grikkland 8, Finnland 0, Frakkland 3, Framh, á bls. 10 Undir september- sól sáu þeir sölt- unarsíldina fyrst Það lifnaði heldur yfir sildar- bænum Seyðisfirði þegar síld- ’ veiðiskiplð Magnús Ólafsson kom þangað með fyrstu söltun-1 arsfldina á þessari síðbúnu síld- { ai-vertið. Hann sér betta sumar fyrst ’ undir septembersól síldarsalt-1 andinn fyrir austan. Margur hef I ur trúlega eigrað undanfamar ( vikur í annarlegu hugarástandi um planið sitt bölvandi síldinni og blessandi hana sitt á hvað. Einn svalan haustmorgun verð i ur síldin svo komin upp að bæj-1 ardymm og gerir allt vitlaust. | Bændur hlaupa með búalið sitt beint úr sláturstiðinni aust-1 firzka æskan segir sig úr skóla og gengur út á gróðaveginn i síldinni austur þar. Þessi mynd er tekin á söltunarplani Haföld- unnar. Þau eru að fjargviðrast yfir fyrstu síld sumarsins þessi föngulega stúlka og sá unglegi , síðskeggur. Menn hirða ekki um hárvöxtinn þegar síldin er ann- ars vegar. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, Birgir Kjaran og Eyþór Einarsson hjálpast að við að reisa skilti í þjóögarðinum með nýju merki Náttúruvemdar- ráðs, gerðu af Kristinu Þorleifsdóttur. J DAG FÖGNUM VIÐ SIGRI VIÐ SKAFTAFELL" — sagði formaður náttúruverndarráðs, Birgir Kjaran, þegar bjóðgarðurinn var afhentur i gær „Það skiptast á sigrar og töp í starfi okkar í Náttúru- verndarráði“, sagði Birgir Kjaran, formaður ráðsins í ræðu þeirri er hann flutti, þeg ar hann afhenti ríkinu hinn nýja þjóðgarð að Skaftafelii í Öræfasveit um hádegisbilið í gær. „Við höfum nýlega tap að á bökkpm Mývatns, en í dag fögnum við sigri við Skaftafell“, sagði formaður- inn. Hópur manna hr.fði komið frá höfuðborginni til að vera við- staddur stutta og þó hátíðlega athðfn ’ ?r,"r ' - **d*'rráð afhenti þjóðgarðinn sem verður nú almenningseign og á eflaust eftir að verða mörgum til ómet- anlegrar ánægju. Birgir lýsti nokkrum * orðum aðdraganda þess að Skaftafell i hinnj af- skekktu Öræfasveit varð þjóð- garður. Það var dr. Sigurður Þór arinsson sem lagði fram greinar gerð um Skaftatel! á fundi ráðs ins 8. nóv. 1960 ov lýsir dr. Siguröur bar mæta vel hinni ó- snortnu fegurð sem mætir aug- anu í Skaftafellslandi og þeirri fjölbreyttni f landslagi sem þarna er að finna í baráttu elds og íss. Dr. Gvifi Þ. Gís’ason tók við landinu formlega og þakkaöi með stuttri ræðu og lagði á- herzlu á hig gagniega starf sem Náttúruverndarráð hefur unnið og þau verkefni sem það þarf að vinna á ikomandi árum Það gekk á með skúrum í öræfum í gær og í þann mund sem athöfninni lauk, helltu regnþrungin ský sér yfir hinn nýja þjóðgarö. Fréttamenn skoðuðu hluta af þjóðgarðinum í gær. Þarna er um mikið flæmi að ræða — land Skaftafellsbænda er stærsta jörð á landinu, mun vera nærri einn hundraðshluti af öllu tslandi, eða 1000 ferkílómetrar og er Ragnar Stefánsson, bóndi f Skaftafelli eigandi af 2/3 hlutum landsins. Þjóðgarðurinn er þó aðeins lítill hlutj af þessu flæmi en þó nógu stór til þess að hann verður ekki skoðaöur að neinu gagni á einum degi og munu ferðamenn hvaðanæva af land- inu verða þess áskynja á kom- andi Smin Fegurð staðarins verður varla með oröum lýst, og fjölbreytileikj náttúrunnar er óendanlegur. Alþjóðasamtökin World Wild life Fund gerðu það mögulegt að kaupin fóru fram á þjóð- garðslandinu. Styrktu samtök- in kaupin um eitthvað á milli 8-900 þús kr. en á fjárlögum var samþykkt aö greiða það sem á vantaði. Birgir Kjaran sagði frétta- manni Vísis í gærkvöldi að leið- arlokum að það sem gerðist næstu daga yrði opinber frið- lýsing svæðisins og að ákveðin svæði yrðu afgirt m.a. tjald- svæðj, bílastæði og annað. Birg- ir sagði að almennur áhugi væri á að Skaftafell héldist eftir sem áður í ábúð, þar hefð imerk ætt búið um a!daraðir;búið sómabúi af stórhug, en eins og áður hef- ur verið sagt frá hér að framan er Ragnar Stefánsson bóndi á jörðinni, en ábúandi með honum er Jakob Guðlaugsson á Bölta.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.