Vísir - 16.09.1967, Page 8
8
V í S IR . Laugardagur 16. september 1967.
VISIR
(Jtgefandl: Blaðaútgátan vuor
Framkvæmdastjörl: Dagur Jönasson
Ritstjöri: Jónas Kristjánsson
Aöstoflarritstjöri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjöri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Pingholtsstræti 1, slmar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur)
Áskriftargjaid kr. 100.00 á mánufll innanlands
I lausasölu kr. 7.00 eintakifl
PrentSLoiðja Visis — Edda hJ.________
Gegn þjóðarhag
J>ótt ljótt kunni aö þykja að segja það, verður ekki
betur séð á blöðum stjórnarandstæðinga en þeir gleðj-
ist yfir þeim erfiðleikum, sem aflabrestur og verðfall
valda ríkisstjórninni og þjóðinni allri. Þeir nota
þessi óhöpp óspart til þess að reyna að telja þjóðinni
trú um að spár þeirra um að stjómarstefnan mundi
leiða til ófarnaðar séu nú að rætast. Einkanlega er
ritstjóri Tímans iðinn við þessi skrif.
Það er oft svo að sjá í blöðum stjórnarandstöðunn-
ar, að efnahagslögmál íslendinga séu allt önnur en
annars staðar þekkist í veröldinni. Hjá öllum öðrum
þjóðum mundi það talið mikið efnahagslegt áfall, ef
gjaldeyristekjur minnkuðu skyndilega um fjórðung,
og þótt ekki væri svo mikið. En eftir því sem stjóm-
arandstæðingar hér segja, þarf slíkt ekki að hafa nein
teljandi áhrif á afkomu þjóðarinnar, og því engin á-
stæða fyrir hana að slá í nokkm af þeim kröfum og
lífsvenjum, sem hún hafði tamið sér 'á velgengnis-
árunum.
Blöð stjórnarandstöðunnar héldu því líka fram fyrir
nokkrum árum, að 30—40% almennar launahækk-
anir þyrftu ekki að valda neinni röskun í efnahags-
lífinu, þegar aðrar þjóðir með traustari efnahags-
grundvöll en íslendingar töldu að 3 V2—5% kauphækk-
anir væri hámark þess, sem efnahagskerfi þeirra
þyldi með góðu móti.
Stjórnarandstæðingar hafa hamrað mjög á því, að
almenningur ætti að fá fulla hlutdeild í afrakstri vel-
gengnisáranna. Það hefur hann líka vissulega fengið
og öllum þótt sjálfsagt. En er þá ekki jafnsjálfsagt að
allir taki á sig einhverjar byrðar þegar verr gengur
og minna verður til skiptanna? Þetta hlýtur hvert
mannsbarn að skilja, enda þótt áróður stjómarand-
stæðinga um að gefa hvérgi eftir láti eflaust vel í
eyrum margra. Það er því miður of auðvelt að leika
á þá strengi og magna upp andstöðu og aðgerðir gegn
ráðstöfunum, sem nauðsynlegar eru fyrir alþjóðar
heill. Kommúnistar ástunda alls staðar þá iðju, enda
vakir það eitt fyrir þeim, að koma á upplausn og
ringulreið í stjómkerfinu. Með því móti vinna þeir
bezt að sínum stefnumálum. Frá þeim hefur aldrei
verið ábyrgrar stjómarandstöðu að vænta.
En allir þjóðhollir menn, hvar í flokki sem þeir
standa, hljóta að undrast afstöðu Framsóknarflokks-
ins. Hann er þó talinn lýðræðisflokkur og hefur marg-
sinnis þurft að bera ábyrgð á stjóm landsins. Hann
ætti allra flokka bezt að muna, að á erfiðum ámm
verður oft að grípa til ráðstafana, sem ekki em vin-
sælar, því að það hefur sérstaklega orðið hlutskipti
hans, að allt hefur snúizt á verri veginn, þegar hann
fékk völdin, bæði af óviðráðanlegum orsökum og
vanmætti fomstumanna hans til þess að stjórna.
Þjóðin verður að gera sér ljóst, að gagnrýni og til-
lögur stjómarandstöðunnar em ekki fram bomar af
heilum hug með heill almennings fyrir augum.
Griskir andstæðingar hemaflarlegu stjómarinnar hrópuðu „niður með fasistakónginn“ og heimtuðu að
fá að komast svo nálægt Konstantin konungi, er hann fór f Hvita húsið til þess að ræða vifl Johnson
forseta, — að þeir gætu látið hann heyra til sín, en lögreglan stöðvaði fylkinguna. 1 miðlð: Melina
Mercouri, leikkonan heimskunna.
Konstantín verður að
fara varlega
— ella gætu afleiðingarnar orð/ð, oð hann væri
settur af, og borgarastyrjöld brytist út i landinu
Eins og getiö var í fréttum
í gær hér í blaðinu sat Konstan-
tin konungur einkafund með öld
ungadeildarþingmönnum og var
þess getið að konungur heföi
sagt, að hemaðarlega stjómin
væri ekki sin stjóm, er einn
þingmanna kallaði hana stjóm
hans. Og konungur haföi beð-
in menn að vera þollnmóða og
iáta sig fá tima til þess að vinna
að endurreisn lýðræðis í Grikk-
landi.
1 fréttum er sagt frá mót-
mælum manna af grískum stofni
í Washington (sbr. texta undir
meðf. mynd) og segir m. a. í
þessum fréttum:
Þafl er ákaflega ólíklegt, að
konungur hafi heyrt mótmæla-
hrópin. Hann var nýkominn til
Washington frá Newport, Rhode
Island, þar sem hann var þátt-
takandi í kappsiglingum, og til
flugvallarins f Washington var
hann sóttur í þyrlu, sem flutti
hann til lendingarstaöarins
skammt frá Hvíta húsinu. Sein-
asta spölinn ók hann í bíl til
Hvlta hússins.
Opinberir talsmenn höföu
nokkm áður látið það síast út,
að forsetinn mundj tjá konungi
að Bandaríkjastjóm ætli sér
ekki að óbreyttu, að halda áfr-
am fullri hernaöarlegri efna-
hagsaðstoð við Grikkland, en
henni var hætt eftir að hers
höfðingjamir tóku völdin í apríl
sl., en þó fór fram einhver af-
hending varahluta og smávopna
en það er vegna vonbrigöa út
af hernaðarlegu stjórninni, að
ekki þykir lengur stætt á því, að
veita landinu sömu hemaðar-
legu aðstoðina og áður, nema
horfið verði aftur tii lýðræðis-
legs fyrirkomulags.
Af bandarískri hálfu er litiö
á konunginn sem fulltrúa manna
sem eru þeirrar skoðunar ,að
lýðræðisfyrirkomulagið skuli
endurreist, en samtímis eru
menn þeirrar skoðunar, að kon-
ungur sé valtur í sessi, og yfir-
leitt eru menn ekki trúaðir á,
að hann geti komið hemaðar-
legu stjóminni frá með þvi einu
aö tala, eins og honum býr í
brjósti, — ef hann gerði vað,
væri sú hætta yfirvofandi, aö
honum yrði vikið frá, eða að
borgarastyrjöld brytist út. En
haldi konungur að hann geti
sannfært forsetann um, að þaö
styrkti aðstöðu hans (konungs)
gagnvart hemaðarlegu stjóm-
inni, ef hann færi heim mefl lof-
orð um sömu hemaðarlegu að-
stoðina og áður, — þá reikni
hann dæmið skakkt.
Bandaríska stjómin leitar
leiða til þess að fá hemaöar-
legu stjómina til að innleiða
lýðræði á ný og jafnframt
treysta hemaöarlegt og stjóm-
málalegt samstarf við NATO,
en hvemig þetta má takast er
mönnum hulin ráðgáta ennþá.
Ef hemaðaraðstoðin yrði tek-
in upp að nýju nú, myndi litið
svo á í Grikklandi sem öðrum
löndum, að um bandarískan
stuðning við hemaðarlegt ein-
ræði værj að ræða.
kvik..
mynair
kvik myndir f kvik I kvik feS^kvik kvik | [m y nd i r| m yxui myndi r j^fmynd i r |
/ kvikmyndahúsunum
Stjörnubíó sýnir áfram viö
góða aðsókn kvikmyndina
„Beizkur ávöxtur“. í myndinni
er fjallað á einkar raunsæjan
hátt um vandamál sem koma
upp I sambúð hjóna. Fléttast
þar inn í ýmis sálfræðileg vanda
mál. Hjónin leika þau Anne
Bancroft og Peter Finch. Þau
leika bæði af mikilli snilli, enda
fékk Anne Bancroft verölaun
á kvikmyndahátíöinni í Cannes
fyrir leik sinn í þessari mynd.
Mynd þessi er öruggléga meö
þeim betri, sem sýndar hafa ver-
ið I kvikmyndahúsum borgar-
innar I langan tíma.
Laugarásbíó sýnir hina frá-
bærlega vel gerðu kvikmynd
Fellinis „Júlietta" I þessari
kvikmynd er Fellini aö troöa
svipaöar slóðir og I „81/2“ (sem
sýnd var í Stjömubíó). Juli-
etta (leikin af Giulietta Masini)
er hin trausta kona, sem ekki
má vamm sitt vita, í reyndinni
gamla tímans kona, en líka kona
nútímans og allra tíma, konan
sem stenzt freistingar aö láta
sópast meö í róti þess lifs tillits-
leysis og lasta, sem hluti mann-
kyns lifir í á vorum tíma, en
sannarlega er henni hætt, þótt
hún sigri. Sýnum hennar, órum,
hugarslangri, lýsir Fellini af
hugviti, snilli og leikni, og vek-
ur myndin vafalaust athygli
hér sem hvarvetna, en hinu er
ekki aö leyna, aö menn eru
famir aö veröa hundleiðir á
þessum spillingarlífsmyndum
með sínum hvimleiðu týpum —
en hér bjargar snilli leikstjór-
ans og góður leikur svo flest-
um, er fara aö sjá hana, mun
þykja betur fariö en heima setiö.
Gleöisöngur að morgni í Gamla
Bíó er vel leikin- mynd um
vandamál ungra hjóna, gamla
sagan um fátæku stúlkuna og
efnaöa soninn, og skilningsleyst
hinna eldri.
Nýja Bíó byrjar nú sýningar
á kvikm. „Verðlaunin" CTbe
Reward), sem gerist I Mexic.o
Leikstjóri er Serge Bourguignon.
Aðalhlutverk: Max von Sydow
og Gilbeot Roland. — 1.