Vísir - 19.09.1967, Page 2
2
V í SIR . Þriðjudagur 19. september 1967.
Úrslit ensku knattspym-
unnar á laugariaginn
8. umferð ensku deildarkeppn-
innar í knattspyrnu var leikin á
laugardaginn. Úrslit urðu þessi:
1. deild:
Arsenal—Tottenham 4—0
Burnley—Sunderland 3—0
Chelsea—Stoke 2—2
Everton—Leeds 0—1
Leicester—Fulham 1—2
Man. City—Sheff. Utd. 5—2
Newcastle—Coventry 3—2
Sheff.Wed.—Man. Utd. 1—1
Southampton—Liverpool 1—0
WBA—Notth. Forest 2—1
West Ham—Wolves 1—2
2. deild:
Birmingham—Blackburn 1—1
Bolton—Carlisle 2—3
Bristol City— Blackpool 2—4
Charlton—Aston Villa 3—0
Derby—Plymouth 1—0
Huddersfield—Ipswich 1—4
Hull—Crystal Palace 1—1
Middlesbrough—Millwall 0—1
Norwich—Portsmouth 1—3
Preston—QPR 0—2
Rotherham—Cardiff 3—2
Hið vinsæla og þekkta lið
Arsenal, sýndi frábæran leik, er
það á heimavelli sínum, Highbury,
sigraði Tottenhamliðið, sem státar
af stjörnum eins og Greaves, Gil-
zean, Mackay, England o. fl. 4—0
urðu úrslitin og það mjög sann-
gjörn. í fyrri hálfleik skoraði
Arsenalliðið tvö mörk, er Radford,
miðherjinn, skoraöi fallegt mark.
Neil skoraði síðan annað markiö
úr vítaspyrnu. I síðari hálfleik
skoruðu Graham og Addison. í
leikslok fögnuðu hinir 62836 áhorf-
endur sigurvegurunum ákaflega.
Aðsóknin aö leiknum var gífurleg,
mesta aðsókn að deildarleik I Eng-
landi, þaö sem af er þessu keppn-
istímabili.
Liverpool, sem var í efsta sæti
Peter Radford fagnar eftir að hafa
skorað fyrsta rnarkið gegn Tortten-
ham á Highbury leikvanginum.
Þessi leikur, Arsenal-Tottenham
verður sýndur næsta laugardag í
sjónvarpinu, íslenzka.
Martin Chivers skorar hér sigur-
mark Southamptons gegn Liver-
pool.
1. deildar áöur en 8. umferðin
hófst tapaöi á útivelli gegn Sout-
hampton, 0—1. Er leikurinn hafði
aöeins staðið í 30 sekúndur kom
eina mark leiksins, er Chivers
skallaði fallega í markið úr auka-
spyrnu. Liverpool fékk síðar í fyrri
hálfleik vítaspyrnu, en markvörð-
ur Southampton varði glæsilega.
Wolverhampton vann nokkuð ó-
vænt West Ham. Dougan skoraði
bæöi mörk Wolves, sigurmarkið er
aðeins 2 mín. voru eftir af leiknum.
Þá vann Fulham óvæntan sigur
gegn Leicester, og það var „gamli
góði“ Haynes, hinn margreyndi
enski landsliösmaöur, sem skoraði
sigurmarkiö.
í Skotlandi léku Rangers og
Celtic einn af þessum mikilvægu
leikjum sínum, en þessi tvö lið eru
langbeztu lið Skotlands. 1 þetta
sinn sigruðu Rangersmenn, 1—0,
og var sá sigur sanngjarn. 90 þús.
áhorfendur sáu leikinn. Þetta var
þriöji leikur þessara félaga á
þessu keppnistímabili, og fór sá
fyrsti 1—1, annan leikinn sigraöi
Celtic, 3—1.
Aberdeenliðið sem lék gekn KR
á dögunum, gerði jafntefli, 1—1, á
útivelli gegn St. Johnstone.
Efstu liðin í ensku deildakeppn-
inni eru nú:
1. deild:
1. Liverpool 11 stig.
2. Arsenal 11 st.
•8. Manchester City 11 st.
4. Sheff. Wednesday 11 st.
5. Tottenham 11 st.
19. West Ham 5 st.
20. Leicester 5 st.
21. "Coventry .5 st.
22. Sheff Utd. 4 st.
2. deild:
1. QPR 13 stig.
2. Blackburn 12 st.
3. Blackpool 12 st.
4. —9: eru: Portsmouth, Derby,
C. Paiace, Bolton, Birmingham
og Ipswich, öll með 10 st.
18. Aston Villa 4 st.
19. Hull City 4 st.
20. Middlesbrough 4 st.
21. Rotherham 4 st.
22. Bristol City 3 st.
FELAGSLÍF
Knattspyrnufélagiö Valur.
HANDKNATTLEIKSDEILD.
Æfingatafla deildarinnar
veturinn 1967—1968.
Meistaraflokkur karla:
Þriðjudaga kl. 20.30.
Fimmtudaga kl. 21.20.
Föstudaga kl. 21.20.
I. flokkur karla:
Mánudaga kl. 22.10.
Laugardaga kl. 18.00.
II. flokkur karla: .
Mánudaga kl. 21.20.
Þriðjudaga kl. 19.40.
Fimmtudaga kl. 22.10.
III. flokkur karla:
Mánudaga kl. 19.40.
Fimmtudaga kl. 18.50.
IV. flokkur karla:
Þriðjudaga kl. 18.00.
Sunnudaga kl. 9.30.
Meistaraflokkur og 1. fl. kvenna:
Mánudaga kl. 20.30.
Fimmtudaga kl. 20.30.
II. flokkur kvenna:
Mánudaga kl. 18.50.
Fimmtudaga kl. 19.40.
Telpur, byrjendur:
Mánudaga kl. 18.00.
Fimmtudaga kl. 18.00.
Valsfélagar ath.: Æfingar hefj-
ast r þegar, í iþróttahúsi Vals að
Hlíðarenda við Laufásveg.
Mætið vel og stundvíslega frá
upphafi.
Nýir meðlimir velkomnir.
Stjómin.
Gordon Banks, landsliðsmarkmaður Englendinga, bjargar hér á síð-
ustu stundu í leik STOKE og Chelsea, en leikurinn endaði 2—2.
Baldwin, miðherji Chelsea er aðeins of seinn tll að skalla i netið.
Reykvískir ungling-
ar á Hafniaden
Eins og frá hefur verið skýrt i
blöðum tóku 8 reykvískir unglingar
þátt í íþróttamóti í Kaupmannahöfn
dagana 30. ágúst—1. sept. s.l.
Mót þetta var einn liður í há-
tíðahöldum í sambandi við 800 ára
afmæli Kaupmannahafnarborgar.
Þátttakendur voru hátt á þriðja
þúsund víðsvegar að úr heiminum.
Kaupmannahafnarborg bauð ís-
Ienzka hópnum frítt uppihald í Dan-
mörku í hálfan mánuð svo og
margar kynnisferðir um landið.
Reykjavikurborg greiddi feröa-
kostnað unglinganna til og frá
Kaupmannahöfn.
Auk frjálsra íþrótta var keppt í
sundi, leikfimi, knattspyrnu, hand-
knattleik, körfuknattleik, glímu o.
fl. íþróttum. Var þetta hið vegleg-
asta mót, enda oft kallaö Litlu
olympíuleikarnir.
Mótið tókst mjög vel og móttök-
ur af hálfu Dana voru ágætar. Ár-
angur íslenzku unglinganna var
sem hér segir:
Snorri Ásgeirsson var nr. 3 í
110 m. gr.hl. á 16.8 sek. (Keppend-
ur voru 8).
Friörik Óskarsson var nr. 5 í Þri-
stökki, stökk 12.09 m. (Keppendur
voru 8).
Finnbjörn Finnbjömsson var nr.
5 í spjótkasti, kastaði 46.04. (Kepp-
endur voru 10).
Rúdólf Adolfsson var nr. 6 i
400 m. hl„ hljóp á 53,9 sek., sem
er nýtt ísl. drengjamet. (Keppendur
vom 10).
Bergþóra Jónsdóttir var nr. 10 í
200 m. hl. á 27.4 sek. (Keppendur
voru 18). — Hún tók einnig þátt í
100 m. hlaupi þar sem hún fékk
tímann 13.1 sek. og komst í milli-
riöil. Bergþóra varö í 10 sæti. —
(Keppendur voru 16).
Ingunn Vilhjálmsdóttir var nr.
7 í hástökki, stökk 1.36. (Kepp-
endur voru 9).
Eyg Hauksdóttir var nr. 8 í
spjótkasti, kastaði 25.78. (Kepp-
endur voru 10.
Guðný Eiríksdóttir var nr. 14 i
langstökki, stökk 4.31. (Keppend-
ur voru 15).
Selfyssingar meistarar í
öSrum fíokki
— Urmu Keflv'ikinga 2:0
□ Selfyssingar og Keflvík-
lngar börðust hraustlega í úr-
slitum 2. flokks í grenjandi rign-
ingu og á blautum og aurugum
Melavellinum í síðastl. viku. —
Selfoss sigraði meö 2:0 og var
sigur þeirra sanngjam, því iið-
ið sýndi mun betri leik en Kefl-
víkingarnir.
□ í hálfleik var staðan 0:0,
en bæði mörk Selfyssinga
komu seinni hluta síðari hálf-
leiks, það fyrra rétt eftir aö
hálfleikurinn var hálfnaður, og
það síðara nokkrum mínútum
síðar. Fyrra markið skoraði
Sverri. Einarsson miðherji
mjög .laglega, en það síðara
skoraði Gylfi Gíslason mjög
skemmtilega úr vítaspyrnu, en
Gylfi var áberandi bezti maður-
inn í þessum leik ásamt merk-
verði Selfyssinga, sem er gott
efni.
□ Það er ástæða til að óska
Selfyssingum til hamingju með
þennan sigur. Þeir eru stöðugt
á uppleið og án efa eiga þeir
eftir að koma viö sögu í 1. deild,
— þ.e. EF þeir halda áfram að
læra, og ég vil undirstrika að
margt er enn ólært og liðið
verður að leggja hart að sér
eigi verulegur árangur að nást
•' framtíðinni, en hitt er ör-
uggt, að efniviðurinn er fyrir
hendi á Selfossi.