Vísir - 19.09.1967, Síða 5

Vísir - 19.09.1967, Síða 5
5 VÍSIR , Þríðjudagur 19. september 1967. ■hhííhm HENTUGAR HIRZLUR — snyrtilegt heimili Ein höfuöundirstaöa góðrar umgengni á heimilinu eru góðar og skipulagðar hirzlur fyrir eigur fjölskyldunnar. - Geymslur og skápar hafa löngum veriS innréttuð á fremur einhæfan hátt hjá okkur fslendingum, en nú eru komnar á markaðinn fjölda margar gerðir af körfum og grindum, sem tilvaldar eru í innréttingar á skápum og geymslum og skapa möguleika á mikhi meiri fjölbreytni í þessum efnum en við höfum hingað til vanizt. Skáaleysi er margri húsmóð- ur áhyggjuefni og snyrti- mennska á heimilinu er hreint ekki svo lítið undir því komin hvemig skápum er fyrirkomið. Skortur á nægum hirzlum fyrir föt, skófatnað, leikföng, heim- ilisáhöld o. fl., gerir húsmóður- inni mjög erfitt fyrir í tiltektum og hlutimir vilja veröa á rúi og stúi út um allt, þar sem engin ákveðin geymsla er fyrir hvern hlut. Innbyggðir skápar þykja sjálfsagðir í flestum íbúðum, en þeir hafa löngum verið innrétt- aðir á fremur einhæfan hátt, og litlir möguleikar til að breyta þeim. Þetta er nú nokkuö að breytast, og á síðustu árum hef- ir mjög færzt í aukana að hafa sérstakt fataherbergi inn af svefnherberginu, þar sem bæði er hægt að hengja föt og hafa hillur. Yfirleitt er nokkuð dýrt að láta smíða innbyggða skápa í íbúðir hér á landi, og mun al- gengt að fólk, sem er aö byggja reyni að smíða sér skápa sjálft og spara meö því peninga. Margir láta duga að hafa þykkt hengi fyrir skápunum fyrst í staðinn fyrir hurðir, þar sem þær eru yfirleitt nokkuð dýrar. Fallegt gluggatjaldaefni í sam- ræmi við litina á herberginu getur verið mjög hlýlegt, og má setja það upp með „amerískum uppsetningum", eins og vana- leg gluggatjöld. Einnig fást stangir, sem ætlaðar eru fyrir gluggatjöld, og hringir til að festa á efnið og má þá draga það auðveldlega fyrir og frá. Fyrir þá sem vilja útbúa góða skápa á ódýran og hentugan hátt eru nú komnar í verzlanir hér i bænum hentugar körfur úr plasthúðuðu stáli og fást listar til að festa innan á skáp- inn sem körfunum er rennt upp á. Kostar parið af þessum listum kr. 31.75. Eru körfur þessar frá sænsku fyrirtæki, ELFA, og fást í fjölda mörgum stærðum og gerðum. Einnig er tilvalið að setja þess- ar körfur innan á eldhússkápa, t.d. í skápinn undir vaskinum, sem oft vill nýtast illa, eða innan í saumaborð og skrifborð. Má útbúa mjög hentugt vinnu- borð bæði fyrir húsmóður og húsbónda úr venjulegu eldhús- borði með því að festa körfur undir það. 1 eldhúsbúri og geymslum er mjög gott að hafa slíkar körfur, þar sem auðvelt er að sjá hvað geymt er í hverri körfu, og ekki þarf aö róta öllu til við að finna það sem leitað er að. Kvenfólk hefur gjarna þann leiða ávana að vera lengi að klæða sig. Rótað er í öllum skúffum til að finna nylon- sokka, þegar þeir eru fundnir Frá þessu sama fyrirtæki fást fjöldamargar gerðir af grindum, bökkum, skúffum, og er eftir- tektarvert hvað verð á þessum vörum er hagstætt. Skógrindur fást einnig af mörgum stærðum og gerðum, bæöi lágar með bakka undir, og svo grindur með þremur eða fjórum hillum, og eru þær mjög skemmtilegar á ganga og í forstofur. Þær eru er farið að leita að hreinum undirkjól, síðan peysu, skóm o.s.frv., og svefnherbergiö lítur út eins og eftir loftárás þegar frúin er loksins búin aö búa sig.. Hirzlur, sem hægt er að sjá í fljótu bragöi hvað geyma, ættu að geta stytt talsvert þann tíma, sem tekur kvenfólk yfir- leitt að klæöa sie. svartar að lit og má setja tré- fjöl eða bakka ofan á þær og geta þær þá oröið til mikillar prýði. Körfur undir bréfalúgur eru einnig fáanlegar og eru þær til mikilla þæginda þar sem algengt er að bréf og blöð óhreinkist og lendi undir fótum manna, ef þau eru látin lenda beint á for- Tafla fyrir yngsta fólkið :;ú eru skólarnir byrjaðir og undanfarið hefur verið mjög mikið að gera í bókaverzlunum bæjarins. Margar nýjar og skemmtilegar skólavörur hafa komið á markaðinn núna í haust, tni. margar sérlega hent- ugar skólatöskur og er lita- valið í skólatöskunum nú fjöl- breyttara og skemmtilegra en nokkru sinni fyrr. Eitt af því sem athygli okkar vakti af hin- um nýju vörum eru töflur til að hengja á vegg, og eru þær ýmist í laginu eins og fiskur, fíll eða bangsi. Þessar töflur eru sérstaklega hentugar fyrir þau sem eru að byrja að skrifa, og má hengja þær upp í mátulegri hæð fyrir bömin og eru þær til mikillar prýði i bamaher- berginu. Verð taflanna er kr. 350.00 og fást þær í Pennanum. stofugólfinu. Einnig er það til mikilla þæginda að hægt er að sjá samstundis hvort einhver póstur hefur komið, en flestar eldri gerðir af bréfakössum verður að opna til að sjá hvort eitthvað er í þeim. Eins og fyrr segir eru þessar grindur og körfur allar úr stáli og húðaöar með plasti, sem ger- ir þær mjög auðveldar í hirö- ingu. Yfirleitt er nóg að strjúka af þeim með volgu sápuvatni og nást þá öll óhreinindi af. Litirn- ir á plastinu eru hvítt og svart, en verðlistar yfir þessa vöru munu fáanlegir í mörgum verzl- unum hér í Reykjavík og eru þar myndir af öllum tegundum af körfum og grindum sem fyrir- tækið framleiðir. Ættu þessar körfur að geta auðveldaö margri húsmóður að halda röð og reglu á heimilinu og er það sérstak- ur kostur að hægt er fyrirhafn- arlítið að breyta innréttingum á skápum og geymslum þar sem slíkar körfur eru notaöar. Þess skal getið að lokum að í sambandi við eldhúsinnrétt- ingar hafa orðið gífurlegar breyt ingar meö tilkomu hirma inn- fluttu eldhúsa. Er sannarlega ástæða til að fagna þeirri fjöl- breytni, sem þau bjóða upp á, bæði í sambandi viö skáparými og allt fyrirkomulag. Yfirleitt eru skáparnir í þessum innrétt- ingum úr harðplasti, flestar hillurnar úr plasti, og gjarna með grindum og körfum eins og þeim sem talað er um hér að framan.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.