Vísir - 19.09.1967, Blaðsíða 16
1
Hestar og kindur á
Gufunesi veikjast af
skemmdu hveiti
Hveitipokar hafa losnað úr ruslahaugum
t gær smöluöu Mosfellingar afrétt sinn og í dag er svo réttað í Hafravatnsrétt, en þangaö fjölmenna
Reykvíkingar aö jafnaöi. (Ljósm. R. L.)
VTSTR
Þriðjudagur ÍD. septembet' 1967
Sigfús Bjarnason
forstjóri lótinn
SIGFÚS BJARNASON, for-
stjóri heildverzlunarinnar
Heklu lézt í nótt að heimili
sínu, Víðimel 66_Sigfús fædd-
ist 4. maí 1913 að Núpsdals-
tungu í V.-Húnavatnssýslu og
var aðeins 54 ára gamall.
Sigfús var kunnur athafna-
maður, stofnandi Heklu og var
forstjóri fyrirtækisins frá upp-
hafi. Hann hefur verið í stjóm
fjölda annarra fyrirtækja. —
Hann var kvæntur Rannveigu
Ingimundardóttur og áttu þau
fjögur böm, Ingimund, Sverri,
Sigfús og Margréti.
Útflutningsverðmæti sjávarafurða 658
millj. minni en fyrri hluta árs í fyrra
Heildaraflinn 82 þúsund lestum minni fyrstu 5 mánuðina
Það er löngu ljóst að út-
flutningsverðmæti sjávarút-
vegsins verða miklu minni
fyrri helming þessa árs en
þau voru sama tíma í fyrra.
Þar kemur hvort tveggja til
aflabrestur á vertíðinni og
slæmar síidarheimtur svo og
geigvænlegt verðfall á fisk-
afurðum, bæði sfldarafurðum
og frystum fiskafurðum, sem
eru stærstur hluti alls útflutn
ings íslendinga.
Fiskafli landsmanna fyrstu
Þingeyingar fó
útsýnisskífu á
Húsavíkurfjall
Feröafélagið á Húsavík hefur
látiö setja upp hringsjá og sólúr á
Húsavíkurfjalli. Nú i sumar gekkst
Rotaryklúbbur Húsavíkur fyrir
vegarlagningu upp á fjallið, svo að
nú er fært upp á topp þess, sem
er í 470 metra hæð yfir sjó. — Gott
útsýni er þaðan. af fjallinu, til
dæmis sér á Bárðarbungu í 160
km fjarlægð.
Á hringsjánni eru tvö hundruð
nöfn og hefur Jón J. Víðis land-
mælingamaður teiknað hana, en
Skiltagerðin í Reykjavík smíðað
hana.
mánuði þessa árs hefur verið
stórum minni en á sama tíma
undanfarin ár. Fyrstu fimm
mánuði ársins, eða vetrarvertíð-
artímabilið bárust 345,6 þúsund
lestir á land, en 427,6 á sama
tíma í fyrra, eða um 82 þúsund
lestum minna í ár.
Skýrslur um fiskaflann þetta
tímabil liggja nú fyrir og er
ljóst að bátaflotinn var 86 þús-
und lestum minni f vetur en
sama tímabil í fyrra. Hins vegar
er afli togaranna röskum fjór-
um þúsund lestum meiri í ár,
en hann var á þessu tímabili
í fyrra.
Við þetta bætist svo það að
miklu minni hluti þorskaflans
í vetur fór í frystingu og salt
en í fyrra, en hins vegar fór
meiri afli í herzlu í vetur en í
fyrravetur. Má því reikna með
að verðmæti aflans sé tiltölu-
lega minna í ár en í fyrra.
I seinasta hefti tímaritsins
Ægis segir frá útflutningi sjáv-
arafurða. Fyrstu sex mánuði
ársins og kemur í Ijós, að
verðmæti útfluttra sjávaraf-
urða þessa sjö fyrstu mán-
uði þessa árs eru um 658 milljón
um króna minni en á sama tíma
í fyrra, eða 1.927.833 þúsund
krónur í ár, en 2.575.778 þús-
und þessa sömu mánuði í fyrra.
Reikna má meö að verðmæti
útfluttra sjávarafurða mánuðina
júlí, ágúst og september verði
ekki síöur óhagstæð í samjöfn-
uði við seinasta ár, einkum þeg-
ar þess er gætt að lftið lát
virðist vera á verðfalli sjávar-
afurða á heimsmarkaði.
Þetta táknar, eins og kunnugt
er stórskertar gjaldeyristekjur
fyrir þjóðarbúið, miðað við fyrri
ár, en sjávarafurðir eru mest-
allur útflutningur okkar.
borgarinnar við Grafarvog og rekið á
fjörur Gufuness, með fyrrgreindum afleiðingum
Skemmt hveiti á fiörum Gufu-
ness hefur haft þær afleiðingar í för
með sér að skepnur í eigu Þorgeirs
bónda Jónssonar í Gufunesi hafa
veikzt og hafa nú tvær kindur
drepizt, en nokkur hross verið fár
sjúk undanfarna daga.
Hveitið er þannig til komið, að því
var ekið frá skipshliö hér í Reykja
vík um sfðustu mánaöamót á ösku
hauga borgarinnar við Grafarvog.
Þrátt fyrir öryggisákvæði heilbrigð
iseftirlitsins hafa hveitipokar losn-
úr haugunum og rekið á ógirtar
fjörur Gufunessbóndans með fyrr-
greindum afleiðingum.
Það verður að teljast vítaverður
trassaskapur að hafa ekki betur
auga með varnargirðingum ösku-
hauganna en raun ber vitni að gert
hafi verið, en skarö hefur komið í
giröinguna á einum stað og hefur
ýmislegt rusl flotið út úr haugunum
á útfiri.,
Vísir hafði samband við fulltrúa
í hreinsunardeild borgarinnar og
spurði hann hvað hæft vær; í sög-
unni um skemmda mjölið í Gufu-
nesi. Fulltrúinn sagði að um síðustu
mánaðamót hefði verið ekið
nokkru magni af skemmdu hveiti
á ruslahauga borgarinnar við Graf
arvog. Sekkirnir hefðu síðan losnað
á flóði og refeið yfir lónið. Þar
hefðu skepnur komizt f hveitið og
annaðhvort étið yfir sig, eða þá að
eitrun hefði verið í hveitinu, en um
það væri ekki vitað með fullri vissu
ennþá. Fulltrúinn sagði að málið
liti mun betur út en það hefði gert
um tíma, en ein kind og eitt lamb
hefðu drepizt vegna þessa, Meira
kvaðst fulltrúinn ekki hafa að segja
um málið á þessu stigi.
Blaðið hafði samband við Pál Á.
Pálsson, yfirdýralækni á Keldum
og sagði hann að hann hefði ekki
frétt neitt frekar af hrossunum ,
Frh. á bl. 10.
Svangir þjófar
stela appelsínum
Tveir þjófar voru handteknir i
nótt af lögreglunni, þegar hún á
einni eftirlitsferð sinni um Vestur-
bæinn rakst á þá á Ránargötunni.
Héldu þeir á sinn hvorum appelsínu
kass .um undir hendinni og hafði
það vakiö grunsemdir lögreglunn-
ar. Enda kom í Ijós, að kössunum
höfðu þeir stolið úr verzluninni á
Bræðaborgarstíg 5. Mennirnir voru
færðir inn í Síðumúla, þar sem þeir
gistu fangageymslu lögreglunnar i
nótt.
Forsætisráðherra um Þýzkalandsheimsóknina:
Mikill skilningur á sér-
stöðu íslunds
■ Ræddi um efnahagsbandalagið, takmarkanir
isfisklóndunum og lendingarleyfi Flugfélags-
ins i Frankfurt við Kiesinger, kanzlara
Á blaðamannafundi með forsæt-
isráðherra, dr. Bjarna Benedjkts
syni í gær, kom fram, að við-
ræður hans við býzka ráðamenn
í heimsókn forsætisráðherra til
V-Þýzkalands voru mjög vinsam
legar og að mikill skilningur var
á sérstöðu íslendinga með tilliti
tii hinna ýmsu vandamála sem
við er að etja. Forsætisráðherra
sagöi, að í viðræðum hans við
kanzlara V-Þýzkalands, Kurt
Georg Kiesinger, hafi forsætis-
ráðherrann skýrt sjónarmið ís-
lenzkra stjórnarvalda með til-
liti til takmöfkunar á fiskilönd-
unum íslenzkra togara í v-þýzk-
um höfnum, sem gilda nú til
áramóta.
Forsætisráðherrann kvað
kanzlarann vel hafa skilið ís-
lenzku sjónarmiðin í þessu máli,
enda hefði v-þýzka ríkisstjórn-
in þegar mótmælt þessum tolli
við stjórnarnefnd EBE í Briissel.
En forsætisráðherrann sagði síö-
an, að við yröum að sætta okkur
við, ag úrslitaráðin í þessu máli
lægju hjá stjórnarnefnd Efna-
liagsbandalagsins en ekki hjá
v-þýzku ríkisstjórninni. •
Forsætisráðherrann kvaöst
einnig hafa rætt horfurnar í
markaðsmálum Evrópu við Kies
inger, kanzlara, og hafa skýrt
fyrir honum þau sjónarmið að
ekki kæmi til greina, aö Islend-
ingar gerist fullgildir aðilar að
Efnahagsbandalaginu. Ef um ein
hver tengsl við Efnahagsbanda-
lagið væri ag ræða yrðu þau
að vera í formi aukaaðildar með
þeim takmörkunum sem Islend-
ingar teldu að yrðu aö vera með
hliðsjón af íslenzkri sérstöðu í
þessu máli, eða í formi við-
skiptasamnings til langs tfma.
Þá kvaðst forsætisráðherra
einnig hafa rætt um lendingar-
ieyfi Flugfélags íslands í Frank-
furt, en eins og menn muna
var lendingarleyfi þetta veitt í
sumar. Er betur var að gáð,
hefðu á lendingarheimildinni ver
iö ýmsar takmarkanir, sem
gerðu það að verkum, að Flug-
félagið ætti erfitt meg að not-
færa sér lendingarleyfið í Frank
furt. Hefði einnig verið skilning-
ur á þeim málum hjá v-þýzkum
yfirvöldum.