Vísir - 28.09.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 28.09.1967, Blaðsíða 2
V1 SIR . Fimmtudagur 28. september 1967. Frjálsar íþróttir: AFREKIN LAKARINÚEN íFYRRA — aðe/ns / einstaka grein er meðaltal 10 beztu betra en i fyrra í Afrekaskrá Frjáls- íþróttaráðs Reykjavíkur sem nýlega er komin, kemur greinilega í ljós, að afrek frjálsíþrótta- manna í ár eru mun lak- ari en árið á undan. Að- eins einstöku greinar eru betri nú en árið 1966. í kvennagreinum er hins vegar allt á uppleið, þó að afrek stúlknanna séu alls ekki góð á alþjóðleg- an mælikvarða. Svo viö lítum fyrst á hlaupa- greinarnar, sem virðast algjört „vandræðabarn" frjálsíþrótt- anna hér, þá er meðaltal 10 beztu nú 11.49 sek., en í fyrra 11.29 sek. Valbjörn Þorláksson með bezta afrekið 11.0 sek. 1 200 metrunum eru 10 beztu með 24.03 sek. í stað 23.44 sek. í fyrra. í 400 metrunum er meöal- talið' nú 53.0 sek, í fyrra 51.48 á 10 fyrstu mönnum til jafnaðar. í 800 metra hlaupi er sömu sögu að segja, þar er meðaltal 10 fyrstu 2.09.45 mín. í stað 2.03.69 í fyrra, en í lengri hlaup hafa menn ekki fengizt nema tveir, þeir Halldór Guðbjörnsson og Agnar Leví í 10 km. hlaupi og Halldór og Þórarinn Arnórsson í 5 km. í 110 metra grindahlaupi er ekki heldur hægt aö ná meðal tali 10 beztu, þar hafa aðeins 9 hlaupið og 7 í 400 m. grinda- hlaupi. 1 hástökki er meðaltalið lak- ara en í fyrra, 1.758 í stað 1.769 í fyrra. Sama saga í langstökki 6.311 m í stað 6.642. Meðaltal 20 beztu í fyrra var aðeins 2 sentímetrum lakara én meðaltal 10 beztu nú. í þrístökki er með- altalið nú 12.721, en í fyrra 12. 935. í stangarstökki er loks að finna framför á 10 beztu, þeir fá nú 3.47 metra í stað 3.33 m. í fyrra. Þá er það kúluvarpið og hafa afrek þeirra Guðmundar Her- mannssonar, F.rlendar Valdimars sonar og Arnar Guðmundsson- ar heldur betur hresst upp á meðaltalið, sem færist úr 13.409 í 14.242, en í spjótkasti situr allt við svipað, í fyrra 53.629 m., en nú 53.289 m. í sleggjuk. hafa að- eins 9 kastað í Rvk í ár. I kringlu k. er nokkur bót, úr 4239 í 42.93. í kvennagreinum er greinileg- ur uppgangur um þessar mundir og er það gleðilegt. Hafa afrek- in þar batnaö stórlega í flest- um greinum frá í fyrra. Vann é getrauninni ★ I gær leit ungur piltur inn á ritstjórn na til okkar, Helgi Rúnar Magnússon, Miklu- braut 50, 9 ára gamall og snaggaralegur eftir því, Vals- maður í húð og hár. ★ Helgi litli vann 2000 krón- ur í getraun Vísis um það hvaða lið ynni íslandstitilinn. Helgi gizkaði rétt á liðið (sem var auðvitað hans eigið fé- lag), gizkaði rétt á stigatöl- una, og markatalan var furðu rétt, það munaði aðeins einu marki, hann gizkaði á 20:17, en Valur skoraði einu marki meira, 21 mark, en fékk á sig 17. Guðmundur Þ. Harðarson skrifar um bandariska sundmeisfaramótið: Heimsmet — svo ai segja í hverju sundi □ Níu heimsmet voru sett á bandaríska meistaramótinu í Santa Clara, sem ég horfði á. Þegar ég hugsa um skriðsundin á þessu móti, þá skýtur upp í huga manns ósjálfrátt, hvaö maður sé eigin- lega að sprikla, — það sé bezt að hætta! □ Það var gaman að heyra viðbrögð foreldra unga fólksins, sem hafði unnið hin ýmsu sund á mótinu. Til gamans var öllum sigur- vegurunum leyft að hringja beint, hvert sem það vildi, og var það gert að lokinni verðlaunaafhendingu. Hátalarakerfið var tengt inn á símann og gátu áhorfendur þvi hlustað á samtölin. Fyrsta sundgreinin aö ioknum dýfingum af 1 meters bretti, sem Micky King vann, var 100 metra baksund. Ég heyrði suma þjálfar- ana kvarta um ekki nógu góðan tíma í fyrstu riölunum vegna þess hve kalt veðrið var. Orslitin f þessu sundi urðu þau að sigurvegari varð Kendis Moore, 17 ára, á 1.09.2, en Potsey Watson varð önnur á 1.09.3 og Cecelia Dougherty þriðja á 1.09.6. Margir sögðu að þetta væri eina g.einin þar sem Bandar.menn væru ekki meðal þeirra beztu í heiminum. í 400 metra skriðsundi setti Debbie Meyer heimsmet, synti á 4.29.0, en viðurkennt met er 4.38.0. I dýfingum af 3 metra bretti vann ' Mycky King einnig. I 200 metra fjórsundi sigraði Claudia Kolb, 17 Halldór Sigurðsson, stofnandi og fyrsti formaður Knattspyrnu- félagsins Þróttar, hefur beðið blaðið að koma á framfæri beztu kveðjum og þakklæti til þeirra mörgu vina sinna, sem sóttu hann heim á afmælinu og sendu "jafir og heillaóskir til hans sjö- tugs, og þá ekki sízt til Þrótt- ara og starfsfélaga sinna hjá SVR. ára, á 2.25.0, sem er nýtt heims- met, önnur var 13 ára stúlka, Sen I Pedersen á 2.26.9 og Lynn Vidali, 15 ára á 2.27.7. Síðasta greinin þennan dag var 4x200 metra skrið- | sund og þar sigraði Santa Clara sundfélagið á 8.53.0, sem er nýtt Bandaríkjamet. Næsta dag, sem var laugardagur var keppnin spennandi og glæsileg, 5 stórkostlegar sundgreinar og 5 stórkostleg heimsmet. Fyrsta grein- in var 200 metra flugsund kvenna. Þaö var Toni Hewitt, 15 ára göm- ul, sem sigraði eftir afar harða keppni við Ellie Daniel. Toni fékk j 2.23.6 mfn., sem er 1.7 sek. betra ! en heimsmet Ada Koch frá Hol- landi. Ellie Daniel fékk einnig betri tíma en Koch átti, 2.23.6. I 200 metra skriðsundi setti Pam Kruse heimsmet á 2.09.7 og næsti keppinautur, Linda Gustavsson synti einnig undir gamla metinu á 2.10.4. — í 100 metra bringusundi sigraði Cathie Ball á tímanum 1. 14.6 og var það mál manna, að þetta væri mesta afrek í sundsögunni, en Cathie er undraverð sundkona, að- eins 15 ára gömul og áttum við eft- ir að sjá margt furðulegt til hennar. Þjálfari hennar er ungur maður, sem hafði ekki átt neinn góðan sundmann í sínum hópi, þar til fyrir \y2 ári aö Cathie brauzt fram á sjónarsviðið, kom, sá og sigraði. Þjálfarinn segir að þá hafi þrennt komizt fyrir í huga Cathie, að sigra rússneskar bringusundskonumar, að setja heimsmet og að verða 01- j ympfumeistari. Þjálfarinn vill sem minnst þakka sér frama Cathie, segir það persónuleika hennar að þakka, en menn eru á öðru máli, óg nú átti hann tvær stúlkur í úr- slitum f 200 metra flugsundi. 1 dýfingum af 10 m palli vann Leslie Bush. Næsta sundgrein var ! 400 metra fjórsund og sigraði Claud ir Colb þar á 5.08.2 og setti hún j enn einu sinni heimsmet á þessari ; vegalengd og vann með yfirburð- , um. — Var þetta annað heimsmet hennar á þessu móti. í 4x100 m skriðsundi sigraði Santa Clara sund félagið á nýju heimsmeti 4.03.5, sveit Bandaríkjanna átti fyrra met- ið á 4.03.7. Á morgun segir frá síðasta degi mótsins. Æfingar í vetur KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR Æfingar veturinn 1967—’68 Knattspyrna Mfl. — 1. fl. — 2. fl. Hálogaland, föstudaga kl. 10.10 3. n. ; Hálogaland mánudaga kl. 7.40 og miðvikudaga kl. 9.20. ' 4. n. Hálogaland miðv.daga kl. 8.30 og Réttarholtsskóla laugardaga kl. I 4.20. ' 5. fl. Réttarholtsskóli laugard. kl. 3.30 Mætlð stundvíslega Nýir félagar velkomnlr Knattspymunefnd. Setur jtrjú met i. Erlendur Valdimarsson, ÍR, vann það einstæða afrek á innan félagsmCti á Melavellinum í R- vík, aö setja þrjú unglingamet sama daginn, f ólíkum greinum. Greinamar voru: — Kúluvarp 15,46, átti gamla metið sjálfur. Kringlukast 49,80, átti gamla metið sjálfur, og sleggjukast 48, 43 m., en þar átti gamla metið Jón Ö. Þormóðsson ÍR. Erlendur Valdimarsson hefur sý-.t miklar framfarir f sumar og má reikna með að hann fari nú í haust yfir 16 m. strikið í kúlu- varpi og 50 m. strikið f kringlu- kasti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.