Vísir - 28.09.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 28.09.1967, Blaðsíða 9
9 f V í SIR . Fimmtudaglir 28. september 1867. > VIÐTÁLl iDAGSlNSf ER VIÐ SIGUR- SVEIN D. KRIST- INSSON TÓN- SKÁLD, SKÓLA- STJÓRA TÓNSKÓLANS Sigursveinn ásamt vinum sínum og nemendum í Reykjadal, en þangaö hefur hann farið á sumrin og kennt fötluðum fcörnn \ h ) s Islandi hefur oft orðið það til gæfu að óeigingjamir hug- sjónamenn hafa brotiö ís- inn á gaddfreðnum stöðuvötnum alþýðuhotarinnar og vakiö upp og sameinað þá krafta, sem imd- ir ísnum hafa blundað. Einn af þessum mönnum er Sigursveinn D. Kristinsson, aðal- hvatamaður og stofnandi Tón- skólans í Reykjavík, en eftir- farandi línur eru viðtal við hann. Tvö fög bætast við í vetur — Hvenær var skólinn stofn- aður ? — 30. marz 1964. — Þú stofnaöir einnig tón- skóla á Siglufirði ? — Já, sa .a mánaðardag sex árum áður stofnaði ég Tónskól- ann á Siglufirði og hann starf- ar ennþá og nú undir stjórn Ger- hards Smith, eða Geirharðs Val- týssonar. — Hvaö eru margir nemend- ur í Tónskólanum ? — Síðastliðinn vetur voru nemendur 218 f 15 námsgrein- um. Kennarar voru 16. í vetur munu tvö fög bætast við í skól- anúm, en það veröar söngur og þverflautuleikur. — Kennarar i þessum greinum veröa hjónin Ruth Little Magnússon, söng- kona og Jósef Magnúson, flautu- leikari. Ég vil sérstaklega taka það fram, að þaö er mjög á- nægjulegt að geta hafið söng- kennslu með svo hæfum kenn- ara sem frú Ruth, en söngur er ein mikilvægasta námsgrein tónlistar. Nemendur á píanó fjölmennastir — Hvaöa námsgrein er fjöl- mennust ? — Nemendur í pianóleik eru langfjölmennastir. En það er vert að vekja athygli á því, að þótt slagharpan sé að sönnu undirstöðuhljóðfæri og þýðingar mest allra hljóöfæra til undir- leiks og margra annarra góðra hluta, gefa mörg önnur hljóð- færi námsmöguleika til samleiks í stærri hópum. Með ýmsum blásturshljóöfærum, svo sem flautu, klarinettu, trompet, bás- únu o. fl. má mynda lúðrasveit- ir og ef viö tökum dæmi um stroksveitir má minnast á fiðlu, og selló svo eitthvaö sé nefnt og loks má minnast á mandó- línhljómsveitir, sem saman- standa m. a. af mandólínum og balalaikum. Og ekki má gleyma að minnast á kórana, sem saman eru settir af hinum ýmsu söng- röddum. Það er mikið áhugamál skól- ans aö efla félagslega músik- iðkun, en til þess þarf að fjölga þeim, sem læra á þau hljóð- færi, sem aðallega mynda grund völl fyrir samleikshópana. Velunnarar skólans margir — Hverja telur þú velunnara skólans ? — Það mætti fyrst geta Styrktarfélags Tónskóians. — Styrktarfélagið kýs skólaráð, en skólinn r sjálfseignarstofnun. Formaöur skólaráðs er Hall- grímur Jakobsson söngkennari, en auk hans og skólastjóra skip- ar Guðni Guðnason lögfræðing- ur framkvæmdanefnd og er hann ritari hennar. — Nýtur skólinn opinberra styrkjá ? — Reykjavíkurborg veitti skól anum styrk á fjárhagsáætlun fyrir þetta ár, en auk þess hef- ur skólinn notið styrkja í tvö ár frá menntamálaráöuneytinu. Auk þessa styrkja ýmsar menn- ingarstofnanir og verkalýðsfélög skólann. Höfuðvandamál skói- ans er húsnæðisleysi og er hug- myndln aö reyna að komast yfir gott húsnæöi til kennslu, en framkvæmd þess máls er meðal verkefna Styrktarfélagsins. Þaö er hægt enn um sinn, að reka skólann á sama hátt og undan- farin ár, en það veröur að hugsa um framtíðina. — Hvenær hefst kennslan? — Við byrjum aö kenna 2. okt., en skólinn starfar í 7 mán- uði, eða þar til síðast í apríl. Við höfum ekki viljað kenna i maí, vegna prófanna í skólun- um. Ástundun nemenda mjög góð — Hvernig er ástundun nem- enda ? — Ástundun hefur verið mjög góð og skólinn hefur verið mjög heppinn með kennara og hefur þorri nemenda þess vegna sýnt góðan árangur'. Síöastliðið vor lauk þrjátíu og einn nemandi námsstigum. en námsstigin eru alls átta. ^ — Hvað merkir námsstig ? — Öllu námi við íslenzka mús ikskóla skiþt í átta námsstig og við lok áttunda stigsins taka neniéndur lokapróf. — Þú ræddir áöan um sam- leikshópa. Er eitthvað um hóp- kennslu í skólanum ? — Það er ekki aðkallandi verk efni aö ala upp einleikara (virtu- osa), en það er aftur á móti knýjandi nauösyn f okkar þjóð- félagi að skapa áhuga á tón- iistaruppeldi og kennslu. Viö höfum alltaf haft hóp- kennslu og nemendur hafa kom- ið fram meö smáhljómsveitir á tó ileikum hjá okkur. Við höid- um tvenna tónleika ár hvert, eða um jólin og svo aftur um páskana. Foreldramir sýna mikinn áhuga — Hvernig er aösóknin ? — Við höfum alltaf fengið fullt hús, enda sýna foreldrarn- ir mikinn áhuga. Það má taka það fram hér, til að fyrirbyggja misskilning, að í Tónskóianum eru ekki eingöngu börn, heldur fólk á öllum aldri. Nemendur eru frá sex ára til fimmtugs. Það fer stööugt vaxandi að for- eldrar taki beinan eða óbeinan þátt í námi barna sinna og dæmi eru til þess, aö þeir hefji nám að tilstilli barna sinna. Ég get til dæmis sagt þér sögu af ein- um manni, sem kom hingaö til mín og kvartaði undan því, að 10 ára sonur hans væri latur við tónlistarnámið. — Ég sagði við hann í gamni og alvöru, að eina ráöið til aö fá strákinn til aö vinna væri að hann færi sjálfur aö læra. Maðurinn lét ekki segja sér Ketta tvisvar, en hóf nám i píanóleik. Innan skamms tíma var hafin eins konar samkeppni milli feöganna og nú stunda þeir báðir námiö af kappi. Svona at- vik gætu oröið byrjun að heim- ilismúsik, en slík tómstundaiðja veröur aldrei lofuö nógsamlega Frh. á bls. 13. Þessar myndir eru teknar á nemendatónleikum hjá Tón- skólanum fyrir tveim árum. ÁHUGAMÁL SKÓLANS ER EFLING FÉLAGSLEGRAR MÚSIKIÐKUNAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.