Vísir - 28.09.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 28.09.1967, Blaðsíða 16
Flmmtudagur 28. sept. 1967. 76 ász sasmi! maður finnst drukknnður Lögreglan í Hafnarfirði lýsti í gær eftir 76 ára gömlum manni, sem saknað var frá því á þriöju- dag. Leit var hafin um hádegi í gær, og fannst maðurinn drukknaður í fjörunni skammt frá Bala í Hafnár- firði kl. 7 í gærkvöldi. Hundur rakti slóð mannsins niður f fjöruija, þar sem hann missti af henni. — Leit í fjörunni bar ekki árangur fyrr en þyrla frá varnarliðinu flaug yfir og fann hún lík mannsins undan fjör- unni í sjónum. Þá hafði hjálpar- sveit skáta í Hafnarfirði og sveit frá Ingólfi leitað í Hafnarfirði og nágrenni. Skrnutganga Leikfélagsins Skrautganga leikara Leikfélags- ins i gærdag vakti aö vonum mikla athygli og þyrptist fólk niður í miö bæinn til aö sjá þessa sérstæðu göngu. Leikararnir gengu frá Iönó upp Laugaveginn og aö Austurbæj- arbiói, en þar var í gærkvöldi skemmtun til ágóöa fyrir húsbygg- ingarsjóð félagsins. í skrautgöngunni voru tugir leik- ara í skrautlegum klæðum, og voru seldar appelsfnur, en það er gam- all siður, sem tíðkaðist í Fjalakett- inum um aldamótin. Lúörasveit lék fyrir göngunni og gamall bíll ók í fararbroddi. Uppselt var á skemmtunina í Austurbæjarbíói strax í gærdag og skemmtu áhorfendur sér mjög vel. Strax að lokinni skemmtuninni var skotið upp fjölda flugelda frá þaki Austurbæjarbíós og gengu leikar- arnir í kring um húsið í búningum sínum. )...wjm—iiui—■(—■■iii —ww—mwwi tmmm „HÚNÁ AÐ SNÚASr — Asmundur Sveinsson vinnur oð verki sinu , Baðkar upp á endann, rör sem mynda þrihyminga, þrífót- ur með talíu, trétappa og maö- ur í tröppunni meö skiptilykil i hendinni. — Góöan daginn. Ásmundur. — Góðan daginn ... nú vant- ar einhvern sem getur soöið. Ég þarf að festa þetta... og get ekki slakaö á vírnum fyr- ir ... kanntu aö sióða ... ann- ars hafa þeir hjá Hitaveitunni soðið fyrir mig, eða þeir í Sindra ... hann Einar Magnús- son hiá Hitaveitunni hjálpaði mér að koma þessu upp ... hann byrfti að vera kominn núna ... hann hefur öll tækin i bíl og slöngu sem nær alla leið hingað utan af götunni. — Ertu búlnn að skíra mynd- ina? — Já, fyrir löngu... ég er búinn að ganga með þessa hug- mynd lengi. Þeir voru að taka Upprisan" til hérna einu sinni og ætluöu að taka baðkerið en ég sagðist ætla að nota það í mynd ... ég ætla að standa við það núna ... ætli maöur dundi ekki við þetta í vetur. Sennilega verð ég að binda þetta meö vír, en það er verst að geta ekki punktað þetta strax ... svona ætli þetta sé ekki gott... þú mátt slaka ... í gær fór þetta allt úr skorö um þegar ég slakaði. — Hvað á myndin að heita? — Upprisan. Sjáðu til... baö karið táknar líkkistuna og svo koma þessir þríhymingar og tákna upprisuna... en ég verð að mála baðkariö svart. Hann stígur niður úr tröpp- unni og gengur nokkur skref frá myndinni og virðir hana fyr ir sér. — Hefurðu séð sýninguna á Skólavörðuholtinu, Ásmundur? Framn .á bls. 10. Lögreglunni í Hafnarfirðl bárust kvartanir úr tveimur húsum þar syðra um helgina, en þar höföu pilt ar skotið á glugga úr loftriffli. — Hafði veriö skotið á 3 glugga, en í þeim öllum var tvöfalt gler og brotnuðu ytri rúðumar, en þær innri héldu. Fólk sá til ferða tveggja pilta með ioftriffil, en annar þeirra, eigandi ioftriffilsins, hljóp á brott meö hann áður en lögreglan kom á staðinn, og þrættu þeir síðan báðir fyrir verknaöinn. Mái þeirra er í nánari rannsókn. Skömmu áður hafði lögreglan tek ið loftriffil af tveim ungum mönn- um um tvítugt, sem höfðu verið að skotæfingum að húsabaki innan i um hóp barna. Hafi fólk veitt at- ferli þeirra eftirtekt og orðið hrætt um börn sín, þegar það sá, hversu ! kæruleysislega piltarnir meðhöndl- uðu vopnið. Voru piltarnir aö I skjóta í mark, en allt í kringum þá j voru börn að leik. Riffillinn var svo kröftugur, að skot úr honum gengu í gegnum þykkar kassafjalir. Ásmundur Sveinsson viö gerð „Upprisunnar1' Gangbrautarslys 29. Iðnþing lslendinga sett í gær. Vigfús Sigurösson forseti Landssambands iðnaðarmanna er í ræðustólnum. Verðstöðvun eitt ár enn? Jóhann Hafstein, iönaðarmála- ráðherra, lýsti því yfir viö setn- ingu Iðnþings í gær, aö ríkis- stjómin hyggðist halda áfram verðstöðvuninni eitt ár enn, ef ástand efnahagsmála héldist ó- breytt á næsta ári. — Svo sem kunnugt er, falla núgildandi verðstöðvunarlög úr gildi 31. október næstkomandi. Sagði ráðherra að ríkisstjórn- in hefði að undanförnu unnið að tillögum til úrbóta hinni nei- kvæðu efnahagsþróun, sém leitt hefur af verðfalli útflutningsaf- urða og lélegra aflabragða og fleiru. Þessar ráðstafanir sagöi ráðherrann aö ríkisstjórnin myndi hafa tilbúnar aö leggja fyrir næsta þing og kvaðst hann ekki myndu ræða þær núna, en sagði hins vegar eitthvaö á þessa leið : „Við munum leggja áherzlu á að halda verðstöðvuninni á- fram og ég tel það ákaflega veigamikið atriði að halda áfram svipaðri verðstöðvun og nú mið- að við óbreyttar kringumstæður á næsta ári“. Taldi ráðherra að samkeppnis- aðstaða íslenzks iðnaöar við er- lendar þjóðir yröi allt önnur, ef veröstöðvunin héldi áfram, þar sem verðlag hefur stigiö mjög hjá nágrannaþjóðunum. Ekið var á lltia telpu á gang- brautinni á móts viö Laugaveg 161 í gærdag. Telpan var á leiö suöur yfir Laugaveglnn, þegar bilreiö, sem ók á hægri akrein og hélt á- fram niður Laugaveg, í stað þess aö beygja niöur Höföatún, stanzaði við gangbrautina til þess aö hieypa henni yfir. í því bar að lítinn sendi ferðabíl á mikilli ferð og náði öku- maður hans ekki að stöðva bílinn fyrr en hann haföi lent á telpunni. Mældust hemlaförin eftir bílinn vera 14 metrar. Telpan slapp þó furöu vel og voru meiðsli hennar ekki talin alvarleg. Vetrarfargjöld hjá Skipaútgerð ríkisins Strandferðaskipið Esja hefir ver- viðgerö hér í Rvík síöastliðinn hálfan mánuö, og var þar um að ræða aðeins venjulegt viðhald á þessum árstíma. Skipið fer vestur um land í hringferð kl. 17.00 í dag. Fargjöldum og fæöishaldi hefir ver- ið breytt í sama horf og taxta og í fyrravetur: 2. farrými lokað, en skyldufæði afnumið á 1. farrými. Fargjöld veröa jöfnuð eftir lands- svæðum ,og veröa t. d. sömu far- gjöld milli Rvíkur annars vegar og allra áætlunarhafna á Vestfjörðum hins vegar, kr. 550.— á mann með svefnklefa, en auðvitað án fæðis, en milli Rvíkur og Austfjarðahafna milli Djúpavogs og Bakkafjarðar verða fargjöld á sama hátt 800.— með svefnklefa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.