Vísir - 14.10.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 14.10.1967, Blaðsíða 1
57. árg. - LaUfardagur 14. október .1967. - 23,6, tbl. BÍLLINN 1968 Vísir í dag er 32 siður, — aðalblaðið og aukablað um ár- gerðina 1968 af ýmsum bifreið um, sem streyma um þessar mundir á markaðinn, hver ann- arri fallegri og gimiltgri fyrir kaupendurna. Eru helztu teg- undimar kynntar í blaðinu í dag og vonumst við til að menn verði nokkru fróðari um ýmsar tæknilegar nýiungar á bílamark aðinum. Alkunna er hversu alvarleg hætta fylgir síaukinni umferð og höfum við helgað umferðar fræðslu talsvert rúm í blaðinu, svo og fréttum frá samtökum bíleigenda, FÍB, sem munu vera stærstu hagsmunasamtökin hér- lendis. 1 aðalbiaðinu í dag á bls. 9 er fróðleg grein um bílatrygg- ingar ýmiss konar eftir Egil Gestsson, deildarstjóra og ættu menn að lesa þá grein vei, enda er fátt í sambandi við bifreiðir eins áríðandi og að gengið sé vel frá tryggiHgamálum. Forstjóri Flugfélags Islands um farmi&agjaldið: Nauðsynlegt að breyta áætlunar- ferðum og fjölda starfsmanna ef gjaldið verður sett á — Erfiðleikar félagsins nógir fyrir öm Johnson, forstjóri Flug- félags íslands lét í ljósi áhyggj- ur sínar, í viötali við Vísi í gær, yfir hinum nýja 3000 króna skatti, sem íslenzkir ferðalangar munu eiga í framtíðinni að greiða af farmiðum til útlanda. Skatturinn mundi m. a. þýða 85% hækkun á fari til Færeyja og 73% hækkun á fari til Glas- gow, svo dæmi séu nefnd, en vitanlega verður hækkunin til- tölulega mest á stytztu flugleið- unum. „Ég lít skattinn mjög alvar- iegum augum“, sagði örn. „Auk þess sem skatturinn mun koma mjög illa við reksturinn, veröur hann til þess að nauðsynlegt verður að stokka aigjörlega upp spilin hjá okkur, bæði hvað snertir fjölda áætlunarferða og eins fjölda starfsmanna hjá fé- laginu“. Örn kvaðst og vera þeirrar skoðunar að skatturinn stríddi gegn allri réttlætiskennd manna og vonaðist til að skattinu;.. yröi Framh. á bls. 10. Kjarninn í stefnu ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir að verðbólgu- hjólið fari að snúast sagði viðskiptamálaráðherra á aðalfundi Verzlunarráðs Islands i gær Aðalfundur Verzlunarráðs Islands var haldinn í gær. — Myndin er rekja mál fundarins. f frá setningunni. Vegna rúmleysis í blaðinu i dag, gefst ekki færi á að Ríkisstjórnin gerir sér fyllilega ljóst, aö þær ráðstafanir, sem nú er verið að grípa til, eru ekki auðveldar og að þær eru þjóöinni ekki léttbærar. En þær eru nauö- synlegar. Það hefði verið óverjandi ábyrgðarleysi að hafast nú ekki að og flióta sofandi að feigðarósi. Kjósendur veittu ríkisstjóminni traust í alþingiskosningunum á síðastliðnu sumri. Þess vegna er í alla staði eölilegt, að hún haldi áfram störfum og þá um leið ber henni skyida til þess ag gera þær ráðstafanir, sem erfiðleikar útflutn ingsatvinnuveganna gera áhjá- kvæmiiegar og gera bað strax, til þess að ringulreið skanist ekki f efnahagslífinu. Þannig mæltist viðskiptamálaráð herra, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni í ræöu sem hann hélt á aðalfundi Verzl- unarráðs íslands að Hótel Sögu í gær. — Viðskiptamálaráðherrann hélt áfram: Með verðstöðvunarstefnunni hef ur tekizt að halda verðstöðvuninni í skefjum undanfarna tólf mánuði. þótt nú verði allmikil verðhækk- un á nokkrum tegundum vöru og þjónustu, er það ekki ný verð- bólgualda, nema því aöeins að alls Framh. á bls. 10. Stfórnarfrumvarp um efnahagsaðgerðir lagt fram á Alþingi 1/isitala reiknuð á nýjum grundvelli. Verðstöðvun gildi áfram. Athugun á rekstraraðstæðum frystiiðnaðarins langt komin Lagt var fram á Alþingi í gær stjórnarfrumvarp tii Iaga um „'fnahagsráðstafanir, þar sem ieitað er heimilda fyrir ráðstafanir pær, sem fram hafa komið í fjárlagafrumvarpi og stefnuyfiriýs- inguni ríkisstjórnarinnar. Frumvarpi þessu er skipt í sex meginkafla, sem fjalla um: Vísitölu framfærslukostnaðar og verðlagsuppbót á laun, verð- stöðvun, ráðstafanir vegna sjávarútvegsins, farmiðagjöld, breyt- ingar á ýmissi skattheimtu, og ýmis önnur ákvæði. í þeim kafla frumvarpsins, sem fjallar um vísitölu framfærslukostn aðar, er gert ráð fyrir, að hún verði reiknuð samkvæmt niðurstöð um rannsóknar, sem gerð var á neyzlu launþega f Reykjavík á ár- inu 1965. Er mikill munur á nýja vísitölugrundvellinum, sem gerður var að lokinni þeirri rannsókn. Nær sá nýi til miklu stærra úr- vals vöru og þjónustu og er þar sérstaklega þung á metunum neyzla á vörum og þjónustu sem standa í sambandi við heilsuvernd, mennt un, húsnæði og rekstur eigin bif- reiða. Er gert ráð fyrir að grunntala þessarar nýju vísitölu skuli miðuö við verðlag í byrjun jan. 1968 og síðan skuli hún reiknuð út fjórum sinnum á ári. Þá er á öðrum stað gert ráð fyrir því, að á tímabilinu 1. des. 1967 til 29. febr. 1968 skuli greidd sama verölagsuppbót á laun (og aðrar greiðslur, sem fylgja kaup- greiðsluvísitölu) og greidd var á tímabilinu 1. sept. til 30. nóv. 1967. En frá 1. marz 1968 skuli sú verðlagsuppbót (15,25%) lögð við grunnupphæöir launa og hvort tveggja teljast grunngreiðsla, sem verðlagsuppbót skal greidd á. Er þá gert ráð fyrir, að verð- lagsuppbótin, sem greidd verði eft- ir 1. marz 1968, sé miðuð við kaup greiðsluvísitölu, sem reiknast eftir ofangreindri vísitölu framfærslu- kostnaðar. I frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir, að verðlagsuppbót komi á lífevrisgreiðslur til einstaklinga, á kauptryggingu bátasjómanna, og á uppmælingar — laun. Verðstöðvun gildi áfram. Efnislega er sá kafli sem fjallar um verðstöðfun framlenging á lög- um frá 23. des. 1966 um heimild til verðstöðvunar, en þau lög skyldu vera í gildi til 31. des. 1968. y Ráðstafanir vegna sjávarútvegsins. Samkvæmt þeim kafla frum- varpsins, sem fjallar um ráðstaf- anir vegna siávarútvegsins, er gert ráð fvrir. að þær ráðstafanir. sem gerðar voru á árinu 1967 (í vor), myndu framlengjast á ár- inu 1968. Er gert ráð fyrir, að greiddar verði allt að 100 milljón kr. verð- bætur til viðbótar við það lág- marksverð á ferskfiski, öðrum en síld og loðnu, sem Verðlagsráð og yfirnefnd þess hefur ákveðið, Einnig er þá gert ráð fyrir í þessum kafla frumvarpsins, að sjóður sá, sem stofnaður var í vor til að greiða verðbætur vegna verðfalls á frystum fiskafurðum, skuli halda áfram starfsemi á ár- inu 1968. Þá er skýrt frá því í athuga- semdum um þennan kafla í frumv., að athugun, sem gerð hefur verið á rekstraraðstæðum og fjárhags- legri upphvgningu frystiiðnaöarins, sé nú langt komin og hafin sé tillögugerð á grundvelli hennar. Megi búast við, að því starfi verði lokið um n. k. áramót, þannig að tillögur um bættan rekstrar- grundvöll frystihúsanna geti kom- ið til framkvæmda á árinu 1968. Farmiöagjaldiö. í frumvarpinu er leitað heimildar fyrir ríkið til þess að leggja far- miðagjald á hvern einstakling, sem fer frá íslandi til annarra landa, sé hann búsettur hér á landi sam- kvæmt íbúaskrá, eða tilkynningar- skyldur. Undanþegnir eru þó lög- skráðar áhafnir skipa og loftfara, svo o , börn undir 7 ára aldri. Nemi gjald þetta 3000 krónum fyrir hvern cl.istakling eldri en 12 ára, en 1500 krónum fyrir börn, 7—12 ára. Gert er ráö fyrir, að fjármálaráö- herra geti ákveðið með reglugerð, að gjaldskyldir einstaklingar, sem ferðast eingöngu til Færeyja eða Grænlands, greiði lægra gjald, eða þá, að það falli alveg niður. Um breytingu á ýmissi skattheimtu. 1 síðasta megin kafla lagafrum- varpsins er fjallað um breytingar á ússi skattheimtu og þar á meðal gert ráð fyrir, að fasteignir til skatt- gjalds verði virtar í tólffölduðu fast eignamati, en hins vegar bújarðir í s'. -itum, verði virtar á sexföldu fast eignamati.- Er þessa getið í athugasemdum við þessa lagagrein, að ætla megi, að með þessari breytingu verði fast- eignir, enn metnar til skatts lægra. en nemur væntanlegu nýju fast- eignamati, en þó miklu nær þvi mati, en áður hefur verið. Þá er gert ráð fyrir því, að skatt-. frjáls skattgjaldseign hækki úr 100 þúsund kr. í 200 þúsund kr. Þá er gert ráð fyrir því, að sölu- skattur sé greiddur af póst- og r’ aamálaþjónustu .. ,,og á sama hátt er ráögert að taka upp sölu- skattsinnheimtu af þjónustu Ríkis- útvarpsins — hljóðvarps og sjón- varps, — en til þess þarf ekki lagabreytingu" segir í athuga- semdum frumvarpsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.