Vísir - 14.10.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 14.10.1967, Blaðsíða 2
I VIS IR . Laugardagur 14. október 1967. Berfætti // • • // song- fuglinn Engin ensk dægurlagasöngkona hefur náð eins miklum vinsæld- um um allan heim og SANDY SHAW. Hún sló í gegn fyrir um það bil tveimur árum, þegar hún fyrst kom fram á hljómleikum. Hún var íklædd sléttum einföldum kjól meg kögri, og það sem vakti hvaö mesta athygli var — AÐ HÚN VAR BERFÆTT. „Hún var töfrandi á sviðinu. Skjálftinn í röddinni og hinar lipru hreyfingar hennar dáleiddu alla“, segir einn áheyrenda. Margir töldu þó, að það væru brögð í tafli, til dæmis spiluð hljómplata á bak við sviðiö, eða eitthvað því um líkt. Hún afsann- aði þann róg fljótlega, og meira að segja gagnrýnendur rugluðust f rfminu og sögðu að hún væri ekki síðri söngkona en Cilla Black og aðrar álíka, og hún syngi eins og engill. Nokkrum vikum seinna var hún lika orðin heimsfræg. Það nýjasta, sem heyrist frá Sandy, er að hún tók sig til og fór að mála einn daginn. En það var nýja verzlunin hennar, sem hún var að gera fína. Nú á næstunni ætlar hún aö opna nýja tízku- vöruverzlun í West End í London, og er nú verið ag vinna af miklu kappi aö standsetningu hennar. — Sandie lagði Rolls Royce bílnum sínum fyrir utan, og leit inn til að sjá, hvernig gengi. „Hjálpaðu okkur augnablik“, sagði einn málaranna, og Sandie var ekki sein, á sér. Hún fór í samfesting og hóf að mála. Það gekk á ýmsu, eins og ætla má, en þ.ið fylgir þó sögunni, að henni hafi tekizt allvel. — Fyrir utan snerust hlutirnir um annað. — Rolls Royce-inum hnfði verig lagt ólöglega, svo að Sandie varð að bíta í það súra epli, að taka á móti gulum miða af kvenstöðumælaverði, sem tók ekki mark á upplýsingum Sandie þess efnis, að hún hefði ekki fund ið bílastæði. „Það var leiðinlegt þetta með miðann, en ég ætla samt að koma aftur á morgun, og halda áfram að mála“, sagði Sandie. Vinsælasta hljómsveit- in á íslandi Langt er síöan skoðanakönnun hefur farið fram um vinsæl- ustu hljómsveitina hér á landi. Væri því ekki úr vegi aö koma einni slíkri af staö. Við höfum hugsað okkur, að þiö, lesendur góðir, sendið okkur línu um álit ykkar í þeim efnum, og einnig aö þiö létuö vini ykkar vita um þessa fyrirætlun okkar. Von okkar er sú, að sem flestir taki þátt i þessari skoöanakönnun, svo álit flestra komi í ljós. Utanáskriftin er: TÁNINGA- SÍÐAN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.