Vísir - 14.10.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 14.10.1967, Blaðsíða 9
V í S IR . Laugardagur 14. október 1967. 9 bcpi ' EGILL GESTSSON, DEILDARSTJORI BIFREIÐ ATR Y GGING AR □ Með tilkomu fyrstu bifreiðanna, sem ekið var um götur borga og þjóðvega, skapaðist nýtt vandamál. Hver var réttarstaða ökumanns gagnvart gangandi eða ríðandi vegfar- endum? Eða, hvernig átti að skera úr um sök aðila, þegar tvær bifreiðir lentu I árekstri? □ Um þetta var mjög deiit í þá tíð, en flestum bar saman um, að bifreiðin væri hættulegt tæki og bæri því að leggja ríkari ábyrgð á hendur ökumanni slíks farartækis, en á hinn almenna vegfarenda, hvort sem hann var gangandi, ríðandi eða í hestvagni. □ Eftir að bifreiðum tók að fjölga hjá hinum þróuðu iðn- aðarþjóðum, kom fljótlega í ljós þörfin fyrir lagasetn- ingu um bifreiðaakstur. Mörg lagaákvæða þessara frá þeim tíma, þættu mjög brosleg í augum nútímamannsins, en þau komu þá að miklu gagni og auðvelduðu mjög að skera úr um sök eða sakleysi ökumannsins. Nú í dag eru umferðarlög hinna ýmsu menningarþjóða hin mestu völundarsmíð, og þar tek- ið tillit til flestra atburða, er geta skeð í umferðinni. í flestum eöa öllum umferöar- lögum hinna ýmsu þjóöa, er bif- reiðin talin hættulegt tæki og því lögð þung og víðtæk ábyrgð á ökumanninn. Árið 1904 var fyrsta bifreiðin flutt til landsins, en eigandi hennar var Dethlev Thomsen, kaupmaður hér í Reykjavík. AI- þingi veitti 2 þús. kr. styrk til bifreiöakaupa þessara. Réttum 10 árum síðar voru fyrstu bifreiðalög samþykkt á Alþingi og tóku þau gildi um mánaðamótin febrúar—marz 1915. Jafnóðum og hinar ýmsu þjóðir settu sér lög um bifreiðir og bifreiðaakstur buðu flest tryggingafélög að taka að sér þá ábyrgð, er á eiganda og/eða ökumanni hvíldi gagnvart 3ja manni og svo var einnig hér á landi. Umferðarlögin frá 1958 eru á margan hátt fullkomnari en fyrri lög um sama efni og taka af ýmis tvímæli, en því er eigi að neita, að ýmislegt má betur fara. Lög þessi eru nú f endur- skoðun og er þess að vænta, að ýmsir vankantar verði sniðnir af þeim og er það vel. Tryggingafélög: Víkjum nú að öðru. í landinu eru starfandi 12 tryggingafélög, sem bjóða bifreiðaeigendum þjónustu sína gegn beztu fáanlegum kjörum og iðgjöldum. Öll þessi félög hafa aðsetur í Reykjavík, aö undanskildu einu, sem staðsett er á Blönduósi. Tíu af þessum 12 félögum bjóöa sömu iðgjöldin, skilmála og kjör, en tvö þeirra fara eftir öðrum reglum og geta því kjör þeirra og iðgjöld verið hag- stæðari eða óhagstæðari, eftir því hvaða mælistika er notuð. Eins og áður greinir eru bif- reiðatryggingafélögin alls 12 í landinu, en þau eru þessi: Almennar tryggingar h.f., Ábyrgð h.f., Brunabótafélag Is- lands, Byggðatrygging h.f., Hagtrygging h.f., Samvinnu- tryggingar g.t., Sjóvátrygginga- félag Islands h.f., Trygging h.f., Tryggingamiðstöðin h.f., Trygg- ingafélagið Heimir h.f., Vá- tryggingafélagið h.f., Verzl- anatryggingar h.f. Hvaða tryggingar bjóða nú þessi félög viðskiptavinum sín- um? Aðallega er um 5 tegundir aö ræða en þær eru þessar: Ábyrgðartrygging (skyldu- trygging) Kaskotrygging (húftrygging) Slysatrygging ökumanns og farþega Brunatrygging, Hálf-kasko (takmörkuð kasko- trygging). Viö skulum nú lita nánar á tryggingar þessar og athuga hvað felst' í hverri fyrir sig. Ábyrgðartrygging: I núgildandi umferðarlögum er öllum bifreiöaeigendum gert skylt að tryggja bifreiðir sínar eiganda eða umráðamanns bif- reiðar. 67. gr. „Nú blýzt slys eða tjón á mönnum eöa mun- um af skráningarskyldu, vél- knúnu ökutæki í notkun, og er þá þeim, sem ábyrgð ber á ökutækinu, skylt að bæta það fé, enda þótt slys- iö eða tjónið veröi eigi rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Ef vélknúið, skráningaskylt ökutæki dregur annað tæki og tjón hlýzt af, er eigandi dráttartækisins ábyrgur. Ábyrgðarroglan gildir þó ekki um slys eða tjón á mönnum eða munum er ökutækið flytur, nema flutt sé gegn gjaldi. Lækka má fébætur og jafnvel láta þær alveg falla niður, ef sá, sem fyrir slysi eða tjóni varð, er meövaldur þess eöa meðábyrgur." 68. gr. „Ef tjón hlýzt eða slys af árekstri skráningar- skyldra ökutækja, skiptist tjónið á þau sín á milli, að tiltölu við sök þeirra, sem hlut eiga að máli og með hliðsjón af atvikum öllum." 69. gr. „Skráður eða skrán- ingarskyldur eigandi vélknúins ökutækis ber ábyrgö á því og er fébótaskyldur samkvæmt 67. gr. 3ju mgr. 67. gr. geta fébætur jafnvel alveg fallið niður. 3. Ef ökutæki dregur annaö ökutæki, er eigandi dráttartæk- isins ábyrgur gagnvart þriðja manni, en ekki eins og margir halda, gagnvart því tæki, sem dregið er. 4. Þegar tvö eða fleiri öku- tæki lenda í árekstri ber að bæta tjónið í hlutfalli við sök aðila. 5. Ef bifreið er stolið eða hún notuö í heimildarleysi, færist fébótaábyrgöin af eiganda og/ eöa umráöamanni yfir á þann, sem bifreiðina notar. Samkvæmt þessum reglum bæta tryggingafélögin tjónið eða slysin. Þau gera hins vegar endurkröf ur á þann, sem sýnir af sér stórkostlegt vítav.ert gáleysi í akstri, þann er stelur bifreið. eða notar hana í heimildarleysi og veldur tjóni eða slysi og þann, er ekur undir áhrifum á- fengis eða eiturlyfja. Iðgjöld: Fyrir tryggingar þessar taka félögin mjög svipuð iögjöld. Öll keppast þau við að veita góöum ökumönnum sem lægst iðgjöld. Flest félaganna nota bónus- kerfið, en i því eru 5 afsláttar- fyrir minnst 2 milljónir króna, en sú upphæö er nægileg til tryggingar á 10 mönnum í einni bifreið. Ef bifreið flytur fleiri en 10 farþega ber að hækka tryggingarupphæðina um 100 þús. kr. fyrir hvern farþega umfram þá tölu. Tilgangur löggjafans með þvi að skylda menn til að tryggja bifreiðir sínar er að sjálfsögöu að tryggja, að sá sem bætur á að fá geti fengið þær hjá viö- komandi tryggingafélagi, en þurfi eigi að leita til eiganda og/eða umráðamanns bifreiðar- innar um bætur. I 37., 68. og 69. grein laganna eru ákvæði um fébótaábyrgð Fébótaskyldan færist þó yfir á þann, sem ökutækiö notar í algjöru heimildarleysi. Hver sá, sem á sök á tjóni eða slysi, er hlýzt af notkun skráningarskylds vélknúins öku- tækis ber, auk ábyrgðar sam- kvæmt 1. og 2. mgr. fébóta- ábyrgð eftir almennum skaða- bótareglum ... Með fyrrgreindum ákvæðum er því slegið föstu m. a. aö: 1. Greiöandi farþegi fær bæt- ur án tillits til þess hvort hann á sök á slysinu eður ei. 2. Um aðra farþega eða gang- andi vegfarendur gildir sú regla, hvort þeir hafi verið meðvaldir að slysinu. Því eins og segir í flokkar. Maður, sem er 21 árs og hefur ekki átt bifreið áöur, fær 15% afslátt, en hinir: 30% eftir 1 tjónlaust ár 40% eftir 2 tjónlaus ár 50% eftir 3 tjónlaus ár 60% eftir 4 tjónlaus ár Lægsta brutto iðgjald fyrir fólksbifreið til einkaafnota er kr. 4.800.00. Ef viðkomandi tryggingartaki hefur veriö tjón- Iaus í 4 ár, fær hann kr. 2.880.00 í afslátt og þarf aðeins ag greiöa í ársiðgjald kr. 1.920.00. Þetta iögjald er miðað við Reykjavík- ursvæðið. Fyrir bifreiðaeigendur úti á landsbyggðinni er iðgjaldið mun lægra. Nokkur félaganna gefa við- Egill Gestsson. skiptamönnum sínum ársiögjald- ið eftir 10. tjónlausa árið. Kaskotrygging: Tryggingu þessa mætti eins kalla húftryggingu. en innihald hennar er að bæta skemmdir á hinu tryggða ökutæki, án tillits til þess, hvort ökumaður á sök á því tjóni eða ekki. I aðalatriðum er bótaskylda félagsins skilgreind á þessa leið: „Félagið bætir skemmdir á ökutækinu sjálfu, af eldingu. .eldsvoða og sprengingum, sem stafa af honum, árekstri, á- akstri, veltu og hrapi, eða af því að ökutækinu er stoliö eða rænt, svo og af flutningsslysi. Brot á fram- og afturrúðum öku- tækis bætir félagið af hvaða or- sökum, sem þau verða, nema af ásettu ráði og við úrtöku og ísetningu. Til skemmda af völdum hraps telst eingöngu tjón, er hlýzt af því, að ökh- tækið sjálft hrapar. Flutningsslys teljast skemmd- ir á ökutækinu, þegar það er flutt landveg á eöa af ööru flutn ingstæki. Ennfremur þegar það er flutt á skipum meö hreyfivél milli hafna á Islandi. Skemmd- ir, sem verða á ökutækinu, þeg- ar þaö er flutt milli hafna, bæt- ast þó ekki, nema um árstrygg- ingu sé að ræöa . . “ Ennfremur er hægt að inni- fela í tryggingunni flutning milli landa, gegn viðbótarið- gjaldi, sem er mun lægra en gjald það, sem tekið er fyrir venjulega sjótryggingu. Þá er og hægt að láta trygginguna gilda fyrir akstur erlendis. Eins og gefur aö skilja eru ýmsir atburðir undanskildir bótaábyrgð og er það miklu lengra mál í skírteinum félag- anna en um það sem er bóta- skylt, enda veitir sjálfsagt ekki af því. Það er oft furöulegt, hvað menn ætlast til að verði þeim bætt. Menn, sem hafa vald- ið tjóni í ölvunarástandi, hafa krafizt bóta fyrir skemmdir á bifreiðum þeirra, eða þegar vél hefur brætt úr sér vegna olíu- leysis og þess eru dæmi, að menn hafi krafizt bóta vegna stöðumælasekta Iðgjöld eru mjög svipuð hjá félögum. Flest þeirrá veita 40% afslátt eftir eitt tjónlaust ár. Greiöa má iðgjöld árlega. miss- irislega eða ársfjórðungslega. Einnig veita félögin afslátt af iðgjaldi tryggingarinnar, ef tryggingartaki tekur á sig sjálfs ábyrgð, en afslátturinn er þessi: Sjálfsábyrgð Lækkun iðgjalds Kr. 2.000.0 20% — 3.000.00 30% — 5.000.00 40% — 10.000.00 60% Hálf-kaskó (takmörkuð kasko- trygging): Þótt tryggingafélögunum þyki Framh. á 10. áíðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.