Vísir - 14.10.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 14.10.1967, Blaðsíða 3
iV 1SIR . Laugardagur 14. október 1967 ?! MJÓLKURUMBÚÐIRNAR Kvennasíðan leitar álits nokkurra húsmæðra á málinu TyTjólkurhyrnumálið hefur ver- /’ ' - ~ ið nokkuð á dagskrá und- anfarið og eru skoðanir fólks á málinu yfirleitt á þá lund, að óskað er eftir stærri og hent- ugri mjólkurumbúðum en þeim, f sem nú eru notaðar hér i gg Reykjavík. Þykja hymurnar frá Mjólkursamsölunni óþægilegar, fyrirferðarmiklar og gjamar á aö leka, og hafa mjög margarl húsmæður lýst yfir óánægju meö þær. Á Akureyri og fleiri stöðum Norðanlands em notaðir 10 lítra mjólkurkassar, sem framj leiddir eru hér á landi, og hafa! þeir gefiö mjög góða raun. • Mjólkursamsalan í Reykjavíkj hefur einnig haft til sölu mjólk í 25 lítra umbúðum og hafa þærj verið keyptar m. a. á Elliheim-' ilinu Grund. Mikið hefur verið ||| f§ rætt í blöðum .útvarpi og sjón- varpi um verö, gerð og gæði hinna ýmsu mjólkurumbúða og munum við ekki fara nánar út í þau mál aö þessu sinni, en höfum í stað þess leitað álits nokkurra húsmæöra á málinu. Til að byrja með töluðum við Htillega við forstjóra Mjólkur- samsölunnar, Stefán Björnsson og inntum hann eftir ferkönt- uðu tveggja lítra umbúðunum, sem Mjólkursamsalan hyggst hefja framleiðslu á innan skamms. „Enn er verð á nýju umbúð- unum óákveðið, þar eð sex- mannanefndin hefur ekki kom- ið sér saman um málið, en hins vegar verða tollar á þeim helm- ingi hærri en á 1 líters hyrn- unum, eða 30%. Meðan að svo stendur er ekkert hægt að á- Þóranna Tómasdóttir Stefanfa Sveinbjamardóttir kveða um aörar umbúðir, en þó má gera ráð fyrir að við reyn- um síðar meir að framleiða ein- hverjar stærri umbúðir“, sagði Stefán um málið. Því næst ieitaði blaðið til for- manns Húsmæðrafélags Reykja- víkur, frú Jónínu Guðmundsdótt ur, en Húsmæörafélagið hefur sent mótmæli út af 1-liters hyrn unum. Sagði Jónína, að sér fynd ist mjólkin hafa verið mjög slæm í sumar, þó að það væri ef til vill ekki hyrnunum að kenna. Sagði hún, að Mjólkur- samsalan hefði leitað álits á sín- um tíma hjá Húsmæðrafélaginu um málið, en það hefði ekki verið gert nú í seinni ti'ð- Kvaðst hún áli'a að nauðsynlegt væri að tekið væri tillit til neytand- ans f sambandi við þetta mál, og þá sérstaklega til húsmæðra. Um heimsendingu mjólkur sagði Jónína: „Við hjá Hús- mæðrafélaginu höfum ekki vilj- að berjast sérstaklega fyrir heimsendingunni, þar sem kostn aður við heimsendingu yrði tals- vert mikill. Það sem við leggj um aðaláherzlu á, er að fá 10 lítra umbúðir, svipaðar þeim sem notaðar eru fyrir norðan. Ég hef rætt þetta mál við J as Kristjánsson mjólkurfræðing, og taldi hann 10 lítra eiga mikla framtíð fyrir sér. Ég hef skoðað þessar umbúðir og lízt mjög vel á þær, taka tiltölulega lítið rúm í ís skápnum og ekkert loft kemst að mjólkinni, sem eykur geymslu þol hennar geysilega mikið“ sagði Jónína að lokum. Þess skal getið til upplýsingar, að 10 lítra umbúðirnar eru pappakassar, með plastpoka inn an i, sem dregst saman eftir því sem að mjólkin minnkar í umbúðunum. Plasttappi er á hlið kassans ,og þarf áðeins að snúa honum til hliðar til að opna fyrir mjólkina. Kassar þess ir eru þannig lagaöir, að heita má að þeir komist inn f allar tegundir ísskápa, en þeir geta bæði legið á hliðinni og staðið uppréttir. Við Ieituðum næst til ungrar húsmóður, frú Stefaníu Svein- bjarnardóttur, og kvaðst hún á- kaflega óánægð með 1 líters hyrnurnar, en taldi þó að mikil bót yrði að fá ferkantaðar tveggja lítra hyrnur, þar eð þær ættu að rúmast betur í ísskáp en hyrnurnar. Hins vegar taldi hún nauðsynlegt að fá 10 lítra umbúðir, þar sem þær myndu spara heimilunum mikiö ómak. Kvaðst hún vonast til að úr þessu yrði bætt hið fyrsta, og sagðist enga húsmóður hafa hitt sem ekki væri óánægð með hym urnar. Frú Dýrleif Ármann, sauma- kona, var sú næsta sem við spurðum álits á hyrnunum og var hún ákaflega óánægð með þær. „Ef maður kemst með þær heil ar heim úr mjólkurbúðinni og kemur þeim inn í fsskáp, þá get- ur allt verið á floti í skápnum næst þegar maður opnar hann. Þannig eyðileggja þær ekki aö- eins töskurnar og kápurnar, heldur einnig matvælin, sem eru í kringum þær. Ég hef skoðað 10 lítra kassana, sem notaðir Það mun ekki fjarri lagi, að 3 mjólkurhyrnur taki jafnmikið rúm í isskápnum og 10 litra mjólkurkassamir. eru fyrir norðan og er mjög hrifin af þeim. Ég gæti næstum hugsað mér að fá þá senda að norðan, og mér finnst óskiljan- legt, að það skuli eiga að kaupa þessar 2ja lítra umbúðir utan lands frá, þegar hægt er að framleiöa bæði hentugri og stærri umbúðir hér á Iandi“, sagði Dýrleif. Að lokum töluðum við við unga húsmóður, frú Þórönnu Tómasdóttur, og sagði hún að sér fyndist mjólkin hafa verið mjög slæm í sumar, en kvaðst gjarna vilja Lorga eitthvað sér- staklega ,ef hægt væri að fá heimsenda mjólk. „Mér fyndist mjög æskilegt, ef hægt væri að framleiöa bæði 5 og 10 lítra kassa, þar sem ég held að margar litlar fjölskyld- ur og einstaklingar myndu tæp- lega hafa not fyrir 10 lítra um- búðir, en heldur vilja kaupa 5 lítra í einu. En auðvitað er aðalatriðið að fá 10 Iftra um- búðirnar, þar sem flestar fjöl- skyldur nota mjög mikla mjólk daglega", sagði Þöranna. Við ljúkum nú þessu spjalli um mjólkurhyrnurnar að svo stöddu, en vonandi verður þess ekki langt að bíða, að eitthvaö ■ verði gert í málinu, og er vissu- legt ástæða til að ætla.að tek- Dýrleif Ármann ið verði tillit til skoðana hús- mæðra á þessu máli, þar sem það snertir þær meira en nokkra aðra. Jónína Guðmundsdóttir Sendibíll Chevrolet sendibíll, árg. ‘56, í mjög góðu lagi, til sölu. Nánari upplýsingar í síma 15435. Blaðburðarbörn óskasf Hafið strax samband við afgreiðsluna að Hverfisgötu 55. Dagbl. VlSIR - v i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.