Vísir - 16.10.1967, Blaðsíða 6
V1SIR . Mánudagur 16. oktoner IWrt
V. ■ , .
* ' -' <\j
i
.
: •.
j
Viö leggjum leið okkar
niður í Stakkholt, þar sem
skóli fyrir heyrnardaufa
Íer til húsa í svolítið skrítnu
húsi. Skólinn hefur vaxið
Iog það hefur tvisvar orðið
að byggja við gamla timb-
urhúsið, sem stóð þar í
eina tíð eitt og sér á stórri
lóð, sem náði allt niður á
Rauðarárstíg og upp eftir
Iholtinu. — Byggðin hefur
smátt og smátt þrengt að
skólanum, svo að nú á
hann einungis svolitla gras
spildu, sem er leikvöllur
nemendanna. — Þetta er
einkar snoturt hús, þótt
það sé af þremur stofnum
finnst manni furðu mikið
samræmi í byggingarstíl
þess.
Nemendur eru tuttugu og níu
talsins á aldrinum fjögurra til
sextán ára. Þau koma frá ýms-
um stöðum á landinu, koma
hingað í skólann á vetuma, en
dveljast heima hjá sér á sumrin.
Inni á skrifstofu skólastjórans
hangir mynd af brautryðjanda
þessta starfs hér á landi, séra
Páli Pálssyni, sem lengi var
prestur í Þingmúla. — Séra
Páll veiktist á skólaárum sínum
og missti málið. yar honum
komið til lækninga í Kaup-
mannahöfn, þar sem hann fékk
fulla bót. Þegar hann hafði lokið
guðfræöiprófi 1866 fór hann aft-
ur utan til Kaupmannahafnar
og nam þar kennslu mállausra.
Síðan var hann skipaður mál-
leysingjakennari hér og hélt eft-
ir það ,,daufdumbraskóla“.
Þessi skóli Páls tók til starfa
haustið 1867 og em þvl rétt
hundrað ár síöan kennsla mál-
lausra hófst hér á landi.
Brandur Jónsson skólastjóri
bendir okkur sérstaklega á þessa
mynd og spyr, hvort við könn-
umst ekki við þennan svip á
kunnum leikara hérlendum. —
— Það er Róbert Amfinnsson, »
sem hér er átt við, en hann er
einmitt sonarsonur Páls frá
Þingmúla.
Tjað hafa miklar breytingar
orðið á kennslu mállausra
síðan séra Páll hóf starf sitt fyr-
ir hundrað ámm.
í fróðlegri grein sem Brandur
Jónsson skrifar í Menntamál,
síðasta hefti, rekur hann sögu
málleysingakennslunnar, sem
næsta lítið fer fyrir lengi fram
eftir öldum. Menn hafa ekki al-
mennt gert sér grein fyrir því
fyrr en á seinni öldum að mál-
leysi stafar af heymarleysi eða
heymardeyfð á háu stigi.
Griski heimspekingurinn
Aristóteles dæmdi mállausa til
þess að lifa óupplýsta, því að
sá sem ekkert mál hefði væri
ófær til allrar menntunar.
í byrjun sautjándu aldar er
þessum kenningum Aristóteles-
ar rækilega hnekkt I verki, en
þá kenndi spánskur munkur,
Petro Ponce de Leon, tveimur
mállausum piltum af aðalættum
að tala, lesa og skrifa og er það
fyrsta skipti svo vitað sé aö
slíkt hafi átt sér stað, svo að
kennsla mállausra á sér í raun-
inni meira en fjögur hundmð
ára sögu.
]Y/Tálleysingjaskólinn var flutt-
ur til Reykjavíkur árið
1909, en þá var skólastjóri hans
Mafgrét Rasmus og gengdi hún
því starfi þar til 1944 aö Brandur
Jónsson tók við. — Nú starfa
við skólann fimm kennarar auk
Brands, en ein stúlka dvelst nú
f Noregi og nemur þar kennslu
heyrnardaufra. — Auk kenn-
ara eA starfsfólk £ mötuneyti
og heimavist skólans.
Brandur segir að farið hafi
verið út á þá braut, þegar kenn-
arar eru ráönir að skólanum að
ráða kennara, útskrifaöa úr
Kennaraskólanum i eitt ár til
þess að byrja með að skólanum
til reynslu. — Á þessp eina ári
P \ :■ovy’'■■■■■
____ ___________ ^ ^ - " »
Bryndls Víglundsdóttir kennir landafræði. Á kortinu er búið að merkja hvar allt fólkið í bekknum
& heima og nú er hver fyrir sig látinn segja það skýrt og greinilega.
getur fólk áttað sig á því hvort
þvi fellur þessi kennsla og hvort
það sé hæft til hennar. — Aö
fenginni þessari reynslu eiga
kennaramir svo kost á að fara
utan til náms einn vetur. Þeir
sem nú eru fastráðnir kennarar
við skólann eru ýmist menntaðir
í Bandaríkjunum, Þýzkalandi
eöa Noregi, en Brandur stund-
aði einmitt nám í þessum lönd-
um á árunum 1937 til ’43.
Þessi skóli hlýtur auðvitað að
vera frábrugðinn öðrum skólum
hvað kennslutilhögun snertir.
Hann verður að byrja á þvi að
byggja upp grundvöllinn fyrir
venjulegu námi, málið, sem
nemendur venjulegra skóla
hafa, þegar þeir byrja sína skóla
göngu.
„Það fer mestur timi í að
æfa tal og lestur öll árin, sem
nemendumir em héma“. segir
Brandur.
Námið er að sjálfsögðu mjög
einstaklingsbundið og þaö þarf
tiltölulega fleiri kennara við
slikan skóla eri venjulega
skóla.
Við göngum um stofumar
með skólastjóranum. Kennslan
fer fram í litlum stofum. Þaö
eru aldrei mjög margir saman
í hverri kennslustund. — Raun-
ar hlýtur að vera nokkuð erfitt
að raöa niður í bekki í slíkum
skóla, þar sem ekki þarf ein-
ungis að miða við aldur og
greinarþroska, heldur og við það
á hvaða stigi nemendumir eru
hvað snertir mál og heym.
Yngstu nemendumir, sem
ekki em nema fjögurra ára,
eiga að sjálfsögðu erfitt með að
sitja á skólabekk rétt e,..s og
böm yfirleitt á þeim aldri. —
Þess vegna er reynt að haga
kennslunni sem mest eins og
Ieik. — Enda virtust nemendum-
ir f yngsta bekknum una sér
hið bezta í umsjá Herdisar
Haraldsdóttur. Þau vom að raða
saman myndum, nokkurs konar
„púsluspili". Sá yngsti, fjögurra
ári snáði, var að blása út blöðm.
Herdfs sagði okkur að þetta
væri gert til þess að æfa'önd-
unina fyrir talið. Síðan sýndi
sá stutti okkur, að hann var
þegar búinn að læra nokkur
stafhljóð, til dæmis aogo. Aft-
ur á móti er nokkm erfiöara að
segja p-hljóðið, sem verður til
þegar loftstraumurinn neðan úr
Iungunum myndar nokkurs kon-
ar sprengingu við varimar
(sprengihljóð). — Og til þess að
fá bömin til þess að ná þessari
varasprengingu lætur Herdís
þau gera sérstaka æfingu, blðsa
á blaðræmu, svo að hún hrekk-
ur snöggt frá þannig kemur p-
hljóðið. Þegar nemandinn er ekki
alveg viss hvemig stellingamar
eiga að vera á vömnum við
myndun hinna ýmsu hljóða er
gott að nota spegilinn, sem mun
raunar vera eitt notadrýgsta
kennslutæki þessa skóla.
lV'æstyngsti bekkurinn var að
^ læra landafræði. Þar vom
saman komin böm á bama-
skólaaldri, sjö til nfu ára. Kenn-
arinn, Bryndís Víglundsdóttir,
notaði sér það við landafræöi-
kennsluna, að bömin em frá
ýmsum stööum á landinu og lét
þau finna á kortinu, hvar hvert
og eitt átti heima. Síöan var
tengdur spotti frá Reykjaví’'
þvert yfir kortið og norður
land, vestur á firði og austur _
land, þangaö sem bömin áttu
heima.
„Við reynum að nota allt, sem
hægt er“ segir Bryndís. „Þau
hafa til dæmis lært heilmikið í
landafræöi í sambandi við dýr-
in. Þau hafa svo mikinn áhuga
á að vita hvar þau eiga heima,
hvernig landslagið er þar, —•ort
þar er heitt eða kalt veðiv —g
svo framvegis. Þá er hægt að
tengja þetta svoiítið saman. —
Þau gera Ijómandi fallegar
vinnubækur". Og á einum veggn
um í stofunni hanga stórar
sjálfsmyndir af öllum í bekkn-
um.
Svo nota þau mynd af Marilyn
Monroe til þess að læra nöfnin
á andlitshlutunum. „Þau vita
reyndar allt um þessa konu“,
segir Bryndís, „að hún var leik-
kona mjög falleg og eftirsótt
og svo framveeis".
Þau em að byrja að lesa rétt
eins og jafnaldrar þeirra f skól
anum og þau leyfa okkur að
heyra svolítið um Fíu og fán-
ann í Gagni og Gamni.
Brandur Jónsson skólastjóri framan við skólahúsiö.
HEIMSÓKN í HEYRNLE YSINGJAS KÓLANN