Vísir - 23.10.1967, Blaðsíða 6
78.
V í S I R . Mánudagur 23. október 1967.
ÞÁ VAR EKKI SV
UM AÐ
LESA PASSIUSALMAAFOSTUNNI
ÉG ER ÁNÆGÐUR MEÐ ÞAÐ, SEM LÍFIÐ HEFUR ÚTHLUTAÐ MÉR
□ Vestan Tjamarinnar í Reykjavík á Blindraheimilinu við
Bjarkargötu, búa öldruð hjón, Agnar Jónsson og Guö-
laug Guðlaugsdóttir, ættuð norðan úr Ámeshreppi á Strönd-
um, ólust þar upp og dvöldust þar öll sín beztu starfsár. Þau
em því nær jafnaldra, því milli þess að þau litu dagsins ljós
era aðeíns 3 dagar. Þau era nú á 79. aldursári. Fyrir því nær
einum aldarfjórðungi hafði ég í nokkur ár dálítil kynni af
þeim hjónum og það er kannski meðal annars vegna þess,
að ég legg leið mína vestur á Bjarkargötu til fundar við þau
þennan laugardagseftirmiðdag.
□ Bæði era þau em og hress í anda. Agnar hefur verið
blindur í því nær 16 ár, en Guðlaug er fullsjáandl og ber
ellinni elckert vitni með hrömun. Mér er vel tekið eins og
forðum, þegar ég kom til þeirra að Hrauni í Trékyllisvík.
Guðlaug vill strax leiða mig að kaffiborðinu, en ég óska þess
fremur, að rabba dálítið við Agnar áður og fá hann til að
rifja upp gamlar minningar frá yngri áram.
— Blessaður vertu, það er nú
lítinn fróðleik til min að sækja.
Ég hef nú ekki lifað viöburða-
ríka eða stórbrotna ævi. Foreldr
ar mínir voru: Jón Pétursson og
Guðrún Ólafsdóttir. Jón faðir
minn var bróðir Guðmundar Pét
urssonar, bónda í Ófeigsfirði,
Guðmundar á Dröngum og gét-
urs í Hafnadal. Ég ólst upp i
Stóru-Ávík hjá foreldrum mín-
um og var þar allt fram til full-
orðinsára og einnig eftir að ég
var giftur og við hjónin búin að
eiga tvö böm, þá fluttum viö að
Steinstúni árið 1916, en þaðan
er kona mín.
— Hvað er þér nú minnisstæð
ast frá þínum uppvaxtarárum?
Hvemig var lífið? J
— Lífið, það gekk nú svona
slétt áfram. Þau voru bæöi mjög
dugleg, foreldrar mínir. Móðir
mín var sérstaklega mikil vinnu
manneskja. Hún saumaði' upp á
okkur unglingana, prjónaði
spjarir og óf svo mikið og fékk
einnig stundum menn til að
hjálpa sér við vefnaðinn. Hún
ásamt vinnukonum sínum vann
mikið I vaðmál og svo óf hún
einnig úr tvisti, stundum með
ullarívafi og var það efni not-
að I milli-skyrtur, sem þá vom
röndóttar. Svo var einnig ofið
með tvisti f tvist. Tvisturinn
fékkst á Reykjarfirði hjá Jakob
Thorarensen, sem þar verzláði
þá. Þessar flfkur voru mjög
sterkar.
— Var stundaður sjór frá
Stóm-Ávík?
— Ekki nema á sumrin, þá
var ávallt róið, þegar gaf, ef
fiskur var.
— Var ekki gert út á hákarl?
— Nei, ekki þaðan.
— Stundaði faðir þinn ekki
hákarlaveiðar?
— Jú, áður, meðan hann bjó
á Felii, þá lét hann smfða há-
karlaskip og hélt því út til
veiða, en á Felli bjó hann þang-
að til hann missti fyrri konu
sína, þá flutti hann inn í Húna-
vatnssýslu. Móðir mín, sem
varð seinni kona hans, hafði þá
misst unnusta slnn, Agnar,
hann drukknaöi. Mamma mln
var þvf andvig að flytja norður
a.m.k. fyrst f stað, svo að þau
vora þama harðindaárin, mest
fijá Eggert bónda á Ánastöð-
um, að ég held. Þegar kom fram
á vetur fór faðir minn ævinlega
noröur til að róa áttæringnum
sínum, og svo var hann alitaf
mikill fyglingur í Hombjarg.
Hann sagði frá þvf, að þegar
hann var ungur maður á Dröng-
um var ævinlega farið undir
Hom, þegar hart var á vorin,
væri hægt að komast það fyrir
ís. Þá gátu straumar oft legið
svo að hægt var að fá fisk þar
og einnig skjóta svartfugl sér
til bjargar. Á Ánastöðum vom
foreldrar mínir harða veturinn
1882 og svo mislingaárið vonda.
Faöir minn hafði farið norður
að venju og var þar á hákarla-
vertfðinni og fór svo undir Hom
og komst til baka að Seljanesi,
þá veiktist hann í mislingunum
og lá þar allt sumarið. En frá
því sagði móðir mín, að fyrsta
sunnudag f sumri fór fólkið á
Ánastöðum til kirkju og þá er
fsinn að reka inn Húnaflóann
og heyrði hún talað um að það
væri gamalla manna mál, að
kæmi fs inn á Miðfjörð eftir
sumarmál, þá færi hann ekki
fyrr en eftir höfuðdag. Nú rek-
ur fsinn inn og fyllir alla firði
og víkur, en í þetta sinn flutti
hann með sér nokkur höpp, því
á Ánastaðafjörar rak með hon-
um 32 hvali. Að þessu varð
mikil björg fyrir héraðið, en
grasspretta brást alveg það sum
ar. Um þennan hvalreka kann
ég þjóðsögu, sem ég heyrði móð
ur mína segja.
— Blessaður, láttu mig heyra
hana, ég ann þjóðsögunni.
— Jæja, einhvem tíma áður
hafði rekið tvo hvali út í
Krossavík á Vatnsnesi. Eggert
VIÐTAL
DAGSINS
bóndi á Ánastöðum fór þangað
að sækja sér hval eins og fleiri.
Á heimleiðinni kemur hann við
á bæ, þar sem heimilið er því
nær bjargariaust, annaðhvort
var, að þar bjió ekkja eða bónd-
inn var ekki heima. Eggert tek-
ur vænthvalstykki og gefur kon
unnL Þegar eitt bamanna fer
að borða, segir það: — Ég vildi
að guð gæfi honum Eggert eins
marga hvali og bitamir eru
margir úr pottinum. — Konan
Agnar Jónsson og frú.
hafði að gamni sínu talið bit-
ana og þeir reyndust 32.
— Af hafísnum er það að
segja, að hann lá við land allt
sumarið. En daginn eftir höfuð-
dag gerðist vindur vestlægur og
sigldi þá hinn hvíti floti til norð-
ur-hafs, sinna heimkynna.
— Mér finnst Agnar, að í
þessum tveim sögum, sem þú
nú hefur leyft mér að heyra
fléttist saman þjóðtrúin á gildi
góðverkanna og gamalla manna
mál — vísindi þeirra tíma —
byggð á reynslu kynslóðanna
gegnum aldirnar, ekki eins mik-
il hindurvitni og sumir vilja
vera láta.
— Já, það er margt skrítið,
ég veit ckki hvað þið viljið
kalla það.
— Mannstu eftir það miklum
harðindum i Trékyllisvík, aö
þar væri almenn búsvelta?
— Nei, það var alltaf eitt-
hvað til eftir að ég man til
mín.
— Hverjir voru þá helztu
bjargræðisvegimir?
— Það var fiskafli, svo sel-
veiði og einstöku sinnum hval-
ir, helzt f ísaárum. Ég man eft-
ir því, þegar ég var unglingur,
þá rak hval á Finnbogastöðum,
að þvf varð mikið bjargræði.
Svo var auövitað hákarlsaflinn.
Þá minnist ég þess líka að höfr-
unga rak á Dröngum og faðir
minn fór þangað noröur á hval-
fjöru. Hann fór þá á bát sem
Víkingur hét og hann haföi
smíöað fyrir Guömund bróöur
sinn, annars smíðaði hann marga
báta og þá góða. Hann smíðaði
t.d. þennan bát fyrir Guðmund
hálfbróðir minn sem átti hann
lengi, og lét hann til hans upp
í móðurarfinn.
— Lék nú ekki sumarveðrátt
an ykkur stundum grátt á þeim
tíma, eins og enn í dag?
— Jú, norðanbrælumar, en »
aldrei man ég eftir fjárfelli á
vori sökum heyskorts. Faðir
minn var aldrei heylaus. Frosta
veturinn 1918 urðu vfst margir
heylausir en samt ekki fellir.
Verzlunin Hafði oftast til helztu
þarfir manna og menn birgðu sig
upp á haústin með matvæli og
fóðurbæti, sem þá var mest
hörð bein, þorskhausar og hrygg
ir, t.d. mjög haröan vetur 1913,
þá var nóg matbjörg hjá Norður
fjarðarverzlun, svo enginn þurfti
að líða skort. — Svo var ég
aö hugsa um að segja þér frá
einum miklum ísavetri, ég man
bara ekki hvaða ár það var,
hvort það var 1902.
— í þessu sambandi skiptir
ártalið ekki öllu máli, leyfðu
mér að heyra frásögn þfna?
— Jæja, þennan vetur rak ís-
inn inn, að því er mig minnir
um áramót. Veðráttan var afar
slæm .sffelldir norðanbyljir dag
eftir dag, svo allt fór f kaf.
Samfjrosin íshella lá yfir Vík-
inni og svo langt út, sem séð
varð. Þá er það, að föður mfn-
um kemur til hugar að yaka á
ísinn og hleypa niöur hákaria
vað. Fór hann fram á mið, sem
kallað er Fjallið, en það er þegar
Byrgisvíkur-fjall ber rétt undan
Kjörvogsmúla og Ámeskirkju
yfir miðeyjuna þar var dýpst
á vfkinni. Þama liggur vaður-
inn í viku eöa hálfan mánuð og
aldrei verður vart við hákarl.
Jæja, svo gerir mikið hret um
páskana, alla dymbilvikuna er
stórhríð. Á miðvikudaginn fyrir
skfrdag ætlar hann að brjót-
ast fram en verður að snúa aft-
ur, vegna þess hve fshrönnin
hafði hrönglazt upp við landiö
fyrir áhrif sjávarfalla. Hann
freistar þess þó aftur að fara
fram og hefur þá með sér vinnu
mann sinn. Þegar þeir koma
fram og athuga vaðinn, þá er
búið aö éta af hákarl og allt er
beitulaust Hann átti beitu, sem
hann setur á og rennir svo aftur
niður, fá þeir þá einn hákarl,
en svo kom ekki meira. Þerr
vora lengi að ná honum upp á fs
inn, því vökin var lftil og verk-
færin, sem þeir höfðu haft úr
landi ófullkomin. Þeir fara svo
heim aö ná sér í einhverjar til
færingar til að koma lifrinni í
land. Þegar þeir koma fram aft-
ur er kominn á annar hákarl,
búið að éta hann af og hákari
fyrir neðan. Þama fá þeir svo
í skorpu sjö hákaria um kvöldið.
Móðir mfn beið meö að lesa
passíusálmana, þangað til þeir
kæmu, en það var nú ekki svik-
izt um að lesa þá á föstunni í
þá daga. Þegar faðir minn kom
í land, þá var hann mjög þreytt
ur og illa til reika. Vinnumaður
inn var ungur og hraustur, en
hafði þó fengið sig fullreyndan.
Morgúninn eftir fóra þeir aftur
fram og þá fór ég með þeim
og mun þá hafa veriö 12 eða 13
ára. Um hádegfsbijið koma þeir
svo fram Finnbógastaðamenn,
Finnbogi og Guðmundur og meö
þeim tveir aðrir og svo Jón
Magnússon úr Litlu-Ávfk með
tvo menn með sér. Þeir töluðu
sig saman um það karlamir,
sem allir vorv vanir hákarla-
menn, sem hafa sem stytzt í
milli vakanna, því þeir höfðu
reynslu fyrir því, að kæmi
straumur á færi t.d. aftast á
skipi, þá gat tekið undan hjá
öllum hinum, hákarlinn hleyp
ur á strauminn sem kallaö er.
Þeir fengu þama einhverja lítils
háttar veiði seinni part dags-
ins. Færin voru svo tekin upp
og höfð í landi fram yfir páska.
Eftir páskana fékk faöir minn
Magnús á Kjörvogi í lið með
sér, hann var giftur Guðrúnu
systur minni, og bauð honum,
að vildi hann ganga í félag meö
sér, þá skyldi hann fá hlut úr
allri veiðinni, einnig þeirri, sem
á land var komin. Guðmunduf
bróöir kom um páskana norðan
úr Ófeigsfirði, en hann var van
ur að vera þar með Guðmundi
Péturssyni, háseti á Ófeigi, en
þennan harðindavetur var hann
þama og gekk á ströndina og
Framhald á bls. 19.