Vísir - 24.10.1967, Page 5

Vísir - 24.10.1967, Page 5
VI SIR . Þriðjudagur 24. október 1967. Nú er frost á Fróni T7ngum dylst lengur að Vetur konungur hefur tekið völd- in hér á Fróni, laufiö er fallið af trjánum, fjöHjn hvít niður í miðjar hlíðar og 'jafnvel allt nið ur j byggð. Með vetrarkomunni breytist að sjálfsögðu klæðnað- ur manDa mikið, hlýjustu flik- umar frá sföasta vetri eru tekn ar fram, kuldastígvél, treflar, vettlingar og þykkar yfirhafnir koma í stað sumarfatnaðar. Tízkan hefur verið þeim, sem búa á norðlægum löndum nokk uð hliðholl í ár, hún hefur kom ið fram með ýmsar útgáfur af fallegum og hlýjum vetrarfatn- aöi. Háir kuldaskór, þykkir frakkar, stórar loðhúfur, allt er þetta tilheyrandi hinni nýju vetrartízku. íslenzkar konur geta ekki lengur kvartað yfir skorti á fataúrvali .í verzlunum. Væri nær aö halda að þær litu langt yfir skammt. þegar þær kaupa sér útlendan vetrarfatnað, því að við eigum hér á landi þá íslenzku framleiðslu, sem stenzt fyllilega samanburð við hlið- stæða erlenda framleiðslu. — Þetta er íslenzka ullin, og þær vörur, sem framleiddar eru úr henni. Undanfarin ár hafa föt úr ís- lenzkri ull og lopa ekki verið sérlega mikið í tízku, en nú hefur svo brugðið viö, að ullar- , fatnaður, helzt grófur í uppruna legum, mildum litum, ryður sér hvarvetna til TÚms i heiminum, og íslenzku lopaþeysurnar, sjölin húfurnar og annað, sem fram- leitt hefur verið úr ullinni, ofið, prjónað eða heklað, þykir ekki lengur aðeins hlýtt og þægilegt, heldur er það orðið tízkuklæðn- aður. Margar verzlanir í Revkja- vík hafa á boðstólum fjölbreytt ar tegundir af fallegum íslenzk- um ullarfatnaði, og má sérstak- lega nefna hinar fjölbreyttu teg undir af sjölum og hymum sem njóta vaxandi vinsælda, bæði meðal íslendinga og útlendinga. Þessi vara er unnin að mestu af eldri konum, sem kunna þessa fornu iðju. Algengust eru hekl- uð sjöl, en í Rammagerðinni í Hafnarstræti rákumst við á mjög falleg gimbuð sjöl. Gimb- uð sjöl voru mikið notuð hér á landi áður fyrr, .og munu nú fáar konur kunna að gimba. Sjölin eru í gráum og brúnleit- um litum, mjög stór og hlý og kosta 565 krónur. Einnig sáum við fjöldamargar aðrar gerðir af fallegum sjölum frá 395 kr. og fallegar lopaslár á 320 krón- ur. Ofnir treflar í sauðalitun- sem fengust i Hattabúð Soffíu Pálmadóttur á Laugaveginum. Voru vær ítalskar úr lambs- skinni og kostuðu 1450 krónur. Einnig fengust amerískar húf- ur úr þykkara gæruskinni í mis munandi litum og kostuðu þær 875 krónur. Eru þetta mjög klæðilegar húfur, hnýttar undir ust einnig falleg undirfatasett úr dralon, bolur og hnésíðar buxur á 280 krónur. Hlýr skófatnaður er nauðsyn- legur í vetrarfrostunum og má nú fá kuldastígvél í óteljandi útgáfum um allan bæ. Við lit- um inn í Skóverzlunina Víf á Laugavegi og þar fengust mjög skemmtileg hnéhá kuldastígvél úr brúnu leðri, með ullarfóðri. Þau voru hærri að framan en að aftan, en slík stígvél komu fram á haustsýningunum í tízkuhúsum Parísarborgar í ág- úst sl. Gærufóðruð kuldastíg- vél úr rúskinni, ýmist reim- uð eða hnýtt, fengust einnig í Víf og kostuðu þau frá 995 kr. upp i 1295. Að lokum viljum við minna íslenzkar konur, ekki síður en karlmenn, á, að gæruúlpan er einhver sú langhlýjasta yfirhöfn sem fáanleg er. Hins vegar er það kannski sanngjörn krafa, ítölsku lambsskinnshúfunum, sem fást í Hattabúð Soffíu Pálmadóttur. að úlpumar tækju einhverjum breytingum i samræmi við tízk- una, þar sem þær hafa nú verið framleiddar með svo til1 sama sniði í áraraðir. Ein af afgreiðslustúlkunum í Rammagerðinni, Gunnur Friðjóns- dóttir. með gimbað sjal. um fengust einnig í mörgum 1 stærðum og gerðum og var verð ið frá 177 krónum upp í 420 krónur. Rúmsokkar Voru mik- ið notaðir hér á landi fyrr á árum, en þeir eru bæði fallegir og þægile^r, sem inniskór eða innan í stígvél. Kosta þeir flest- ir um 120 krónur og fást einn- ig í Rammagerðinni, að ó- gleymdum íslenzku lopapeysun- um, sem þar fást í óteljandi gerðum. Mikið hefur veriö reynt að finna upp höfuðfatnað, sem hentað gæti íslenzkri veðráttu, og hafa komið fram ýmsar til- lögur þar aö lútandi. Lamb- húshettur og loðhúfur af ýmsu tagi hafa náð vinsældum síð- ustu ár og nú eru komnar á markaðinn fallegar húfur úr gæruskinni og sáum við nokkr- ar mjög skemmtilegar tegundir, hökunni og lagið á þeim er í senn hentugt og fallegt. Vonandi gleyma íslenzkar konur ekki, að h!ý nærföt eru undirstaða góðs heilsufars yfir vetrarmánuðina. Raunar er nú kominn tími til að farið sé að framleiða undirfatnaö fyrir kon- ur úr íslenzku þeli, en á með- an svo er ekki, er hægt að fá hnésíðar buxur úr krepnæloni í flestum verzlunum og í Olym- píu á Laugaveginum sáum við margar mjög fallegar, einlitar og mynstraðar hnésíðar buxur á 100—150 krónur. Þar feng- ui uuivuimi ounmvppimmi x inrx> Hver bakar heztu kökuna? Bökunarkeppni Pillsbury I. desember Tjhns og fram hefur komið í fréttum verður haldin bök- unarsamkeppni hér á landi inn- a.. skamms, og standa fyrir henni umboðsmenn hveitifyrir- tækisins Pillsbury á íslandi, O. Johnsen & Kaaber. Er þetta í annað sinn, sem slík keppni er haldin á lslandi, og eru verð- launin þau sömu og áður, fyrir 10 beztu uppskriftirnar 10 Sunbeara hrærivélar og 10 Philips kaffikvarnir auk minni vinninga. Sú (eða sá) sem á beztu uppskriftina að áliti dóm- nefndar fær að verðlaunum' ferö til Bandaríkjanna og uppihald þar, og verður verölaunahafinn heiðursgestur Pillsbury á bök- unarsamkeppni sem haldin er í Texas. Það er því vissulega tiljmikils að vinna í þessari keppni og skorum við á húsmæður að spreyta sig og senda uppskriftir. Þess skal getið að ekki er nauö- synlegt að þetta séu tertur eða einhverjar stásskökur, einfaldar smákökur, kex og brauö hafa ekki síður möguleika á aö fá verðlaun. Þegar slík keppni var haldin hér árið 1964 voru sendar um 400 uppskriftir hvaðanæva af landinu, og hlýtur það að teljast mjög góð þátttaka. Allar upp- skriftimar voru sendar af kven- mönnum, en hver veit nema einhver karlmaður reyni að spreyta sig í þetta skipti? Þess skal þó getið að bakarar eða starfandi húsmæðrakennarar hafa ekki leyfi til að taka þátt í keppninni. Uppskriftimar þurfa að innihalda a. m. k. 1 bolla af hveiti og mega ekki innihalda áfenga drykki. Tilgreina þarf nákvæm mál, hitastig og bök- unartíma og nafn á uppskrift- inni. Eyðublöð með öllum keppnisreglum verða birt í öll- um dagblöðunum og einnig munu þau liggja frammi í verzl- unum um land allt. Nokkrar tegundir af kuldaskóm, sem fást í Skóverzluninni Víf, lengst til vinstri eru stígvél, sem eru hærri að framan en að aftan og kosta þau 1330 krónur. <

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.