Vísir - 24.10.1967, Síða 7
7
VÍSIR . Þriðjudagur 24. október 1967.
morgun
útlönd í mörgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd
KOSNINGAÁRIÐ 1968 VERBUR
JOHNSON FORSETA ERFITT
, \
Rfkisstjórar republikana bafa hafnað uppásfungu
um að lýsa yfir sameiginlegum stuðningi með
ríkisstjórum demokrata við Vietnamstefnu
Johnsons forseta eins og i fyrra og 1965
Ríkisstjórar sambandsríkj-
anna bandarísku, sem eru
í flokki repúblikana neit-
uðu \ fyrri viku að lýsa yf-
ir stuðningi við hernaðar-
hlutverk Bandaríkjanna í
Víetnam.
Segir í frétt frá Washington, aö
þeir hafi hafnað uppástungu frá
rikisstjórum þeim, sem eru í flokki
demokrata í þá átt, með þeirri rök-
semdafærslu, að það væri ekki i
þágu hagsmuna Bandarikjanna, að
ríkisstjórar í báðum flokkum legðu
„eitt augnablik til hliðar stjórn-
málalegan ágreining og blessun
sína yfir Vietnamstefnu Johnsons
forseta“.
Á hinu mikilvæga kosningaári
1968 verður Johnson forseti, segir
í skeytinu, þar af leiðandi að vera
án þessa stuðnings, og veikir það
enn aðstöðu hans. Bæði í fyrra og
1965 samfylktu þeir demokratisku
ríkisstjórunum með samþykkt á-
lyktunar um stuðning við Víetnam-
stefnu forsetans.
Andspyma ríkisstjóranna gegn
Egyptar víggirða
PORTSAID
t ;j i *■'
Jsrael veit hvað gera skal" segir Moshe Dayan
Egyptar era byrjaðir að víggirða
Bort Said og hafa byrjað burtflutn-
ing borgaralegra stétta manna frá
bæjum á Súezskurðarsvæðinu.
Egypzkur talsmaður,\ sem var
spurður hvort búizt væri við hefnd-
araðgerðum ísraelsmanna vegna
þess að tundurspillinum Eilath var
sökkt, svaraði: Frá Israelsmönnum
má búast við hverju sem er.
Moshe Dayan landvamaráðherra
Ísraels líkti í gær eldflaugaárás-
inni á tundurspillinn við þá við-
burði, sem leiddu til júnístyrjald-
arinnar. „Enn mun það sannast,"
sagði hann, „að ísrael veit hvað:
gera skal.“
Sovézk hemaðarleg nefnd er
komin til Egyptalands og er for-
maður hennar aðstoðar-landvarna-
ráðherra Sovétríkjanna. Forsætis-
ráðherra Sýrlands er í Kairó til
tveggja daga viðræðna.
I New York hefur Dean Rusk
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
rætt við Eban utanríkisráðherra
Israels.
STJÓRNMÁLATENGSL
Sir Harold Beely, sem nýkominn
er frá Kairó að loknum viöræðum
við Nasser forseta, segir, að jstjórn
málatengsl kunni að komast.á milli
Bretlands og Egyptalands fyrir ára-
mót.
því, að láta þannig í ljós þjóölega
einingu, er ný sönnun um vaxandi
mótspyrnu Bandarík jaþj óðarinnar
gegn styrjöldinni. I þessu felst og
augljós aðvörun um, að þeir munu
gera Víetnamstyrjöldina aö megin-
máli í kosningabaráttunni.
Þessi klofningur kom í ljós á
ferðalagi ríkisstjóra beggja flokka
til Jómfrúeyjanna í Karíbahafi á
hinu skrautlega skipi „Independ-
ence“. Það voru ríkisstjórar demo-
krata, hvattir til þess af Johnson
forseta, sem tóku sér frumkvæði
til að fá samþykkta sameiginlega
yfirlýsingu um Víetnam, en í skeyt
inu frá Washington um þetta segir,
að „tæknileg mistök“ hafi átt sér
stað og afleiöingamar orðið klofn-
ingur.
Hér er um að ræða skeyti, sem
„lenti í skakkri káetu“. Og skeytið
var frá Johnson forseta, sent af
nánum samstarfsmanni hans í
Hvíta húsinu, Marwin Watson fyr-
ir hönd hans til Price Daniels,
fyrrverandi ríkisstjóra í Texas. í
skeytinu fékk hann fyrirmæli um
að reyna að fá ríkisstjórana úr báð-
um flokkum til að fallast á sam-
eiginlega stuðningsyfirlýsingu, en
hvernig sem á því stóö komst skeyt
ið ,,á flæking" og var afhent í ká-
etu Ronalds Reagans ríkisstjóra í
Kalíforníu, sem var ekkert að tVÍ-
nóna við hlutina og fór að ræða
við hina ríkisstjórana um skeyti for
setans bak við tjöldin og „drap
með því áformið um sameiginlegan
stuðning við Víetnamstefnuna".
Nú er Reagan einn af „haukun-
um“, þ. e. hann er meðal þeirra,
sem gagnrýnir Johnson fyrir, að
herða ekkí hernaðaraðgerðir gegn
Norður-Vietnam, „en Reagan er
líka stjarna, sem skín æ skærara
á hinum pólitíska himni republik-
ana“ og virðist nálgast það æ meira
aö veroa einn þeirra, sem „slagur-
inn stendur um“, er valið verður
forsetaefni flokksins. Á honum bar
mest allra ríkisstjóra repúblikana
á „Independence" — hann skyggöi
á þá George Romney og Nelson
Rockefeller.. Aðstaða Reagans er
án efa sterkari eftir þessa „póli-
tísku sjóferð". Opinberlega hefur
//, '' » /■,, ■.; v, *•/*<**i&m
ÞÚSUND MINKAR Á FLÓTTA
hann ekki gefið kost á sér, en hann
gaf ótvírætt í skyn, aö það verði
æ meira freistandi að „ganga fram
á orrustuvöllinn“ þegar til þess
kemur, að flokkurinn velji forseta-
efni sitt.
Rockefeller ríkisstjóri mæltist
hins vegar til þess í viðtali um
borð f „Indeperidence", að stuðn-
ingsmenn hans tækju trúanlegt þáð
sem hann hefði sagt, að hann heföi
ekki lengur áhuga á aö verða í
kjöri. Reagan lét Iíka orð falla í
þessa átt, en bætti því við, að þetta
væri mál, sem „flokkurinn og þjóð-
in yrði að gera út um“. Og frétta-
ritarinn skaut því að um Ieið, að
fyrir einu ári heföi Reagan „haft
ofan af fyrir sér sem kvikmynda-
og sjónvarpsleikari í Hollywood".
En1 hann hefur síðan átt við vax-
andi veg og vinsældir að búa, og
hægri fylkingin í flokknum telur
hann bezt til þess fallinn aö verða
forseti. Reynt hefur verið með
ýmsu móti að þreifa fyrir sér um
það, hverjar undirtektir það fengi,
ef þeir yrðu í kjöri saman sem for-
seta- og varaforsetaefni, Rockefell-
er (sem studdur er af vinstri fylk-
ingunni) og Reagan, og jafna þar
með flokkságreining, og skoöana-
kannanir benda til, að þeir kynnu
að fá nægt fylgi til þess að sigra
Johnson og Humphrey. En á Inde-
pendence dró Reagan úr því, að
til slíks samstarfs gæti komiö —
hann mundi eiga erfitt nfeð að vera
í kjöri með „ríkisstjóranum í New
York“.
í ofviðrinu, sem gekk yfir Danmörku á dögunum sluppu þúsui
Farm. Mikil „sókn“ var hafin til að ná þeim og er myrkrið
iin<
sk
d minkar úr minkabúinu Copenhagen Fur
all á um kvöldið hafði helmingurlnn náðst.
Couvé de Murville — gerði grein
fyrir skilyrðum Frakka.
Jafnrétti ensku- og
frönskumælandi
Lester Pearson forsætisráðherra
Kanada hefir fallizt á tillögur um
stjórnarskrárbreytingu til trygg-
ingar réttindum Kanadamanna af
frönskum stofni, en hann lýsti sig
mótfallinn hvers konar skilnaöar-
tillögum. Byggja yrði á grunni eins
sambandsríkis, þar sem tryggður
væri afnt réttur ensku- og frönsku
mælandi manna. Af þeim
breytingum sem hér um ræöipmun
leiða, 'að sambandsstjórnin verður
að taka frönsku í notkun hvar-
vetna, þar sem franska er mál
verulegs hluta íbúanna.
★ Fyr'rverandi þingmaður í Grikk-
landi hefur verið dæmdur í 16 ára
fangelsi. Ákæruatriöin voru 9 —
og var eitt þeirra, að hafa farið
móögunarorðum um Johnson
Bandaríkjaforseta.
★ Orrustuþota af gerðinni F-lll
hrapaði til jarðar nálægt Wichita
Falls í fyrradag. Annar flugmann-
anna bjargaðist í fallhlíf. Þessar
flugvélar hafa hreyfanlega vængi
(swing-wing). Bretar og Ástralíu-
menn hafa samið um kaup á vélum
þessarar tegundar. — Flugvélin
var í reynsluflugi, er hún hrapaði.
ic Fulltrúi Rúmen.'u á afvopnunar-
ráðstefnunni í Genf hefur borið
fram víðtækar breytingar á upp-
kastinu aö sáttmála til aö hindra
útbreiðslu kjarnorkuvopna, m. a. að
bönnuð verði framleiðsla kjarnorku
vopna og núverandi birgðir eyði-
lagðar að allar þjóðir fallist á eft-
irlit og að öllum þjóðum verði
frjálst að stunda kjamorkurann-
sóknir í friðsamlegum tilgangi.
★ Sprengjuárásir flugvéla frá flug-
vélaskipum við strendur Víetnam
lágu niðri í gærmorgun vegna hvirf
ilvinda, en’ B-52 sprengjuflugdrek-
ar frá flugvöllum í Thailandi gerðu
árásir á skotmörk á afvopnaða
svæðjnu.
★ Víðtækar varúðárráðstafanir
hafa verið gerðar af spönskum yf-
irvöldum vegna komu de Gaulle
Frakklandsforseta til smáríkisins
Andorra í Pyreneafjöllum á landa-
mærum Spánar og Frakklands.
Skilyrði Frakka
fyrir aðild Breta
að lii raunveru-
lega ný beiting
neitunarvalds
Skilyrði Frakklands fyrir ag fall-
ast á samkomulagsumleitanir nú
um aðild Bretlands að Efnahags-
bandalagi Evrópu, virðist vera raun
veruleg beiting neitunarvalds á ný
gefúi aðild Bretlands á nálægum
tíma, að bví er fréttaritari brezka
útvarpsins símar frá Lúxemburg,
þar sem utanríkisráðherrar EBE
eru á fundi.
Skilyröi Frakklands eru, að Bret-
ar kippi í lag óhagstæðum greiðslu
jöfnuði, breyti gialdmiðli sínum
(sterlingspundinu) frá að vera al-
þjóðagjaldmiðill í þióðar (national)
gjaldmiðil og að EBE-löndin nái
samkomulagi innbyrðis, áður en
samkomulagsumleitanir hefiast við
Bretland og hin löndin, sem sótt
hafa um aðild. Noreg, Danmörku
og Eire (frland).
Áður hafði Fanfani fyrir hönd
Ítalíu hvatt til bráðra samkomulags
umleitana, en Brandt utanríkisráð
herra Vestur-Þýzkalands sagði, að
þótt aðildinni fylgdi áhætta værí
það áhætta, sem yrði að taka. I
London sagði Kiesinger kanslar.
Vestur-Þýzkalands við Wilson for-
sætisráðhérra, að Vestur-Þýzka
lands vildi aðild Bretlands a-‘
bandalaginu og vildi gera allt ser.
það gæti til hjálpar, en óhyggilegt
væri að reyna að þvinga de GauUe
til að fallast á þátttöku.
m
im