Vísir


Vísir - 24.10.1967, Qupperneq 13

Vísir - 24.10.1967, Qupperneq 13
BsgwaaBgtega^ V í SIR . Þriöjudagur 24. október 1967. #ma Rússcsr kpimst - Framhald aí bls. 3. umgangnum, því aö stjómin stal engu“. Á þessu rússagildi sagði bolluberi viö annan bolþibera: „Heiðar Ásvaldsson, dans- kennari er kominn og vantar bæöi bollu og brauösneiöar!" „Varð Heiðar danskennari stúdent £ vor?“ Jón Ragnarsson, lögfr., sem þá var enn í lagadeildinni, varð fyrir svörum og sagöi: „Heiðar er innritaður £ lögin með okkur. Þegar hann mætti £ deildinni £ haust, héldum við fyrst, aö það ætti að fara að kenna okkur dans, gera dans að skyldufagi £ deildinni. Við vissum ekki, hvort hann ætlaði áð kenna okkur lögin eða læra lögin“. Þetta var aðeins litil frásögn af tveim rússagildum. Bæði byrjuðu þau korter of seint. Það þótti og þykir sjálfsagt að gefa rússum fyrstu lexfuna i heilbrigðri óstundvisi — það þykir hlýða, að kúltiverað fólk taki sér akadeiskt korter, ef svo ber undir, ekkert verið sagt við því allt frá fyrstu dögum Svarta skóla. Þegar ég var beðinn um að flytja þessa ræðu hér í kvöld, fannst mér það sjálfsögð skylda við hefð, sem lengi hefur verið Austurstr. VjjzMœö VINNUMIÐLUNIN símí:14525 höfð í heiðri í góðri trú; í aug- um akademísks borgara er rússagildi fyrsta andlega eld- raunin, fyrsta prófið í háskól- anum, sem nýstúdentar verða að þreyta. I gamla daga var talað um, að einhver væri „drykkjumaður góður“ — „drykkjumaður ágætur“. eins og sá hefði próf upp á slíkt. .... Það hafði sérstaka merk- ingu og bar með sér virðingar- vott — pardonnez moi — en í þá daga var líka talað um „að drekka með sál“ eins og það gæti verið trúarlegs, andlegs eðlis að dunda við drykkjuskap ... Þetta gat og getur misskil- izt eins og önnur rómantík. En sú rómantík, drottinn minn dýri. Einn stúdent, Garðbúi, sem síðan varð fulltrúi sýslumanns úti á landi og jafnframt rólegur ajkóhólisti, kveikti ævinlega á svörtu kerti, þegar hann hóf bibendum. Áður hafði hann gljá- burstað skó sína, rakað sig kost- gæfilega, farið í tandurhreina skyrtu og borið brylcreem í hár sér. Og þégar hann brá sér niður á Hótel Borg, setti hann á sig harðkúluhatt og fór í svartan, síðan frakka og bar regnhlíf eins og hann væri á leið ofan í City of London. Þessi halur kunni ljóð Tómasar Guðmunds- sonar og Steins Steinars út í hörgul, og las að auki Browning enska skáldið, sem enginn skil- ur, og átti ljóð hans i viðhafn- arútgáfu og gat haft hann á hraðbergi. Þessi rómantíski ritúalisti var þó nokkuð virtur af félögum sínum. Svo voru það glaumgosarnir, sem engu eirðu, hvorki garð- próföstum né öðru. Eitt sinn bar svo við, að kunnur glaum- gosi kom í heimsókn á Gamla Garð og var við skál. Þetta var ekki í stjórnartíð Runólfs Þór- arinssonar, cand. mag., þess heiðursmanns, heldur réð þar þá ríkjum maður, sem seinna varð yfirvald norður í landi. Tveir svallbræöur glaumgosans, búendui á Garði, tóku honum með kostum og kynjum, annar félaganna er nú virtur læknir í Reykjavík, sérfræðingur í lyf- lækningum, en hinn fór í hund- ana, hélt skakkt á spilunum, þótt hann lyki lögfræöiprófi með jáði, en báöir eru þeir klókir náungar ... Það var segin saga, að Garð- prófastur jpiátti ekki vita af glaumgosanum í byggingunni — þá varð honum órótt. Stund- um kallaði hann á lögreglu sér til hjálpar til að reyna að fjar- lægja þennan háværa gleði- mann. Sjaldnast tókst sú til- tekt þó. I þetta sinn brá prófast- ur ekki út af venju sinni, enda hafði glaumgosi haft i frammi bekkingar við hann. En nú tóku þremenningar sig til allir sem einn og bjuggust til varna. Þegar svartstakkar — lag anna verðir — komu á vettvang, gerðu félagarnir sig edrú á svip- stundu, strömmuðu sig af m. ö. o., bentu fyrirliða lögreglumanna Reynið Lark, vinsælusfu nýju amerisku sigarettuna t á hinn eina seka, prófast sjálfan, sem leit ekki út fyrir að vera með öllum mjalla þessa stund- ina. Hann var orðinn kolóður af vonzku, og félagarnir sögðu lögreglumönnunum, að hann raskaði ró Garðbúa og þyrfti að flytjast í rasphús til hirtingar. Þá trylltist Garðprófastur. Áburður félaganna varð enn sennilegri, af því að mál prófasts skildist ekki. Svartstakkar véku sér að honum og sögðu: „Komdu með okkur, góði“. Hann veitti mótþróa; þeir byrjuðu að snúa upp á hendur honum og gerðu sig líklega til að járna hann eins og hvern annan ótindan ó- bótamann, hættulegan sjálfum sér og öðrum. Á meðan laum- aðist glaumgosi út í góða veðrið, labbaði sig upp að Rann- sóknarstofu Háskólans, andaði djúpt og horföi þaðan á stjöm- urnar um hríö. Þegar hann kom aftur, var lögreglan á bak og burt, Garöp; ófastur horfinn til sinna heimkynna og lét ekki á sér bæra, og nú var setzt að drykkju í einu herberginu og unað þar alla nóttina án allra afskipta af valdsmönnum. Svona voru andlegheitin hjá sumum stúdentum í þá tið ... Og þá sem nú var hverjum ungum stúdent þörf á að vera maður fyrir sinn hatt og eiga nóg fyrir skoðun sinni, hvort sem hún orkaði tvímælis eða ekki. Víxlsporin. brellurnar, gletturnar, sem stöfuðu af ungs manns æði, urðu skemmtilegt rannsóknarefni viðkomenda sjálfra. síöar meir á ævinni, kannski nauðsynlegar, eins og „að gata“ i tímum hjá kenriurum til að læra af því, svo að um ’.unaði. Ykkur sum munar ekkert um að gata svolítið á lífsins prófi, verða á í messunni, ef þið eruð andlega heiðarleg. Sumir þurfa nefnilega að gata mikið áður en þeir eru loks undir það búnir að meðtaka alvöru lífsins, svo sem eins og afsagðá, fallna víxla, giftingu eða hjónaskilnað, hús- byggingu, leiðinleg rútínustörf á leiðinlegum vinnustöðum, veröbólgu og stöðnun kaup- gjalds, slæmar fiskveiðihorfur o. s. frv. Á meöan alvaran skellur ekki þannig yfir ykkur, og þiö eruð að búa ykkur undir að taka þátt í henni með öðru fólki í þjóð- félaginu, getið þið rússar og aðrir háskólastúdentar tekiö undir það, sem Omar Khayyám kvað: „En fýllum glösin. Hvað skal harmalag við hverfulleikans endalausa brag? Nei, vagga morgundags né gærdags gröf ei glepja oss frá veizluborði í dag . ..“ Steingrímur Sigurðsson. FÉLACSLÍF K.F.U.K. K.F. U.K. — Aðaldeild. Sauma- fundur í kvöld kl. 20.30, í umsjá bazarnefndarinnar. Sigurður Páls- son kennari flytur hugleiðingu. All- ar konur velkomnar. — Stjórnin HUSBYGGJENDUR! BYGGINGAMESSTARAR! punlal i'untBl ofninn er sléttur og áferðarfalleg- ur. ofninn er fram- leiddur úr þykk- asta stáli allra stálofna. EFLUM ÍSLENZKAN IDNAÐ • r RIirIbI -ofninn má tengja beint við hitaveitukerfi PUnial -ofninn er ódýrastur miðað við gæK sg afköst. runtalf-h/* Síðumúla 17. — Sími 35555.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.