Vísir - 02.11.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 02.11.1967, Blaðsíða 13
VISIR . Fimmtudagur 2. nóvember 1967. 13 Farmanno- og fiskimanna- samb. íslands mótmælir röng- um fréttaflutningi Tímans Vísi hefur borizt greinargerð frá stjóm Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands vesna skrifa í Tímanum. Greinargerðin fer hér á eftin Farmanna- og fiskimannasam- band ísiands mótmælir röngum fréttaflutningi Timans um „Upp- reisn gegn sambandsstjóminni". Vegna þess að ummæli þessi eru villandi og röng og utan við alian eðlilegan framgang í félags- málum vi'll stjóm F.F.S.Í. skýra þessi mál £ réttu ljósi. I 6. gr. laga F.F.S.Í. segir svo: „Hvert sam- bandsfélag á rétt á að skjóta á- greiningsmálum, er félagið varðar, til sambandsins. Sambandsstjóm skal þá þegar í stað taka málið til athugunar og fella úrskurð svo fljótt sem auðið er. Orskurður sam bandsstjómar er bindandi fyrir að- ila til næsta sambandsþings, er tekur úrskurð hennar til meðferð- ar og ákveður endanlega afgreiðslu þess.“ Sambandslögin gilda aðeins fyrir sambandsfélögin en ekki ein- staka meðlimi innan sambands- félaganna. Félögin innan F.F.S.l. ém byggð upp sem stéttarfélög um sín séitnál og meö sín félagslög, sem þau stárfa eftir, varðandi af- greiðslu sinna félagsmála. Stjóm F.F.S.l. hefur því ekki sjálfsvald til að gera bindandi samþykktir varðandi einstök félög eða félags- hópa innan sambandsins, nema fvrir liggi um það ósk eða vilja- yfirlýsing viðkomandi félags. Þeim forsvarsmönnum, er stóöu að undir skriftabréfunum til stjómar F.F.S. í. var strax bent á, að þetta veeri ekki rétta boðleiðin, heldur ættu þeir aö snúa sér til síns stéttar- félags, sem svo gæti leitað að- stoðar F.F.S.Í. Við verðum að hlíta sömu lög- um og reglum og aðrir þegnar þjóöfélagsins um verkfall og verk- bönn. í lögum um stéttarfélög og vínnudeilur segir svo í 15. gr.: „'Þegar stéttarfélög eða félög at- vinnurekenda ætla að hefja vinnu- stöðvun, þá er hún því aðeins h^imil, að ákvörðun um hana hafi verið tekin: a. við almenna leyni- lega atkvæðagreiðslu, sem staðið hefur a. m. k. í 24 klst., enda nafi félagsstjómin auglýst nægilega hvenær og hvar atkvæðagreiðsla um vinnustöðvunina skyldi fara fram, b. af samninganefnd eða fé- lagsstjóm, sem gefið hefur umboð til að taka ákvörðun um vinnu- stöðvunina með almennri atkvæða- greiðslu, sem farið hefur fram á sama hátt og greint er undir a- lið, c. af trúnaðarmannaráði, ef lög viðkomandi félags fela því slikt vald, enda hafi vinnustöðvunin verið samþykkt með a. m. k. 3/4 hlutum greiddra atkvæða á lög- mætum trúnaðarmannaráðsfundi.“ Samkvæmt ofanskráöu hefur sambandsstjórn ekki heimild til að beita vinnustöövun fyrir ein- stakt sambandsfélag, fyrr en fyr- ir liggur lögleg afgreiðsla viðkom andi sambandsfélags og beiðni þess til sambandsstjórnar þar um. Stjóm F.F.S.Í, hefur nýlega lát- ið frá sér fara allítarlega greinar- gerð um dýrtíðarmálin, og þann vanda, er alþjóð stendur frammi fyrir varðandi þau, og var þar jafnframt skýrt frá óánægju far- manna varðandi sin kjaramál,. á- samt fundarsamþykkt þeirri, sem gerð var á sameiginlegum fundi yfirmanna farskipanna 16/6 1967. Sambandsstjómin hefur leitað sér upplýsinga sérfróðra manna um það, hvort boða mætti til vinnu- stöðvunar á farskipaflotanum, áöur en gerðardómurinn hefur lokið störfum og kveðið upp sinn úr- skurð, og hefur það talizt geta staðizt, og er þar vitnað til 2. máls- gr. 17. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Það er ekki óeðlilegt að það komi fram skiptar skoðanir um framgang mála og þá sérstaklega í vinnudeilum, en menn mega ekki hnjóta um þá staðreynd, sem að framan er bent á. Það er nauðsynlegt að eiga traust félagssamtök, og hverjum einum félagsmanni ber að stuðla aö þvf, að svo megi verða. En þaö er því miður veilan í félags- málum, að menn finna ekki þörf- ina á félagsskapnum fyrr en þörf- in kemur að þeim sjálfum, og þá er oft gripið til óyfirvegaðra ráð- stafana og aðgeröa sem geta hleypt af stað tortryggni og skað- að þann sameiginlega félagsmátt, sem alltaf er þörf fyrir. Reykjavík, 27. október 1967. Stjóm Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands. •-----------------------i------^ Viðtal dagsins — Framhald af bls. 9. síldveiðin fór niöur í 87 þús. tunnur og mál yfir sumarið. Það voru mörgum daprir dagar — en þó vejrður ekki sggt aö karlarnir væru mjög beygðir. Það er þannig meö sjómanninn. — Vonin um að úr rætist held- ur þeim alltaf uppi. — Það er ákaflega sterkt afl í eðli sjó- mannsins að vera vongóöur. — Þetta var nú á þeim árum sem eingöngu var leitað að síldinni ofansjávar, og þá var sífellt haldin vakt ef upp kynni að skjóta torfu. — Eitt sumar man ég það, að við lögðum upp á Hesteyri og fengum síðustu síldina 2. sept. inn á móts við Drangsnes á Steingrímsfirði og fórum aldrei austur fyrir Skaga allt sumarið. — Mikil er sú breyting, nú verða þeir að sækja síldina um 400 mílur út í haf. — J£r það ekki hin ðra tækni- þróun sem gerir þetta mögulegt? — Jú, vissulega. Annars væri ekki um neinar síldveiðar að ræða nú. — Og þrátt fyrir það að ég vilji £ engu rýra þátt fslenzkra sjómanna, þá er það mfn skoð- un að þáttur útgerðarmanna £ þessari þróun sé sízt minni — og jafnvel leyfa mér að láta þá skoðun f ljós, að hlutur þeirra í aflamagni skipanna sé f dag of lítill, miðað við það að útgerðin geti skilað þeim arði sem hlýtur að vera nauð- synlegur til að geta mætt áföll- um erfiðra ára — en þetta eru sjónarmið sem er kannski ekki tfmabært að við ræðum hér. — Hvernig er svo þfnu starfi háttað nú? . — Nú hef ég verið með þessa talstöð sem útgerðar- menn hafa til þjónustu við bát- ana. Það eru líklega 9—10 ár síðan byrjað var að hafa svona talstöð. Það var búið að reyna lengi að fá þessu framgengt og fyrir forgöngu Sturlaugs Böðv- arssonar tókst það. Var hún fyrstu árin rekin og skráð á nafn Har. Böðvarss. & Co. og það til skamms tíma að hún var færð á nafn útvegsmanna- félagsins — og fyrstu árin var hún f gangi a. m. k. 9 mánuði á ári. Þá voru allt haustið stund aðar hér síldveiðar, og gáfu þær mikla peninga f verstöðvamar hér sunnanlands, sérstaklega við Faxaflóann. Þaö var geysi- leg síldarsöltun. Hér á Akra- nesi munu hafa verið saltaðir tugir þúsunda tunna. — Nú er öldin önnur — hér fæst ekki söltunarhæf sfld og mun aðal- ástæðan vera hinar hóflausu veiðar á smásíld undanfarin ár á víkum og vogum hér innan- lands, Eyjafirði og víðar. Nú síðastliðið ár mun stöðin ekki hafa starfað nema um 6 mán- uði. Helzta verkefnið er að fylgjast með ferðum bátanna. Hvenær þeir koma að landi, hvert aflamagnið er og jafn- framt hverja fyrirgreiðslu þeir þurfa er í land kemur. Þessum upplýsingum er svo komiö til viðkomandi aðila — bæði verkunarstöövanna og annarra. — Ert þú einn við stöðina? — Já, ég er einn og frá kl. 8 á morgana til 12 á kvöldin er maður nú svona nokkum veginn tiltækur — að vísu laus við fram til hádegis, þvf þá er venjulega minnst um að vera. — Þú ert með öðrum orðum hinn ómissandi tengiliöur miili útgerðarinnar á sjónom og þess sem fram fer í lancB. — Er ,þessi stöð aðeisis fyrrr Akranes? — Já, hún er það ,en segja má, að nú séu starfræktar sams konar stöðvar f flestum útgerðarstöðum. En þegar byrj- að var á þessu hér var engin slfk þjónustustöð hér sunnan- lands — og eins og ég sagði áðan var það Sturlaugur Böðv- arsson og þeir feðgar sem komu þessu í kring fyrst. Á þeirra verkum hefur þessi bær byggzt upp, þótt margir hafi verið þar að verki, þá hefur það sem þeir hafa til málanna lagtj verið langstærst í sniðum. Og það tel ég gæfu Akraness. þegar Haraldur Böðvarsson flutti heim frá Reykjavík. Til að byrja með var ekki auður í þeim garði, en það var svo með Harald, að hann fómaði fyrirtækjum sínum öllum þeim tíma og starfsorku sem hann hafði yfir að ráða — og vildi sem minnst blanda sér í opinber jmál. Þó var hann hér í bæjar- stjórn eitt kjörtfmabil og sem dæmi um það hve hugmynda- ríkur hann var fer hann að segja frá því — ég átti þá lfka sæti í stjóminni — að hann hafi séð mynd af stórum kerum í frönsku blaði, sem mundu líklega henta okkur á- kaflega vel við að gera höfn. Og fyrir það er komin þessi höfn hér á Akranesi, að þessi hugmynd sem hann sá í þessu blaði varð að veruleika. Nú er færafiskirí aftur að koma hér f gang — tveir bátar sem stundað hafa ufsaveiðar síðan í maí hafa fengið annar um 200 tonn og hrrm rúm 200 tonn af fiski. Þetta er aðallega millum ufsi og þeir hafa komið eftir 2—3 daga með milli 20— 30 tonn. Þetta er alveg furðu- legt. Það væri nær að fleiri gæfu sig að þessum veiðiskap en væm að skafa hér botninn með snurvoð öllum til óþurftar. — Þér hefur fallið vel þetta starf, sem þú hefur stundað nú undanfarin ár? — Já, mjög vel og tel að það hafi orðið útgerðinni til mikilla nytja og eins og ég sagði fyrr — talstöðvamar hafa bjargað mörgum mannslífum. Ég er stoltur af því að Akra- nes skyldi vera fyrsta fiskihöfn in við Faxaflóa sem lét þessa þjónustu 1 té. Þ. M. .% f.i — cmT HUSNÆÐI HERBERGI — EINHLEYP Einhleyp stúlka óskar eftir herbergi með snyrtingu, sem mest sér. Sími 42381 — 42381. HERBERGI TIL LEIGU Forstofuherbergi til léigu á Lönguhlíð 13, efstu hæð. Uppl. á staðnum eftir kl. 8 e. h. IÐNAÐARHÚSNÆÐI ÓSKAST Óskum að taka á leigu nú þegar eða um næstu áramót 70—100 ferm. húsnæði á jarðhæð. Uppl. í síma 17122 á venjulegum búðartíma. AUGLÝSIR: Nú geta allir eignazt SVEFNHERBERGISSETT. Breyttir framleiðsluhættir og bætt aðstaða gerir okkur nú kleift að bjóða mikið úrval af svefnherbergissettum á mjög hagstæðu verði og með sérstaklega hagstæðum afborgunarskilmálum. Þér greiöið aðeins kr. 1.500,— við afhendingu og síðan kr. 1000,— á mánnði. Lítið inn og kynnið yður hið glæsiiega úrval húsgagna, er við getum boðið yður. Ennfremur getum við boðið yður 1. flokks íslenzkar springdýnur er standast fyllilega kröfur tfmans. ► Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörln bezt. VÍÐIR H.F. Laugavegi 166 . Símar 22222 og 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.