Vísir - 02.11.1967, Blaðsíða 16
J
Fimmtudaímr 2. nóvember 1967
fÞremur nautgrip-
um lóguð eftir
umferðurslys
Flutningabifreiö frá Sláturfélagi
Suðurlands valt í gaer á þjóðvegin
um skammt vestan við Vorsabæ
í Austur-Landeyjum, en á bifreið-
inni voru 15 nautgripir og varð
að lóga þremur nautgripanna á
‘íaðnum vegna slyssins.
Var bifreiðin á leiðinni undan
"yjafjöllum og í sláturhús SS í
~)júpadal ■' Rangárvallasýslu, er
stýriskúla brotnaði í bifreiðinni,
sem fór út af. Einn maður var í
íifreiðinni auk bílstjórans og
sluppu þeir báðir ómeiddir. Naut-
grinirnir, sem voru á palli bifreið-
arnnar, virtust fyrst í stað ómeidd-
ir, en er betur var að gáð, kom
i ijós að óhjákvæmilegt j var að
ióga bremur þeirra á staðnum.
Þotan ein notuð / millilandaflugi
Flugfélagsins / vetur
Nýbreytni i innanlandsfluginu að staðsetja flugvél á Akureyri
Millilandaflug Fiugfélags ís-
lands verður i vetur frá Kefla-
víkurflugvelli og nýja þotan í
förum eins og í sumar. í innan-
Iandsflugi mun Flugfélagið taka
upp þá nýbreytni að hafa flug-
vél staðsetta á Akureyri og
mun hún halda uppi flugferð-
um til Norðausturlands og til
Egiisstaða í sambandi viö flug-
ferðir tii Akureyrar.
Til Kaupmannahafnar verður
þotuflug í vetur á mánudögum.
miðvikudögum, fimmtudögum,
laugardögum og sunnudögum
og með Fokker Friendshipvél-
um um Færeyjar á þriðjudöe-
um og laugardögum. Til Glas-
gow verða 4 ferðir í viku á
mánudögum, miðvikudögum,
fimmtudögum og sunnudögum.
Til London er flogið á þriðju-
dögum og föstudögum og til
Oslo á laugardögum. — Til
Færeyja er flogið á þriðjudög-
um og laugardögum og til Berg
en á þriðjudögum um Færeyjar.
I þotuflugi til Khafnar og
Glasgow er brottfarartíminn
kl. 9.30 og til London og Osló
kl. 10, til Færeyja, Bergen og
Khafnar kl. 11.30. Þotan verður
í vetur mun meira nýtt til vöfu-
flutninga en fyrr.
1 fyrsta sinn í sögu innan-
Iandsflugs Flugfélagsins er nú
flogið samkvæmt innanflugs-
áætluninni að langmestu leyti
með skrúfuþotum. Af 50 ferö-
um í viku frá Reykjavík eru 47
flognar með Fokker Friendship
og aðeins þrjár með DC-3.
Það sem háð hefur innan-
landsflugi á vetrum hin síðari
ár er, hve margir flugvellir eru
án flugbrautarljósa. Flugmála-
stjórnin hefur sýnt mikinn
skilning á þessu máli og standa
vonir til að í náinni framtíð
veröi fleiri flugvellir búnir
flugbrautarljósum, þannig að
unnt veröi að fljúga'í dimmu.
I sambandi við áætlunarferð-
ir Flugfélags fslands innan-
Iands eru á Vestur- og Austur-
landi, svo og að nokkru á Norð-
urlandi, áætlunarferðir til
kaupstaða í nágrenni viðkom-
andi flugvalla. Hefir þessi starf-
semi, sem fram fer i samvinnu
Flugfélags íslands og flutn-
ingafyrirtækja á hinum ýmsu
stöðum gefið góða raun
og bætt samgöngur innan hér-
aðs og milli fjarlægari staða.
AKUREYRINGAR FÁ SJÓN-
VARP HAUSTIÐ 1968
Sjónvarp mun ná til allra landshluta 7969
140 þús. geta notað sér sjónvarpssendingar
Ætla má aö sjónvarp nái til alira
’andshluta fyrir árslok 1968, en þá
er ráðgert að búig verði að koma
-upp öllum aðalstöðvum dreifikerf-
■s sjónvarpsins. Tii þess að hraða
aem mest sjónvarpssambandi við
Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið er
■rert ráð fyrir að koma upp bráða-
irgðastöð á Vaðlaheiði fyrir haust-
'ð 1968, en sem komið er lætur
nærri að um 140 þúsund lands-
nenn hafi færi á að hagnýta sér
sjónvarpssendingar.
Þessar upplýsingar gaf mennta-
málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, i
svari við fyrirspurn Ingvars Gísla-
sonar á fundi í sameinuðu þingi í
gær. Ingvar hafði spurt, hvað liöi
dreifingu sjónvarps til Akureyrar
og Eyjafjarðarsvæðis og hvenær
ráðgert væri, að sjónvarp næði til
allra landshluta.
I Ráðherrann sagði, að unnið hefði
verið að undanförnu og væri enn
unnið að mælingum á Akureyrar-
I og Eyjafjarðarsvæöinu, til undir-
Kirkjufundinum
lauk i gær
Konur kosnar i undirbúningsnefnd i fyrsta sinn
Hinum almenna kirkjufundi, sem
haldinn var í Reykjavík dagana 29.
október til 1. nóvember, íauk í
gærkvöldi, en aðalmál þessa fund
ar var Ábyrgð þjóðarinnar á æsku,
trú og tungu, og Minning siðbót-
arinnar. Um 70 manns víðs vegar
að af landínu sóttu fundinn, en
fundarstaður var hús K.F.U.M.
Fjölmörg erindi voru flutt á fund-
inum, eöa alls um 15 og voru
flytjendur m. a. Ámi Böðvarsson,
cand. mag. Hannes J. Magnússon,
rithöfundur, Jóhann Hannesson,
nrófessor, Árni Ámason, læknir
o. fl Biskup íslands, herra Sigur-
^erndun fiskimlðu
ufun lundhelgi
Lögfræðingafélag íslands heldur
fund í Tjamarbúð kl. 20.30 í kvöld.
Til umræðu verða þjóðréttarreglur
úm verndun fiskimiða utan land-
helgi. Dr. Gunnar G. Schram,
deildarstjóri í utanrikisráðuneyt-
inu, mun flytja framsöguræðu.
björn Einarsson flutti hátíðar-
messu og minntist siðbótarinnar.
Kosið var í undirbúningsnefnd
. fyrir næsta kirkjufund, sem verður
; eftir tvö ár, og voru I fyrsta sinn
kosnar konur í nefndina, en það
voru þær Hólmfríður Pétursdóttir,
skólastjóri að Löngumýri f Skaga-
firði og Unnur Halldórsdóttir diak-
onissa.
búnings sjónvarpssambandi við
þessi svæði. Stefnt væri að því, aö
þeim yrði lokið sem allra fyrst, en
ekki væri þó vitað með vissu hven-
ær. Uppsetningu aðalstöðvarinnar
’á Skálafelli, sem ætlað væri að ann
ast dreifingu sjónvarpsmyndarinn-
ar norður á land, yrði væntanlega
lokið fyrir árslok 1969, en tilboð
um tæki í þá stöð væru að berast.
Verði gengið frá pöntunum á tækj-
unum fyrir áramót. Á meðan verði
sett upp bráðabirgöastöð á Vaðla-
heiði. Ráðgert er einnig aö fyrir
árslok 1969 verði búið að koma upp
aðalstöðinni á Fjarðarheiði. Mundi
þá sjónvarp ná til allra landshluta,
en seinna yrðu svo smærri dreifi-
stöðvar að koma svo sjónvarp
næði inn á sérhvert heimili.
Stóri borinn byrjaður aö bora eftir heitu vatni í Blesugróf, eftir
nokkurra ára hlé.
-<í>
Boranir hafnar í Blesugróf
Hitaveitustjóri hefur von um, að ekki
verði vatnslausf i vetur
Stóri borinn var settur upp í
Blesugróf nú í haust og hafa
boranir staðið i nokkurn tíma,
en ennþá er ekkert hægt að
segja um árangur. Gert er ráð
fyrir að fyrstu holunni Ijúki í
næsta mánuði, og þá verður á-
kveðið hvort reynt verður að
bora fleiri holur þarna á svæö-
mu.
Blaöiö hafði samband við
hitaveitustjóra, Jóhannes Zoéga
og innti hann eftir því, hvort
útlit væri fyrir að skortur yrði
á heitu vatni f Reykjavík í vet-
ur. Sagðist hann vera vongóður
um að svo yrði ekki, að minnsta
kosti miklu sjaldnar en í fyrra.
Hefur nú verið tekinn f notkun
nýr heitavatnsgeymir og innan
skamms verður einnig tekin í
notkun ný kyndistöð í Árbæ
og mun það verða til mikilla
bóta. Varöandi skort á heitu
vatni í Reykjavík í gær. sagði
hitaveitustjóri að bilun hefði
oröið á aðalæð og hefði þvf orð-
ið að loka fyrir heitt vatn á
stóru svæði frá kl. 10 f. h. til
3 e. h. meðan verið var að gera
við bilunina.
Talið að þorskveiðin ykist með minni sókn
70% íslenzka þorskstofnsins
hverfur árlega, — 56% vegna veiða
og 14% með öðrum hætti, — en
þó virðist sæmilega séð fyrir við-
haldi stofnsins að áliti Hafrann-
sóknarstofnunarinnar. Fiskifræðing
ar telja þó, að fiskstofninn þoli
ekki aukið veiöiáiag og heildarafl-
inn myndi jafnvel aukast, ef sókn-
in yrði minni.
Mestur hluti veiðinnar fér fram
í sambandi við hrygningu þorsks-
ins á tímabilinu janúar-maí, og tal-
ið er, að þá veiðist rúmlega helm-
ingur þeirra fiska, sem koma til
þess aö hrygna, en hinn helmingur-
inn sleppi. Að áliti fiskifræðinga
er þó varhugavert að friða einstök
hrygningarsvæði, en í staö þess, ef
takmarka þyrfti veiðina, væri ráð-
legra að skammta aflamagnið á
vetrarvertíð.
Þetta kom fram á fundi í sam-
einuðu þingi í gær, þegar sjávarút-
vegsmálaráðherra, Eggert G. Þor-
steinsson, svaraði fyrirspum Guð-
laugs Gíslasonar varðandi fram-
kvæmd þingsályktunar, sem Guð-
laugur hafði flutt á þingi 1962, um
verndun hrygningasvæða. Ráðherr-
ann las upp úr áliti Hafrannsóknar-
stofnunarinnar um þetta mál, og
kom þá fram, auk þess, sem að
ofan er getið, að íslendingar hefðu
Iagt fram tillögu á fundi Norður-
Atlantshafsnefndarinnar í maí um
lokun ákveðinna svæða fyrir Norð-
Austurlandi, fyrir togveiðum á
timabilinu júlí-desember, um 10
ára skeið. Var sú tillaga í anda
þeirrar skoðunar íslenzkra fiski-
fræðinga, að byrja eigi á þvi, að
takmarka sóknina í ungfiskinn, en
það er vitað að á svæðinu fyrir
austan land stunda togarar miklar
smáfiskveiðar. Þessi tillaga hlaut
góðar undirtektir meðal margra er-
lendra þjóða, og var skipuð nefnd
til þess að kanna hana nánar.