Vísir - 13.11.1967, Blaðsíða 3
PARTIZAN HCPPIÐ AB NA
16:16 GCGN FRAM
Pétur Böðvarsson kominn í færi. —
en steig á línuna og var þvi dæmt
á hann.
Sagt eftir leikinn
„Vinnum með 3—4
mörkum í Júgóslavíu“
— segir þjálfari Partizan
Þjálfari Partizan, Zeljko Sel-
es, var ánægður að loknum Ieikn
um í gær. Hann var búinn að
mestu að jafna sig eftir mikla
taugaáreynslu, þegar við náðum
tali af honum eftir leikinn. —
Hann taldi úrsiitin hagstæð eftir
að Fram hafði yfir allan leik-
inn, enda þótt þeir hefðu e. t. v.
reiknað með sigri hér í Reykja-
vík.
Seles kvað Fram hafa leikiö
svipað og hann hafði búizt við,
liðið væri að hans viti ágætt,
en ekki meira, „svona rétt yfir
miðlungs gott í samanburði við
beztu liðin I Austur-Evrópu“,
eins og hann sagði.
Hann kvaðst hissa á að Fram-
arar með svo stóra leikmenn
skyldu ekki nota meira lang-
skot í stað línusendinga. Gunn-
laugur Hjálmarsson fannst hon-
úm beztur Framaranna, en
Gunnlaug hafði hann séð í HM
1958, þegar ísland lenti í 6.
sæti, en Júgóslavar komust ekki
í úrslitin. Síðan hefur orðið
breyting á hlutunum og í hinu
góða júgóslavneska landsliði eru
4—5 menn úr Partizan. Seles
sagði að Partizan-leikmennimir
æfðu 4—5 sinnum í viku og þá
2 tíma í einu, — til samanburð-
ar æfir Fram 2 tlma í viku 50
mín. í einu, en húsnæðisskortur
gerir þetta að verkum og eru
æfingarnar f Laugardal á
fimmtudögum og föstudögum,
hvemig sem á þeirri niðurröðun
stendur.
Um seinni leikinn ságði Seles:
Það er erfitt að spá neinu, en ég
geri mér vonir um 3—4 marka
sigur okkar. Leikurinn fer fram
í smáborg í 50 km fjarlægð frá
Zagreb. Þama er 3500 manna
höll, sem verður áreiðanlega full
á sunnudaginn". — Seles fannst
dómarinn góður.
„Ekki í nógu góðri
æfingu“ — segir Karl
Bencdiktsson
„Ég tel Framara ekki í nógu
góðri æfingu," sagði Karl Bene-
diktsson, þjálfari Fram, eftir
ieikinn. Taldi hann erfitt að ná
nokkru út úr æfingum eins og
þeim, er nú háttað. Hann taldi
að Júgósiavamir gætu mun bet-
ur en þetta og mundu sigra úti
með 4 marka mun. Um Júgó-
slavana: Spiluöu vömina fast,
allt of fast, — en það var klaufa
skapur hjá Fram að misnota
vítaköstin. Júgóslavarnir eru
skemmtilegir sem heild og mark
vörðurinn sérlega góður, norski
dómarinn dæmdi mjög vel og
hélt leiknum niðri.
„Úrslitin sanngjöm“
— sagði dómarinn
Hinn ágæti dómari, Einar
Friedenlund Holm frá Osló:
Leikurinn var harður, en i sjálfu
sér ágætt að dæma hann. Úr-
jlitin voru sanngjörn, en þó
fannst mér Fram fara illa með
opin tækifæri, en reyndu hins
vegar úr færum, sem virtust al-
veg lokuð.
„HÖRKULEIKUR“ —
segir Birgir Björnsson
fyrirliði FH um leikinn '
í kvöld ;
I kvöld fer fram aukaleikur
Partizan við FH. Við hittum
landsliðsþjálfarann og fyrirliða
FH. Birgi Björnsson, eftir leik-
inn. „Mér fannst leikurinn í dag
of hægur og'of mikið út á takt- J
ísku hliðina. Júgóslavarnir geta •
miklu meira. Leikurinn í kvöld *
verður HÖRKULEIKUR", sagði j
Birgir. •
•••••••••••••••••••••••<
□ Eins marks sigur er það sem Framarar verða að ná í til Júgó-
slavíu á sunnudaginn kemur, — eftir leikinn í gærdag í Laug-
ardalnum standa liðin jöfn, 16:16, Partizan þó öllu betur, því að
þeir eiga eftir ieikinn á heimavelli, sem almennt er talið nokk-
urra marka virði.
□ Evrópubikarleikurinn í gær var eins konar „martröð glataðra
vítakasta“ fyrir Fram, - fjórum sinnum varði Jandrokovic
markvörður vítaköst Framara í seinni hálfleik. Það er þetta at-
riði, sem var svartur blettur á Ieik Fram í gær, ekki sízt fyrir það
að vítaköstin voru öll heldur flausturslega tek’n.
Raunar má segja að Partizan . fyrstu 10 mínútunum. feigurbergur
hafi verið óheppið í byrjun leiks- ] jafnaði úr mjög svipaðri aðstöðu
ins, — a.m.k. í ein 4—5 skipti ! á 13. mín.', stórfaliegt mark.
glumdi í markstöngunum undan
þungum skotum á Frammarkið.
Það var sannkölluð bikarstemn-
Mínútu síðar eftir að í fyrsta
sinn hafði verulega boriö á grófum
leik og smáskærum milli leik-
ing í Laugardal í gær. Iþróttahöllin manna, skoraði Guðjón 3:2 fyrir
var þéttskipuð áhorfendum, og utan Fram úr vítakasti, — og þessu
dyra hennar var stór hópur manna fylgdi enn eitt stangarskot Júgó-
i leit að aukamiðum, sem kynnu' siavanna. Sigurður Einarsson lék
að vera þar á boðstólum. Allan laglega á vörn Partizan og skoraði
leikinn voru liðin hvött með ráð- 4:2, en Þorsteinn varði hins vegar
um og dáð, en hróp fjögurra tuga fallega í næstu sókn. Eftir þetta
Júgóslava drukknuðu nær algjör- tókst Partizan aldréi að komast
lega í hvatningarópum á 3. þús. ís- yfir í leiknum.
lenzkra áhorfenda. Frömurum tókst furðuvel að
Cukovic, einn reyndasti leik- brjóta niður sóknarleik Partizan
maður Júgóslava, skoraði fyrsta og neyddu þá hvað eftir annað í
mark leiksins eftir rúmar 4 mínút- 1 skot utan punktalínu.
Til loka hálfleiksins leiddu
Framarar með einu til tveim mörk-
um, og þegar 2 mínútur voru eftir
hafði Fram 3 mörk yfir, 8:5, en
tímann til leikhlés notuðu þeir
Hasan og Pribanic til að skora
fyrir Partizan, og var staðan í hálf-
leik því 8:7 fyrir Fram.
Byrjun síðari hálfleiks var bezti
kafli Fram í leiknum, og þá sýndu
Framararnir, satt að segja, yfir-
burði. Gunnlaugur skoraði fyrst
9:7 meö fallegu og óvæntu skoti
gegnum vörnina. Sigurbergur skor
aði hreint ótrúlegt mark af línu
eftir sendingu frá Guðjóni og loks
skoraði Guðjón, var raunar hepp-
ur. Tilraunir Framara virtust gjör-
samlega vonlausar, vamarveggur
Júgóslava virtist órjúfanlegur í
fyrstu.
Fyrsta mark Fram kom á 7. mín.
Sigurbergur, sem Framarar fengu
enn einu sinni „lánaðan“ úr
íþróttakennaraskóianum á Laugar-
vatni, skoraði úr slæmri stöðu í
hægra horninu mjög laglega.
Ivan Ðjuranec, leikmaður með 63
iandsleiki, skoraði 2:1 fyrir Part-
izan, en ennþá reyndust tilraunir
Fram lélegar, skotin annað hvort
máttlaus eða langt framhjá. Var
það mesta heppni að Partizan
skyldi ekki ná tryggri forystu á
inn, því boltinn hrökk af Júgó-
slava í netið, — staðan var því á
3 mínútum orðin 11:7 fyrir Fram,
— allgott vegarnesti næstu 27 mín-
úturnar.
j En nú tók aö syrta í álinn fyrir
| Fram. Pribanic skorar 11:8 og nú
j er vítakast Guðjóns variö. Horvat
skorar úr víti 11:9 og Pribanic lag-
lega af línu, 11:10.
Næst tókst Frömurum að skora,
enda tími til kominn eftir 10 mín-
útur án marks. Það var Pétur, sem
skoraði af línu, en áður hafði Gylfi
látið verja frá sér vítakast, en
i Þorsteinn komið f veg fyrir að
Partizan jafnaði, með því að verja
línuskot mjög fallega.
Um miðjan hálfleikinn skorar
Horvat 12:11, en Gunnlaugur skor-
i ar 13:11, Pribanic 13:12 og nú var
; Djuranec hinum reynda landsliðs-
manni vísað af velli i tvær mín.
; fyrir gróft brot. Á meðan skorar
: Gunnlaugur með lúmsku skoti
14:12 og 8 mín. eftir skoraði Vid-
ovic 14:13, en Sigurður Einarsson
j notfærði sér til hlítar sendingu
Guðjóns inn á línu, 15:13. Vidovic
skorar enn með góðu skoti 15:14,
en rétt á eftir er þriðja leikmanni
Partizan visað af velli, nú lög-
fræðistúdentinum Horvat, sem
haföi orðið hált á svellinu í við-
skiptum við handknattleiksregl-
urnar. Einkum sá norski dómarinn
Holm greinilega öll brot, þegar
menn reyndu að halda andstæðing-
i unum, en þar voru Júgóslavarnir
j mun meira áberandi. Annars virtist
dómarinn sjá flest sem gerðist og
sýndi einhyern bezta dóm, sem
iengi hefur sést.
Þorsteinn Björnsson i Fram-
markinu greip vel inn í hvað eftir
annað og nú bjargaði hann stór-
Frh. á bis. 8.
Guöjón tekur vítið f seinni hálfleik —
og markvörður ver þama eitt af 4 vítaköstum.
í ! ' ' ' . , i
:, \. \ \