Vísir - 13.11.1967, Blaðsíða 12
tVT STR
Mánudagur 13. nóvember 1967.
Lögregluþiónninn
lá meðvitundarlaus
á þriðju viku
Lögregluþjónninn hafnfirzki, sem
slasaðist alvarlega fyrir rúmum 3
vikum, þegar hann ók út af Kefla-
víkurveginum á leið í slysarann-
sókn, er nú kominn til meðvitund-
ar á ný, en hann hefur legið með-
vitundarlaus á þriðju viku. Hann
hafði hlotið mikinn áverka á höfuð
og fótbrotnað, en meiðsli hans virð
ast eftir atvikum hafast vel við, en
engu að síður er hann enn þungt
haldinn.
Samið verði um
aðild að EFTA
161 milljón króna lán
frá Alþjóðagjaldeyrissjóði
Á fundi stjómar Alþjóöagjald-
eyrissjóðsins 8. nóvember var sam
þykkt aö veita Islandi lán að upp-
hæö 3.750.000 dollara, eða 161.250.
000 íslenzkar krónur. Lántökuna
annast Seðlabanki íslands, sem er
fjárhAgslegur aðili að Alþjóöagjald
eyrissjóönum fyrir hönd ríkls-
stjómar Islands.
Lán þetta er veitt samkvæmt
reglum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
um sérstaka aðstoð þeim þjóðum
til handa, er verða fyrir áföllum
vegna skyndilegrar og ófyrirsjáan-
lækkunar útflutningstekna. Nefnist
þessi tegund lána jöfnunarlán
(compensatory financing) og eru al-
menn skilyrði þeirra, að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn telji, aö um
tímabundna lækkun útflutnings-
tekna sé aö ræða, er viökomandi
ríki hafi ekki getað komið í veg
fýrir.
Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er
miðað við lækkun útflutningstekna
á tólf mánaða tímabilinu frá októ-
berbyrjun 1966 til septemberloka
Framh. á 8. síðu.
„Lax í Laxó##
Lax í Laxá, heitir bók, sem kom
út 20. sept s.l. hjá Albert Bonniers
forlag í Stokkhólmi. 1 henni lýslr
höfundurinn, Gösta Unefáldt, nokk
urra vikna reynslu sinni af lax- og
silungsveiöum og ferðalögum á ís-
landi.
Hann segir frá veiðum í Þing-
Framh. á 8. síðu.
— segja fulltrúar útgerðarmanna
Aukafundur L.Í.Ú., sem haldinn
var 29. sentember s.l. samþykkti
að fela stjórn samtakanna, að taka
afstöðu til og gera ályktun um
hugsanlega aðild éöa samninga ís-
lands viö Fríverzlunarbandalagið
og Efnahagsbandalag Evrópu.
Skyldi ályktunin verða send áfram
til ríkisstjórnarinnar, ef hún yrði
samþykkt af a. m. k. 3/4 stjórn-
armanna.
í framhaldi af samþykkt auka-
fundar L.Í.Ú., var eftirfarandi á-
lyktun samþykkt á stjórnarfundi
L.Í.Ú. hinn 4. þ. m. mfeð 14 atkv.
gegn 1.
„Þar sem sjávarútvegur íslend-
inga á nú í vök að verjast vegna
aflabrests og gífurlegs veröfalls af-
urðanna og Island er eina ríkið í
Vestur-Evrópu, sem ekki hefur enn
þá gerzt aðili að, eða hafið við-
Framh. á bls. 8
Fjöldi manns hópaöist að til þess aö sjá bandarískan sýnikennara ýta úr hólum og leika listir sinar á þunga-
vinnuvélar á gamla golfvellinum í gærdag.
Óvedur fyrir austan:
Mjölskemman lagðist saman í veðrinu
— Vindhraðinn mældist 14 stig i verstu
hrinunum á Norðfirði og Seyðisfirði
Aðfaranótt sunnudagsins gerði mikið óveður á Austurlandi.
Vindhraðinn komst upp í fjórtán stig á fjörðunum í mestu
hrinunum. Nokkrar skemmdir urðu á húsum og lauslega hluti
tók á loft.
Mörg skip leituðu hafna á Austfjörðum á Iaugardagskvöld-
ið og um nóttina og sóttist þeim seint á móti veðrinu, sem
var af VNV. Ekki er þó vitað að neitt hafi orðið aö hjá skip-
unum.
Á Norðfirði stórskemmdist
2500 tonna mjölskemma hjá
Síldarvinnslunni í veðurofsan-
um. Lagðist skemman bókstaf-
lega saman undan veðrinu, en
mun þó ekki með öllu ónýt.
Mestur varð vindhraðinn
milli klukkan 1 og 4 um nótt-
ina. Þá varð að hætta söltun á
plönunum, því að vindurinn
næddi um söltunarhúsin og
ekki var hægt að hemja nokk-
urn hlut úti við. Mældist þá
vindhraðinn fjórtán stig bæði i
Neskaupsstað og á Seyðisfiröi,
þegar hrinurnar voru mestar.
Fréttaritari Vísis á Seyöis-
firði segir svo frá að rokið hafi
gengið á með 'ógurlegum kvið-
um, en hægði svo heldur á milli.
Margt lauslegt fór á stjá í rok-
ina, en ekki urðu neinir veru-
legir skaðar af veðrinu á Seyð-
isfirði, þó fuku nokkrar jám-
plötur úr húsinu, sem nýlega
hefur veriö byggt yfír söltunar-
stöð Valtýs Þorsteinssonar,
tunnur fuku i sjó og fleira
slikt. Undir morguninn tók að
hægja og I gær var komið sæmi
legasta veður. Bátamir létu úr
höfn, en ekki var komið veiði-
veöur á miðunum fyrr en í
morgun, en þá voru skipin byrj-
uð að kasta.
Göngin voru þarna nýopnuð fyrir almenna umferö. Jeppi og stór flutningabíll eru að koma út Siglufj.megin.
Strákar? — Strókar?
Ófært var til Siglufjarðar i gær og á laugardag
Strákagöngin, hin mikla
samgöngubót fyrir Siglfiröinga,
sem opnuð voru meö pomp og
pragt nú fyrir helgina, komu að
litlum notum í gær og á laugar-
, dag, því aö leiöin til Siglufjarö-
ar var lokuð vegna snjóþygnsla
i skriöunum, sem eru vestan-
vert frá kaupstaðnum.
Þó tókst að ryðja leiðina fyr-
ir rútubíl, svo að Siglfiröingar
eru enn einu sinni komnir í
samband við umheiminn.
Hið sérkennilega orö Stráka-
göng hefur vakið nokkra athygli
og fróðir menn telja, að hér sé
um að ræöa enn eitt dæmiö um
úrkynjun íslenzkra tungu. Sumir
telja, aö hin strýtumynduðu
fjöll þarna í noröri hafi áður
— Strýtur?
fyrr borið nafniö „Strókar" eða
jafnvel „Strýtur" og hafi það
orð síðan tekið breytingum til
hinnar núverandi myndar,
Strákar.
En hvað sem öllum nafngift-
um líöur virðist þarna vera um
hina mestu samgöngubót að
ræða og líftaug fyrir Siglfirð-
inga, og ber því að fagna þess-
ari framför í vegamálum.
Courtright til heila hauga og
sýndi auk þess notkun vél
skóflu,
Caterpillar-umboðið hér
heima beitti sér fyrir komu
hans hingað, að beiöni Örygg-
iseftirlits ríkisins og Dagsbrún-
ar, sem nú eru að hefia nám-
skeið í notkun þungavinnuvéla.
Ætlunin er, að Courtright haldi
fyrirlestra á námskeiðinu um
öryggi í meðferð jarðýtna o. fl.
„Ekki átti ég von á svona
Framh. á bls. 8
sýndi i gær á námskeiði á gamla golfvellinum
Um 300 manns þyrptust að gamla golfvellinum í gærdag
og horfðu á bandarískan sýnikennara leika listir sínar á
Caterpillar-þungavinnuvéiar, jarðýtur og gröfur, en kennar-
inn er hingað kominn á vegum Öryggiseftirlits ríkisins og
Dagsbrúnar, til þess að kenna stjórnendum þungavinnuvéla
öryggi í meðferö slíkra véla.
Þaö voru ekki aðeins jarðýtu-
stjórar og slíkir, sem komu til
þess að horfa á leikni Banda-
ríkjamannsins, Joe Courtright,
heldur einnig þeir, sem leiö áttu
framhjá, og sáu sér þama færi
á ókeypis skemmtun. Með D 6
C, 17 tonna jarðýtu, með hreyf-
anlegu blaði og D 8 H, 38 tonna
jarðýtu, með U-blaöi, færði
KENNDI RÚSSUM Á CATERPILLAR