Vísir


Vísir - 13.01.1968, Qupperneq 7

Vísir - 13.01.1968, Qupperneq 7
mmm . i + ' i Afgreiöslustúlka í SÍS í Austurstræti með nokkra af undirkjólunum. sem þar fást. Undirkjólar með áf'óstum brjóstahöldum komnir á islenzkan markað V1S IR . Laugardagur 13. janúar 1968. VERST KLÆDDU KONUR HEIMS Nöfn margra frægustu kvikmyndadísa heims eru ó listanum yffir verst klæddu konur í heimi, sem birtur var fyrir skömmu í Hollywood Það er orðið langt síðan tekið var upp á því að kjósa bezt klæddu konur heimsins, og hafa ýmsir, bæði tízkufrömuðir og tízkufréttaritarar samið árlega lista yfir það kvenfólk, sem þeim þykir tiiheyra að hafa í hópi þeirra kvenna. En það er ekki svo langt síðan farið var að kjósa verst klæddu konur heims, en það hefur til þessa þótt ákaflega niðurlægjandi aö lenda í þeim hópi, þó að þróun- in hafi orðið sú, að flestum stendur nú orðiö á sama hvort þær eru taldar meðal 10 bezt klæddu eða verst klæddu kvenna heimsins. Það er nefnilega þannig, að það er orðið ískyggilega • al- gengt, að sömu konumar séu á báðum listunum, en í langflest- um tilfellum prýða þessa iista nöfn frægra kvikmyndadísa, leikkvenna, söngkvenna eða eiginkvenna frægra stjómmála- manna. Flestar leikkvennanna og. kvikmyndadísanna, hafa gert sér far um að vera sér- kennilegar í klæðaburði, með það f.yrir augum að skapa þann- ig nýjar „týpur“, og hafa þær margar teiknað föt sín sjálfar og fengið dýrar og færar saumakonur til að sauma fötin. Úr þessu koma svo oft hinar undarlegustu flíkur, sem geta jafnvel haft mikil áhrif á tízk- una, sumar fallegar og skemmti legar, en aörar óneitanlega heidur ósmekklegar og viröast tæplega þjóna öðmm tilgangi, en þeim að láta fólk snúa sér við, er það mætir þeim sem flíkina ber. Mr. Blackwell nefnist tízku- teiknari nokkur 1 Hollywood. Þykir hann ákaflega fær í sinni grein, og sagt er að hann hafi mikið vit á að koma sér áfram, eða auglýsa sig upp, eins og það er kallað. Að minnsta kosti hefur hann orSið víð- frægur fyrir lista þá, sem hann hefur samið yfir 10 verst klæddu konur heims og lætur hann fylgja listanum nánari út- iistingu á klæöaburði þeirra ágætu kvenna sem listann prýða. Hann hefur nú nýlega sent frá sér sinn nýjasta lista og er þar efst á blaði hin heimsfræga söngstjama Barbra Streisand, en hún hefur raunar verið nefnd í sambandi við listann yfir 10 bezt klæddu konur heims, sem væntanlegur er innan skamms. Barbra hefur löngum þótt mjög sérkennileg í klæðaburði, en þó yfirleitt smekkleg. Bar- bra er fremur ófríð og hefur alla tíð lagt mikið upp úr því aö skapa sér sérstakan persónu- leika með mjög sérkennilegum fötum. „Hún er eins og blómálfur, sem hefur verið alinn upp í kálbeði", segir hann og skilji það hver eins og hann hefur vit til. Líklega er meiningin hjá Blackwell, aö hún sé alltof fjöl- skrúðug og litrik í klæðaburöi. Nsest á listanum er hin heimsfræga leikkona, Julie Christe, sem kosin hefur verið bezta leikkona ársins, en Black- well líkir henni við fræga fígúru úr bandarískri teiknimyndaser- íu. Næst á listanum er Jayne Meadows, sem þykir líkjast „sirkus í símaklefa.“ Fjórða í röðinni er svo Elísabet Burton Taylor, en þetta er raunar ekki í fyrsta sinn, sem hún er á slíkum lista, hún hefur löngum þótt heldur ósmekkleg í klæðaburði, og þá einkum eftir að hún bætti við sig allmörgum pundum — og árum. „Hún líkist tveimur strákum, sem eru að slást undir minka- pels“, segir Blackwell, en Elísa- bet hefur löngum verið mjög hrifin af að klæðast minkapels- um. Julie Andrews er næst á blaði, en hún er aö því levti ólík hinum stjörnunum, að hún gerir sem allra minnst af því að sýna kynþokka sinn, enda fræg fyrir leik í barnamyndum. Hún klæðist hæfilega víðum síðbuxum og snyrtilegum peys- um eða blússum, og um hana segir Blackwell: „Eins og um- slag utan af bók eftir Charles Dickens." Skiljum við það þannig að þetta eigi að sýna fram á að hana skorti tilfinn- anlega kynþokka. Carol Channing er númer sex í röðinni og því miður er ekki hægt að þýða ummæli Black- wells um hana svo að vel sé. en hann líkir henni raunar við George Sand, sem troðið hefur verið in í rörbút. í sjöunda sæti er hin líkams- fagra Raquel Welch, sem lengi hefur verið talin meðal bezt vöxnu kvenna heims, enda klæöir hún sig samkvæmt því. Henni er h'kt viö þungavigtar- boxara, f magabelti úr kamel- ull. Ann Margret, snoppufríö Hollywoodstúlka prýðir áttunda sætið, og er henni líkt við engil sem hefur villzt úr himnaríki inn á næturklúbb. Níunda sætiö hefur Jane Fonda með tilvitnuninni „Eins og þröngar síöbuxur og vel- skreytt „angel — fodd“ kaka.“ Hin velþekkta brezka leik- kona Vanessa Redgrave rekur svo lestina meö þessum athuga- semdum: „Líkist illa Ifmdu heimatilbúnu húsgagni", — en Blackwell er þrátt fyrir allt hughreystandi: — „Hún er í framför“, segir hann „líklega verður hún númer eitt á listan- um yfir 10 bezt klæddu konur heims næsta ár.“ Líklega hafa margir orðið hissa á þessum lista herra Blackwells enda mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvað hinar undarlegu tilvitnanir eiga að tákna, en spennandi verður að vita hvort einhver þessara kvenna verður á væntanlegum lista tízkufréttaritara yfir 10 bezt klæddu konur heims. Nýjungar í und- i rfa ta tízk unni Það er orðið heldur ólíkt um að litast í undirfataverzlunum borgarinnar f dag, en fyrir svo- sem tíu árum síðan, að maður tali nú ekki um fvrir 20 árum. Stöðugt fjölgar nýjungunum og litimir á undirfatnaðinum eru fyrir löngu orðnir óteljandi með öllu. Buxnabeltin svonefndu voru komin í verzlanir á Islandi skömmu eftir að þau komu á markaöinn erlendis, og nýjasta nýjungin í undirfataframleiösl- unni, undirkjólar með áföstum brjóstahöldum, eru nú komnir hingað í verzlanir. Þessir sérstöku undirkjólar komu á markaöinn í flestum stórborgum Evrópu í fyrravetur og sumar og fyrir jólin komu þeir hingað í SÍS í Austur- stræti, en ennþá vitum við ekki til að aðrar verzlanir hafi feng- ið þessa vöru. Undirkjólamir sem fást héma eru frá hinu þekkta brezka fyrirtæki „St. Michael", og hafa þeir notið mjög mikilla vinsælda hér á landi ekki síður en erlendis. Má gera ráð fyrir að fleiri RAQUEL WELSH: Eins og kraftajötunn. ELIZABETH TAYLOR: Tveir strákar í slag. verzlanir fái slíka undirkjóla áður en langt um líður, en er- lendis fást fjölmargar tegund- ir af þeim. Undirkjólarnir frá „St. Mich- ael“ eru af tveimur gerðum, önnur úr þykku smáköflóttu nyloni og fæst í fimm litum, en hin er úr tvöfaldri nylon- bjúndu og fæst einnig f fimm litum, Kjólamir em ekki að- skomir, og kann mörgum að þykja þaö nokkur ókostur, en erfitt er að komast f kjólana ef þeir em mikið þrengri, þar sem þeir em ekki með rennilás, heldur kræktir f bakið með klauf niður undir mittið. Verðið á þessum undirkjólum er rúmar 500 krónur og kann einhverjum að þykja það dýrt, en þess má geta til samanburö- ar að góðir nylonundirkjólar kosta 3-400 krónur og góðir brjóstahaldarar nærri annað 'eins. Nú er bara eftir að vita hvenær íslenzkar verzlanir fá „sokkabolina" eða „body stock- ings“, sem mjög hafa ratt sér til rúms úti f heimi, en það em ýmiskonar undirfatasam- festingar úr krepnæloni. með mjög þunnum, innbyggðum brjóstahöldumm. Vafalaust verður þess ekki langt að bíða að íslenzkar kon- ur geti reynt þessa merkilegu nýjung, sem ætti að henta mjög vel í okkar margbreytilegu veðráttu. ANN-MARGARET: Engill í næturklúbbi. BARBRA STREISAND: Blómálfur, alinn upp í kálgarði.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.