Vísir


Vísir - 13.01.1968, Qupperneq 10

Vísir - 13.01.1968, Qupperneq 10
Skattaframtöl — y Framhald af bls. 13. ur farmannadeildar og 2. bekk- ur fiskimannadeildar Stýrim.sk. Vélsk. í Reykjavík, \ —A bekkur Verzlunarsk. Isi. 4 Kr. 15.200.oo. 1. og 2. bekkur miösk. og héraðssk.. Unglingask., 1. og 2. bekkur farmannad. og 1. bekkur fiskimannad. Stýrimannask. 4 Samfelldir skólar kr. 15.200.oo fyrir heilt ár. ^ndaskólar, Garðyrkjusk. á Reykjum. 4 Kr. 8.300.OO fyrir heilt ár. Hjúkrunarsk. ísl., Ljósmæðra skóli lsl. 4 4 mánaða skólar og styttri. Hámarksfrádráttur kr. 8.300 fyrir 4 mánuði. Að öðru ieyti eftir mánaða- fjölda. Til bessara skóla teljast: Iðnskólar, varðskipad. Stýri- mannask., Matsveina og veit- iogabjónask.. þar með fiski- skipamatsveinar, Dagnámskeið, sem stendur yfir eigi skemur en 16 vikur, enda sé ekki unnið með nám- inu, frádráttur kr. 440 fyrir hverja viku, sem námskeiðið stendur yfir. Kvöldnámskeið og dagnám- skeið, þegar unnið er með nám- inu, frádráttur nemi greiddum námskeiðsgjöldum. Sumamámskeið erlendis leyf- ist ekki til frádráttar. 4 Háskólanám erlendis. Vestur-Evrðpa kr. 38.000. Austur-Evrópa. Athugist sér- staklega hverju sinni vegna námslaunafyrirkomulags. Norður-Ameríka kr. 64.000. 4 Annað nám erlendis. Frádráttur eftir mati hverju sinni sbr. hliðstæða skóla hér- lendis. 4 Atvinnuflugnám. Frádráttur eftir mati hverju sinni. Námskostnað, sem stofnað var til eftir 20 ára aldur og veitist til frádráttar að námi loknu, enda hafi framteljandi gert fullnægjandi grein fyrir kostnaðinum, á þar til gerðum eyðublöðum. Afskrift heimæðargjalds v/ hitaveitu í eldri byggingar 10% á ári, næstu 10 árin eftir að hitaveita var innlögö. Heimæðagjald vegna hita- veitu í nýbyggingar telst með byggingakostnaði og má ekki afskrifa sér í lagi. Sannanlegan risnukostnað þó eigi hærri upphæð en nemur risnufé til tekna, sbr. iið III, 13. Greinargerð um risnukostnað fylgi framtali, þar með skýring- ar vinnuveitanda á risnuþörf. Um landgöngu- og risnufé yfir- manna á farmskipum gildir eft- irfarandi: Skipstjórar mega fá skattfrjálst landgöngufé í inn- anlandssigiingum allt aö kr. 460.oo á mánuði, en í utan- landssiglingum allt að kr. 1.250 á mánuði. 1. stýrimenn mega fá skattfrjálst risnufé allt að kr. 607.50 á ári. 1. vélstjórar mega fá skattfrjálst iandgöngufé allt að kr. 300.oo á mánuði og risnufé allt að kr. 911.25 á ári. Sannanlegan kostnað vegna rekstrar bifreiðar í þágu vinnu- veitanda. Otfylla skal þar til gert eyðublað „Bifreiðastyrk- ur og bifreiðarekstur", eins og form þess segir til um. Enn fremur skal fylgja greinargerð frá vinnuveitanda um ástæður fyrir greiðslu bifreiðastyrksins. Til frádráttar kemur sá hluti heildarrekstrarkostnaðar bif- reiðarinnar, er svarar til afnota hennar í þágu vinnuveitanda, þó eigi hærri upphæð en nemur bifreiöastyrk til tekna, sbr. liö ni 13. Hafi framteljandi fengið greiðslu frá ríkinu á árinu 1967 fyrir akstur eigin bifreiðar sinn- ar í þess þágu og greiðslan mið- uð við lægri gjaldskrá fjármála- ráðuneytisins fyrir ekinn km., er honum heimilt að færa hér til frádráttar sömu upphæð og færð var til tekna vegna þess- ar í þess þágu og greiðslan mið- arar greiðslu, sbr. III 13 án sér- stakrar greinargerðar. Ferðakostnað og annað kostn- að, sem framteljandi hefur fengið endurgreiddan vegna fjarveru frá heimili sínu um stundarsakir vegna starfa í al- menningsþarfir. Til frádráttar kemur sama upphæð og talin er til tekna sbr. III, 13. Beinan kostnað vegna ferða í annarra þágu, þó eigi hærri upphæð en endurgreidd hefur verið og til tekna er talin, sbr. III, 13. Vísir bendir lesendum sínum á aö halda til haga þessum upplýsingum, sem hér að ofan eru birtar, því síðar mun svo blaðið birta upplýsingar um, hvernig fylla beri út liði skatt- skýrslunnar um eignir og tekj- ur. Tóningasíða — Framh. af bls. 2 seldist í meira en 180.000 ein- tökum. „Absolutely Free“, önn- ur „LP“-plata þeirra, náði að seljast í 110.000 eintökum á tveimur og hálfum mánuði í Bandaríkjunum einum. Upptöku þriðju „LP“-hljómplötu þeirra er nú lokið og mun hún koma á markað nú í janúar. „LP“- plata númer fjögur er nú þegar áformuð. Hún á að vera leik- dans (ballet). Ofanrituð ummæli eru rituö svo til orðrétt eftir Frank Zappa og fleiri meðlimum „Mothers Of Invention", og ber að afsaka málvillur og orðatiltæki, sem rangt er með farið. Margt var þó eigi prenthæft. Hljómsveit þessi tilheyrir hin- um svokölluðu „hippies", sem ryðja sér nú til rúms meðal ó- þroskaðra og afvegaleiddra ungl inga. Hér á landi virðist áhug- inn vera að glæðast, og ber það að syrgja. Oftsinnis hef ég aug- um litið auglýsingar frá einu samkomuhúsi borgarinnar, þar sem segir, að „allir eigi að mæta í hippies-klæðnaði". Skora ég hér meö á stjórnanda þessarar stofnunar aö láta þetta eigi koma fram oftar, því sííkt er til lýtar húsnæði hans. Ætti hver og einn að fá að mæta í þeim klæðnaöi, sem honum þykir bezt henta. Réttarhöld — Framh. af bls, 8 að í æðstu stjórn landsins, eöa þar séu menn sem aðhyllist skoðanir hans. Sjálfur kveðst hann ala „beizlaða bjartsýni", en kröfumar um meira frelsi nái ekki fram að ganga, nema stöðugt sé lagt fast aö þeim, sem ráöa landinu. Þess er að geta, að allir svo- nefndir PEN-klúbbar heims hafa sent mótmæli vegna rétt- arhaldanna. Réttarhöldin gegn hinum ungu rithöf. eru tengd rétt- arhöldunum yfir Andrei Siny- avski og Juri Daniel, sem fyrir ári vom dæmdir í langa fang- elsisvist fyrir að hafa smyglað úr landi „sovétfjandsamlegum ritum“. Þegar málaferlum yfir þeim lauk samdi Ginsburg greinarge. 3 um ákærumar gegn þeim og var henni smyglað til vestrænna landa. Er því litið á hann af sovézkum yfirvöld- um sem leiðtoga „neðanjarðar- hreyfingar menntamanna". Þaö var fyrir 8 árum, sem hann hóf útgáfu tímarits sem varð nafnkunnugt, en það nefnd- ist SYNTAX. Hann sat í fang- elsi í 2 ár, hélt áfram að skrifa og smygla ritum ungra höfunda úr landi. Hann var tilneyddur aö játa opinberlega „mistök" sín og átti svo um tíma fyrir- litningu og kulda að mæta frá mörgum fyrri vinum, en hann vann aftur álit þeirra og vin- senmdi - og tryggði sjálfum sér nýja fangelsisvist" — er hann smyglaði til vestrænná landa opinberri rússneskri greinar- gerö um rithöfundana tvo, sem dæmdir voru til fangelsisvistar. Yfirvöldin biðu þó — en þegar hann tók þátt í kröfugöng um og mótmælafundum stúd- enia út af fangelsun Sinyavski og Daniels var hann handtekinn fyrir ári síðan, og settur í Lefortovo-fangelsi, þar sem látnir eru vera hættulegustu stjórnmálalegir glæpamenn í Sovétríkjunum. Af fjórum sakborningum er almennt talið, að Alexander Ginsburg fái þyngsta dóminn. Læknaskortur — Framhald af bls 1 inu. Enginn læknir er þó á Flateyri, en læknirinn á Þingeyri gegnir störfum þar. Á Bíldudal er heldur enginn læknir, en tveir læknar eru á Patreksfirði, sem skipta á milli sín Bíldudalshéraðinu og Pat- reksfjarðarhéraöi. Á Súðavík er enginn læknir, en þar hefur aðeins verið lækn- ir meö höppum og glöppum síð- asta aldarfjórðunginn eða meir. Læknisskortur þar þykir ekki umtalsverður, enda eru aðeins 17 km þaðan til ísafjarðar og hefur Súðavíkurlæknirinn oftast setið þar, þegar einhver hefur verið. Júgöslavar — Framhald af bls 1 hinni alþýðlegu hefð í dönsun- um og þjóðlögunum og fyrir aö halda hópnum mjög vel þjálfuð- um og samæfðum. Við áttum stutt spjall við VlSl Dragoslav Dzadsevic í gær, þar sem hópurinn var að koma úr mat á Hótel Loftleiðum. Sagði hann okkur, að hópur- inn kæmi nú beint frá Júgó- slavíu, en yfir áramótin var hann á sýningaferðalagi í Belgíu. Nú heldur hópurinn til Bandaríkjanna þar sem hann mun sýna f öllum helztu borgum næstu mánuðina. „Hvemig lízt ykkur svo á ís- land?“ „Við höfum nú lítið séð af því ennþá, en margir úr hópnum hafa aðeins komið hér við áður á ferðalö.gum vestur um haf, en aldrei haft neina viðdvöl. Okkur lízt ágætlega á það sem við höf- um séð. Við förum núna strax að æfa okkur í Þjóðleikhúsinu, en þangað hefur enginn okkar komið áður.“ r' Ufsvar — Framhald af bls. 1. 180 klst. viö hana á mánuði, enda hafa verið tekin mörg verk efni til meöferðar, sem ekki kæmi til greina aö gera án hennar. Endurskoðandi Reykjavíkur- borgar, Helgi V. Jónsson sagði að með tilkomu nýju tölvunnar yröi unnt að setja allt bókhald borgarinnar og ríkissjóðs til Skýrsluvéla, en með því myndi fást betri og hraðvirkari yfir- sýn yfir stjóm borgarinnar, sem hefur mikið gildi t.d. með til- liti til hvers vel hefði gengiö að fylgja eftir fjárhags- og fram- kvæmdaáætlun borgarinnar. — Það hefur alltaf verið galli á bókhaldi hvers seinvirkt þaö hefur verið og verið á eftir tímanum, sagði Helgi. Hann sagði að með tölvunni yrði mögulegt að breyta inn- heimtubókhaldi Gjaldheimtunn- ar og mögulegt yröi að láta hana leysa ýmis stærðfræöileg verkefni sem og ýmsa verkút- reikninga. Þá væri slík tölva algjör forsenda þess aö hægt veröi að taka upp staðgreiðslu- kerfi skatta, en til að firra mis- skilningi bætt hann við aö staðgreiðslukerfið ætti enn langt í land, Otto Michelsen, forstjóri úti- bús IBM hér Á landi, sagöi að tölva þessi yröi lang stærsta tölva, sem hingað hefur verið flutt inn. Erfitt er að gera ná- kvæma grein fyrir afkastagetu hennar til samanburðar við tölvur, sem þegar em í landinu, þar sem taka verður tillit til margra þátta. Hún getur til aö mynda gengið frá fjölbreyti- legri og flóknari verkefnum en gamla tölvan, hefur 16000 minniseiningar á móti 4000 minniseiningum. Otskriftahraði hennar margfalt meiri, getur skrifað út 11.000 línur á mínútu, en í hverri línu geta verið 132 stafir. ' Til samanburðar má geta þess að tölva Háskólans hefur 40000 minniseiningar, en útskriftar- hraði hennar er ekki nema fá- einar línur á mínútu. Nýja tölvan verður útbúin segulböndum og seguldiskum, en þeir gera það kleift að hægt er að fá ýmsar flóknar upp- lýsingar samstundis. Fjórar tölvur em nú fyrir í landinu af þriðju kynslóð og ein til viðbótar við ofangreinda er í pöntun. Fyrirtækin sem hafa tölvur af þriðju kynslóð (allar af gerðinni LBM 360—20) eru: Loftleiðir, Sláturfélag Suð- urlands, Landsbankinn og Sam- bandið. — Þá eru^þrjár tölvur af annarri kynslóö í landinu, hjá Háskólanum (IBM 1620-2), Skýrsluvélum IBM (IBM 1401) og Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar (IBM 1401). ------------------- t ----------------------- Alúðarþakkir flytjum við öllum þeim nær og fjær, setm auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og bálför BJARNA BRANDSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við flytja lækni og hjúkr- unarliði Dvalarheimilis aldraðra sjómanna fyrir alúð og umhyggju honum veitta. Böm, tengdabörn og barnabörn. R . Laugardagur 13. janúar 1968. BELLA — og munið það að ef þér klippið sentimeter of mikið af hárinu á mér þá klippi ég af yður skeggið... MESSUR Grensásprestakall. Barnasamkoma í Breiðagerðis- skóla kl. 10.30. — Messa kl. 2. Séra Felix Ólafsson. Neskirkja. Barnasamkoma kl, 10.30. Messa kl. 2. Séra Jón Thorarensen. Mýrarhúsaskóli. — Barnasamkoma kl. 10. Séra Frank M, Halldórsson. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 2 e.h. á vegum Félags fyrrverandi sóknarpresta. Séra Bjöm O. Björnsson messar Heimilisprestur. Bústaðaprestakall. Barnasamkoma í Réttarholtsskóla kl. 10. — Guðsþjónusta kl. 11 Vinsaml. athugið breyttan messn- tíma. Séra Ólafur Skúlason Ásprestakall, Messa í'Laugarnesskóla kl. 5 — Bamasamkoma kl. 11 í Laugará= bíói. Barnakórinn komi kl. 10.3° Séra Grímur Grímsson. Hallgrímskirkja- Barnasamkoma kl. 10 Svsti- Unnur Halldórsdóttir. — Mess” kl, 11. Séra Erlendur Sigmundr son. Háteigskirkja. Barnasamkoma kl 10.30. Séra Arngrímur .’ónsson Messa kl. 2 Séra Jón Þorvarðsson. Langholtsprestakall. Barnasamkoma kl 10.30. Séra ^relíus Nfelsson. Samkoma fyrir eldra fólk hefst með guðsþjónustu kl. 2. Helgi- sýning nemenda f Vogaskólanum Kaffiveitingar og margt fleira. Fríkirkjan. Barnasamkoma kl 10.30. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Laugameskirkja. Messa kl. 2 e. h. Barnaguðs- bjónusta kl. 10 f. h. Séra Garðar Svavarsson TILKYNNINGAR Langholtssöfnuður: Kynningar og spilakvöld verð- ur í safnaðarheimilinu sunnudag- inn 14. janúar kl. 8.30.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.