Vísir - 27.01.1968, Síða 4

Vísir - 27.01.1968, Síða 4
Á ! — f sí íð a n ■ Simon II. Hinn útlægi konungur Símon II af Búlgaríu og Alfonso af Borbon frá Spáni voru á dögun- um staddir í Taipei, og drukku þar te með forseta kínverskra þjóðernissinna, Sjang Kai-sjek, og áttu við hann viðræður. Ekki vita menn þó um hvað var rætt. V Sonur hins fræga milljónamær- ings Paul Getty, er George F. Getty 2., og hann er heldur eng- inn fátæklingur. Nýlega fékk hann skilnað frá konu sinni, Gloríu Getty, en þau höfðu verið í hjónabandi i 16 ár. Hann var dæmdur til að greiða henni 4000 dala framfærslufé á mánuði, 1500 dali á mánuði í meðlag með þrem dætrum þeirra og ennfrem- ur var honum gert að eftirláta henni hús þeirra og 72.239 dali I verðbréfum. George F. Getty 2. Eitt hundrað og fimmtíu ara afmæli reið- hjólsins Fyrir 150 árum síðan, 1 janúar 1818, fékk Karl-Friedrich von Drais einkaleyfi á smíði „hraðskreiðs farartækis", Þetta „hlaupa-hjól", fyrirrennari nú- tima reiðhjóls var gert úr tré- grind á tveim hjólum og bólstr- uðu sæti. Framhjólinu og stýrinu var hægt að snúa í heilhring Hjólið var knúið áfram á einfald- an hátt hinn djarfi ökuþór ýtti sér áfram með fótunum. Þetta hjól von Drais baróns varð mörgum aðhlátursefni, en þó var það hraðskreiðara en marg ur póstvagninn. Fjórtán km leið milli Mannheim og Schwetzingen fór það á einni klukkustund. ‘Þá töldu menn að sextán km hraði á klst. væri mesti hraði, sem mann skepnan þyldi. Nú leið hálf öld og hlaupa- hjólið þróaðist yfir í núverandi mynd fyrir atbeina enskra, franskra og þýzkra tækniáhuga- manna. Þó byrjaði hin mikla sigur- ganga reiðhjólsins um heiminn fyrir 80 árum, þegar skozki dýra- læknirinn Dunlop kom fram með loftfyllta hjólbarða . í dag eru um það bil 150 millj- ón reiðhjól í notkun í heiminum — 22 milljónir i Þýzkalandi einu — og fjöldi þeirra hefur meira en tvöfaldazt á síðustu tuttugu árum, þrátt fyrir aukna vélvæð- ingu. í Danmörku á annar hver lands maður reiðhjól, í Þýzkalandi fjórði hver og í Bandaríkjunum tíundi hver, svo að segja má, að í sambandi við sögu reiðhjólsins sannist hið fornkveðna: Sá hlær bezt, sem síðast hlær. Veikindafrí til heilsubótar. Einu sinni f haust hitti ég á skemmtistað mann, sem ég var málkunnugur, en þar eð éR vissi að skip það, sem hann var skráð ur á, var á síldveiðum út af Austurlandi, þá ávarpaði ég manninn, en mér flaug fyrst í hug, að bilun eða eitthvað ó- íænt hefði átt sér stað, og spuröi um skipið og hvort ekki væri allt i lagi. Jú, jú, það var allt í lagi með allt og alla. Hann hafði bara skroppið suður og var í veikindafríi, eins og hann komst að orði. Þar eð mað urinn var á skemmtistað og alls ekki veikindaiegur. þá hafði ég orð á, að hann væri þá væntan- lega búinn að ná sér, fyrst hann væri þó úti að skemmta sér. Hann svaraði, aö hann væri mik ið betri, og mundi væntanlega fara austur aftur eftir svo sem viku, en þá mundi hann verða búinn að ná sér. Hvað að hon- ,um hefði verið, kvaðst hann ekkert vita, en hann hefði verið til rannsóknar hjá lækni, þvi það hefði ekki legið ljóst fyrir, hver sjúkdómurinn var. Fyrir skömmu hitti ég svo einn af bessum sildveiðiskip- stjórum, sem oft komast i frétt- irnar vegna mikilla aflabragða. Ég spuröi frétta, en hann bölv- aði mikið og kvaöst væntan- lega verða aö hætta til sjós, þvi ekki væri hægt að iáta útgerð- ina bera sig, vegna þess að kostnaðurinn bæri allan rekstur ofurliði, og bar að auki væru ört vaxandi erfiöleikar varðandi mannahald, en hann nefndi m. a. að veikindadagar sjómanna hefðu veriö freklega misnotaðir af miklum hluta hans áhafnar, þó fyrirfyndust heiðarlegar und- antekningar. Sömu söeu hefðu fjöldi annarra útgerðarmanna og skipstjóra að segja, sérstak- iega nú f sumar, þeear veiði- úthaidið gerðist iengra og leið- inlegra, en sjómenn áttu að venjast áður. Skipstjórinn sagöi, að sjómennirnir tilkvnntu, að þeir væru veikir og byrftu að komast til læknis, oe þegar ekki iægi lióst fyrir hvað að beim gengi, þá væru þeir sendir suö- ur til frekari rannsóknar, því ekki er hægt að reka menn til vinnu, sem telja sig vera sár- þjáða og með verki. Þegar ég heyrði þessi ummæii skipstjórans, minntist ég þessa sjómanns, sem ég hitti á skemmtistað og taldi sig vera i veikindafríi. Ég lét í liós undrun mína yfir þessu viö skipstjór- ann, og hvort ekki væri hægt að stemma stigu viö þessari misnotkun á greiðslum vegna veikindaforfalla, en hann taldi, að afar erfitt væri að stemma stigu við slíku, eins og samn- ingarnir eru I pottinn búnir. Mér varö þetta nokkurt um- hugsunarefni, og sagði því iðn- rekanda einum frá þessum um- mælum skipstjórans, en hann ussaði við og sagði að þetta væri bölvaður barlómur í skip- stjóranum, bvi að betta yrðu allir atvinnurekendur að hafa eins og hvert annað hundsbit, á íslandi f dag, svo það tæki ekki fvrir einn eöa neinn að telja sig búa verr en aöra fyr- ir bað. í bví sambandi taldi iðn- rekandinn, að meðal opinberra starfsm- -na bætti a. m. k. hjá fjölda stofnana, sjálfsagt að taka út veikindadagana. væntan lega með frídngum. ef fóik hefði ekki verið veíkt á árinu. Þegar ég efaðist um sannleiks giidi bessara ummæla, sagði bessi iðnrekandi. að ég skyldi bera þetta undir fleiri vinnu- veitendur og kanna ástandið, oy geri ég bað hér með. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.