Vísir - 27.01.1968, Side 10
70
V I S x R. Laugardagur 27. janúar 1968.
BELLA
— Gerir það nokkuð til þó að
ég þurfi að leiðrétta bréfin mín
nokkrum sinnum? Þau verða bara
persónulegri fyrir bragðið.
MESSDR
Kópavogskirkja: Guðsþjónusta
kl 2. — Barnasamkoma kl. 10.30.
Séra Gunnar Árnason .
Háteigskirkja. Messa kl. 2.
Séra Jón Þorvaröarson. — Barna
samkoma kl. 10.30 og síödegis-
guðþjónusta kl .5 .Séra Arngrím
ur Jónsson .
Bústaðaprestakall. Barnasam-
koma í Réttarholtsskóla kl. 10.30.
Guösþjónusta kl. 2 Séra Ólafur
Skúlason.
Neskirkja. Barnasamkoma kl.
10.30. Messa kl. 2. Séra Jón Thor
arensen.
Mýrarhúsaskóli. Barnasamkoma
kl. 10. Séra Frank M. Halldórs-
son.
Langholtsprestakail. Barnasam
koma kl. 10.30. — Guðsþjónusta
kl. 2. Séra Árelíus Níelsson.
Grensásprestakail: Barnasam-
koma í Breiöagerðisskóla kl.
10.30! — Messa kl. 2. Séra Felix
Ólafsson.
Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl.
2. Barnaguösþjónusta kl. 10.30.
Séra Garðar Þorsteinsson.
Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra
Jón Auðuns. Messa kl. 5 Séra.
Óskar J. Þorláksson (ungt fólk
aöstoöar).
Laugarneskirkja. Messa kl. 11
f. h. (ath. breyttan messutíma).
Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h.
Séra Garðar Svavarsson
Fríkirkjan. Barnasamkoma kl.
10.30. Messa kl. 2. Séra Magnús
Guðmundsson fyrrverandi pró-
fastur messar. Séra Þorsteinn
Bjömsson.
Elliheimilið Grund, Guðsþjón-
usta kl. 2 e.h. Séra Lárus Hall-
dórsson messar. Heimilisprestur-
inn.
Hallgrímskirkja. Barnasam-
koma kl. 10. Systir Unnur Hall-
dórsdóttir. Messa kl. 11. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson.
ABALFUNDUR
Kvenfélag Háteigssóknar ,held-
ur aöalfund í Sjómannaskólan-
um fimmtudaginn 1. febr. kl. 8.30
Stjórnin.
Vandamál yngri sem
eldri í umferðinni
Þessa dagana er að hefjast al-
menn umferðarfræðsludagskrá á
vegum Umferðamefndar Reykja-
víkur og lögreglunnar i Reykjavík.
Markmið þessarar dagskrár er að
veita öllum vegfarendum, ungum
sem öldruðum, sem ýtarlegasta
fræðslu um umferðarmál, en lögð
verður sérstök áherzla á vandamál
aldraöra í umferðinni sem og
yngstu vegfarendanna. Framkvæmd
þessarar dagskrár er í höndum
Fræðslu- og upplýsingask'rifstofu
Umferðarnefndar Reykjavíkur.
Helztu þættirnir í þessari dag-
skrá, en hún mun standa fram i
miðjan marz, verða þessir:
1. Dreifimiðar um umferð gang-
andi vegfarenda hafa þegar veriö
sendir á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Á þessum dreifimiöum er
vakin athygli á fjórum reglum, sem
mikilvægar eru hverjum| gangandi
vegfaranda, en einkum er þó vakin
athygli á mikilvægi þess, aö gang-
brautir séu rétt notaðar.
2. Um næstu mánaðamót verða
sendir dreifimiðar til allra skóla-
barna hér á höfuðborgarsvæðinu,
sem eru 7—12 ára. Dreifimiðar þess
ir bera heitiö „Foröizt slysin.“ 'Á
þeim verða m. a. upplýsingar um
helztu orsakir barnaslysa á s.l. ári.
3. Komið verður upp 600 auglýs-
ingaspjöldum á höfuöborgarsvæö-
inu. Á spjöldum þessum eru hvatn
ingarorð til vegfarenda. Þegar hef-
ur um 500 slíkum spjöldum verið
komið upp.
4. „Ökumaðurinn" nefnist fræðslu ]
og kynningarrit, sem gefið verður j
út og sent öllum atvinnubifreiöar-1
stjórum á höfuðborgarsvæðinu. !
5. Efnt verður til skipulagöra
fræðslufunda með atvinnu-bifreiöa-,
stjórum. Hefur sá fyrsti þegar ver-1
ið haldinn. Á þessum fundum verð- j
ur atvinnubifreiðastjórum veitt al-
menn fræðsla um umferðarmál,
jafnframt þv( aö rætt verður um
undirbúning H-dags. Gert er ráö-
fyrir, að hver atvinnubifreiðastjóri
eigi kost á aö sækja 2—3 slíka
fundi fram að H-degi.
6. I febrúarmánuði verður efnt
til almennra fræðslufunda meö i-
búum höfuðborgarsvæðisins. Þar
verður rætt um almenn umferðar-
mál, jafnframt því að gefnar verða
upplýsingar um undirbúning fyrir
breytingu í hægri umferö.
Fleiri atriði eru á dagskrá þess-
arar umferðardagskrár, og vérður
getið þeirra þátta síðar.
— 7 milljónum úthlutað i atvinnuleysisbætur
— Útlit fyrir milljónaútgj'óld hjá Atvinnuleysis-
tryggingasjóði næstu vikurnar
SÍÐASTA ÁR var mesta atvinnuleysisár, sem komið hefur um
langan tíma hér á landi, ef miðað er við atvinnuleysisbætur.
Þá var úthlutað samtals 7 milljónum og 69 þúsundum króna úr
Atvinnuleysistryggingarsjóði, eða röskum fjórum milljónum króna
meira en árið 1966. - Segir þar til sín hið aivarlega atvinnu-
ástand, sem skapaðist seinni hluta ársins og gætti í fyrstunni
mest á Norðurlandi. — Atvinnuhorfurnar hafa sízt batnað frá
áramótum og nú bíða hundruðir ef ekki þúsundir manna eftir
atvinnuleysisbótum. Ef ekki rætist úr atvinnuhorfunum á næst-
unni má búast við milljónaútgjöldum úr atvinnuleysistryggingar-
sjóði næstu vikurnar.
Sumu af þessu fólki hefur verið út- j
veguð vinna, en víðast hvar bíða'
tugir og hundruðir eftir atvinnu-!
leysisstyrknum.
í Faykjavík eru atvinnuleysingj-
ar orðnir hátt á fimmta hundrað á j
skrá. í Yestmannaeyjum eru nokk-
uð á annað hundrað á skrá, þar af
allmargar konur ,sem unnið hafa
í fiskiðjuverum bæjarins.
Stefán Bjarman á Vinnumiðlunar
skrifstofu Akureyrar sagði Vísi í
gær að talsveröur fjöldi fólks af
ýmsum stéttum væri átvinnulaust
þar í bæ, en skráning færi þaiSekki
fram .yrr en um mánaðamótin og
kvaðst hann því ekki hafa tölur
yfir fjölda þeirra.
Mestur hluti atvinnuleysisbót- ]
anna á seinasta ári fór til kaup- j
staöa og kauptúna á Noröurlandi.
Á Akureyri uámu bæturnar 1 millj
ón, 566 þúsundum króna og á Siglu
fírði 1 milljón 480 þúsundum. j
Þessar tölur um atvinnuleysisbæt
ur fékk Vísir í gær hjá Tryggingar-.
stofnun ríkisins og til samanburð
ar má geta þess að árið 1966 var
úthlutað 2.997.154 krónum úr at-1
vinnule/sistryggingasjóði.
Daglega streymir fólk á Ráön-,
ingarskrifstofuna í Reykjavík og
bæjarskrifstofur úti á landi til þess
að láta skrá sig atvinnulaust. —
Keppni um teikningu á Evrópufrimerki:
ÍSL. ARKITEKT
wm VERÐLAUN
Póstnefnd Evrópusamráðs pósts
og síma (CEPT) kom saman til
fundar í bænum ViIlars-sur-Ollon í
Sviss, 25. janúar s.I. til þess að
velja mynd á Evrópufrímerki næstu
þriggja ára. Alls voru lagðar fram
28 teikningar frá 15 löndum.
Fyrir Evrópufrímerki ársins 1969
valdi nefndin teikningu frá Ítalíu,
fyrir Evrópufrímerki ársins 1970
valdi hún teikningu frá írlandi og
fyrir Evrópufrímerki ársins 1971
var valin teikning frá íslandi eftir
Helga Hafliðason, arkitekt. Hlýtur
hann í verðlaun jafnviröi 2500 gull-
franka, um 46.550.— krónur.
Teikning frá íslandi hefur áður
verið valin á Evrópufrímerki. Var
það teikning Harðar Karlssonar ár-
ið 1965. Er ísland einasta aðildar-
land CEPT, sem teikning hefur ver-
ið valin frá oftar en einu sinni.
Strandaði —
náðist út
Um fimmleiytið í fyrrinótt
strandaði vélbáturinn Hildur vest-
an við Ingólfshöfða. Báturinn var á
Ieiö austur á firði og þaðan til út-
landa. — Gamall trébátur skráður
í Reykjavík.
Björgunarsveit í Öræfum brást
fljótt við, en þegar undirbúningi
að björgun var lokið losnaði bát-
urinn á flot án aðstoðar, og meira
að segja án þess að vélin kæmist
í gang. Næstu átta tíma var unnið
að því um borð að koma vélinni
f gang, og það tókst um sfðir.
Henry Hálfdánarson tjáði blað-
inu, að aðrir bátar hefðu beðið á-
tekta og verið reiðubúnir að veita
aöstoð, en ekki var farið fram á
hana. Þótt báturinn strandaði vest-
an Ingólfshöfða, tókst þannig til
eftir að hann var kominn á flot,
að hann rak í öfuga átt fyrir ósa
Skeiðarár, þannig að ef báturinn
hefði strandað á sandinum aftur,
hefðu björgunarmenn þurft að
brjótast yfir Skeiðará.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Vísir fékk f gær höfðu 37
látið skrá sig á Akranesr En þar
hafa fáir bætzt við seinustu dag-
ana og sumt af þessu fólki hefur
nú fengiö vinnu. 20 voru skráðir
atvinnulausir í Kópavogi á bæjar-
skrifstofunni og 19 í Hainarfiröi
Þessar tölur eru allar mið.iðar við
föstudagskvöld. — í Keflavík voru
hins vegar skráðir 45 atvinnulausir
í gærkvöldi, flestir seinustu dag
ana og voru þá ekki meöta’-dir þeir
sem komizt höfðu í vinnu eftir
að þeir létu skrá sig.
Ástandiö var víðast hvar mjög
slæmt í sjávarplássum, enda hefur
lítil vinna verið við fiskverkun
haust og vetur, vegna fiskleysis
og ógæfta, auk ] ess sem frystihús
in eru nú lokuð sem kunnugt er.
Sbtcer
Framhald at bls. I.
umstæðum taka Iengri tíma en 15
mínútur, því þá er loftið þorriö
jafnvel hjá mestu blásurum. —
Ræðumaður les upp Ijóð til Haggis
eftir Robert Burns en síðan tekur
hann upp hníf og ristir á belginn
umhverfis „Haggisið.“ Á eftir geng
ur ræðumaðurinn milli manna með
Wisky-flösku og hellir einum
„hald (hálfum) í glas hvers
manns.
Hinn þjóölegi réttur er snæddiir
en síðan er flutt „hin ódauðlega
minning“ (Immortal Memory) um
Robert Burns, en ræðan skal fjalla
um einhvern þátt í lífi skáldsins
t. d. ástir eða drykkju (He was
happy drinker).
David Brown var klæddur í ein
kennisbúning Highland light In
fantry (Fótgöngulið Hálandanna)
en sú hersveit hefur nú nýlega ver
ið bönnuð í stjórnartíð Wilsons.