Vísir - 27.01.1968, Síða 16

Vísir - 27.01.1968, Síða 16
'•$kS&3xí2&s&£ ,Jú, velkomið að stilla sér upp fyrir eina mynd, en einn vantar þó í þennan 15 manna hóp. Islandsklukkan frumsýnd i Þjóðleikhúsinu 31. jan. ♦ Á fundi, sem þjóðleikhússtjóri hélt með blaðamönnum f gær kom það fram, að Halldór Laxness rithöfundur vinnur nú áð nýrri skáidsógu. Sagði Halldór, að í sumar og vetur hefði hann unnið að því að skrifa leikrit, en siðan hefði hann skrifað það upp á nýtt í annarri umferð í skáldsöguformi, þannig að nú ætti hann á vinnustofu sinni tvö skyld verk um sama efni. Kvenfélagið í Ásprestakalli kaupir húseign Kvenfélag Ásprestakalls festi í | gær kaup á fasteigninni Hólsvegi, 17, en ætlunin er að nota þetta hús undir félagsstarfsemi í sókn inni ,þar ti! prestakallið hefur kom ið sér upp kirkju og félagsheimili í tenglum við hana, en þá verður húsið að Hólsvegi 17 selt og and- virðið látiö renna upp í verð kirkj unnar og væntanlegs félagsheimil- is. Þó að konurnar í Ásprestakalli eigi heiðurinn fyrst og fremst að þessu myndarlega átaki, hafa þær notið aðstoðar sóknarnefndarinnar og hræðarfélagsins í sókninni. Ef til vill kemur þessi skáldsaga út í bókarformi næsta sumar eða haust, ef Laxness tekst að ljúka verkinu á komandi mánuðum, en margir lesenda skáldsins hafa lengi beðið þess, að þessi meistari skáld sögunnar sendi frá sér nýtt verk. Þjóðleikhússtjóri skýrði frétta- mönnum frá því, að næsta verk- efni leikhússins yrði íslandsklukk an, eins og áður hefur verið greint frá í blaðinu. Að þessu sinni mun Baldvin Hall dórsson stjórna leiksýningunni, en leikmynd gerir Gunnar Bjarnason og búninga Lárus Ingólfsson. I hinum tuttugu atriðum leiksins munu næstum fjörutíu leikarár koma fram. Helztu hlutverk eru: Jón Hreggviðsson á Rein, leikinn af Róbert Arnfinnssyni, assessor Arnes Arnæus leikinn af Rúrik Har aldssyni Snæfríður Eydalín leikin af Ligríöi Þorvaldsdóttur, Dóm- kirkjupresturinn leikinn af Gísla Alfreðssvni og júnkærinn í Bræðra túngu, sem leikinn er af Erlingi Gíslasyni VISTR Laugardagur 27. jan. 1968. Ofafur Ragnars sæmdur riddaralcrossi Vasaorðunnar Konungur Svía Gústaf VI Adolf hefur sæmt f. v. sænska ræðis- manninn á Siglufirði Ólaf Ragnars riddarakrossi hinnar Konunglegu Vasaorðu. Honum var afhent heið- ursmerkið á heimili sænska sendi- herrans 25. þ.m. (Frá sænska sendiráðinu.) Enn ófundnir Enn hefur ekkert spurzt til týndu mannanna tveggja, sem lýst hefur verið eftir í þrjár vikur. Skipu- lögð leit hefur nú að mestu verið lögð niður, eða að minnsta kosti éngir leitarflokkar verið á ferli síðustu dagana, enda búið að leita vandlega um næsta nágrenni Reykjavíkur og einnig í bænum. Hins vegar starfar rannsóknarlög- reglan að rannsókn á hvarfi mann anna, en hefur lítið orðið ágengt, e.nda lítið til þess að fara eftir. Von- ir manna um að finna þá týndu á lífi aftur, eru nú orðnar litlar en þó er í lengstu lc.g haldið í þær. •••••••••••••••••••••••••• HER KOMUST ÞAU I KYNNI VIÐ NÁTTÚRUNr — Erlendir starfsmenn Loftleiða lita augum heimaland fyrirtækisins — Mér finnst ég vera eins og drottning! hafði ein sagt. — Að hugsa sér! Við borðuðum í gærkvöldi um borð í síldarbát, sagði annar. Andartak hvarf af þeim ópersónulegur kurteisissvipur af- greiðslufóiksins og brosin urðu innilegri og þau Iitu framan í hvort annað, eins og til að sjá, hvort hin deildu ekki með þeim áhuganum. Góðlegur maður á bezta aldri sneri sér frá hóp ungmenna, sem hafði reynt með fáum orðum að skýra fyrir blaðamanni Vísis, hvernig þeim litist á I’sland — heimaland fyrirtækisins, sem þau starfa öll hjá, Loftleiða. — Það má sjá, að þau hafa orðið fyrtr töluverðum áhrifum (svo maður kveði nú ekki of sterkt að orði), sagði maðurinn, Hollendingur að þjóðerni, — ... töluverðum áhrifum af komunni hingað. Blaðamaður Vísis hafði komið að hópi starfsmanna Loftleiða í afgreiðslusal Loftleiðahótelsins, en þau sinna fyrir Loftleiðir ým- iss konar farþegaþjónustu í af- greiðslum fyrirtækisins í Chi- cago, San Francisko, New York og á JFK-flugvellinurh. „Hér hafa þau komizt í kynni við náttúruna,“ sagði Hollend- ingurinn, Jan Prydekker, sem hafði orö fyrir þessum fjöruga hóp. „Sjáðu til! Þau eru nefni- lega öll fædd og uppalin í stór- borgum, þar sem maður sér varla nokkurn tíma upp yfir hús þökin.“ Prydekker kvað þau hafa far- ið daginn áður til Hveragerðis og þeim hefði þótt stórkostlegt að sjá hverina og „þessi nátt- úruundur ykkar íslendinga". í morgun ætluðu þau að halda til Luxemborgar, en ætlunin var i gær að skoöa sig um f Reykja- vík. Þetta var kynnisför, sem fyrir- tækið efnir til fyrir starfsfólk sitt, — einkanlega þá, sem eru nýbyrjaðir, — en þau höfðu c!l starfað minnst eitt ár hjá því, nema Prydekker, sem sagðist vera „oldtimer". Hann hefur unn ið hjá Loftleiðum í 8 ár. í hópnum voru 3 íslendingar, Louise Thordarsen (starfar í Chicago), Guðmundur Einarsson (JFK-flugvelli) og Friðrik Björg- vinsson (JFK-flugvellinum), sem kváðust fegin tækifærinu til þess að heilsa upp á ættingjana, en þau hafa öll starfað í lengri eða skemmri tíma erlendis. Svo var að sjá sem þau hefðu öll gaman af tilbreytingunni. Þau eru vanari því að stjana í • kringum aöra, en það sé snúizt í kringum þau, og því var það, að ungu stúlkunni fannst hún vera eins og drottning. !••••••••••••••••••• „Ævintýraferð til Hafnar" 1 Stundinni okkar, barnatfma sjónvarpsins, sem hefur náð miklum vinsældum, ekki aðeins hjá börnunum, heldur einnig for ráöamönnum bamanna sjálfra, verður á morgun sýnd kvik- myrtd, sem tekin var af sjón- varpinu i sumar sem leiö af tveim börnum, sem unnu rit- gerðasamkeppni barnablaðanna Æskunnar og Vorsins í sam- vinnu við Flugfélag íslands, þeg ar þau voru í verðlaunaferð í Danmörku. Á myndinni, sem hér fyigir er Marfa Jónsdóttir aö skemmta sér í Tívolí í Kaup mannahöfn, en ungur piltur, Ingólfur Arnarson var hin verð launahafinn. Verður sýndur myndaflokkur af börnunum, sem heitir „Ævintýraferð til Hafnar.“ Fyrsti þátturinn heit- ir „Með Guilfaxa til borgarinn- ar við Sundið.“ Þrándur Thor- oddsen tók myndina. Af öðru efni annað kvöld verður leikur drengjahljóm- sveitar Varmárskóla og loks rabba þau saman Rannveig og Krummi. Lengst til vinstri í fremstu röð er Jan Prydekker, þriðji f. v. er Friðrik Björgvinsson, en iengst til hægri er Guðmundur Einarsson. í annarri röð iengst t.h. er Louise Thoroddsen. Jörgensens-málið enn endurskoðun Væntanlega hefst réttarhald aftur á næstunni Rannsókn hefur nú staðið yf ir um alilangt skeið í máli Frið- riks Jörgensens, en aðailega far- ið fram í formi endurskoðunar á bókhaldi yfir viðskipti fyrir- tækis hans við framleiðendur sjávarafurða. Endurskoðunin hófst snemma á árinu ’67 og um tíma unnu við hana 5 endurskoðendur og er henni ólokið enn. Þetta hefur tafið nokkuð réttarhald f mál- inu, þvf niðurstöður endurskoð unarinnar eru taldar skipta miklu máli, og þvf beðið eftir skýrslu endurskoöanda. f samtali við Ólaf Þorláksson, sakadómara, í gær kom í Ijós, að sakadómi hefur borizt þátt- ur úr skýrslu endurskoðanda, en mikið mun þó eftir enn, sem þörf er endurskoðunar á, og þvf líklegt að rannsókn málsins teygist nokkuð á langinn. Þó taldi Ólafur, að á næstunni ein hvem tíma yrði byrjað að þinga í málinu á nýjan ieik. Laxness vinnur að nýrri skáldsögu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.