Vísir


Vísir - 01.02.1968, Qupperneq 7

Vísir - 01.02.1968, Qupperneq 7
V í S IR . Fimmtudagur 1, febrúar 1968. morgun útlönd í morgun útiLönd í morgun útlönd í morgun útlönd og réttarhöld á Kúbu — hinir handteknu eru Moskvulihumenn og sakaðir um samsæri gegn Castro Miðstjóm Kommúnistaflokks Kúbu tilkynnti í byrjun vikunnar, aö handtekinn heföi veriö fámennur hópur „svikara viö byltinguna", og var tekið fram, að hinir handteknu væru flokksmenn í Kommúnista- flokknum. Þeirra á meðal var Anibal Escal- ante, sem hafði með höndum „minni háttar embætti" innan vébanda rík- isstjórnarinnar, og var hann nefnd- Fidel Castro. ► Brezkur fulltrúi á fundi Evrópu ráðs segir það misskilning, aö Bret- land hafi viðurkennt grísku hern- aðarlegu stjórnina, þótt endurnýj- uð hafi verið við hana stjórnmála- leg tengsli. Tillaga er fyrir ráðinu um frávikningn Grikklands úr því, nema lýðræði þar verði endurreist fyrir vorið. Olaton D. Morozov. i> Morozov, aðaifulltrúi Sovét- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lét í gær í ljós nokkra bjartsýni um friðsamlega lausn Pueblo-málsins. ■■BwagaMiwwwaii.tuHMiiJiwiwuBMa ur leiötogi, og yrði hann og félag- ar hans leiddir fyrir herdómstól. Miðstjómin, sem hafði verið á fundum í 3 daga fyrir luktum dyr- um, tilkynnti, aö Escalante og 8 menn aörir hefðu verið reknir úr flokknum. Escalante er talinn hafa stutt einarðlega stefnu Sovétríkjanna og fréttamenn segja að þessir „Moskvu línu-menn“ verði leiddir fyrir rétt, vegna þess að Fidel Castro vilji sýna, aö hann sé á engan hátt háð- ur Moskvu-línunni. Miðstjómin staðfesti ákvörðun stjómmáladeildar flokksins, að senda ekki fulltrúa á alþjóðaráð- stefnu kommúnistaleiðtoga, sem Sovétríkin vinna að, að boðað veröi til. , fíi' 2$.* ■ 1 í •» .• - X Myndin er af flugvélaskipinu Enterprise úti fyrir ströndum N.-Kóreu og þremur fylgdarskipum þess. Svarta örin bendir á sovézkan tundurspilli," sem talinn er hafa útbúnaö til að skjóta eldflaugum. KYRRARA BARIZT í Tveir höfuðstaðir fylkja enn ú valdi ‘Viéteon^^K^ fjórir að nokkru — Johnson ó fundi með leiðtogum 'pingflokka £ Bardagar brutust út snemma í mOrgún f suðurhverfunum í Saígon, einkanlega í grennd við Kínverjahverfið Cholon, þar sem til bardaga kom milli herflokks Víetcongs og herflokks úr stjórn arhernum, en bandarískar her- sveitir og suður-víetnamskar beita nú fyrir sig skriðdrekum og reyna að brjóta niður mót- spyrnu Víetcong, þar sem lið þeirra enn verst. Segja má, að í Saígon sjálfri sé tiltölulega kyrrt í dag. Annars stað- Hungursneyd a Súmötru Indverski flugherinn og ýmsar ríkisstofnanir f Indónesíu hafa sam- eiginlega hafizt handa um hjálpar- starfsemi vegna hungursneyöar á Súmötru. Mest er neyðin í Lampong, þar sem sagt er að yfir eitt hundrað manns hafi soltig í hel að undan- fömu. ar í Suður-Víetnam, segir í NTB- frétt, virðast stjórnarhersveitír og bandarískar hersveitir víðast hafa náð á sitt vald bæjum og herstööv- um, sem Víetcongliðar náðu á sitt vald í bili. Er þetta haft eftir suður- víetnömskum heimildum, en eftir bandarískum heimildum að dæma hefur Víetcong enn undirtökin í tveimur hcfuðstöðum fylkja og fjóra aöra bæi að nokkru á sínu valdi. Ben Me Thout í miðhluta Suð ur-Víetnam er á valdi Víetcong og helmingurinn af Kontun. Á Mekong ósasvæðinu hafa þeir á valdi sínu bæinn Kien Hoa og nokkurn hluta stærsta bæjarins á ósasvæðinu My Tho. Þá hafa þeir virkishverfið í gamla höfuðstaðnum Húe á sínu valdi. I bandarískri herstjómartilkynn- ingu segir, að árásir hafi verið gerð- ar á svo til alla mikilvæga bæi und- angengna tvo daga og hafi 4969 Víetnamhermenn fallið og 1582 ver- ið teknir höndum, en af bandamönn um hafi fallið 535 og 1598 særzt, af hinum föllnu voru 300 stjórn- arhermenn og 232 Bandaríkjamenn. Fréttir frá Saigon í gærkvöldi j hermdu, að kyrrð væri komin á i víðast, en barizt hefði verið allan daginn í gær á götunum, og árásir ! gerðar á tvær lögreglustöövar, en IN ÞÓ ekki endurnýjaðar árásir á aðrar opinberar byggingar. Útgöngubann var og menn biðu næturinnar með kvíöa. Árásir voru gerðar á ný á höf- uðstaöi ýjjiissa fylkja og her- stöðva. Bandaríkjamenn í Saigon segja, að felldir hafi verið um 2000 menn af liði Vietcong í tveggja daga sókn þeirra og segja sitt tjón og Suöur-Vietnam fremur lítið, en greiná ekki frá neinum tölum. í Washington ræddi Johnson við ráðunauta sína og einnig við helztu þingleiðtoga og fór fram á, að þeir veittu sér stuðning til allra nauðsynlegra aðgerða, aö þvi er varðaði bæði Kóreu og Vietnam. í frétt frá Saigon segir, aö skil- ! ríki, sem náðst hafi af Vietcong- mönnum, sýni að um samræmdar hernaðaraðgerðir sé að ræða í I Saigon pg í bæjunum um miðbik ; landsins, og muni þær v^ra und- I anfari stórsóknar viö Khe Sahn. Stöðugt fleiri bandarískar flugvélar sendar til S-Kóreu ► Beneluxlöndin (Holland, Belgía og Luxemburg) hafa lagt fram til- lögu á fundi Vestur-Evrópubanda- lagsins (sem sammarkaðslöndin og Bretland eru aðilar að) um aukið samstarf við Bretland og önnur lönd, sem sótt hafa um aðild að EBE. Einkum hafa menn í huga tæknilega samvinnu. Franski full- truinn hreyföi ekkí mót'oárum. Ge- orge Brown utanríkisráðherra Bret- lands sat fundinn og lýsti sig saip- þykkan tillögunum, en einstaka liði þeirra yröi ag ræða nánara. WÍWH Meðan reynt er að koma því til leiðar, að deilan út af töku banda- ríska könnunarskipsins Pueblo, leysist friðsamlega, halda Banda- rfkjamenn áfram að efla flugher sinn í Suður-Kóreu. Fréttaritarinn Richard Halloran símar frá Osan-flugstöðinni, sem er aðaiflugstöð Bandaríkjanna þar, hefur það eftir John F. Harris hers- höföingja, yfirmanni þar, að við- búnaður sé til að taka á móti æ fleiri flugvélum þar, til viðbótar þeim, sem þegar séu komnar frá ýmsum Kyrrahafsflugstöðvum. Harris kvað hlutverk bandaríska flughersins í Suður-Kórep áð vernda það land, og það hefði ekki vérið. áby^gðarhlutverk, sem, hánn átti að gegna, að vernda könnunar- skipið, og hann kvaðst engin fyrir- mæli hafa fengiö um tilraun til að hindra töku skipsins eða koma því til hjálpar. Hann dró og í efa, að flugvélar þær, sem hann réð yfir, heföu dugað til vemdar könnunar- skipinu þar sem það var er það var tékið, fjarlægöar vegna og víg- búnaðar þeirra. Og hann kvað ekki hafa verið tæki í stöðinni til dul- málsskeytaskipta við skipið. En stuttu eftir að Harris hers- höfðingi ræddi við fréttamenn kom flugvélaflokkur til Osan frá Okin- awa, Japan, og voru orrustuþotur af gerðinni F-102. Þær bættust við nýkominn flokk orrustu-sprengju- þota af gerðinni F-105 og flokk F-4 Phanton-þota, sem eru taldar beztu orrustuþotur heims. Einnig voru komnar til Osan könnunar- flugvélar af geröinni R-4, en þær eru sérstaklega útbúnar til mynda- töku úr lofti. Unnig var dag og nótt að undir- búningi að því að geta tekið við fleiri flugvélum. Ekki vildi Harris tilgreina ná- kvæmlega hversu margar flugvélar og flugmenn mundu verða undir hans stjórn, hann gaf í skyn, að flugherinn bandaríski í Suður- Kóreu, sem lýtur yfirstjprn herafla Sameinuðu þjóðanna, yrði búinn undir sóknarhlutverK, en ekki að- eins vamar. Fréttir hafa borizt um að flug- vélaskipig Yorktown og fylgdarskip þess verði send til Kóreustranda, en þessi herskip voru fyrir skömmu á leið yf ir Kyrrahaf til Suður-Kína- hafs.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.