Vísir - 01.02.1968, Side 8

Vísir - 01.02.1968, Side 8
8 V í SIR . Fimmtudagur 1. febrúar 1968. VISIR J3V XMi Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarss»on Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hvp .“isgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 115.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Dregið úr rikisútgjöldum J nokkur ár hefur ríkt eindregnari sparnaðarstefna í fjármálum ríkisins en oftast áður. Magnús Jónsson fjármálaráðherra hefur lagt sérstaka áherzlu á þessa stefnu. Meðal annars hefur verið komið upp sérstakri hagsýslustofnun, sem þegar hefur náð miklum árangri í að halda aftur af fjárkröfum ríkisstofnana. Magnús Jónsson ræddi um þessi mál í viðtali, sem birtist í Vísi á þriðjudaginn var. Lagði hann þar mikla áherzlu á, að nú yrði enn að herða mjög á sparnaði af hálfu ríkisins. Benti. hann á, að þjóðin hefði tapað nærri 2000 milljónúm króna í fyrra á aflabresti og verðfalli sjávarafurða, og sagði síðan: „Því miður bendir ekkert til þess að verðlag sjávar- afurða hækki á þessu ári. Því eru engar horfur á, að þjóðartekjur vaxi. Það verður því ekki hjá því komizt að endurskoða rækilega öll útgjöld þjóðarbúsins og . gera ráðstafanir til að draga úr útgjöldum ríki$sjóðs. Að öðrum kosti verður ekki hægt að koma'saman hallalausum fjárlögum fyrir næsta ár.“ Er flogið yfir Grænland með kjarnorkusprengjur innanborðs? „Information" / Kh'ófn segir stjórnina (dönsku) neita jbv/, jbótt jboð hafi ekki verib rannsakab Magnús benti einnig á, að ríkið yrði einnig að draga úr þjónustu sinni, ef um verulegan sparnað ætti að vera að ræða. Um þetta sagði hann: „Á undanförnum yelgengnistímum hafa sífellt ver- ið auknar kröfur til ríkisins um meiri þjónustu við borgarana. Þetta hefur leitt til stóraukinna ríkisút- gjalda, þótt jafnan hafi verið reynt að sporna gegn allri óþarfa eyðslu. Verða menn því að gera sér grein fyrir, að ekki getur orðið um að ræða neinn veruleg- an samdrátt í útgjöldum ríkisins, nema skert sé um leið sú þjónusta, sem ríkið veitir borgurunum nú.“ Öllum er ljóst, að hátekjuþjóð getur leyft sér meira en lágtekjuþjóð. Þjóð, sem missir 2000 milljón króna tekjur á einu ári, getur ekki leyft sér að leggja eins mikið og áður til sameiginlegrar þjónustu. Þá getur þurft að leggja niður einhverja þjónustu, sem í sjálfu sér er æskileg, en því miður ekki framkvæmanleg, fyrr en þjóðin hefur aftur náð fyrra tekjustigi. Sumir eiga erfitt með að átta sig á, hve miklu tekju- tapi þjóðin varð fyrir á síðasta ári. Tapið nemur nærri 40.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu, — og hefur o/t munað um minna. Atvinnu- reksturinn í landinu hefur tekið á sig töluverðan hluta af þessu tapi og sömuleiðis sjómannastéttin. Almenn- ingur er um þessar mundir einnig að taka á sig hluta, eins og sést af hinni minnkandi einkaneyzlu. Til þess að tapið jafnist betur niður, er einnig sjálfsagt, að dregið sé úr sameiginlegu neyzlunni, en hún kemur fram í útgjöldum ríkis og sveitarfélaga. Þess vegna er nauðsynlegt, að bæði ríki og sveitar- félög dragi verulega úr útgjöldum sínum, jafnvel þótt það verði til að minnka þjónustu þeirra. Og mikilvægt er, að þessi stefna ríkisstjórnarinnar njóti stuðnings1 fólksins. í landinu. Blaðið Information“ í Khöfn birtir forsíðugrein í fyrradag og var fyrirsögn hennar: „Ríkisstjórnin neitar, að B-52 sprengjuþotur fljúgi yfir Grænland, þótt það hafi ekki verift rannsakað“ í upphafi greinarinnar er minnt á, að eftir umsögnum að dæma í sovétblöðum um atburð- inn við Thule, er B-52 sprengju- þota með 4 vetnissprengjur inn- anborðs hrapaði þar niður, hafi verið fengin sönnun fyrir nær- veru sprengjuflugvéla meö vetn- issprengjur — og alft þetta hafi jafnslæm áhrif á sovézk-banda- n'ska sambúð og þegar banda- rísk kjarnorku-sprengjuþota hrapaði við Spán í fyrra. 1 greininni segir, að þær hafi ailar brotnag í ísnum. Þó hafi orðið hlé á leit í bili veðurs vegna. En danska utanríkisráðu- neytið hafi mjög óvænt, og án þess aði.málið hafi verjð rann- sakað til hlítar, lýst yfir, að rík- isstjómin staðfesti að engin kjarnorkuvopn séu á Grænlandi, og að ekki sé flogið yfir Græn- land meö kjamorkuvopn. Frá stöðinni í Thule segir blaðið hafa borizt fréttir um, að Bandaríkjamenn búist við að leitin að sprengjunum á ísnum kunni ag verða löng og erfið, en játað hafi verið opinberlega, að fundizt hafi brot úr yetnis- sprengjunum fjórum, sem fiug- vélin hafði meðferöis. ísinn er tveggja metra þykkur og menn ætla, að allir sprengjuhiutamir sem ófundnir eru séu í ísnum, en hafi — bætir blaöið við, sjór- inn orðig fyrir geislaverkandi á- hrifum undir ísnum, eru horf- umar mikiu alvarlegri en talið hefur veriö. AP fréttastofan hefur það eft- ir bandarískum ofursta, að bandarisk yfirvöld hafi alltaf vitaö, að sprengjurnar brotnuðu, er þær komu niöur á ísinn og hafi þær brunnið. Margir iiðs- foringjar hafi játað að leitinni sé haldið áfram til þess að friða dönsk stjómarvöld. Og það skorti heldur ekki á- huga hjá Bandaríkjamönnum á að aðhafast eitthvað, segir In- formation, þeir hafi sent 800 kg. af hrossakjöti handa sleða- hundum, hafi lýst upp slysstað- inn og straumur sérfræðinga sé frfi B^ndaríkjunutp tjJ Thule. Dönsku sérfræðingarpir, sem komnir eru á vettvang í athug- anaskyni, ætli að það kynni að taka langan tíma að ryðja þarna burt snjó og ís, og endanleg á- kvörðun hafi ekki verið tekin um að Bandaríkjamenn ryðji þarna burt ís og snjó á stóm svæði. Menn muni minnast þess, að þegar hliðstæður atburður gerðist á Spáni heimtuðu spönsk yfirvöld, að mikið af jarðvegi væri flutt burt (við Paiamares). Frá því á sunnudag hefur ekki verið unnt að starfa þama veð- urs vegna og vísindamenn frá Danmörku, sem væntanlegir em til þess að starfa með þeim, sem fyrir eru, hafa ekki komizt leið- ar sinnar. Information segir, að í ritinu Krasnaja Zwezda, hafi Buiatof ofursti ofursti komizt svo aö orði, aö ,,út um allan heim séu menn þeirrar skoðunar, að Penta gon hafi gert Grænland að stökk bretti til árásar á Sovétrlkin og önnur sócíalistisk iönd“. En það séu ekki einu notin, sem Bandaríkin hafi af Græn- iandi, þaö sé notað sem hemað- arleg sefingastöð fyrir norður- hvelssvæöið. Bandarískar varna- flugvélar noti tvær leiöir og séu millistöðvar á annarri i Norð- austur-Kanada og Grænlandi, en miilistöðvar á hinni séu á ls- landi og Nýfundnalandi. Hin fyrri sé köiluð „norðurskauts- leiðin", hin síðari „norðurleið- in“. Þá segir Buigtov, að flugvélin sem hrapaði hafi flogið langt inn á norðurhvelssvæðið samkvæmt fyrirframgeröri áætlun, „sem af gefnu tilefni mundi hafa verið framkvæmd með hinum skelfi- legustu afleiðingum". Það er ekki langt um llðið síðan bandaríska liðið í Da Nang, sem er ein þeirra mesta herstöð, var í sókn („Operation Wheeler Wallowa“), en ekki virðist hafa verið um mikinn árangur að ræða. Myndin var tekin er leitað var í læk að sprengjum, áður en skriðdrekinn fór yfir hann Nú er barizt við Da Nang. Það er einn af ótal stöðum, þar sem kommún- istar eru í sókn. / llliuiMimiiiiii ii ii i i M i i i wii ii 'ii i »ii ii — ► Finnska utanríkisráðuneytið lýsir ósannar fregnir birtar í mörgum löndum um sovézkt radarkerfi i Lapplandi. 1 frétt- unum segir, að Rússar séu aö koma sér upp slíku kerfi þar. ► í Chicago hafa tveir piltar verið dæmdir til að láta lífiö í rafmagnsstólnum fyrir morð á tveimur yngri skólapiltum, sem neituðu að ganga í ungiinga- bófaflokk. * i Gunnar Jarring samningamaö- ur Sameinuðu þjóðanna kom tii Kairo í fyrradag til viðræöna viö Rhiad utanríkisráðherra, en vildi ekkert segja um erindi sitt, en áður höfðu Egyptar lýst yfir, að þeir væru hættir undirbún- ingsstarfinu að því að koma úr skurðinum inniluktu skipunum 15. Þessa ákvöröun tóku Egypt- ar vegna skothríðar ísraels- manna á egypzka eftirlitsbáta. en frá henni ví>- sagt í biaðinu í gær. t

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.