Vísir - 09.02.1968, Blaðsíða 5
rtSI'R . Föstudagur 9. febrúar 1968.
Skýrslo OECD unt efnahagsþróun á
*
Utlit fyrir batnandi
efnahagsþróun á árinu
— ef kr'ófum verður stillt / hóf. Niðurfærsla tolla ýtir urrdir hagræðingu i
iðnaði, jbor sem atvinnufyrirtækin eru byggð á of smáum einingum
i 1968 kom úí í morgun
Fjöldamörg íslenzk fyrirtæki eru svo lítil, að venjulegir
bílskúrar nægja þeim. Þetta þarf að breytast og fyrirtækin
að stækka og fækka.
Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um
væntanlega þróun efnahagsmála á nýbyrjuðu ári kom út í
morgun. 1 skýrslunni er gert ráð fyrir batnandi efnahags-
ástandi á þessu ári, en sagt, að því aðeins megi búast við því,
ef kröfum verður stillt í hóf. Búast megi við því að útflutn-
ingur aukist um 25%, og er þá miðað við vaxandi afla og
skárra verð á útflutningsafurðunum. Verðfall á freðfiski
virðist þegar hafa stöðvazt og má jafnvel sjá merki þess, að
verðið á heimsmarkaðinum sé byrjað að hreyfast upp á við.
Gengisfellingin var nauðsynleg, segir í skýrslunni, vegna mik-
ils halla út á við, er var afleiðing verðfalls og aflabrests,
ásamt ofmikilli hækkun kaupgjalds og annarra tekna á und-
anfarandi tímabili. — Til þess að jafnvægi út á við náist á
nýjan leik, þarf að beina framleiðsluöflunum í meiri mæli að
útflutningi og að framleiðslu, er komi I síað innflutnings.
Helztu leiðirnar til þess að koma þessu fram eru bætt sam-
keppnisaðstaða atvinnuveganna og minnkun kaupgetu neyt-
enda af völdum hækkaðs innflutningsverðlags. Áframhald-
andi festa í kaupgjaldi og verðlagi er nauðsynlegt skilyrði
þess, að gengisbreytingin sé ekki unnin fyrir gýg. — Hér á
eftir fer inngangur skýrslu OECD og niðurstöður þær, sem
stofnunin hefur komizt að.
INNGANGUR
NIÐURSTÖÐUR
í\r hagvöxtur hefur verið á
íslandi undanfarin ár, og
hefur þjóðarframleiðslan aukizt
að meðaltali um 5.8% á ári á
fimm ára tímabilinu frá 1961 til
1966. Þjóðartekjumar jukust
enn hraðar en þetta vegna batn-
andi viðskiptakjara. Hagvextin-
um fylgdi á hinn bóginn mikil
aukning framleiðslukostnaðar
og verðlags, er stafaöi af of
mikilli þenslu eftirspurnar og
of mikilli aukningu kaupgjalds
og tekna. Þrátt fyrir þetta hélzt
greiðslujöfnuðurinn út á við til-
tölulega traustur, og stuðluðu
góð aflabrögð og örar verðhækk-
anir útflutningsafurða að þessu.
Gjaldeyrisforðinn hélt áfram að
aukast mestan hluta þessa tíma-
bils.
Ástandið breyttist mjög á síð-
astliðnu ári. Minnkun erlendrar
eftirspumar, er kom fram í
lækkandi verði útflutningsaf-
urða, dró úr vexti þjóðarfram-
leiðslu og þjóðartekna á árinu
1966. Á árinu 1967 minnkaði út-
flutningurinn verulega vegna
slæmra aflabragða og enn frek-
ari samdráttar erlendrar eftir-
spurnar. Þjóðarframleiðsla dróst
saman og mikill halli myndaðist
á greiðslujöfnuði, er leiddi af sér
öra lækkun gjaldeyrisforðans.
Verðlag og kaupgjald hélzt ó-
breytt frá haustinu 1966 til
haustsins 1967. Auknar niður-
greiðslur og minnkandi þensla
eftirspumar áttu sinn þátt í
þessu. Hár framleiðslukostnaður
olli atvinnuvegunum áframhald-
andi erfiðleikum, þrátt fyrir
stöðugleika kaupgjaldsins. Á
síðustu mánuðum hafa þýðing-
armiklar ráðstafanir verið gerð-
ar til þess að takmarka vöxt inn-
lendrar eftirspumar ög koma
aftur á jafnvægi út á við. Geng-
isfelling sterlingspundsins gaf til
efni til leiðréttingar á gengi ís-
lenzkrar krónu. Nýja gengið,
sem tilkynnt var 24. nóvember,
er kr. 57.00 á bandarískan doll-
ar, og felur í sér 24.6% gengis-
lækkun gagnvart Bandaríkjadoll-
ar og 12% gagnvart sterlings-
pundinu.
reiðslujöfnuður landsins varð
mjög óhags-tæður á árinu
1967, að mestu af völdum óhag-
stæðra ytri skilyrða, einkúm lé-
legra aflabragða og mikils verð-
að nokkur bati muni verða á
aflabrögðum og afurðaverði.
Gerðar hafa verið ráðstafanir til
þess að hafa hemil á aukningu
innlendrar eftirspurnar og inn-
flutnings, auk þess sem gengis-
breytingin ætti að hafa verulega
þýðingu. Enda þótt áhrif geng-
isbreytingarinnar og annarra að-
gerða komi ekki fram að fullu
fyrr en eftir nokkurn tíma, má
vænta þess, að verulega dragi
úr halla á viðskiptajöfnuði á ár-
inu 1968. Af þessum sökum og
vegna þess fjármagnsinnfiutn-
ings, sem sennilega mun eiga sér
staö á árinu, má vænta þ'éss, að
bundinn vérði endir á rýmun
gjaidéyrisforðans, og jafnvel að
hann gæti aukizt eitthvað á ný.
Mikiö mun þó komið undir
stefnu stjórnarvaldanna og við-
horfi launþega, atvinnurekenda
og bænda. Eitt helzta viðfangs-
efniö mun í því fólgið að draga
úr verðhækkunum af völdum
gengisfellingarinnar og koma í
veg fyrir, að óhjákvæmileg
hækkun verðlags á innflutningi
verði til þess að hrinda af staö
Víxlhækkunum verðlags og
kaupgjalds. Gengisfellingin var
.nauðsynleg vegna mikils halla
skilyrði þess, að gengisbreyting-
in sé ekki unnin fyrir gýg.
^f þessu má draga þýðingar-
. miklar ályktanir um stefnu
stjórnarvalda. Augljóslega er
æskilegt, að haldið verði uppi
varkárri stjórn almennrar eftir-
spurnar, svo að stuðlað sé að
bættum viðskiptajöfnuði og
festu í kaupgjaldsmálum. Nokk
uð slaknaði á eftirspurn á ár-
inu 1967. Eftir núverandi horf-
um og efnaþagsstefnu að dæma,
virðist liklegt, að efnahagsstarf
semin muni aðeins aukast hæg-
um skrefum á árihu 1968, þann
ig að eftirspum muni haldast
tiltölulega slök Hins vegar rík-
ir óhjákvæmilega um þetta tals
verð óvissa, ekki sízt þar sem
atvinnustarfsemin er svo mjög
háð breytilegum sjávarafla, en
einnig méðfram vegna þess, að
stefnan í efnahagsmálum, ekki
sízt að því leyti sem hún kem-
ur fram í afgreiðslu fjárlaga fyr
ir árið 1968, er ekki orðin full-
mótuð, þégar þetta er ritað.
Af þessum sökum er þýðingar-
rnikið, að stjórn eftirspurnar-
innar sé haldið sveigjanlegri,
Nýting atvinnufyrirtækja þarf að aultast og auka þarf hagræðingu
falls útflutningsafurða. Leiddi
þessi þróun til mikillar rýmun-
ar gjaldeyrisforðans. Jafnframt
Hafði mikil hækkun framleiðslu-
kostnaöar um árabil, ásamt verð
fallinu er síðar varð, valdiö at-
vinnuvegunum erfiðleikum og
teflt £ tvísýnu, hvort unnt væri
að reka útflutningsatvinnuveg-
ina og þær framleiðslugreinar,
er keppa við innflutning, á arð-
bærum grundvelli. Þegar þar við
bættist gengisfelling sterlings-
pundsjns og nokkurra annarra
gjaldeyristegunda, var breyting
á gengi íslenzku krónunnar í
rauninni óhjákvæmileg.
Verulegs’ bata á jöfnuðinum
út á við virðist mega vænta á
árinu 1968. Lfkur virðast á því,
út á við, er var afleiðing verð-
falls og aflabrests, ásamt of mik-
illi hækkun kaupgjalds og ann-
arra tekna á undanfarandi tíma-
bili. Til þess að jafnvægi út á
við náist á nýjan leik, þarf að
beina framleiðsluöflunum í
meira mæli að útflut'ningi og
að framleiðslu, er komi í stað
innflutnings. Helztu leiðirnar til
þess ag koma þessu fram em
bætt samkeppnisaðstaða at-
vinnuveganna og mifinkun kaup-
getu neytenda af völdum hækk-
aðs innflutningsverðlags. Verð-
hækkanirnar em því ekki gild
ástæða fyrir hækkun kaupgjalds.
Áframhaldapdi festa í kaupgjaldi
og verðlagi er því nauðsynlegt
svo að hægt sé aö hamla gegn
of mikilli aukningu eftirspurn-
ar, ef til kemúr.
Enn fremur hafa stjórnarvöld
in þýðingarmiklu hlutverki að
gegna við að efla skilning allra
hlutaðeigandi aðila á nauðsyn
sem mestrar festu kaupgjalds
og annarra tekna. En viö skil-
yrði óbundinna samninga um
kaupgjald og tekjur bænda mun
árangur gengisfellingarinnar I
bættum jöfnuði út á við vera
að mjög miklu leyti kominn und
ir samstarfsvilja og ábyrgri af-
stöðu launþega, atvinnurekenda
og bænda.
. :\i;. .
Ctjórnarvöldin kunna að vilja
^ hagnýta þær aðstæður, sem
nú hafa skapazt, til þess aö
gera ráöstafanir til bættra
starfshátta í ýmsum greinum
efnahagslífsins. í fyrsta lagi hef
ur reynsla síðustu ára leitt í
Ijós, að þörf er á kerfi, er
draga mvndi úr tekjusveiflum
af völdum breytilegs afla og út-
flutningsverðlags. Verðjöfnunar
sjóður frystiafurða, sem nýlega
hefur verið settur á fót, er upp-
haf á þessari braut, en vand-
lega verður að gæta þess, að
kerfið sé miðað við raunhæft
útflutningsverðlag. Svipað fyr-
irkomulag ætti einnig að geta
orðið gagnlegt í öðrum greinum
sjávarútvegsins.
í öðru lagi hefur vegna til-
lits til ^kjaramálanna reynzt
mjög örðugt að • framfylgja
stefnu í fjármálum ríkisins, er
ynni gegn veröbólguþróun.
Hinn verulegi greiðsluhalli, sem
myndaðist á árinu 1967, varð
að miklu leyti til vegna að-
gerða til að stöðva hækkun
verðlags og kaupgjalds. Enda
þótt stöðvun yerðlags og kaup-
gjalds hafi í sjálfu sér verið
þýðingarmikill árangur, átti sú
aukning niöurgreiðslna og
styrkja, sem kom henni til leið-
ar, bersýnilega þátt í að auka
á eftirspurn í lanþinu, þ. á. m.
eftirspurn eftir innflutningi. og
olli þannig nokkru um hinn ó-
hagstæða greiðslujöfnuð gagn-
vart útlöndum. Það er því at-
hugunarefni, hvernig bæta megi
hagstjórnaraðferðirnar, svo að
beita megi fjármálastjórn ríkis-
ins til stjórnar efnahagsmála án
þess að valda röskun á vett-
vangi verðlags og kaupgjalds
Hin nýja vísitala framfærslu
kostnaðar, sem gagnstætt hinni
fyrri felur ekki,í sér beina skatta,
er þýðingarmikið skref i þessa
átt.
í þriðja lagi getur stefna
stjórnarvaldanna stuðlað að auk
inni hagræöingu og framleiðni,
enda þótt þetta verkefni hljóti
að miklu leyti að vera á vett-
vangi atvinnufyrirtækjanna
sjálfra og samtaka þeirra. Eins
qg málum er háttað, er líklegt.
að aðgerðir stjórnarvalda geti
einkum kamið að gagni við um-
bætur á skipulagsbyggingu at-
vinnuveganna. Þar sem atvinnu
vegir landsmanna eru einkum
byggðir upp af tiltölulega smá-
um fyrirtækjum, kann aö vera
fyrir hendi verulegt svigrúm til
að ná aukinni hagkvæmni með
sameiningu i stærri einingar.
Þessar ráðst- anir má efla meö
aögerðum stjórnvalda, einkum á
sviöi lánsfjármála. Ennfr. hef-
ur aukið frjálsræði í utanríkis-
viðskiptum og niðurfærsla tolla
á síöustu árum haft f för meö
sér haröari samkeppni erlend-
is frá og ýtt undir hagræðingu
á iðnaði, er starfar fvrir inn-
lendan markað. Tollar eru enn
háir og gæti frekari lækkun
þeirra verið þýöingarmikill þátt
ur í stefnu stjórnarvaldanna til
að stuðla aö aukinni fram-
leiöni.
I