Vísir - 09.02.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 09.02.1968, Blaðsíða 8
8 vm V í SIR . Föstudagur 9. febrúar 1968, VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. PramkvEemdastjóri: Dagur Jönasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiöja Vísis — Edda hf. Skýrslan um ísland ] skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um efnahagsástandið á íslandi er talið ástæðulaust að horfa með svartsýni til framtíðarinnar. Stofnunin spáir því, að efnahagur þjóðarinnar byrji á þessu ári að rétta við eftir áföll ársins 1967. OECD reiknar með 25% aukningu á útflutningstekj- um íslendinga á þessu ári, fyrst og fremst vegna auk- innar framleiðslu. Viðskiptajöfnuðurinn muni batna verulega og gjaldeyrisvarasjóðurinn hætta að minnka. Einnig spáir stofnunin því, að atvinna muni aukast aftur á árinu og þjóðarframleiðslan muni vaxa um tvö og hálft til þrjú prósent. En spáin er byggð á ákveðnum forsendum. Ein hin veigamesta er sú, að íaun hækki ekki. OECD telur, að laun hafi verið orðin úr höfi mikil á íslandi, miðað við efni þjóðarinnar. Ekki sé hægt að réttlæta launa- hækkanir á þessu ári, þar sem þær mundu eyða ár- angri gengislækkunarinnar. í skýrslunni er lögð mikil áherzla á þetta atriði. Um gengislækkunina segir í skýrslunni: „Gengis- fellingin var nauðsynleg vegna mikils halla út á við, er var afleiðing verðfalls og aflabrests, ásamt of mik- illi hækkun kaupgjalds og annarra tekna á undanfar- andi tímabili. Til þess að jafnvægi út á við náist á nýj- an leik, þarf að beina framleiðsluöflunum í meira mæli að útflutningi og að framleiðslu, er komi í stað inn- flutnings. Helztu leiðirnar til þess að koma þessu fram eru bætt samkeppnisaðstaða atvinnuveganna og minnkun kaupgetu neyt'enda af völdum hækkaðs innflutningsverðlags. Verðhækkanirnar eru því ekki gild ástæða fyrir hækkun kaupgjalds. Áframhaldandi festa í kaupgjaldi og verðlagi er því nauðsynlegt skil- yrði þess,að gengisbreytingin sé ekki unnin fyrir gýg“. í skýrslunni er rætt um hugmyndirnar um verð- jöfnunarsjóð í sjávarútvegi og fiskvinnslu, sem mjög hafa verið til umræðu hér á landi að undanförnu. Mælir OECD með aðgerðum á þessu sviði ogt vísar til þeirrar tilraunar, sem nú er verið að gera með verð- jöfnunarsjóð í hraðfrystiiðnaðinum. Að lokum leggur OECD áherzlu á hagræðingu og framleiðniaukningu í atvinnuvegunum. Það sé fyrst og fremst verkefni fyrirtækjanna sjálfra, en ríkisvald- ið geti hjálpað til með því að skapa atvinnuvegunum þann ramma, er hvetji til hagræðingar og framleiðni- aukningar. Stofnunin bendir á, hve lítil íslenzk fyrir- tæki eru yfirleitt, og mælir með samstarfi og sam- runa fyrirtækja. Eitt höfuðverkefni hins nýja iðnþró- unarráðs er einmitt að stuðla að slíku. Skýrslur Efnahags- og framfarastofnunarinnar eru mikils metnar um allan heim. íslandsskýrsla stofn- unarinnar er okkur þörf hugvekja um, hve skammt getur verið milli velfarnaðar og ófarnaðar á þessu ári. Og hún sýnir, að mikils árangurs er að vænta, ef öll þjóðin leggst á eitt ■ Vaskó-tækið við mælaborðið í bílnum. ,,VASCAR“ . - NÝTT BARÁTTUTÆKI BANDARISKU LÖGREGLUNNAR GEGN HRAÐABRJÓTUM T Tmferöarlögreglan í mörgum fylkjum í Bandaríkjunum hefur nú tekið í notkun nýtt „vopn“ í baráttunni gegn þeim bílstjórum, sem ekki virða sett ákvæði um ökuhraða. Þaö nefn- ist „VASCAR“, sem er skamm stöfum á heldur óþjálfu og löngu nafni — Visual Average Speed Computer And Recorder. Sem sagt, rafreiknarnir líka þar. Þeðar minnzt er á rafreikna, vekur það yfirleitt hjá manni hugmynd af samstæðu svo flók inna og fyrir-ferðamikilla raf- einda' ckja, aö fylla minnst með alstór herbergi, og eru svo mikl- ir með sig, að þeir virða menn ekki svars, nema spurningin hafi verið skráð einhverjum dulartáknum á þar til gerð spjöld. Þessi rafreiknir er hins vegar svo fyrirferðarlítill, að hæglega má koma honum fyrir við mælaborð á venjulegri bif- reið svipaö og gjaldmæli, og ekki stærri upp á- sig en þaö, aö hann veitir skjótt og óyggj- andi svar hverjum þeim sem kann að styöja á þrjá rofa í réttri röð. Notkunin fer þannig fram, að lögregiumaöurinn í bílnum vel- ur sér einhvem viðmiðunarstað — brú, ljóskerastaur eða gatna mót — styður síðan á vissan rofa á tækinu, þegar bíllinn, sem hann hefur gát á, ekur fram hjá þeim stað, þrýstir síðan á annan rofa, þegar bíllinn kem- ur samhliða lögreglubílnum. — Viti lögreglumaðurinn vegalengd ina áður, hefur hann stillt tækið á hana og kemur þá fram á m_jlaskífu meðalhraði hins öku- tækisins, reiknað í mílum, um leið og hann þrýstir á seinni rofann. Annars ekur hann á viö miðunarstaðinn, tækið mælir sjálft vegalengdina frá því er bílarnir mættust, og veitir þá svariö samstundis. Sé þannig farið að. gildir einu þótt lög- reglubíllinn sé á ferð, þegar bílamir mætast, ef lögreglu- þjónninn hefur miðað grunaöan sökudólg áður. Viðmiðunin þarf ekki að vera bundin löngum spöl — aksturshraðatölvan rugl- ast ekki í reikningnum fyrir Það. iufiiiblo n Aðalkosturinn við þetta til- tölulega nýja baráttuvopn gegn hraðföntum, er m. a. í því fólginn að einu gildir hvort lögreglubíllinn stendur kyrr eða er í akstri, hvort myrkt er eða bjart og hvort sá grunaði ekur á móti lögreglubílnum eða á undan — og loks hve tölvan er fljót að reikna út ökuhraoann. Einnig það, að hún starfar alger lega sjálfkrafa, og lögreglubíl- stjórinn getur því ekið um ó- hindrað og haft gát á umferöinni á meðan hún vinnur verk sitt. Þá er öll meðferð hennar svo einföld, að ekki tekur nema iskamman tíma aö læra á hanaog þjálfa sig í henni til fullnustu. Vestur þar kváðu þeir í um- lerðarlögreglunni binda miklar vonir við gagnsemina af þessu þarfaþingi — meðal ánnars hvaö það snertir að koma í veg fyrir of hraðan akstur. Bílstjórarnir muni gæta að sér, eftir að það er almennt vitað, að lögreglu- þjónarnir hafi slík tækr i bíl- um sínum. Minningarsjóður um Þórarin Björnsson skólameisíara TVemendur og samstarfsmenn Þórarins Þjömssonar, skóla- meistara, hafa ákveðið aö beita sér fyrir stofnun minningarsjóðs við Menntaskólann á Akureyri, er beri nafn hans. Framlögum til sjóðsins veröur veitt viðtaka á Akureyri hjá húsverði Mennta- skólans þar og í Reykjavík í * Bóksölu stúdenta í Háskólanum og hjá Bókaverzlun S. Eymunds- sonar í Austurstræti. Þess er ósk að, að þeir. sem gerast vilja stofnendur sjóösins og tök háfa á því, riti nöfn sin á skrár, sem frammi liggja á ofangreindum stöðum. Þótt frumkvæðið komi frá of- angreindum aðiljum, er hér um almennan sjóð að ræða, sem veitir viðtöku framlögum frá öll- um þeim, er minnast vilja Þór- arins skólameistara og styrkja vilja sjóöinn. Stofnendur, sem ekki geta komið því vig aö rita nöfn sín á framangreinda skrá, eru beðnir að hafa samband við aðilja þá, er taka við framlög- um. Verða nöfn þeirra þá skráð á stofnendaskrá. Minninkar- spjöld verða gefin út í tilefni af sjóðsstofnuninni og eru fáan- leg á fyrrgreindum stöðum. I stofnunarnefnd sjóðsins hafa valizt: Steindór Steindórsson. settur skólameistari, Ármann Snævarr, Háskólarektor, Bald vin Tryggvason, forstjóri, Bryn- dís Jakobsdóttir, frú, Jón Hé? inn Ármannsson, alþingismaðu’-, og Sigurður Hallsson, efnaverK- fræðingur. Reykjavík. 1. febrúar 1968. F. h. stofnnefndar, Ármann Snævarr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.