Vísir - 19.02.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 19.02.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Mánudagur 19. febrúar 1968. / m morgun útlönd í morgun útlönd í morgun lítlönd í raorgun útlönd Vietcong í sókn gegn nærrí 50 bæjum frá því síðdegis á laugardag Barizt 10 km. vegarlengd frá Saigon — Skothrið á h'ófuðstöð Westmorelands og miðhluta borgarinnar Bandarískum sérfræðingum var ekki enn ljóst í gær, eftir NTB- frétt frá Saígon að dæma, hvort „ný sóknarbylgja“ eða annar þátt- ur sóknar Víetcong gegn bæjum Suður-Víetnams væri hafinn, en í fréttum í fyrradag var sagt frá skotárásum á um 20 bæi alit frá norður-hluta iandsins til Mekong- ósa-svæðisins, en flestir þeirra eru í miðhálendi landsins. Skotið var sprengjum með sprengjuvörpum og skotið eldflaugum, m. a. á flug- völlinn við Saígon, en þar skammt frá er aðalherstjórnarbækistöð Bandaríkjanna f landinu, og þar hefur Westmoreland hershöfðingi aðsetur. Sagt var, að í þessum árás- um hefðu margar flugvélar laskazt eða eyðilagzt og eldar kviknað á mörgum stöðum. Og í gær síðdegis var sagt í NTB-fréttum: Víetcongliðið lét „sprengjum rigna“ í gær (þ. e. sunnudag) yfir miðhluta Saígon í nýjum og áköf- um skæruliðaárásum gegn 47 stærstu bæjum landsins frá afvopn- uðu spildunni í norðri til Mekong- ósa f suðri. Árásimar hófust af krafti að- faranótt sunnudags og hertóku Ví- etcongliðar hluta af fylkis-höfuö- staðnum Phan Thiet og á sunnu- dagskvöld var sprengjum varpað á aðalstöö ríkislögreglunnar í Saígon I annað sinn á 21 klukkustund. 1 fyrri árásinni aöfaranótt sunnudags biðu sjö iögreglumenn bana í hinni víggirtu aðalstöð Nguyen Ngoc Lo- an, en hann er hinn umdeildi hers- höfðingi, sem skaut til bana Víet- cong-liða á götu úti. Hendur Víet- congliðans vom bundnar á bak aft- ur. (Mynd af þessum atburði hefur verið birt í tímaritum og blöðum erlendis og hún var birt á þessari síðu Vísis fyrir skemmstu). í hinum gamla aðsetursstað keis- aranna — Hue — voru enn háðir blóðugir bardagar á sunnudags- kvöld og einnig í fiskimannabæn- um og fylkishöifuðstaðnum Phan Thiet ,sem er 160 km norðaustur af Saígon, en þar umkringdu skæru- liðar fangelsið í tangarsókn og slepptu út 500 föngum. Eftir harðar skotárásir á laugar- dag án þess að hafa getað tekið nokkra bæi hertu þeir sóknina upp úr miðnætti. Teljandi tjón varð ekki í skotá- rásinni á höfuðstöö Westmorelands Bandaríkjastjórn sakar stjórn Norður Kóreu um birtingu falskrar yfirlýsingar I henni játar 'óll áh'ófn Pueblo hlutleysisbrot og biðst tyrirgefningar Bandaríkjastjóm sakar stjórn Norður-Kóreu um birtingu falsaðr- ar yfirlýsingar allrar áhafnarinnar á Pueblo — könnunarskipinu, sem hertekið var úti fyrir ströndum N.-K. Bandaríkjastjórn segir það aug- lióst, að enginn skipsmanna hafi skrifað bréfið. I því segjast þeir iör- ast gerða sinna og biðja um fyrir- gefningu. í tilkynningu utanríkis- ráöuneytisins segir og, aö á þaö verði litið sem tilraun til að spilia samkomulagshorfum, ef skipsmönn um verði hegnt. Samkomulagsumleitanir um lausn deiiunnar hafa til þessa engan ár- angur borið, en haft var eftir Kosy- gin forsætisráðherra Sovétríkjanna í fyrrakvöld, að sovétstjómin hefði Heimshorna milli . Nasser forseti flutti nýlega ræöu, hina fyrstu, er hann hefur haldið í þrjá mánuði. Ávarpaði hann arab- íska blaðamenn og kvað það stefnu sína, að leitast við að leysa deil- una milli ísraels og Arabaríkjanna, ef gerlegt ‘ væri, án þess að til nýrrar styrjaldar kæmi, en hann bætti því við,- að ekki kæmi til neinnar uppgjafar af Egypta hálfu. • Bandaríkjamenn tilkynna, aö 40 manns borgaralegra stétta íæfðu beð-ð bana er 50 iestum af sprengjum var varpað niöur af slysni á skakkan stað í nokkurri ■'arlægð frá Saígon. Ætlunin var að varpa sprengjum á stað, þar '■em Víetcong var að draga að sér lið. stigið skref til að girða fyrir Kóreustyrjöild". ,nýja í flugstöðinni Tan Son Nhuit. Fjór- ir bandarískir hermenn þar særöust en lítið tjón varð á mannvirkjum, sem kostuðu 25 milljónir dollara, en bandarískur flugmaður var drep inn og 60 særðust í flugstöðinni. Þrjár bandarískar flugvélar voru eyöiiagöar og ein suður-víetnömsk. í framhaldsfréttum var sagt, aö Phan Thiet hafi veriö eini stóri bær inn, sem varð fyrir árásum 1 gær, og bandarískur talsmaður viðhafði þau orö, sem um getur í upphafi þessara frétta, og bætti því við, að hér gæti veriö um hefniárásir að ræða, vegna þess að almenning- ur í bæjunum hafi ekki risið upp gegn Víetcong í fyrri árásum. En í Afp-frétt segir, að haröir bardagar hafi verið háðir í gær aöeins 10 km vegarlengd frá mið- hluta Saígon og í Bien Hoa-fylki hafi verið ráöizt á ástralskar varn- arstöövar og fimm Ástralíumenn falliö. Fréttastofan „Nýja Ki'na“ hefur birt fréttir um aö Víetcong hafi byrj að forleik að allsherjarsókn og hafi þegar verið ráðizt á 30 bæi. I frétt- um frá Hanoí er sagt, að Banda- rikjamenn hafi beöiö mikið mann- tjón í bardögunum. í fréttum frá Saígon er sagt frá stofnun nýrrar „þjóðarsamfylking- ar“ til þess að vinna gegn „þjóð- frelsishreyfingunni". Hún er köll- uð „Almenningssamtökin til þjóö- verndar". Meðal stofnenda er Phan Khac Suu, sem í kosningabarátt unni réðst harkalega á van Thieu forseta. Margir aðrir kunnir menn eru stofnendur. KHE SANH -• Skothríð — ekki mjög ákafri — hefur verið haldið áfram á varnar- stöövar Bandaríkjamanna í Khe Sanh. Skotið var eldflaugum á Phu Bai 640 km norðaustur af Hue, sem er mikilvæg birgðastöð bandaríska liðsins í Khe Sanh. Skotiö var á tvö flutnnigaskip sem verið var að landa úr skot- færum 11 km frá Saígon. Eldur kom upp í öðru skipinu, en skot- færunum var bjargað. SOKOLOV UM KJARNORKUVOPNIN Sokolov fyrrverandi Iandvama- ráðherra Sovétríkjanna, sem er í 12 daga heimsókn i Frakklandi, sagði í gær að Bandaríkjamenn gætu ekki sigrað í Víetnam nema með kjarnorkuvopnum — og geri þeir það, bætti hann við, verður afleiðingin heimsstyrjöld. U Thant sagði um helgina, að hann væri sannfærður um að setzt yrði að samningaborði eftir 2- vikur, ef Johnson fyrirskipaði að hætta loftárásu m á Norður-Víetnam. Johnson var þá nýbúinn lýsa yfir, að N.-V. hefði engan friðarvilja sýnt. — Myndin var tekin í París, er U Thant kom fundi Mai Van Bo, fulltrúa Norður-Víetnam. Hann vildi þá ekkert láta eftir sér hafa. -3 að af ENN ER TÆKIfÆRIÐ Höfum enn á boðstólum úrval svefnherbergissetta. ^ 10 gerðir fallegra rúma og verðið sérstaklega hagstætt. Rúm í fyrsta gæðaflokki með áföstum náttborðum og vönduðum íslenzkum springdýnum á aðeins kr. 12.900.00. Já, takið eftir, aðeins kr. 12.900.00 Nú er tækifærið til að eignast svefn- herbergissett með góðum kjörum: Út- borgun aðeins kr. 1.500.00 og síðan kr. 1000.00 á mánuði. ■ É||Éj r1- y&výírt'* Víðir Laugavegi 166 — Símar 22222 og 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.