Vísir - 01.03.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 01.03.1968, Blaðsíða 3
V'Í'STR . Föstudagur 1. marz 1968. Verður er verkamaðurinn launanna — spjallað við nokkra af þeim, sem búa sig undir verkfalj Nú standa verkföll fyrir dyr- um. Þaö er dumbungsveður og fremur fáir á ferli á götunum, þegar blaöamaður og ljósmynd- ari arka út til aö ná tali af ein- hverjum aðilum, sem munu leggja niður vinnu nú um helg- ina, og spyrja þá, hvemig þeim lítist á það, sem stendur fyrir dyrum. „Það er víst búið að reka mig.“ jþað er sjálfsagt mál að halda fyrst niður á eyri til aö spjalla við einhvern hafnar- verkamann. Við höfnina er alltaf eitthvað á seyði. Þaö er ein- kennilegt aö sjá ekki kolakran- ann lengur, en hann er búinn að kveðja fyrir fullt og allt. Niður landganginn frá einu skipanna kemur maður, vinnu- klæddur, þrekinn og hinn her- mannlegasti á velli. Við snúum okkur að honum og spyrjum, hvort hann vinni hér við upp- skipun. „Jú.“ Og það kemur upp úr kaf- inu, að maðurinn heitir Harald- ur Jónsson. Hann er 74 ára gamall og fæddur í Reykjavík. „Ert þú búinn að vinna lengi héma við höfnina?" „Lengi? — Ég byrjaði hjá Eimskip 1941, og þar hef ég verið síðan.“ „Svo að þú manst eftir nokkr- um verkföllunum?“ „O-já." „Hvað segir þú um þetta verkfall, sem stendur fyrir dyr- um núna?“ „Segi og segi? Ég hef alltaf verið á móti verkföllum og er það líka núna. Annars skiptir þetta mig vfst ekki máli leng- UK** „Nú??“ Já,“ segir hann dauflega. „Það er vist búið að reka mig.“ „Hvað segirðu? Er búið að reka þig?“ „Það er búið að segja okkur upp, gömlu skörfunum. Ég held það sé enginn eftir.“ „Hvað ætlarðu þá að gera?“ „Ég veit það ekki.“ En svo segir hann og kímir: „Ætli ég fari ekki bara á bæinn.“ 45 svo búnu kveðjum við Harald og höldum um borð í togara, sem verið er að skipa upp úr. Þar er allt á fleygiferð, og enginn hefur tíma til að tala við okkur. Við lestaropiö er ungur mað- ur. Hann segir, að þetta sé ann- ar dagurinn sinn hjá togara- afgreiðslunni í þetta skipti, en hann hafi unnið við þetta áöur. ,Mér finnst fuil ástæða til að fara í verkfall, úr því að upp- bótin fæst ekki." „Heldurðu ekki, að verði þröngt í búi hjá mörgum, ef verkfallið verður langt?“ „Ég get séð fyrir mér,“ segir hann. „En ég get náttúrlega ekki svarað fyrir aöra.“ Og hann vill ekki ræða málin frekar. Harðneitar að segja til nafns, og vill alls ekki láta taka mynd af sér, svo að við köstum kveðju á þennan nafnlausa mann og höldum brott frá höfn- inni. j mjólkurbúð uppi á Hverfis- götu er Matthea Stefáns- dóttir við afgreiöslu. „Það er ágætt hljóðið í mér. Ég spekúlera ekkert í verkfall- inu, fyrr en það er komiö, og þá er að taka því. Það þýöir ekkert annað.“ Og okkur gefst ekki færi á að ræða við hana nánar, því að búðin fyllist af fólki. Matthea vill ekki láta mynda sig, og segir, aö ekkert stoði að bíöa eftir að búðin tæmist. „Það verður svo mikið að gerá hér í allan dag, að það. þýðii* ekki að rfeyna áð^bíða.“ '- Haraldur Jónsson. „Ég vil ekki hörku og illindi.“ J mjólkurbúð á Týsgötunni er ekki jafnmikið um að vera. Þar er Helga Skaftfeld fyrir innan disk. Hún veitir búðinni forstöðu, en áður hefur hún afgreitt á ýmsum öðrum stöð- um, á Bergstaöastíg og Klapparstíg. „Hvemig eru launakjörin?" „O-svona sæmileg." „Heldurðu, að verkfallið borgi sig?“ „Ég veit þaö ekki. Ég held nú, að verkföll borgi. sig eig- inlega aldrei. Auövitað múndi ég taka á móti launahækkun. Já, ég mundi ekki slá' hendinni á móti því, En ég vil ekki hörku og illindi. Launahækkun kæmi sér • vel, en verkfallið kemur sér óneitanlega illa.“ „Verkfallið verður stutt, ef allir eru samtaka.“ Tjað er vérið að vinna í húsun- um inni í EossvogShverfi, og í blokkinni viö Dalaland 3 hittum við þípulagningamann, þar sem hann er við vinnu sína. Hann heitir Einar Finnboga- son, og það er' hálft ár síðan hann lauk sveinsprófi í iðngrein sinni. „Nú eru pípulagningamenn búnir að boöa verkfall 6. marz. Hvernig fi'nnst þér, að verkfall skuli vera. aö dkella á?“ „Flnt -r' sallafínt," sVarar hann. „Það á' mikið aff fara á bak við okkur núna. Mér finnst algerlega réttlátt að heimta vísitöluupþbótina á launin.“ agW'«É|le^^ö Þáf5^eti orðið fremúr tap en gróði á íöngu verkfalii?“ „Nei. Ef allir eru samtaka um að fara í verkfall núna, þá verður það stutt.“ Einar tekur aftur til við aö snitta rörbút, og við stikum yfir svaöið frá húsinu. Það er fariö að kvölda. SAMA STAÐ Eftir kreppuna miklu, sem færði skósmiðum lítið annað en fulla kladda af skuldaviðurkenn- ingum, sem aldrei fengust greidd ar, tókst Ferdínand að koma sér upp tækjum. Fýrsta tækið var nú eiginlega heimatilbúinn pússurokkur, sem jós öllu ryk- inu yfir skósmiðina, — { dag gleypa slík tæki hvert rykkorn Síðan smájókst tækjakosturinn og með þeim afköst hvers manns. „I dag sinnir einn mað- ur verki 5 skósmiða eins og þetta var, þegar ég var að læra hjá Jóni Matthíassyni í Bröttu- götunni,“ segir Ferdínand. í fimmtíu ár hefur Ferdínand nú veitt borgurum Reykjavíkur þjónustu' sína og hlotiö vinsæld- ir eldri sem yngri aö launum, að vísu gegn vægri greiðslu, — en þeir tímar voru, að engin fékkst greiðslan. „Ég hef bara enga vinnu, og enga peninga," var viðkvæðið á kreppuárunum, þegar aoðrantarnir, sem Ferdín- and á enn, gleyptu hvert nafnið af öðru, — fögur loforð um að borga síðar, sem þó brugðust. Þeir eru margir, sem þekkja Ferdínand og hann þekkir líka marga, enda þótt hann sjái yfir- leitt ekki nema fætur fólksins, sem líður I sífellu fram hjá gluggum verkstæðisins. Við- skiptavinirnir halda tryggð við hann og koma jafnvel með skóna allt austan úr Hveragerði. Oft er talað um „heilsuspill- andi íbúðir og vinnustaði" I kjöllurum. Ferdínand brosir, þegar hann heyrir á slíkt minnzt — hann hefur nefnilega aldrei þurft að setja upp skilti með „Lokað vegna veikinda”. Alltaf hefur hann mætt þessi 50 ár, stálsleginn og heilbrigður, strax snemma að morgni, og hefur síðan unnið allt fram á rauða nótt, ef við hefur þótt liggja, skór ungu dömunnar eða pilts- ins þurftu e. t. v. að vera tilbún- ir með nýja sóla fyrir dansinn á 17. júní. Þegar synirnir komust til manns ákváðu tveir þeirra að feta í fótspor föðurins og læröu hjá honum iðn hans og hand- bragð. Móðir þeirra hefur starf- að mikið með honum i gegnum árin, afgreitt til viðskiptavin- anna, því erfitt er að vera trufl- aður frá verki. Ferdínand Eiríksson - heldur alltaf upp á kolaofninn. Á dögunum bönkuðu upp á hjá Ferdínand sjónvarpsmenn í þeim erindagerðum að fá að taka myndir af verkstæpi hans. Helga Skaftfeld. Þeir ætla að setja upp leiksvið fyrir leikrit Jökuls Jakobssonar, sem senn veröur sýnt í sjón- varpinu, og sviðið verður vinnu- stofa skósmiðs og að auki fengu þeir lánaðan stóran poka með ósóttum skófatnaði. Ekki ver^ur svo skilið við frá sögn af Ferdínand Eiríkssyni að ekki sé getið uppruna hans. Hann kom hingað til Reykjavík- ur til að læra skósmíðar, af Álftanesi, þar sem faöir hans var bóndi á Eyvindarstöðum. Þá var skósmíðin stærri grein en nú, og til dæmis voru ein 5 eða 6 verkstæði allt i kringum verkstæöi Ferdínands á fyrstu árunum og lengi framan af. Nú eru sólamir óslítanlegir að kalla má, rétt eins og dugnaður þessa skósmíðameistara, sem er nú Hátt á áttræðisaldri, — það er yfirleörið sem gefur sig núna og skósmiðirnir fá minna að gera, — fólk kastar skóm heldur en láta gera viö þá, því þeir eru orðnir ódýrari en fyrr. „Viö fá- um svo sem 2000 króna skó í viðgerð, en ekki skil ég í fólki að kaupa slfkt, þegar innlend framleiðsla og ódýrari er til, því innlendir skór geta jafnvel verið betri en þeir útlendu, — og margfalt ódýrari,“ segir Ferdínand um leið og við kveðj- um elzta starfandi skósmiðinn og jafnframt elzta starfandi verkstæði borgarinnar í þessari grein.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.