Vísir - 01.03.1968, Page 10

Vísir - 01.03.1968, Page 10
--^Síaiíj 10 VI S IR . Föstudagur 1. marz 19(fc. Enn einn þfófnr stnðinn oð verki Kona nokkur varð vör grun- samlegra athafna unglinga við verzlunina Fáfni við Klappar- stíg í nótt og gerði lögreglunni aðvart. Þegar lögreglan kom á vettvang um kl. 4, hafði hún hendur í hári eins þeirra, sem var staddur uppi á þaki verzl- unarinnar, en hinir höfðu forð- að sér. Var sá yfirheyrður og fengust hjá honum nöfn hinna, en síðan var hann fluttur heim til sín og foreldrum hans sögð sólarsagan. Ekki höfðu þessir þokkapiltar náð að stela ne?nu. Kestomenn — »-»• 1 síðu Reykjavíkur, og hestamannafélagið Fákur fullnægir ekki þörfum allra. Blaðið ræddi í morgun stuttlega við formann félagsins, Sveinbjörn ''agfinnsson. Hann sagði að Fákshúsin stæðu i Selásslandi þarna skammt frá og væru byggð samkvæmt skipulagi Reykjavíkur. Þarna er aðstaða til eð hafa um 450 hesta á vegum Fáks, en auk þess standa á félags- svæðinu sjö hesthús i eigu ein- staklinga, sem falla undir sömu á- kvæði og félagshúsin. Farið var meö marga af hest- unum, sem bjargað var úr Kardi- mommubænum í Fákshúsin, og fengu hestamenn þar skjól fyrir um 50 hesta, en aðrir komu hestum sínum fyrir á ýmsum stöðum og hjálpa hver öðrum. Sveinbjörn sagöi, aö það væri ekki fullnægjandi lausn fyrir hesta- menn, að koma hrossum sínum fyr- ir hjá Fák, en þar er hugsaö um þá að öilu leyti. Sumum hesta- mönnum finnst hálf ánægjan fólg- in í því að nostra við hesta sína og sinna þeim sjálfir. Ennfremur koma fjármálin þarna við sögu. Fákshúsin eru reist til að full- nægja ströngustu kröfum um eid- varnaeftirlit og þess vegna mjög dýr. Byggingarkostnaður um 25 *• 'sund krónur fyrir hvern hest, en menn vilja geta komið upp ódýrari húsum, sem ekki uppfylla skipu- '-.asskiiyrðin. Blaðið ræddi einnig við Harald Teitsson, en hann var einn þeirra, sem átti hesta uppi í Kardimommu- bæ, þegar flóðin komu. Haraldur sagöi, að húsið, þar sem hestar hans og annarra félaga hans voru geymdir, hefði nokkra sérstöðu. Það var fyrsta húsið, sem reist var í Kardimommubæ. Þeir vissu, að á þessu svæöi er flóða- hætta og völdu því hæsta staðinn til byggingarinnar. Steyptur var metershár sökkull undir braggann, og þröskuldurinn hafður mjög hár, bannig að eiginlega ekkert vatn komst þar inn. Þeir félagar fluttu burt hesta sína, þegar þeir heyrðu, að komið hefði skarð í stífluna. Haraldur sagði, að ýmsar ástæö- ur væru fyrir því, aö menn hefðu ekki flutt brott hesta sína strax fyrsta morguninn, þegar vitað var. að hleypa þyrfti vatni af stíflunni. Margir eiga ekki heimangengt á morgnana, heldur koma uppeftir á kvöldin til að sinna hestum sín- um, og eins bárust fréttimar seint út. Hann sagöi, að það væri fjarri | lagi, að menn létu sér í léttu rúmi I liggja, hvaö yrði um hesta þeirra, því að menn stunduðu ekki hesta- mennsku af því að þeir nenntu ekki að sinna hestum sínum, heldur vegna þess aö þeir hefðu hina mestu ánægju af því. Haraldur var óánægður með, að Fákur heföi ekki gert meira en raun ber vitni tii að útvega félög- um lóðir, þar sem þeir geta byggt ódýr hús yfir hesta sína og haft aðstöðu til að hugsa um þá sjáifir „Það er eins og Fákur líti ekki á hestamennina sem góða eða slæma félaga.“ sagöi Haraldur, „heldur eins og góða eða slæma kúnna.“ Að lokum hafði blaðið samband viö Ásgeir Einarsson dýralækni og spurði hann hvort nokkuð hefði verið til hans leitaö af hestamönn- um, vegna hesta. sem lentu j volki í flóðunum. Hann sagði að svo væri ekki og taldi litla hættu á, að hestum yrði meint af vosbúðinni, nema þá helzt gömlum hestum. Gott ráð sagði hann vera að gefa hestunum pensí- lín eða þá kaff: og spíritus. FSód’ .»-> 1. . -u vatnið skemmt gólf og veggi. Sagði Jón, að eftir þeim upplýs- ingum, sem hann hefði aflaö sér næði hvorki innbústrygging né heimilistrygging til slíkra skaða, sem veröa af völdum nátt.úruham- í fara. Bæri fólkiö því skaðann sjálft. Tjóniö af völdum Eiliðaárflóö- anna er einnig óskaplegt og nemur milljónum, þegar allt er tínt til. Einnig hefur orðið tjón á mörgum sveitabýlum, héyskaöar óg skemmd ir á girðingurh og útihúsum. Er af þessu ljóst að tjónið af völdum flóðanna nemur tugum milljóna og vérður seint metið til fulls. H-dagur — 1. Siðu. allir aðrar leiðir yrðu reyndar, áð- ur en gripið yrði til þess að fresta H-deginum. Verkföll myndu skapa mikil vandamál, sem myndu fyrst og fremst bitna á breytingu stræt- isvagnanna. Öllum öðrum tækniund irbúningi vegna H-dagsins er að mestu lokið og myndu verkföll því ekki að öðru leyti bitna mjög á undirbúningi H-dagsins nema ó- beint. Fulltrúar atvinnurekenda og ASl sátu tvo fundi með sáttasemjara ríkisins í gær, en enginn árangur varð af fundinum. — Fulltrúar at- vinnurekenda komu með tiliögu um, að verötryggingu launa yrði frestað til haustsins, en fulltrúar ASÍ höfnuðu þeirri tiilögu. — Aö því er Snorri Jónsson, skrifstofu- stjóri ASl sagði Vísi, voru tillögur fulltrúa atvinnurekenda ekki nægj- anlega ijósar og of margar óþekkt- ar stærðir í þeim. Nýr sáttafundur hefur verið boð- aður kl. 21.30 í kvöld. - Einnig héldu fulitrúar atvinnurekenda og launþega á fund ríkisstjórnarinnar í morgun til þess að fá nánari upp- 'vsingar um ýmis atriði. Sérstak- 'ega varðandi skattamál. Stúdenfafundur — í. siðu. samne'fndur með. Það fannst á ræðu hans, að hann teldi ekki verkföll úreltari en önnur þjóðfélagsfyrir- brigöi okkar, flokksræði, flokka- skipulag, skólamál og fleira, sem hann taldi upp. Lítið 4 herbergja skrifstofuhúsnæði er til leigu í rishæð Banka- strætis 10. Lysthafendur sendi nöfn sín til augld. Vísis merkt 1381. Uppl. ekki gefnar í síma. Hann taldi flest það, sem áunnizt hefði í mannréttindamálum, væri að þakka baráttu verkalýðshreyfing arinnar, sem óspart hefði þurft að beita verkfallsréttinum tii þess og óvíða meir e.. í Bandaríkjunum, sem hann taldi bezt á vegi stödd í þeim efnum. , Þar hefði líka sú barátta neytt atvinnurekendur til þess að gæta meiri hagræðingar í rekstri sínum, sem leiddi af sér þá tækniþróun, sem þar hefði orðið. Jón eyddi löngum tíma ræðu sinnar í tal um ríkisstjórnir, sem ekki réðu við verðbólgur og kvað heizt mætti ráöa af úrslitum síöustu kosninga, að kjósendur teldu ekki stjórnina ábyrga gerða sinna í þeim efnum. Einnig mætti ráða af þeim, að „þeir treystu ekki stjórnarand- stöðunni til nokkurs skapaðs hlut- ar, sem væri kannski ekki að á- stæðulausu." I hinum frjálsu umræðum bar mjög á því, að menn ættu erfitt meö að halda sig við efnið. Leiðtog- ar verkalýöshreyfingarinnar létu sig vanta á fundinn, en þeirra hafði verið vænzt. Bjargaðist — »->- 1. Siðu. hálfa ævina, Miöeyjarhólmi var umluktur vatni og ég var van- ur vatni, þegar ég var yngri. — Nú er ég oröin tæplega 55 ára og ekki lengur jafn fær í slíkt slark. Sveinn virtist vera búinn að ná sér að fullu, þó að ætlunin væri að hann dveldi enn um hríð á spítalanum. Hann hefur verið leiguþílstjóri á Hreyfli síð an 1944. Ég ætla að biðja þig að lok- um, að skila þakklæti mínu til Eyvindar Hreggviðssonar, sem bjargaði mér og öllum öðrum sem nálægt því komu, sagði Sveinn. Þetta mátti víst ekki tæpara' standa. Þú skalt skila sérstöku þakklæti til hennar Helgu Odds. Hún rak víst á eft- ir því að menn færu á hesti út í árnar til að sækja mig og mér skilst aö hún hafi sjálf ætlað út í. HljómsveSt — m-> i6. síöu. legast eða skemmtilegast á tón- leikunum. Auk þess baö hann þau aö teikna mynd af hljóm- sveitinni eða því, sem tónieik- arnir komu í hug þeirra. Á næstu skóiatónleikum, sem haldnir verða 27. marz kl. 10:30 og kl. 14 og 28. marz ki. 14, verða svo verðlaun veitt fyrir mynd og eða bréf og fær verð- launahafinn aö stjórna hljóm- sveitinni. Þegar þetta var tilkynnt á tónleikunum, urðu mikil fagnað arlæti meðal hinna ungu áheyr- enda — og vonandi láta þeir nú sitt ekki eftir liggja, og gleyma ekki heldur að senda nafn og heimilisfang með. Gylffí Þ. — 16. síöu. tekjurnar lækkað um 9%. Enn sem komið er bendir ekkert til i þess, að árið 1968 muni verða hag- j stæðara en árið í fyrra. Ég benti ; á, að nú á þessu ári höfum við ekki sömu skilyrði til þess að draga úr áhrifum áfallanna utan að með því að eyða gjaldeyrisvarasjóði og taka erlend, lán. Undir þessum kringumstæöum getur því almenn kauphækkun allra launþega og bænda með engu móti oröið raun- hæf. Islenzka þjóðarbúið var í fyrra rekið með miklu tapi. Það verður í ár enr rekiö með miklu tapi. Nú er engum Ukjuauka aö skipta milli þegnanna, engum gróöa að deila. Útflutningsatvinnuvegirnir tapa, iðnaðurinn tapar og ekki telur land- búnaöurinn sig ofsælan af sínum hag. Launþegar geta því með engu móti búizt við batnandi kjörum á árinu 1968. Hækkað kaup í krónum væri ekki aðeins sjálfsblekking, heldur skaðleg sjálfsblekking, því að hún myndi auka á þá erfiðleika, sem eru þó sannarlega nógir fyrir. Með þessu er þó engan veginn sagt, aö ekki sé erfitt fyrir laun- þega að bera þá kjaraskeröingu sem óumflýjanleg er. Það eykur á vandann, að minnkun þjóðartekn- anna hefur ekki og getur ekki snert alla hlutfallslega jafnt heldur með mjög ólíkum hætti. Til eru stórir hópar launþega, sem ekki hafa að neinu leyti orðið fyrir tekjuminnkun vegna minnkandi at- vinnu, og er hér fyrst og fremst um að ræða opinbera starfsmenn og aðra fastlaunamenn. Sjómenn og þá fyrst og fremst síldarsjómenn hafa hins vegar hlotiö mesta skell- inn, enda höfðu þeir að vísu hagn- azt mest á undanförnu góðæri. Þá hafa verkamenn og verkakonur og sumir hópar iönaðarmanna orðið alvarlega fyrir barðinu á sam- drættinum í atvinnulífinu. Tekjur manna f þessum stéttum hafa minnkað verulega, vegna minnk- andi yfirvinnu, afnáms yfirborgana og jafnvel bems atvinnuleysis. Hjá þessum stéttum, þessum hluta launþeganna, er því án efa um al- varlegt vandamál að ræöa. En hvemig getur lausnin á því vanda- máli verið fólgin í því að hækka kaup allra launþega um 50%, þar á meðal opinberra starfsmanna og sjómanna og auk þess bænda, sem lögum samkvæmt mundu fá hækk- un á afurðaverði sínu? Samkvæmt margstaðfestri reynslu hefur al- menn kauphækkun svo að segja þegar í stað í för með sér hækkun á vöruverði, sem svarar til um það bil 60% af kauphækkuninni, og þegar frá líður hefur hún í för meö sér vöruverðshækkun, sem nemur svo að segja allri kauphækkuninni, ef ekki á sér staö framleiðniaukn- ing í þjóðfélaginu, sem leitt gæti til vöruverðslækkunar, ef engin kauphækkun hefur átt sér stað Enginn hefur því í raun og veru gagh af almennum kauphækkunum* hjá öllum launþegum og bændum, allra sízt þeir, sem orðið hafa fyrir tekjuskerðingu vegna minnkaðrar atvinnu, því aö fyrstu áhrif al- mennrar kauphækkunar eru þau að draga úr atvinnunni. I rauninni er það algerlega órökrétt stefna að berjast fyrir kjarabótum til handa verkamönnum, verkakonum og iön- aðarmönnum með þvt að krefjast um leið jafnmikilla kauphækkana fyrir t.d. opinbera starfsmenn og bændum. því að kauphækkun opin- 1 berra starfsmanna og bænda, svo. ! aö dæmi séu tekin, rýrir auðvitað ! skilyrðin til raunverulegra kaup- | hækkana fyrir verkamenn, verka- | konur og iðnaðarmenn. j En ef það er viöurkennt, að um ! sé að ræða raunverulegt vandamál hjá t. d. verkamönnum, verkakon- um og iðnaðarmönnum, hvað er þá hægt aö gera til þess að ráða bót á þessu vandamáli? Vandi þessara stétta hefur fyrst og fremst skap- azt veena minnkandi atvinnu. enda þótt ekki hafi verið mikið um beint atvinnulevsi, nema áður en vetrar- vertíð hófst. Þess vegna hlýtur lausnin á vandanum að vera fólgin í því að auka atvinnuna og bar. með raunverulegar tekjur þeirra, en ekki að hækka kaupiö og stuðla með því, aö atvinnan geti ekki vax- ið, heldur minnki jafnvel. Ég er þess vegna þeirrar skoðunar. að raunverulegum hagsmunum laun- bega, og þá sérstaklega þeirra sem hölíustum fæti standa, þ.e. verka- manna, verkakvenna og iðnaðar- manna. sé bezt borgið með því aö gerðar séu öflugar ráðstafanir til þess að tryggja öllum vinnufær- um mönnum stöðuga atvinnu, þrátt fyrir erfiðleikana, sem að hafa steðjað, eins og þeir hafa átt kost á á undanförnum árum. Það væru þær ráðstafanir, sem þessum laun- þegum sérstaklega og raunar laun- þegum í heild, yrðu að mestu og beztu gagni.“ EE03EI B5LLA Allt í lagi Hjálmar, við hitt- umst eftir tíu mínútur. Ég á bara eftir að hreinskrifa sjö bréf, póst- leggja tíu, taka til í skjalaskápn- um og .... Veðr/ð dag Suðvestan átt, allhvasst með köflum í dag, en heldur hægari i nótt. Hiti um frostmark. lítsala á karlmanna- frökkum Stórkostleg verðlækkun P. Eyfeld Laugavegi 65

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.