Vísir - 01.03.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 01.03.1968, Blaðsíða 9
VÍSIR • Föstudagur 1. marz 1968. 9 8— Listir-Bækur-Menningarmál Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR: SUMARIÐ ‘3 7“ (Þorsteinn Ö. Stephensen) og Sigrún, tengdadóttir (Helga Bachman). þann veginn að fara til fjand- ans meö fyrirtækið, sem hann hefur tekið við af föður sínum, er ef til vill ekki síður sönn persóna en gamli útgerðarmað- urinn, en þrátt fyrir skilnings- rika túlkun Helga Skúlasonar verður hann rislág persóna í samanburði við föður sinn. Um hlutverk Sigrúnar má segja svipað og hlutverk Davíðs — það er nærri óhugsandi, aö önn ur leikkona en Helga Bachman gæti túlkað það af viðlíka sam- úð og næmleika og þó um leið án minnstu viðleitni til falskrar yfirborðsgyllingar. Edda Þórar- insdóttir fer þarna meö við- kvæmt og vandasamt hlutverk ungrar dóttur útgerðarmanns- ins, sem liggur ef til viil ekki eins ljóst fyrir af hálfu höfund- ar og önnur hlutverk í leikn- um, en hún túlkar þaö engu að síður á þann hátt, að áhorfend- ur fá samúð meö þessu kennda- brenglaða barni, sem ekki hefur náð tilfinningaþroska í samræmi við aldur sinn. Hlutverk Jóns er hins vegar ljóst — ungi mað- urinn, sem brotizt hefur úr fá tækt til sérfræðináms, er á 4eið til Perú sem ráðunautur á veg- um Sameinuðu þjóöanna og á fyrir sér glæsilega framtíð, Þorsteinn Gunnarsson leikur þaö hlutverk af öryggi og festu, sem spáir góðu. Davíð útgerðarmaður segir á einum stað, að það sé mikils- vert að geta sagt allt án þess að segja neitt. Ef unnt er að segja, að leikrit sé samiö eftir einhverri vissri formúlu, þá er þaö einmitt formúlan, sem höf- undur hefur valið sér. Það ger- ist ekki neitt í frásögur færandi á leiksviðinu, þessar fáu klukku stundir, sém fjölskylda útgerð- armannsins gamla safnast þar saman í tilefni af nýafstaðinni útför eiginkonu hans. Og þótt persónurnar séu sjaldan þegj- andi, er tal þeirra að miklu leyti fólgið í síendurteknum, hálfmótuðum setningum, sem í rauninni „segja“ ekki neitt, sem slíkar — en segja þó allt. Segja allt um þau rofnu tengsli, sem þarna hafa orðiö á milli tveggja kynslóða, segja allt um einmanaleik og lífsfyllingar- skort allsnægtakvnslóöarinnar, sem tekið hefur við af hinni sjálfumglöðu athafnakynslóð, sem átti sitt manndómssumar ’37, og gengur gleymsku og dauða á vald í þeirri sælu trú, að allt sem hún hafi gert sé harla gott og að það sé ómetan- legur arfur, sem hún skili eftir- komendunum. Standi hún samt andspænis einhverjum ó- skemmtilegum reikningsskilum, sem gerir arfinn vafasaman, á hún sína formúlu þeim til lúkn- ingar — lífið er dásamlegt og það má ekki fækka togurunum og ekki meira um þaö. Nú skul- um við taka mynd af fjölskyld- unni, áöur en hún dreifist aftur .... Og það er einmitt slik fjöl- skyldumynd, sem við sjáum þarna á sviðinu. Brosiö í tíu sekúndur, segir gamli útgerðar- maðurinn, þetta lagast allt sam- an. Það er mest um vert, að geta sagt allt án þess að segja neitt. Og að endingu — frumsýning argestir tóku þessu nýja leikriti Jökuls með afbrigöum vel, klöppuðu höfund og leikendur fram hvað eftir annnð, og fengu þeir þar sinn vel mælda skerf, Helgi Skúlason, sem annazt hef- ur leikstjórn og Steínhór Sig- urðsson, sem gert hefur leik- myndina. eftir J'ókul Jakobsson — Leikstjóri Helgi Skúlason Frá vinstri: Helga Bachman, Edda Þórarinsdóttir, Þorsteinn O. Stephensen, Þorsteinn Gunnarsson og Helgi Skúlason. TV'ýtt leikrit eftir Jökul Jakobs son telst til tíöinda. Reynd- ar mega það kallast tíðindi, þeg- | ar nýtt íslenzkt leikrit, sem nokkuð töggur er í og stenzt þar að auki þær kröfur, sem gera verður til slíkra verka án tillits til þjóöernis, er sett hér , á sviö — með öðrum orðum, gott leikrit án tillits til þess að B það er eftir íslenzkan höfund. Þetta á einmitt við um hið nýja leikrit Jökuls, „Sumarið ’37“, sem frumsýnt var á miöviku- dagskvöld af Leikfélagi Reykja- víkur. Það er gott leikrit, bæöi að efni og formi, hafið yfir alla „sómasamlega meðalmennsku“, sem oft er farið um vægum höndum, með tilliti til þess að þar sé um innlenda framleiöslu að ræða. Ekki veit ég hvernig átthaga stoltum Vesturbæingum fellur sú fullyrðing, að Jökli Jakobs- syni hafi reynzt það mikill á- vinningur að flytjast austur fyr- ir læk. Ekki þar fyrir, að „Vest urbæingar" hans voru skemmti- legasta fólk og sómamanneskj- ur inn við beinið, meira að segja talsverð spurning hvort þessir nýju kunningjar hans ut- an lækjar, standast samanburð við þá gömlu, þegar að hjart- anu kemur, ef út í það er farið. En þessum nýju kunningjum hans er lýst af meiri listrænni kunnáttu, meiri varfærni og þó um leiö af meira miskunnarleysi. Þó fer fjærri að þarna sé um nokkurn áróður aö ræða, höf- undur fellir ekki einu sinni nokkurn dóm yfir persónum sín um, heldur flytur mál þeirra sem hlutlaus aðili fyrir kvið- dómi áhorfenda. Og þótt hann krefjist hvorki sýknu né sak- fellingar, er augljóst tll hvers hann ætlast af dómendum, þeg- ar þeir yfirgefa sæti sín að lokn um málflutningi hans — að þeir lýsi yfir því af samúð og skiln- ingi:\ Það er ekki okkar að dæma þetta fólk, því að enginn getur ætlazt til þess, að við dæmum sjálfa okkur. TTöfundur skýrir frá því í leik skrá, að leikrit þetta hafi tekið miklum breytingum á æf- ingum og sviði. Slík starfsað- ferö hefur óneitanlega mikla kosti, og er óþarft að rökstyðja það, en henni fylgir líka hætta. Hún kemur meðal annars fram í því að þessu sinni, að áhorf- endum hlýtur að finnast aðal- hlutverkið, Davíð útgerðarmað- ur, svo „sérsamið" fyrir Þor- stein Ö. Stephensen og hans túlkunarmáta, að það sé meö öllu útilokað, að nokkur annar leikari geti lyft því. Þetta er aö sjálfsögðu um leið hrós, sem Þorsteinn vinnur til með frábær um leik sínum, og það er ekki ný bóla, þegar á hann á hlut aö máli — þannig var það líka um hlutverk pressarans í „Ðúfna- veizlu" Kiljans. Samt sem áður hef ég grun um að hlutverkið beri þess nokkur merki, að það hefur fengið endanlegt svipmót sitt fyrir nána samvinnu höf- undar og leikara, og því mjög hætt viö að það fari að nokkru leyti forgörðum í höndum ann- ars leikara. Davíð er táknmynd hverfandi kynslóðar — þeirrar, sem við tók af „aldamótamönnunum", og má hún vel við una. Davíð útgerðarmaður er ein hin sann- asta og mannlegasta persóna, sem íslenzkur leikritahöfundur hefur skapað í háa herrans tíö. ÞróttmikiII athafnamaður, sem gefið hefur sér tíma til þess að lifa lífinu í jafnvægum tengsl- um viö samferöafólkið og bók- hald fyrirtækisins, brotið heil- ann jöfnum höndum um rök til verunnar og markaðsmöguleika fyrir saltfisk og þótt hann sé nú kominn á þann aldur, að þær heimildir, sem hann hefur sank- aö að sér um tilveru og útgerð eru annað hvort gleymdar eöa úreltar, sitja niöurstöðurnar þó eftir — Ufið er dásamlegt, þrátt fyrir allt og það má alls ekki fækka togurunum. Það er nefni lega eitthvað í manninum, sem ... hann kemst að vísu aldrei lengra í þeirri skilgreiningu sinni, en þaö nægir honum líka. Unga kynslóöin, nútíminn, á sér aftur á móti fjóra fulltrúa á sviðinu, en þótt þeir séu þetta margir, og valinn leikari í hverju hlutverki vantar nokkuð á að þeir hafi í fullu tré við Davíð og Þorstein eina. Stefán Davíösson, sem drukkið hefur frá sér alla mannrænu og er í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.