Vísir - 01.03.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 01.03.1968, Blaðsíða 1
58. árg. - Föstudagur 1. marz 1968. - 52. tbl. / ____________________________/___________________ „EG TALDI MIG ORUGG- LEGA DAUÐADÆMDAN — sagði Sveinn Kristjánsson, sem var bjargað naumlega við Kardimommubæinn • Ég taldi mig örugglega dauðadæmdan, þegar ég gafst upp á sundinu og straumurinn tók mig, sagði Sveinn Kristjánsson, leigu- bílstjóri á Hreyfli, hestaeig- andinn, sem bjargaðist naum Iéga við Kardimommubæ í flóðunum, í viðtali við Vísi i gær, þar sem hann lá á Landakotsspítalanum. — Ég vissi síðan ekkert af mér, \ fyrr en ég tók að ranka við mér á Slysavarðstofunni. Þá var mér svo afskaplega kalt að ég hélt að mér myndi aldrei geta hitnað aftur. Sveinn sagði tíðindamönnum Vísis, að hann hefði ætlað að synda yfir strauminn, „en ég er liklega orðinn of gamall til að þola slíkt", sagöi hann. „Einn- ig var ég of mikið klæddur og þungur á mér, en samt hefði ég nú átt að geta synt þetta." Ég er alinn upp á miili vatna við Markarfljót. Bærinn þar sem sem ég ólst upp, og dvaldi 10. síða Starfsmenn Vatnsveitunnar báru sandpoka að vatnsleiðslunum til styrktar. Vantar lóðir í nágrenni Rvíkur handa hestamönnum? — Fákur getur ekki séð fyrir allra þ'órfum, segir formaður félagsins Fréttin um Kardimommubæinn, landinu. Spurningin er aðeins sem stendur á einskismannslandi hvort byggingar þar heyri undir uppi við Elliðavatn hefur vakið skipuiag Reykjavíkurborgar eða athygli. Þeir sem hafa reist hest- Köpavogskaupstaðar. hús sín á staðnum munu flestir hafa samið um Ióðaréttinn við Vratnsenda, og fáir munu draga í efa ráöstöfunarrétt jaröarinnar yfir Það eru ýmiss vandkvæði á því, að hestamenn geti komið sér upp ódýrum hesthúsum í nágrenni )))»—> 10. síða TJONIÐ AF VOLDUM FLOÐANNA NEMUR TUGUM MILLJÓNA • Tjónið af völdum flóðanna hefur orðið gífurlegt, næði á vegum, húsum og öðrum mannvirkjum. — Þegar er ljóst að tjónið nemur tugum milljóna, en skemmdir eru víða órannsak- aðar enn og erfitt að meta tjónið. • Vísir hafði í morgun tal af Snæbirni Jónssyni yfirverkfræð- ingi hjá Vegagerð ríkisins, en hann var þá að safna gögnum um skemmdir á vegum á flóðasvæðunum. Sagði Snæbjörn að tjóniö næmi vísast milljónum króna, en öll kurl væru ekki komin til grafar ennþá. Sagði Snæbjörn að vega- skemmdirnar væru ákaflega víða, í Borgarfirði, hér í sveitunum fyrir ofan Reykjavík og í uppsveitum Árnessýslu. Ótal ræsi hafa fallið niður og skörð komið i vegi. Hins vegar hefðu aðeins tvær smábrýr farið í flóðunum, önnur hjá Háfs- ósi við Þykkvabæ, ein á Mýrum í Skaftafellssýslu. Á Selfossi hefur orðið mest tjón á húsum og sagði Jón Bjarnason, hjá hreppsskrifstofunni þar að tjón- ið næmi áreiöanlega nokkrum milljónum. — Vatnið hefði flotiö inn í yfir þrjátíu hús, en verulegt tjón hefði þó ekki orðið nema í sjö, eða átta ibúðarhúsum. Hins vegar hefði orðið mikið tjón í Tryggvaskála og eins á verkstæð- um Kaupfélags Árnesinga, en þar hefðu margar vélar skemmrt af vatni. — Væri þar um að ræða mikið tjón, sem ekki væri enn hægt •að meta. Vatnið hefur veriö að fjara smátt og smátt úr húsum á Selfossi og er fyrst hægt að fara að kanna skemmdimar úr því líður á dag- inn. Sumar fjölskyldur hafa misst allt innbú sitt, en auk þess hefur 10. síða. t Sveinn Kristjánsson. Verður H-degi frestaö vegna yfirvofandi verkfalla? — Strætisvagnarnir verða ekki tilbúnir í tima, ef til langvarandi verk- falla kemur — Tveir árangurslausir sáttafundir haldnir i gær anna fyrir hægri umferð og breytingum á þeim gömlu verð- ur ekki lokið fyrir H-daginn, ■ Fyrirsjáanlegt er ef til lang- varandi verkfalla kemur, að yfirbyggingu nýju strætisvagn- Fjörugur fundur Stúdentufél. Reykjuvíkur „Ekki að ástæðulausu að menn van- treysta stjórnarandstöðunni — ummæli löns B. Hunnibulssonur komu ú óvurt ■ Margir urðu til pess að nveða sér hljóðs á fundi Stúdenta- félags Reykjavíkur í gær, sem haldinn var í Sigtúni, en þar var lagt út af þeirri spurningu, hvort verkföll væru úrelt. ■ Fundarsókn vai sæmileg og meðal fundargesta voru ekki aðeins stúdentar, heldur einn'g verulegur fjöldi verkamanna, sem tóku drjúgan þátt í hinum frjálsu umræðum, sem fram fóru að loknum ræðum frummælenda. Formaður Stúdentafélagsins, i bauö fundarmenn velkomna, en Ólafur Egilsson, setti fundinn og setti síðan fundarstjóra Braga Hannesson, bankastjöra. Frummæl- endur voru þeir Sv.inn Björnsson, verkfræðingur. Sveinn Valfells, for- s'.jóri, og Jón B. Hannibalsson, hag- f’-eðingur. Báðir þeir nafnar lýstu sig þeirrar skoðunar að verkföll væru úrelt, en í ræðu sinni vék Sveinn Björns- son að því, hve fátið verkföll væru orðin hjá nágrönnum okkar, Norð- mönnum og Dönum, sem hann taldi mikið að þakka samstarfs- nefndum stjórna fyrirtækja at- vinnurekenda þar og trúnaðar- manna launþega. Taldi hann það vera það, sem koma skyldi og innan dlðar myndu verkföll hverfa úr sög- unni með aukinni fræðslu í þeim málum. Ræðu Jóns Hannibalssonar var klappað gott lof í lófa, enda þótti hún skörulega flutt, þótt í lengra lagi væri. Hann kom fundarmönn- um oft á óvart í ræðu sinni með ummælum í garð þeirra afla þjóð- fí'.agsins, sem hann hefur oft verið -> 10 síða 26. maí í vor. — Eiríkur Ás- geirsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, sagði í viðtali við Vísi í gær, að hinir 38 strætis- vagnar, sem eiga að vera til-» búnir fyrir hægri umferð fyrir H-daginn séu algjört lágmark sem hægt sé að komast af með og hann geti ekki séð hvernig hægt verði að halda uppi eðli- legum strætisvagnaferðum, ef þeir verða ekki tilbúnir. 30 nýir strætisvagnar eiga að vera tilbúnir fyrir H-daginn og breytingum á 8 gömlum vögnum að vera lokið. Sameinaða bílasmiðjan, sem sér um vfirbyggingu nýju vagnanna hefur lokið um helmingi verksins og 4 gömlu strætisvagn- anna hefur verið breytt. Tíminn til að ljúka framkvæmdum er þeg- ar orði’nn knappur og er ekki fyrir- sjáanlegt annað að breytingunum verði ekki lokið, ef til langvarandi verkfalla kemur. Benedikt Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri hægri umferðar, sagði f viðtali við Vísi í gær, að *->- 10. síða. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.