Vísir - 22.03.1968, Síða 2
2
V í SIR . Föstudagur 22. marz 1968.
Bandarískur iúdóbi
UMFK vann FH f
innanhússknattspyrnu
Stýrisvafningar
Uppl. 34554
Er á vinnustað
i Hœðargarði 20
ERNZT ZSEBERT
Fyrir nokkru kepptu 84 drengir
frá UMFK og FH í innanhúss
knattspymu og fór keppnin fram
í leikfimisal Lækjarskólans í Hafn
arfirði. — Keppt var í tveim ald-
ursflokkum, 9 ára og yngri og 10
til 12 ára. Þrír drengir léku í hverju
liði og því voru liðin alls 28, —
og 7 leikir i hvorum aldursflokki.
Keflvíkingar báru sigur úr býtum
hlutu 19 stig og skoruðu 21 mark,
en FH hlaut 9 stig og skoraði 13
mörk. Eftir keppnina leit stigatafl
an þannig út.
I UMFK 14 9 1 4 21 19
;FH 144 1 9 13 9
Það gefur að skilja að þröngt
var á þingi í leikfimihúsinu meðan
I keppnin fór fram og kvöttu dreng
irnir liðin óspart. Mikil kátina og
gleði var ríkjandi og fjör og kapp
í leikjunum. En þótt þröngt væri
um drengina í hinu 47 ára gamla
leikfimihúsi var umgengni, hegðun
| og framkoma drengjanna í alla
; staði til fyrirmyndar og voru þeir
' þannig íþróttafélögum sínum, til
1 hins mesta sóma.
ráðinn til Ármanns
Bandarískur júdóþjálfari,
Warren Harris að nafni, hefur
tekið að sér þjálfun á júdófólki
1 kvenna og unglingaflokkum
Ármenninga og var þessi mynd
einmitt tekinn af einni af fyrstu
æfingunum, sem Harris haföi
með hinum ungu piltum deildar
innar i fyrradag. Harris, sem
starfar á Keflavikurflugvelli á
vepnn varnarliðsins, hefur
stundað nám í Tokíó í Kodokan
stofnuninni, sem er frægasta
júdóstofnun í heimi.
Ný námskeið eru nú að hefj
ast í öllum flokkum i húsnæði
Ármanns viö Ármúla og stend
ur innritun yfir þessa dagana.
Upplýsingar má fá í síma 83295,
bæði um júdóþjálfun og eins
um þrekþjálfunina I öllum flokk
um. Jóhanna Tryggvadóttir
tjáði blaðinu að ætlunin væri að
halda æfingum áfram í sumar,
starfsemin ætti að vera í full-
um blóma allt árið um kring.
Á myndinni eru þeir Harris
og Bjami Jónsson, sem er að-
stoðarþjálfari.. Sá minni á
myndinni heitir Jónas Jónas-
son. Ármenningar kváðust mjög
þakklátir yfirmönnum varnar-
liösins, sem reyndust mjög hjálp
legir og gáfu Harris leyfi
til að koma til Reykjavíkur,
þegar æfingar fara fram.
SÍÐASTA HALMSTRAIÐ:
TEKST VIKING AÐ VINNA FRAM?
Á sunnudaginn heldur hand-1 mótsins séu þegar ráðnar, Fram
knattleiksmótið í 1. deild áfram í' sigri, Víkingar falli. Þó er rétt að
Laugardal. Margir álíta að útlínur geta þess að möguleikar eru fyrir
Einar Bollason.
’.V.
Einar Bollason leikur
meí Reykja vikurúrvalinu
Undirbúningur íslenzka
körfuknattleikslandsliðs
ins fyrir Norðurlanda-
mótið, sem hér fer fram
í næsta mánuði, heldur
áfram af fullum krafti,
en margar keppnir hafa
farið fram við úrvals-
lið Bandaríkjamanna á
Keflavíkurflúgvelli í vet
ur.
.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v
Nú hefur úrvalslið Reykjavík
ur verið valið til keppni við
lið flugvallarmanna, sem er sagt
sterkara en nokkru sinni fyrr,
en úrvalslið Reykjavíkur verð
ur að öllum líkindum einnig
landslið eins og áður, en athygli
vekur að Einar Bollason, frá
Þór á Akureyri er „Reykvík-
ingur“ I vali þessu, greinilega
talinn „fenginn að láni“ hjá
Akureyringum.
Liðið, sem keppir fyrir
Reykjavik í leiknum við úr-
valsliö Bandaríkjafnannanna
annað kvöld kl. 20.15 verður
þannig skipaö:
hendi að þetta fari á annan veg.
I Tapi Fram t.d. fyrir Víking á
sunnudagskvöldið verður talsverð
breyting á „valdaaðstöðu", eins
og menn sjá, þegar stigataflan er
skoöuð. Og Víkingar geta auövitað
sigrað, leikur er ekki tapaður fyrr
en í fulla hnefana.
FH er líka í eldlínunni þetta
kyöld í leik á móti KR. Þessi leik
ur ætti vel að geta orðið spenn-
andi, enda eru KR-ingar til alls
líklegir og vilja eflaust komast upp
við hliö FH-liðsins á stigatöflunni
og geta það með því einu að sigra
í þessum leik.
Gunnar Gunnarsson, Kristinn
Stefánsson og Guttormur Ól-
afsson, allir úr KR, Birgir Jak-
obssoh, Agnar Friöriksson, Þor
steinn Hallgrímsson og Anton
Bjarnason, allir úr ÍR, Birgir
Örn Birgis, Jón Sigurðsson og
Sigurður Ingólfsson úr Ár-
manni, Þórir Magnússon KFR,
og loks Einar Bollason úr Þór.
Keppnin, sem nú er að hefj
ast er um svokallaðan sendi-
herrabikar, sem James K. Pen-
field gaf til keppni milli þess
ara tveggja liða og fara 5 leikir
fram í vetur og fær það liðið
bikarinn, sem sigrar oftar.
Staðan í 1. deild er þessi:
Fram 7 5 1 1 150:128 11
Haukar 8 5 0 3 182:167 10
FH 7 3 2 2 146:136 8
Valur 8 4 0 4 154:148 8
KR 7 3 0 4 133:147 6
Víkingm 7 0 1 6 119:158 1
Markahæstu menn í 1. deild:
Bergur Guðnason, Val 49
Jón Hjaltalín, Vík. 48
Þóröur Sigurðsson Haukum 39
Gísli Blöndal, KR 38
Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram 37
Geir Hallsteinsson, FH 36
Hilmar Björnsson, KR 35
Viðar Símonarson, Haukum 35.
Hermann Gunnarsson, Val 34
Stefán Jónsson, Haukum 32
Á sunnudagskvöldið fer fram
leikur í 2. deild milli Ármanns og
Þróttar, en ÍR hefur unnið sig upp
í 1. deild.