Vísir - 22.03.1968, Side 4
~)<
Nýjasta mynd Ingmars Berg-
mans, sænska kvikmyndaleik-
stjórans, sem flestum er kunnur,
var frumsýnd í Stokkhólmi 19.
síðasta mánaðar. Myndin heitir
„Vargtimmen", og gagnrýnendur
hafa yfirleitt keppzt við að bera
lof á hana.
Aðalhlutverkin leika Max von
Sydow, sem síðast sást hér í hlut
verki riddarans í „Sjöunda inn-
siglinu", en nú er hann oröinn
alþjóðleg stjama og nýtur mik-
illa vinsælda f Bandarikjunum.
Aðalhlutverkið leikur Liv Ull-
mann, norsk leikkona, sem fræg
varð fyrir leik sinn f „Persona".
Hún er fædd f Tókfó og upp-
alin f Kanada og Þrándheimi.
Hún var orðin fræg leikkona f
leikhúsum f Osló, þegar Bergman
bauð henni hlutverkið sem hefur
aukið mjög á frægðina.
Bergm. situr ekki auðum hönd
um. Hann lét ekki sjá sig á frum
sýningu myndar sinnar, en nú
evðir hann öllum tíma sínum í
að klippa næstu mynd sína, sem
heitir „Skammen". Þar næsta
verkefni hans er þegar ákveðið,
kvikmynd fyrir sænska sjónvarp-
ið.
Nú er beinasleggjan Twiggy að
hugsa um að bregða sér til Rúss-
lands, ekki svo að skilja að hún
hafi verið hvött til þess f opin-
berum málgögnum þarlendum —
þvert á móti. Eitt bókmennta-
tfmarit í Moskvu gerði harðorða
árás á hana á dögunum og kall-
aði hana „verkfæri í höndum
kapítalista", sem væri óheppilegt
fordæmi fyrir unglingana. En
Twiggy kærir sig kollótta. „Ég
ætla þangað til að fullnægja for-
vitni minni, og svo langar mig
til að sjá sjálf hvernig þeim
fellur við mig. Ég fæ þvílík ó-
sköp af aðdáendabréfum frá
Rússlandi og austantialdsríkjun-
um, að ég trúi ekki öðru en þeim
Ifki vel við mig.“
® 0
Falinn eldur getur blossað upp
hvenær sem er. Eyrir nokkrum
dögum gengu í heilagt hjónaband
Charlie nokkur Brown, 97 ára að
aldri og Annie Wintle, Sem er
82 ára. Þau búa á Hazeíbrooks-
elliheimilinu í Henbury, nálægt
Bristol í Englandi. Þau kynntust,
þegar hann var rafvirkjanemi og
hún gekk ennþá með fléttur.
En þau náðu ekki að sameinast
þá, því að Charlie Brown var
kallaður í herinn — til þess að
taka þátt í Búastríöinu og því
næst í Fyrri heimsstyrjöldinni.
Nú hafa þau bæði verið gift
áður. Frú Wintle á 12 böm, 31
barnabarn og 10 barna barna-
börn. Þegar þau trúlofuðu sjg á
dögunum kvaðst Ohariie Brown
vera fullviss um aö ná lOO ára
aldri a. m. k.
RÓBERT KENNEDY FETAR
í FÓTSPOR BRÓÐUR SSNS
1960 Þaö var annan janúar 1960, sem ungur öldungadeildar-
þingmaöur frá Massachusetts, John F. Kennedy, skýröi
heiminum frá því að hann stefndi að því aö verða forseti Banda-
ríkjanna. Hann sagöist bjóöa sig fram til að hnekkja veldi repú-
blíkana, sem væru undir forustu aldraös og þreytts hershöfö-
ingja, Dwight D. Eisenhowers.
1968 Hinn sextánda marz 1968, í sama samkomusal í byggingu
Öldungadeildarinnar, á nákvæmlega sama stað, stóö Ro-
bert Kennedy og færði heiminum sömu tíðindi. „Ég býö mig
fram vegna þess aö ég er sannfærður um, að þetta land er komið
inn á hættulega braut,“ sagði hann.
Athyglisverð sýning
Vikumar fyrir verkfall stóð
yfir í Þjóðminjasafninu sýning
á munum, sem grafnir hafa ver-
ið upp i hinum fornu íslands-
byggðum í Grænlandi. Að von-
um hefur margt manna heim-
sótt sýningu þessa, enda for-
vitnileg fyrir okkur sérstaklega.
Athygli vekur þó, að skólarnir
skuli ekki hafa fjölmennt á
sýningu sem þessa, þvi ég hygg
að með heimsókn á slíka sýn-
ingu, þá læri nemendur meira
en þótt þeir læri margar stundir
þurrt af bókinni, því sjón er
sögu rikari.
Ekki er gott að segja, hvað
því vcldur að skólarnir taka
ekki slíkri sýningu opnum örm-
um, og fjölmenna á hana, en
ætla má, að þar ráði slnnuleysið
mestu.
Heilbrigð æska
Einn vinsælasti þáttur sjón-
varpsins er vafalaust barnatím-
inn, Stundin okkar. Sunnudag
einn var sýnd skemmtileg mynd
sem myndatökumaður sjón-
varpsins hafði tekiö norðan-
lands af skíðaferö skólabama.
Fyrir utan það að mynd þessi
var hin ágætasta, þá vekur það
athygli, hversu bróttmikil félags
starfsemi hlýtur að vera á með-
ai þess fóiks, sem stofnar til
slíkra feröa, hvað eftir annað.
Að þessu levti standa skólarn-
ir hér sunnanlands langt að baki
Norðlendingum, en baö er víða
svo í skólum, að forystumenn
skólanna virðast annaö hvort
ekki nenna að standa í þeim
undirbúningi, sem slíkar ferðir
óneitanlega þurfa, eða þá að
þeir hafa ekki hugsun á þvi,
og er hvort tveggja jafnillt.
Slík ferðamennska, sem sýnd
var í kvikmynd sjónvarpsins er
til mikillar hollustu fyrir skóla-
æskuna, og eflir að mörgu leyti
félagsþroska þátttakendanna.
Lánsamir eru Akureyringar
að eiga forustumenn i skóla- og
æskuI-ððSmálum, sem eru iafn-
vígir á að leiðbeina unga fólkinu
jafnt utan húss sem innan, OG
NENNA ÞVÍ.
T ilky nningasky Ida
bátanna
Nokkuð hefur verið rætt um
nauösyn þess, að íslenzk skip
tilkynntu um ferðir sínar, svo
að fyrr væri hægt að fylgjast
með úr landi, ef eitthvað það
hendir, að hjálpar er þörf. Hef-
ur verið vitnað til skvldu flug-
véla að tilkynna með vissu
millibili um ferðir sínar, og talið
hefur verið að skylda beri skip
til hliðstæðrar tilkynningar til
strandstöðva.
Nú er vertíð hafin fyrir
nokkru, og enn hefur ekkert
heyrzt um neinar reglur um til-
kynningaskyldu, aðrar en þær,
sem eru hefð í hverri verstöö.
En víða mun ágæt regla vera
á að skip tilkynni sig, en ann-
ars staðar er þessi regla í mol-
um. Allsherjar-skvlda að til-
kynna um skipaferðir er þvf
ekki fyrir hendi, svo að búast
má viö, að misbrestur geti orð-
ið á, einmitt begar mest liggur
við, að tilkynning berist, vegna
þess að eitthvað hefur borið út
af.
Ef svo er, að bau samtök, sem
að sjávarútvegi standa, eða
slysavamafélög. geta ekki orðið
á eitt sátt um slíka tilkynninga-
skvldu, bvrfti hið háa Alþingi
að láta málið til sín taka, og
setja þegar í stað lög þar um.
Þrándur í Götu.
O