Vísir - 22.03.1968, Síða 7

Vísir - 22.03.1968, Síða 7
VIS IR . Föstudagur 22. marz 1968. morgun útlönd í mbrgun útlönd í roorgun lítlönd í raorgun útlöndl ® Sumum þingmönnum í Was- hington hefur verið tjáö, að John- son forseti muni bráðlega fara fram á fjárveitingu til Víetnamstyrjald- arinnar, sem nemi 3,3 milljörðum doillara. Einnig er talað um, að senda eigi aukið lið til Víetnam, eða 35,000 menn. 0 Brezka f járlagafrumvarpið hef- ur verið rætt á fundi þingflokks jafnaðarmanna og sættu einkum gagnrýni ráðstafanir, sem fyrirsjá- anlega rýra lífskjöir manna. Verka- lýðssamtökin ætla ekki að breyta afstöðu sinni í kaupgjalds og verð- lagsmálum. ® Á Grikkilandi hafa 7 menn ver- ið dæmdir í 10 mánaða til 6 ára fangelsisvistar. Voru þeir sekir fundnir um að bera ábyrgö á sjó- slysinu er skipinu Heraklion hvolfdi og 240 manns fórust. Sakborning- ar áfrýjuðu dómnum. 9 Fréttaritarar í Kairó segja, að , endurskipulagning egypzku stjóm- arinnar hafl átt sér stað í sam- 'ræmi við yfirlýsta stefnu Nassers forseta um að auka vaid og áhrif , borgaraiegra stétta manna og draga úr áhrifum hersins. 0 Frá því er skýrt í Saígon, að tala fallinna bandarískra hermanna í Vfetnam-styrjöldinni væri nú yf- ir 20,000 (20,096). Samtímis til- kynnti bandariska herstjómin þar, að af liöi Norður-Vletnama og Ví- 'etcong hefðu fallið 314,460 frá 1. júní 1961. 0 Þrátt fyrir miklar sóknaraðgerö ir af hálfu Bandaríkjamanna og stjórnarhersins gegn Víetcong í hér- uðunum næst Saígon var skotið af fallbyssum í fyrrinótt á flugstöð- ina viö Saígon — í fyrsta sinn á 3 vikum. Pravda birti grein um innrás ísraels í Jórdaníu og segir ísrael nota sér arabíska hryöjuverkastarf- semi að skálkaskjóli til frekari of- beldis í nálægum Austtirlöndum, — slíkar aðgerðir geti aldrei leitt til friðar, og krefst blaðiö þess að Isra- el fari að hlýðnast fyrirmælum Ör- yggisráðs varðandi Austurlönd nær. 0 Forsetar þingsins í Tékkósló- vakíu ræddi í gær, hvort umræða skyldi fara fram um þær kröfur, að Novotny skuli knúinn til að láta af forsetaembættinu. Ef til umræöu' kemur á þingi mun að líkindum verða lögð fram áætlun, sem sker úr um það viö atkvæðagreiðslu, hvort forsetinn nýtur trausts þings- ins eða ekki. Athugendur í Prag líta svo á, að lokasóknin sé hafin til að koma honum frá, en það hefur einn <s>. ig gerzt, að verkalýðsfélögin hvar- vetna í landinu taka nú undir kröf- una um, að Novotny veröi látinn róa. Dubcek — flokksleiðtoginn — sem tók við því starfi, er forset- inn vgr sviptur því, sagöi í gær, að miðstjórn flokksins mundi taka mál iö fyrir einhvern næstu daga. Jórdanía fór fram á skyndifund í Öryggis- ráði út af innrás ísraelskra hersveita Jordania hefir farið fram á, að Öryggisráðið komi saman hið skjótasta tii þess að ræða inn- rás ísraelshers. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem kom saman á skyndifund að áskorun stjórnar Jórdaníu vegna innrásar ísraelskra hersveita, frest- aði fundi að loknum 12 klukku- stunda viðræðum, og er reynt að ná samkomulagi um ályktun að tjaldabaki. Fulltrúar Bretlands, Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og WSISy Brandt endurkjörinn flokksforntaður Frétt frá Nurnberg í gær hermir, að Willy Brandt varakanslari og utanríkisráðherra hafi verið endur- kjörinn formaður Jafnaðarmanna- flokksins með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Formannskjöriö fór fram á lands fundi jafnaðarmanna og fékk Willy Brandt 325 atkvæði, en mótat- kvæði voru 8. Við formannskjör fyrir tveimur árum fékk hann 324 atkvæði gegn 2. Frakklands víttu innrásina í Jórd- aníu. Fulltrúi Bandaríkjanna kvað það á engan hátt réttlætanlegt, að grípa til slíkra aðgeröa sem ísrael hefði gert, þótt flugumenn hafi komið frá Jórdaníu til hryöjuverka, og vildi hann, að Sameinuðu þjóðirnar sendu gæzlulið til landamæranna, en fulltrúi Sovétrikjanna kvaðst styðja kröfu Jórdaníu um refsiað- gerðir. Fulltr. ísraels kvað Jórdaníu geta búið við frið, ísrael vildi frið- samlega sambúð, en ef Jórdanía vildi hana ekki yrði hún að taka afleiðingunum. Róbert Kemedy heíur sókn í Suðurríkjunum Robert Kennedy öldungadeildar- þingmaður flutti ræðu í Alabama í gær og hór þar með kosningabar- áttu í Suðurríkjunum. Hann kvað þjóðina aldrei hafa verið jafn sundraða og nú og væri erfiðri og kostnaðarsamri styrjöld um að kenna og mörgum vanda á sviði innanlandsmála, vegna aldurs- munar, ólíkra trúarbragða og mis- munandi hörundslitar, en það sem þyrfti, væri, að þjóðin legði niður deilur óg leysti vandamál sín af sáttfýsi og sameinaöist um að byggja upp nýtt og betra land. Hersveitir fsraels lögðu leið sína aftur inn í ísrael eftir 15 klukku- stunda átök og segjast ísraelsmenn hafa lagt í eyöi stöövar, þar sem menn voru þjálfaðir til hermdar- og hryðjuverka. — Jórdaníumenn segja, aö um undanhald hafi verið að ræða hjá Israelsher, og hvor aðili um sig kveðst hafa valdið hin- um miklu tjóni á mönnum og her- gögnum. Landganga stjórnarhersveita nálægt Oron i Biafra Sonja. Frétt frá Lagos í Nígeríu hermir, að stjórnarhersveitir hafi verið sett ar á land nálægt hafnarbænum Or- on, í Biafra. Þær gengu á land noröan James- town, sem er um 36 km. fyrir suö- austan Oron, sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna, síðan er Austur-Nígería (nú Biafra) sagðij sig úr sambandsríkinu. Forvaxfalækkua á Bretlandi Forvextir voru lækkaðir á Bret- Iandi í gær i 7,5 af hundraði. Þeir voru hækkaðir í 8 af hundraði eft- ir gengisfeliinguna í nóvember. I greinargerð Englandsbanka fyrir lækkuninni segir, að hún hafi verið gerð vegna þess að komin væri á „meiri kyrrð um pundið.“ Litið er svo á, að vaxtalækkunin sýni aukiö traust á pundinu. Haraldur rikisarfi og Sonja á fundi með fréttamönnum ® Hvort Noregur skuli vera kon- ungsríki áfram eða ekki, sagði Har- aldur ríkisarfi Noregs í fyrradag, er „ekki mitt vandamál síðan fað- ir minn veitti samþykki sitt til © Á gullmarkaðnum í Sviss í fyrradag var gullverð aðeins 1 doll- ar hærra en hið opinbera gullverö er. Seljendur voru fleiri en kaup- endur. ® Lokið er gullflutningi frá Fort Knox í Bandaríkjunum til London til þess að fylla skarðiö vegna gull- taps gullsamtakanna á dögunum og nemur verðmæti gullsins samtals 950 milljónum dollara. Síðan er pundið var fellt í nóvember hafa gullbirgöir Bandaríkjanna rýrnaö svo nernur 2.425 milljónum dollara. ■ Bandaríkjastjórn áformar að draga mikið úr fjárfestingu er- lendis. trúlofunarinnar, en ég er reiðubú- inn, ef þjóðin vill mig, og ég vona, að við Sonja reynumst verðug þess hlutverks". — Aðeins einu sinni fyrr hefur verið haldinn fundur með fréttamönnum í konungshöllinni, en það var er Ólafur, þá ríkisarfi, kom heim úr útlegðinni 1945. — Allt var frjálslegt á þessum fundi í höll- inni í fyrradag og óþvingað, og fyrir fundinn var athygli frétta- manna feidd aö þvi, að þeir þyrftu ekki, er þeir bæru upp spurningar sínar við Harald ríkisarfa, að segja „yðar konunalega tign“. Fréttamenn höfðu á orði. eftir fundinri, að allt hefði verið sem bezt varð á kosið á bessum fyrsta fundi Haralds ríkis- arfa og Sonju Haraldsen með frétta mönnum. Stjórnmálamenn eru bornir fyrir fréttinni, en sambandsstjórnin, sem hefur lýst yfir að stjórn Ojukwus verði brotin á bak aftur eigi síðar en 31. marz, hefur ekki sent út neina opinbera tilkynningu. Rockefeller gefur ekki kost á sér Nelson Rockefeller ríkisstjóri í sambandsríkinu New York til- kynnti í gær, að hann ætlaöi ekki að gefa kost á sér sem forsetaefni flokksins i forsetakosningunum, þar sem ljóst væri að Nixon hefði fylgi meirihluta flokksleiötoga, og mikilvægt væri að - varðveita ein- inguna í flokknum. Hann vék að óeiningunni í flokki demokrata og hve alvarlegir tímarnir væru og þjóðareining nauðsynleg. Papandreou segir Bandaríkin eiga mikla sök á ástandinu Grikklandi i í fréttum frá New York er sagt frá fundi með fréttamönnum, sem þau sátu Andreas Papandreou, leikkon- an Melina Mercouri, o" Constant- ine Marotis, landflótta liðsforingi, "25 ára gamall. Andreas Papandreou kvaöst vera þarna sem fuiltrúi nýju grísku frelsishreyfingarinnar, ekki sem fulltrúa síns gamla flokks. Papan- dreou kvað Bandarikin eiga mikla sök á ástandinu í Grikklandi, vegna afstöðu sinnar til hershöfðingja- stjórnarinnar. Papandreou kynnti Marotis liös- foringja, sem mann, sem hernaðar- lega stjórnin heföi borið traust til, en Marotis sagði sjálfur að hann væri eldheitur þjóðernissinni. Samt geröist hann flóttamaður og fór frá Grikklandi 19. des. vegna þess, aö hann var neyddur til að framkvæma húsrannsóknir og vera viðstaddur, er stjórnarandstæðing- um var misþyrmt. „Þessir menn voru ekki kommún istar, þeir voru ekki fjandmenn landsins. Hjá einum fannst bók eft ir Leo Tolstoj, — það var nægi- legt til að handtaka hann“, sagði Marotis. Ennfremur sagði hann! „Hernaðariega stjórnin segir, að um 3000 menn hafi verið hand- teknir á því svæði, þar sem ég Papandreou. starfaði. Það er lygi. Næstum 10.000 menn hafa verið hnepptir i fangelsi þar — en þetta svæöi nær yfir hálft landið." (NTB)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.