Vísir - 22.03.1968, Side 8

Vísir - 22.03.1968, Side 8
8 V1SIR . Föstudagur 22. marz 1968. VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. N eyðarástandslög ]\yafstaðið verkfall hefur ljóslega sannað, að hér vantar neyðarlög, er hindri, að uppnám í þjóðfélaginu stefni lífi og heilsu manna í hættu, valdi stórfelldu verðmætatjóni og nagi undirstöður þjóðfélagsins. Lög af þessu tagi gilda yfirleitt í nágrannalöndum okkar og þykja sjálfsögð. í verkfallinu lömuðu starfsstúlkur sjúkrahúsanna starfsemi þeirra. Þjóðfélagið má í framtíðinni eiga von á, að það fantabragð endurtaki sig aftur og aftur, ef marka má grunnreifar yf irlýsingar formanns starfs- stúlknafélagsins. Fyrir svona fólki er ekki hægt að hafa vit. Þjóðfélagið verður að grípa til annarra vama. Nauðsynlegt er að banna hið bráðasta með lög- um, að verkföll hafi bein áhrif á heilsugæzlu í land- inu. í verkfallinu lagðist að mestu niður mjólkurdreifing í Reykjavík og afgreiðsla þeirrar mjólkur, sem til var, fór í handaskolum. Ýmsar aðrar nauðsynjar skorti og fleiri hefði skort, ef verkfallið hefði staðið lengur. Af þessu er ljóst,að setja þarf saman lista um brýn- ustu nauðsynjavörur almennings í landinu og banna með lögum að dreifing og sala á þeim sé hindruð. í verkfallinu var olía aðeins afgreidd til heimila og enginn veit, hvenær verkfallshetjunum dettur í hug að skrúfa líka fyrir það. Olía er eins og rafmagn ein meginforsenda þess, að íslenzkt nútímaþjóðfélag standist. Hús geta skemmzt varanlega, ef þau eru ekki hituð upp í kuldum. Margs konar verðmætar vélar þurfa stöðugt á olíu að halda til að skemmast ekki. Lögregla, slökkvilið, sjúkrabíll, læknar og starfsfólk við heilsugæzlu verða að hafa aðgang að benzíni til að geta sinnt störfum sínum, og sá aðgangur má ekki vera háður undanþágum misviturra verkfallsvarða eða hreinna skemmdarverkamanna. Þá munaði minnstu í verkfallinu, að olíuskip, sem hingað komu, sigldu aftur til baka og landið yrði olíulaust um lang- an tíma. Með lögum verður því augljóslega að banna, að aðflutningur, dreifing og sala olíu sé hindruð. Glæpastarfsemin, sem hér á landi er hægt að stunda í skjóli verkfallsréttar, á ekkert skylt við hann. í flest- um tilvikum geta fámennir hópar komið á verkföllum gegn vilja félagsmanna, því að það eru yfirleitt fá- mennir fundir, sem ákveða verkföll. Og fámenn félög geta valdið miklu tjóni á öðrum sviðum þjóðlífsins. Eins og nú er ástatt er þess vegna ekkert því til fyrirstöðu, að skemmdarverkamenn geti bakað þjóð- Hní stórfellt heilsutjón og verðmætatjón. Alls staðar í heiminum þykir sjálfsagt má1 að.þjóð verjist, ef að henni er vegið. Nýafstaðið ve. _il hefur rækilega opnað augu manna fyrir va.xiarleysi íslenzka þjóðfélagsins. Almenningsálitið krefst þess, að sett verði lög til varnar lífæðum þjóðfélagsins. ( SPIALIAD UM IÐNÞRÓUNINA Ottó Schopka: GILDI IÐN- FRÆÐSLUNNAR Tjví er oft haldið fram, að menntun sé arðbærasta fjár- festing hverrar þjóðar. Þeim fjármunum, sem varið sé til menntunar æskulýðsins, sé vel varið, því að þeir muni skila sér margfaldlega síðar. Þetta er vafalaust bæöi satt og rétt, og hér á landi hefur ríkisvaldið skilið þessa hagfræði, þv£ að verulegum fjárhæöum er varið til menntamála á hverju ári, eða um 5% af þjóðartekjum. Ein er sú grein menntunar, sem ekki hefur hvað minnsta þýðingu, en það er svokölluð starfsfræðsla, þ. e. raunhæft (praktiskt) starfsnám ásamt til- heyrandi bóknámi. Stærsti hluti þessarar fræðslu hér á landi er iðnfræðslan, þ. e. menntun iön- nema. Nú mun láta nærri að um 2800 iðnnemar séu í landinu og um 2500 nemendur í iðnskólun- um. Láta mun nærri að tæplega 20% unglinga á aldrinum 16 ára til 20 ára stundi iðnnám, og eru piltar þar í miklum meirihluta, þannig að ætia má, að um 35% pilta í þessum árgöngum fari í iðnnám. Til samanburðar má geta þess, að af sömu aldurshóp um stunda um 1800 eða 12% nám til undirbónings fyrir stúd- entsprófs og skiptast þar piltar og stúlkur nokkurn veginn til helminga Af þessu má ráða, hversu stór hópur iðnfræðslan er í menntakerfi þjóðarinnar. Fyrir tveimur árum voru sett ný lög um iðnfræðslu. Er þar gert ráð fyrir veigamiklum breyt ingum á iönfræðslukerfinu, sem ætlunin er að komi til fram- kvæmda á næstu árum. Eins og málum er nú háttað fer allt verk legt nám iðnnema fram undir handleiðslu iðnmeistara, en bók- legt nám í iðnskólum. Einstakar iðngreinar hafa þó af eigin rammleik komið upp verkstæö- isskólum, þar sem nemamir hafa fengið verklega þjálfun í skóla í nokkra mánuði á náms- tímanum. Ein veigamestu ný- mæli iðnfræðslulaganna eru um stofnun verknámsskóla iðnaðar- ins, en þar er ráðgert að þeir, sem vilja fara í iðnnám, geti hafið nám í slíkum verknáms- skóla og hlotið þar nauðsynlega undirbúningsfræðslu og þjálfun í iðngreininni áður en þeir fara í nám til meistara. Þarf ekki að fara mörgum orðum um hver bót er að slíkri fyrirkomulags- breytingu, og er ekki að efa að verulegur jákvæður árangur mun fylgja í kjölfar hennar. Undanfarin ár hafa verið starf- ræktir allt að 20 iðnskólar vfðs vegar um land, og hafa þeir sumir hverjir haft mjög fáa nem endur og um leið ófullkomna kennsluaöstöðu. Nú er gert ráð fyrir, að iðnskólarnir verði færri, eða 8 alls, en þeim mun stærri og betur búnir til þess að veita iðnnemum sem bezta kennslu. Iðnskólamir hafa flestir verið á hrakhólurrt með húsnæði, það er aðeins hér í Reykjavík, sem skól inn býr í myndarlegu eigin hús- næði, en annars staðar hafa þeir verið í sambýli með barna- og gaenfræðaskólum og hafa oft mátt búa þröngt. Fjárveitinga- valdið hefur ekki séð sér fært að leggja fram fé til þeirrar upp- byggingar, sem teVja verður nauðsynlega. Þó hafa hafizt framkvæmdir við byggingu iðn- skólahúsa í Hafnarfirði og á Ak- ureyri nú á allra síðustu árum, en þær framkvæmdir skriða seint áfram vegna takmarkaöra fjárveitinga. Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár eru veittar um 180 millj. kr. til nýrra skóla- bygginga, þar af eru 5.5 millj. kr. eöa um 3% til iðnskólanna. Gerð hefur verið áætlun um uppbyggingu nauðsynlegra verk- námsskóla í náinni framtið, en til þess að sú áætlun geti orðið að raunveruleika þarf að þre- falda framlög úr rfkissjóði til byggingar iönskólanna. Sú hækk un fjárveitinga yrði þjóðfélaginu áreiðanlega ekki ofviða. Fjárveitingar til menntamála á fjárlögum yfirstandandi árs eru um 845 millj. kr. Þar af er hlutur iðnfræðslunnar um 23 millj. kr. eða 3%. Þetta er allt framlag ríkisvaldsins til mennt- unar 2800 ungmenna. Á sama tíma er varið um 11,3 millj. kr. til þess að mennta um 100 bændaefnl á Hvanneyri og Hólum. Með þessu er ekki verið að segja, að bændaskólamir fái of mikið, en hitt hljóta allir að sjá, að iðnfræöslunni er skammt að naumt. Ef iönfræðslan nyti sama skilnings og menntun bændaefna hjá þeim mö.nnum, sem semja og setja fjárlög. væri vafalaust öðruvísi umhorfs í iðnfræðslumálunum en raun er á. Það sem hér þarf að koma til, er nýtt mat á hlutverki og þýð- ingu iðnfræðslunnar og þætti hennar I iðnþróun framtfðarinn- ar. Sú iðnþróun mun nefnilega ekki byggjast eingöngu á áli, kísilgúr og sjóefnum. Margar hinna hefðbundnu iöngreina eiga í vændum meira vaxtarskeið en nokkru sinni fyrr, og þá ekki sízt þær greinar, sem byggja til- veru sína á kunnáttu og vand- virkni hins lærða iðnaðarmanns. Með vaxandi tækniframförum, bættum lífskjörum og aukinni kaupgetu vex eftirspumin eftir framleiöslu og þjónustu hinna faglæröu og sérmenntuðu. Þess vegna er nauðsynlegt að vinna markvisst að öflugri uppbygg- ingu iðnfræðslukerfisins i ná- inni framtíð. Atburðarrásin er kannski ekki beinlínis trúleg, en hver ætlast til þess? Leikendurnir eru flest ir óttaleg nóboddí, utan Fred Clark, sem er mjög góður. Leik stjórinn, Carreras, er aðstoðar- forstjóri Hammer Films og sæmi lega öruggur stjórnandi, þótt hann virði$t ekki ýkja listhneigð ur. Myndin er hvorki betri né verri en hryllingsmyndir eru vanar að vera. og því ekki á- stæöa til að letja menn til aö sjá hana. Þráinn Bertelsson • skrifar kvikmyndagagnrýni: Hefnd múmíunnar (The Curse of the Mummy’s Tomb). Stjórnandi og framleiðandi: Mic hael Carreras Handrit: Henry Younger Aðaihlutverk: Terence Morgan, Fred Clark, Ronald Howard, Jeanne Roland, George Past- ell, Jack Gwillim. Amerísk-ensk, Stjörnubíó. jpræg er af sögnum sú bölvun, sem þeir kalla jrfir sig, er rjúfa helgi grafa hinna egifzku faraóa, og þessi mynd snýst með al annars um smyrling nokkurn. sem launar þeim lambið gráa, mönnunum sem koma af Vestur löndum og flytja kistu hans brott með sér. Einn bandarískur auðkýfingur Alexander King (Fred Clark), hyggst græða of fjár á því að ferðast um með kistuna og sýna almenningi múmíuna fyrir 10 sent á haus. en gróðavonirnar hrynja, þegar það kemur upp úr kafinu, að múmían hefur axlaö sín skinn og er horfin úr kist- unni, og tekin til við aö drepa menn úti um allar trissur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.