Vísir - 22.03.1968, Síða 12
12
V í SIR . Föstudagur 22. marz 1968.
„Helduröu að ég hafi það yfir
meö kunningja minn á bakinu?"
spurði Grenier, sem haföi komið
senditækinu fyrir í vatnsþéttu um-
búðunum og bundið vandlega á
bak sér.
Warteli var óvenju blíður í rómn-
um. „Viltu kannski að ég taki við
hækinu?“ spurði hann.
Grenier hikaöi við andartak. Svo
beit hann á jaxlinn. „Nei,“ svaraði
hann þurrlega.
Þá brosti WarteM, og að þessu
sinni ekki háðslega. „Komdu þér
þá af stað, kunningi," sagði hann.
Grenier handstyrkti sig gætilega
niður kaðalinn. Þegar hann kom
niður £ giiið, tðk Corey senditækið
af baki hans.
„Ætli það sé ekki bezt að ég
sjái um þetta,“ sagði hann og lyfti
tækinu hátt upp.
Grenier var jafnvel enn ákveðn-
ari í svörum við hann en Wartell.
„Nei,“ sagði hann.
„Þú um það,“ sagði Corey. „En ef
eitthvað verður að tækinu, er eins
gott fyrir þig sjálfan að drukkna.
Taktu fast um kaöa'linn, ég skal
svo rétta þér tækið.“
Grenier greip um kaðalinn vinstri
hendi, en tók við senditækinu með
þeirri hægri. Svo óö hann af stað
og hélt senditækinu yfir höföi sér,
upp réttum armi. Þótt skammt væri
yfir, fannst honum það skipta míl-
um. Þegar hann nálgaðist land hin-
um megin, hrasaði hann, skail and-
artak í kaf, en hélt senditækinu
upp úr og sleppti ekki takinu af
kaðlinum. Andartaki síðar tók
Manuel viö tækinu, en Grenier vóg
sig upp á klettinn, örmagna af
þreytu.
„Nú skil ég hvaö átt er við með
samlíkingunni „eins og hundur,
dreginn af sundi“,“ sagöi hann.
„Þú getur sparað fyndnina,“
mælti Ross þyrkingslega. „Slíkt á
varla við eins og á stendur."
Manuel bað Ross að taka viö
kaðlinum. Sjálfur fór hann að svip-
ast um eftir færri leið upp úr gil-
inu. Hann kerrti höfuðið aftur á
herðar svo hann sæti upp á brún-
ina, og loks fann hann þar það, sem
hann leitaði að — afsagaðan trjá-
stofn, sem brúin hafði verið hengd
á. Hann fékk nú kaðalhökkina, sem
Ross bar við belti sér, gerði lykkju
á endann og sveiflaöi henni aö
hætti kúreka svo fimlega yfir höfði
sér, að Ross og Grenier störöu á
hann með aðdáun.
„öldungis eins og Gary Cooper,"
varð Ross að oröi.
„Þú getur sparað þér fyndina,"
mælji Grenier. „Slíkt á varla við
eins og á stendur."
Ross brosti góðlátlega. Það var
í fyrsta skiptið, sem nokkur leið-
angursmanna, aö Warteil undan-
teknum, sýndi þess merki, að hann
teldi Grenier einn af þeim. Og
Grenier fannst sem hann hefði ver-
ið sæmdur heiðursmerki.
Manuel hæfði með lykkjunni ut-
an um trjábolinn í fjórðu atrennu.
Lagðist svo á kaðalinn og strengdi
hann. „Þú fyrstur, Ross,“ sagði
hann og benti upp á gilbrúnina.
Ross greip báðum höndum um
kaðalinn. Handstyrkti sig upp og
það var eins og hann fyndi alls
staðar táfestu í berginu sér til
stuðnings. Þegar hann var kominn
upp á brúnina, sem var nokkurn
veginn jafnsnemma og Wartell
komst yfir gilið, veifaði Ross hönd-
um sigri hrósandi uppi á brúninni.
Þá kleif Maccone upp kaðalinn.
Það sem hann skorti á fimi, sam-
anborið við Manuel, bætti hann
upp meö kröftunum.
„Þetta er auðvelt," kallaði hann
af brúninni niður til Greniers. „Ég
ráðlegg þér samt að nema ekki
staðar á leiðinni til að kveikja þér
£ sígarettu.“
Grenier hafði ákafan hjartslátt,
þegar hann greip höndum um kaö-
alinn. Hann var ekki kominn langt
upp á við, þegar honum fannst,
sem hann mundi þá og þegar missa
tökin. Sjálfur hafði hann £ rauninni
ekki hugmynd um hvemig hann
komst svo hátt, Ross og Maccone
náðu £ axlimar á honum og kipptu
honum upp á brúnina. Hann slag-
aði nokkur skref frá og hneig svo
niður.
„Þú ert illa á þig kominn, Iags-
maður,“ varð Ross að orði, og
Grenier var svo örmagna, að hann
gat engu svarað.
Wartell var naumast kominn upp
á gilbarminn, þegar þeir Ross og
Maccone veittu athygli einhverri
hreyfingu fyrir handan.
Andrá sfðar sáu þeir hvar jap-
anskur liðsforingi kom út úr skóg-
arþykkninu. Á eftir honum komu
nokkrir japanskir hermenn.
„Feliö ykkur f runnum og á bak
við steina,“ skipaði Wartell hrana-
lega um leið og hann hjálpaði Cor-
ey upp fyrir brúnina. „Þeir hafa
ekki tekið eftir okkur enn.“
Broti úr andrá síðar voru þeir
ailir komnir i var. Einnig Corey.
Grenier skreið til hans. „Hvað um
Manuel?"
„Honum verður varla bjargað,"
mælti Corey, stuttur i spuna.
„Leggstu niður og bærðu ekki á
þér.“
Grenier var í senn reiður og
furðu lostinn. Hann starði á af-
sagaða trjábolinn á gilbrúninni og
merkti það titringi kaðallykkjunn-
ar, að Manuel mundi vera á leið-
inni upp.
„Hann veit ekkert um þá jap-
önsku hinum megin," mælti hann
lágt. „Ef við gætum varað hann
við. mundi hann flýta sér.“
„Við mundum gera þeim jap-
önsku viðvart um leið“, hreytti
Corey út úr sér. „Það er okkar
eina undankomuvon, að þeir hafi
ekki hugmynd um okkur, en álíti
að Manuel sé skæruliði og einn á
ferð“.
Grenier þagöi. Hann bað í hljóði,
þegar hann sá þaö úr fylgsni sínu,
að þeir japönsku voru komnir fram
á gilbrúnina fyrir handan.
En honum varð ekki að bæn
sinni, því allt í einu heyrðust hróp
frá þeim japönsku. Þeir höfðu auð-
heyranlega komið auga á leiðsögu-
manninn. Um leið kvað viö skot-
hrina úr rifflum þeirra. Það slakn-
aði á lykkjunni um trjástofninn.
Japanski liðsforinginn stóö sigri
hrósandi á gilbarminum og athug-
aði umhverfið. Innan stundar virtist
hann þess fullviss, að Filippseying-
urinn hefði verið þarna einn á ferð,
því að hann hélt með menn sina
niður með gilinu. Þegar þeir voru
horfnir úr augsýn, reis Corey á
fætur. „Við skulum halda áfram.“
Grenier var Corey reiður. Honum
fannst hann hafa kcmið ódrengi-
lega fram við leiðsögumanninn, og
enn örð'ugra átti hann með að
sætta sig við, að hann skyldi láta
eins og ekkert væri. „Einn þeirra
féll £ vatnið, og þá voru eftir
fimm“ tautaði hann fyrir munni
sér.
Corey hvessti á hann augun.
„Hvað áttu við?“ spurði hann.
„Ekkert", svaraði Grenier. „Ég
var aðeins að rifja upp fyrir mér
krakkakvæði. Tíu litlir negra-
strákar ... þú kannast kannski
ekki við það, liðsforingi?”
„Nei“, svaraði Corey meinlega.
„Okkur eru ekki kennd slik kvæði
f sjóliðinu".
„Það er leitt“, varð Grenier
að orði. „Þessir tíu negrastrákar
'hafa eflaust lotiö stjóm liðsfor-
ingja, sem var svipaður þér. Þeir
vom tiu, þegar lagt var af stað,
og loks var enginn eftir“.
Engin svipbrigði sáust á andliti
Coreys, engin breyting á köldu
augnaráði hans. „Komdu þér á
AAUOARARSTlG 31 SlMl 22022
RYÐVÖRN Á RIFREIÐINA
^ér veljið efnin, vönduð vinna.
Gufuþvottur á mótor kostar kr. 250.00
Gufuþvottui, albotnþvottur.undirvagn kr. 600.00
Ryðvörr. undirvagn og botn. Dinetro) kr.. 900.00
Ryðvöm undirvagn og botn, Tectyi kr. 900.00
Ryðvöra undirvagn og botn Encis fluid kr. 600.00
Ryðvöra undirvagn og botn Olíukvoðun kr. 450.00
Airyðvöra, Tectyi utan og innan kr 3500.00
Rydvarnarstöðin Spitalastig 6
FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA.
ÓDÝR 0G GÓÐ ÞJÓNUSTA
fætur og gættu senditækisins,
strákur", hreytti hann út úr sér.
„Strákur ...“ Þaö var eins og
honum hefði verið rekinn löðrung-
ur. Það komu tár fram £ augu hans,
sumpart af söknuði vegna Manuels,
sumpart af sjálfsmeðaumkunn.
Hann reis þó á fætur og fylgdi
Corey inn i skóginn.
ÞV0IÐ 0G BÖNIÐ
BlLINN YÐAR
sjalfir.
ÞVOTTAÞJÖNIISTA
BIFREIÐAEIGENDA
1 REYKJAVIK
SIMI: 36529
érimmmsi
CHEF
„Farið með mig til Tarzans. Ó, ef ég
gæti aðeinst talað ykkar tungumái, eins
og Tarzan gerir.“ — „Rak - Tarzan yo
— por yo mangani“ (Tarzan og kona
hans era vinir gráu apanna).
Hátt yfir þeim urrar Tergash, karlapi,
sem vegna síns ofsafengna skaps hefur
verið rekinn frá apaflokknum í útlegð.
Nú beinist hefndarhugur hans og ein-
manakennd að ljóshærðu verunni fyrir
neðan hann...
mrenwootí
■■ OHEF
Frá Ifeklu
sa