Vísir - 22.03.1968, Blaðsíða 13
V t S IR . Föstudagur 22. marz 1968.
13
Föstudagsgrein —
-> 9. síðu.
Novotnys. Hinn sökudólgurinn
var Jan Sejna hershöfðingi, sem
hafði sannanlega gefið fyrir-
mæli til skriðdrekasveitanna að
leggja af stað. Kraföist Dub-
cek þess, að Sejna yrði látinn
sæta ábyrgð, hann yrði sviptur
stöðu sinni og dreginn fyrir
dómstóla, en í því var auðvitað ,
mjög sneitt að Novotny sjálf-
um, þar sem Sejna var nánasti
gæðingu hans.
Tj’n þá gerðist allt í einu sá
atburður, að Sejna strauk
úr landi. Og það furðulegasta
við flótta hans var, að hann
leitaði ekki á náðir vemdara
sinni Rússa, heldur fór hann
yfir Júgóslavíu og gaf sig fram
við bandarísk yfirvöld sem
pólitískur flóttamaður!
Tjessi viðbrögð Sejna að flýja
vestur á bóginn eru nær
því óskiljanleg. En eitt er vit-
að, að hann hafði meö sér fulla
ferðakistu af leynilegum hern-
aðarskjölum Varsjár-bandalags-
ins og af þeim sökum er flótti
hans talinn mikið áfall ekki
aðeins fyrir Tékka heldur fyrst
og fremst fyrir rússnesku striðs-
vélina í Austur-Evrópu. Hann
hafði svo þýðingarmikil skjöl
með sér, að sagt er, að flótti
hans sé jafnvel meira áfall fyr-
ir Rússa en flótti Svetlönu
Stalin.
Þetta hefur valdið mönnum
heilabrotum og hafa þær skýr-
ingar verið gefnar á þessu, að
Sejna hafi haft í huga, að beita
Rússum þvingunum. Hann hafi
krafizt þess, að Rússar skærust
í leikinn í Tékkóslóvakíu og
bældu niður með vopnavaldi
líkt og þeir gerðu í Ungverja-
landi, þau frjálslyndisöfl, sem
nú bærðíi þar á sér, ef þeir
neituðu því, hótaði hann að af-
henda Bandaríkjamönnum
leyniskjölin. Þessi hugmynd
hefur þegar komið fram í tékkn
eskum blöðum og er því kannski
ekki gripin úr lausu lofti.
Hitt er hins vegar ljóst, að
þessar hótanir Sejna hafa ekki
haft hin minnstu áhrif og
er nú talið, án þess aö vissa sé
fyrir því, að leyniskjölin séu
þegar öll komin f hendur
Bandaríkj amanna.
1710111 Sejna vakti óskaplegt
hneyksli og umtal í Tékkó-
slóvakíu. Dubcek og hans menn
beittu sér fyrir að réttarrann-
sókn færi fram vegna flótta
hans og gat þá ekki hjá því
farið,' að sú rannsókn kæmi
mjög inn á svið og allt
framferði Novotny-klíkunnar.
Meðal þeirra sem kallaður var
til yfirheyrslu var einn úr þess-
ari sömu klíku, aöstoðarher-
málaráðherra Tékkóslóvakíu
að nafni Vladimir Janko hers-
höfðingi. Hann ók af stað til
yfirheyrslu í embættisbifreið
sinni. En á miöri leið brá bif
reiöarstjóra hans við, er skot
hvellur kvað við úr aftursæt
inu. Janko hafði skotið sig
Hann lá meðvitundarlaus í blóði
sínu aftur í. Bifreiðarstjórinn
gætti að honum. en ákvað síðan
að, fiytja, hann til sjúkrahúss.
En á íeiðirínT ralinaðí Jartko við,
annað skot kvað við og þar
með var bundinn endir á líf
hans.
Eftir því sem fleiri og fleiri
úr klíku Novotnys hafa dreg-
izt inn í rannsóknina hafa víð-
tækari upplýsingar fengizt um
ógeðslegt lifemi og hreina fjár-
mála- og siðferðisspillingu í
allri æðstu stjóm landsins.
Hverjum ráðherranum á fætur
öðrum hefur verið vikið úr
embætti. Nánasti persónulegur
vinur Novotnys var hinn gamli
stalinisti Michel Chudik, sem
var forséti héraðsstjórnar
Slóvakíu. Þegar böndin fóru að
berast að honum, lagði hann
fram lausnarbeiöni sína. En
hún var ekki tekin gild, heldur
þótti réttara að víkja honum
með háðung úr embætti. Þá var
forseta verkalýðssambands
Tékkóslóvakíu Miryslav Past-
yrik vikið úr stöðu vegna sví-
virðilegrar misnotkunar hans á
stöðu sinni, menntamálaráð-
herra landsins Hendryk hefur
sagt af sér og svona mætti
halda áfram að telja upp .fjölda
ráðherra, sem hafa nú horfið
af sviðinu, en það yrði of langt
mál og nöfn þeirra óþekkt hér.
Sjálfur liggur Novotny sjúkur
á hæli í Karjsbad.
Hér er heldur ekki hægt að
rekja þá uppreisn mennta-
manna og rithöfunda, sem reis
upp í Tékkóslóvakíu eftir þetta,
þar sem kröfur eru settar fram
um það, að Tékkóslóvakía
verði aftur gerð að lýðræðis-
landi og efnt verði til raun-
veruiegra leynilegra kosninga.
Sú barátta er merkilegur þáttur
út af fyrir sig.
Tan Sejna hershöfðingi skildi
** eftir sig konu og þrjú börn
er hann flúði til Bandaríkjanna.
En með honum var ung kona.
sem sögð var unnusta sonar
hans, en hið rétta mun vera,
að hún var frilla hins tékk-
neska hershöfðingja. Þar er að-
eins lyft örlítið upp tjaldinu á
geigvænlegri siðspillingu sem
opinberazt hefur í þessu máli
í hinni nýju stétt í kommúnista-
ríkjunum. Eru ömurlegar lýs-
ingar á spillingarsamkomum
þessa fólks, drykkjuskap og
kvennafari, eða hvernig þeir
nota aðstöðu sína til fjárdráttar
og svartamarkaðsbrasks. Það
hefur til dæmis komið fram í
rannsóknunum að undanfömu.
að Jan Sejna hefur haft félags
skap við Anton Novotny yngra
son.Novotnys forse,ta um stór
gróðabrall í sambandi við sölu
leyfi á bifreiðum og hirt stórfé
í svartamarkaðsgróða.
Eru þessi mál öll með hinum
mestu endemum og ömurleg
endalok þess ofbeldisveldis, sem
til var stofnað með rússneskum
vopnum og hótunum fyrir 20
árum. Það er þvi engin furða,
þó aö mannfjöldi sá yrði
mikill, sem hélt á tuttugu ára
dánardægri Jan Masaryks, út að
gröf hans og heiðraði minningu
þess manns sem fórnaði lífi
sínu fyrir réttlæti og frelsi
þjóðar sinnar undan slíkum
viðbjöði.
Þorsteinn Thorarensen.
Logsuðumaður
Iðnverkamaður
Viljum ráða fljótlega 2—3 vana iðnaðarmenn
í vaktavinnu.
RUNTAL-ofnar hf.
Síðumúla 17.
SMITH-CORONA
30 GERÐIR
Stórkostlegt úrval rit-og reikni-
véla til sýnis og reynslu i nýjuíii
, glægilegim sýningarsal;
ásamt TayTórix bókhaldsvéltun og
fullkomnum samstæðúm skrifstofú-
'húsgögnum
SKRIFSTOFUTÆKNI m,
. v Ármúla 3, sími 30 !i()0.
Til
fermingar-
gjafa
fyrir dömuna
fyrir herrunn
húsgögn frá VÍÐI
Svefnbekkir
Skrifborð, dömu
Skrifborð, herra
Stækkanlegir svefnbekkir
Skólaskrifborð
TRESMIÐJÁN
LÁUCÁVEGI 166 S ÍMAR: 2 22 22 OG 222 29
I£>