Vísir - 28.03.1968, Síða 1

Vísir - 28.03.1968, Síða 1
skemmtana- f'iknir — Glöggt er gestsaugaö — segir gamalt máltæki, en hvort það á viö Atsumi Taki, 2ja ára jap- anska mær, sem um þessar mundir skemmtir gestum Hótei Loftleiöa, skal látið ósagt. Hún ségir, að íslendingar séu haldnir mikilli skemmtanafíkn, en séu líka afar gestrisnir og hafi hún einnig notið þess á ísienzkum heimilum. Stúlku þessari er margt til lista lagt. Hún hóf ung aö árum ballett- nám og komst í frægan ballett- flokk, sem hefur feröast mikið um Evrópu. Einnig hefur hún stundað myndlistamám í París og einhvern tíma — segir hún — langar hana til þess að sýna íslendingum þá hlið á sér 'líka. Þann tíma, sem hún hefur verið stödd héma, hefur hún notað til þess aö skoða sig um — auk þess að sýna sig á Hótel Loftleiðum. Hefur hún fengið miklar mætur á landi og þjóð og er staðráðin í því, að koma aftur til landsins seinna, en þá helzt að sumri til. Dvöl hennar að þessu sinni verð- ur ekki löng. Hún fer um mánaða- mótin. Fjögurra herbergja íbúðir á 848 búsund með öllum frágangi □ Kostnaðarverð íbúðanna í Reynimelsblokkinni frægu liggur nú fyrir og er það ekki fjarri þeirri áætlun, sem gerð var í upphafi. Byggingarverð fjögurra herbergja íbúðar, 117 fermetra, reyndist vera 735.756,95, en þá er eftir að mála húsið utan og ganga frá lóð. Kostn- aður við það er áætlaður 113 þúsund á íbúðina og endanlegt verð hennar verður þá, þegar allt er komið heim: rúm 848 þúsund. Til samanburðar má geta þess, að Framkvæmdanefnd bygginga- áætlunar áætlaði á síðastliðnu hausti meðalverð fjögurra her- bergja íbúðar í fjölbýlishúsun- um í Breiðholtshverfi 940 þús- und krónur og má búast við að sú áætlun hækki eitthvað vegna afleiöinga gengislækkunar, eða allt aö 12%. Verð þetta miðast við íbúðirnar fullfrágengnar, ut- an sem innan. Á endanlegu verði íbúðanna £ fjölbýlishúsinu að Reynimel 88—94 sést, hversu uppsprengt verð hefur verið á íbúðum á fast eignamarkaðnum í Reykjavík, þar sem svipaðar íbúöir voru boðnar til sölu á allt upp í 14—1500 þúsund. Verð á íbúð- 10. síöa. Leitað að eld- fíaug / lóninu — Það er nokkurn veginn talið öruggt, að eldflaugin týnda sé í lóninu hérna, sagði Ástvaldur Eiríksson, varð- stjóri slökkviliðsmanna, en slökkviliðsmenn eru staddir austur f Landsveit og að- stoða við leit að braki úr vamarliðsþotunni, sem fórst þar. Þar er nú norðaustan átt og mikill snjógangur. Frost nærri 6 stig. Gerir það leitarmönnum erfiðara fyrir, en samt ætluðu þeir að gera tilraun til þess að halda áfram f morgun, ef ekki yrði of mikill skafrenningur. Ástvaldur sagði, að þeir væru búnir aö kortleggja afstöðu ein- stakra hluta úr flugvélinni, eins og þeir hefðu fundið þá og eld- flaugarnar hefðu legið í beinni línu. í þeirri línu væri lön, sem myndaðist á vetrum vegna Tjarn arlækjar, og það væri nú eini staðurinn, sem ekki heföi verið rannsakaöur til hlítar. Væru þeir búnir að kafa dálítið í vatn- ið, en ísinn á því hindraði frek- ari leit í því. Yröu þeir að bíða þíðviðris. Islendingar Lausleg áætlun um fjárþröng L&L: Níu milljónir á móti einni Mál feröaskrifstofunnar Lönd og Leiöir er ennþá í athugun, en eins og kunnugt er svipti samgöngu- málaráöuneytiö fyrirtækiö feröa- skrifstofuleyfi og er rekstur þess nú í endurskoðun. Blaðiö hefur fregnaö aö skuldir ferðaskrifstof- unnar séu áætlaðar um 9 milljónir, en cignirnar nemi varla meira en 1 milljón króna. Samgöngumálaráðuneytiö hefur ekkert viljað upplýsa í málinu enn sem komið er. Hins vegar hefði þótt nauðsynlegt að stöðva rekst- urinn til þess aö fólk, sem á pant- aðar ferðir hjá ferðaskrifstofunni , gæti gert sínar ráðstafanir í tíma. Dagblaðaskortur tefur fyrir sorphreinsun ■ Sorphreinsun borgarinnar er enn ekki komin í eðlilegt horf eftir verkfalliö. Á skrifstof- um borgarverkfræðings fékk blaöiö þær upplýsingar, aö bú- izt væri viö, aö á laugardag mundi takast aö ljúka viö aö hreinsa burt, þaö sem safnazt hefur fyrir. ■ Ýmsar aðstæður hafa tafið fyrir hreinsuninni, einkum þó veðurfarið, frost og kuldi, Sorpið, sem sett var í tunnurnar var blautt, og engin dagblöð vqru til að draga úr rakanum, svo að þaö botnfraus í tunnun- um, og miklar tafir urðu viö hreinsunina. ■ En eins og áöur er sagt má búast viö, að þessi mál veröi komin í eðlilegt horft á laugardag. Búnaðarbnnkinn vann í 4. sinn i roð Bankarnir skipuðu þrjú efstu sæt- in í skákkeppni stofnana, sem lauk á þriðjudaginn. Skáksveit Búnað- arbankans sigraöi með yfirburðum og fékk 20 vinninga. Landsbank- inn varð númerWö með 14 v. og Útvegsbankinn þriðji meö- 1314 v. Það er í fjórða skipti í röð sem Búnaðarbankinn vinnur þessa keppni. Þrjátíu og tvær sveitir voru skráðar til keppni, en ein þeirra j mætti aldrei. — Sveitunum er skipt niður 1 A- og B-riðil eftir styrkleika og falla fimm neðstu sveitirnar í A-riðli niður i B- riðil, en fimm efstu í B-riðli fær- ast upp. Verðlaunaafhending fer fram á sunnudaginn, en þá efnir skáksam- bandið til hraðskákkeppni í Lidó. Nánar segir frá úrslitum mótsins á þriðju síðu (Myndsjá) í dag. Endanlegt verð ú Reynimelsblokkinni s

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.