Vísir - 28.03.1968, Page 3

Vísir - 28.03.1968, Page 3
V í S IR . Fimmtudagur 28. marz 1968. pMtthvert fjölmennasta skák- mót, sem haldið er hér é landi ár hvert, skákmót stofn- ana, var telft til enda 1 Lídó í gær. — Til þessarar keppni senda margar helztu stofnanir og fyrirtæki borgarinnar liö og sumar fleiri en eina sveit. Bankamir hafa lengi barizt um efstu sætin í keppninni, enda eru margir fremstu skák- manna okkar starfandi í bönk- um. — Má þar meðal annarra nefna íslandsmeistarana í fyrra og í hitteðfyrra, sem og Reykja víkurmeistarana tvö eða þrjú undangengin ár. Enda fór það svo að bank- amir hirtu þrjú efstu sætin í ár og fór Búnaðarbankinn með glæsilegan si'gur af hólmi í keppninni. Það er reyndar fjórða árið í röð, sem sveit Bún áðarbankans vinnur þessa keppni. í fyrra unnu þeir til eignar Vísis-bikarinn, farand- grip, sem keppt er um. — Hafa sennilega fáir auglýst betur bankann þann en þeir félagar. — Ekki vitum vér, hvort banka starfið verkar svona inspírer- andi á sfcáklistina, ellegar skák- mönnum hentar það starf betur en önnur. í öðm og þriðja sæti kemur sem sé hver bankinh á eftir öðr um: Útvegsbanki og Lands- banki. Hins vegar tókst bama- skólafcennumm að pota sér I fimmta sæti. Sigursveitin er raunar ekfci skipuð neinum aukvisum, á fyrsta borði tefldi Jón Kristins- son, öðru borði nýbakaður skák meistari Reykjavfkur, Bragi Kristjánsson á þriðja borði gam alreynd skákkempa Arinbjöm Guðmundsson og á fjórða Guð- jón Jóhannsson. Á fyrsta borði Landsbanfc- ans tefldi Jóhann Sigurjónsson, sigurvegari í aúfcakeppni Reykjavíkurmótsins á dögunum pn á öðm borði Hilmar Viggós- son. Tvö efstu borð Útvegsbank ans skipuðu hins vegar tveir Is- landsmeistarar: Bjöm Þorsteins son núverandi íslandsmeistari og Gunnar Gunnarsson íslands- meistari frá í hitteðfyrra. Úrslit mótsins urðu aö öðru leyti sem hér segir: A-riðill: 1 Búnaðarbanki A-sveit 20 v. 2 Landsbanki A-sveit 131/? v. 3 Útvegsbanki A-sveit 13 V5 v. 4 Bamaskólar R. A-sveit 1.3y2 5 Borgarverkfr. A-sveit 13 v. 6 Raforkum.stofn. A-sveit 12y2 7 Hreyfill A-sveit 12 y2 v. 8 Landssíminn 11 v. 9 Rafveitan 11 v. 10 Veðurstofan 10y2 v. 11 Flugfél. ísl. A-sveit 10V2 v. 12 Sveinsbakari 10 v. 13 Búnaðarbanki B-sveit 10 v. 14 Lögreglan A-sveit 10 v. 15 Borgarverkfr. B-sveit 9 v. B-riðilI: 1 Bílaleigan Falur 17 v. 2 Loftleiðir 15 v. 3 Raforkum.stofn. B-sveit 14 v. 4 Borgarbílastöðin 14 v. 5 Eimskip 13 v. 6 Þióðviliinn 13 v. 7, Barnaskólar R. B-sveit 13 v. 8 Lögreplan B-sveit 13 v. 9 Útvegsbanki B-sveit }3 v. AIIs kepptu 32 sveitir í þess- ari keppni eða eitthvað á 200. manns. Sveitir Búnaðarbankans og Borgarverkfræðings: Frá vinstri: Jón Kristinsson, Bragi Kristjánsson, Arinbjörn Gpðmundsson, Guðjón Jóhannsson, — Guðmundur Þórarinsson, Bjöm Höskuldsson, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Baldur Davíðsson. — trá skákk<eppni stofnana A-sveit Hreyfils til vinstri: Guðlaugur Guðmundsson, Þórður Þórð- arson, Benedikt Halldórsson. Raforkumálaskrifstofan frá hægri: Guðmundur Pálmason, Ólafur Magnússon, Leifur Jósteinsson (sést Útvegsbankinn frá vinstri: Bjöm Þorsteinsson, Gunnar Gunnarsson, aðeins á nefið á honum). Við endann stendur skákstjórinn Guð- Bra8' Björnsson. Hinum megin situr B-sveit Búnaðarbankans Stefán bjartur Guðmundsson. Þormar Guðmundsson og Kristinn Bjamason. Þaó var þröng á þingi í skáksalnum í I.ídó, sem um þessar mundir er kunnur af öðrum og fagurfræðilegri kappmótum, en skákkeppni. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.